Trump virðist hafa skipt um stefnu varðandi Assad

En áhugaverð samskipti forsætisráðherra Breta og Trumps vekja athygli.
En utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, fer í opinbera heimsókn til Rússlands í vikunni.
Spurning, af hverju ætli May og Trump segji tækifæri til að sannfæra Pútín um að gefa Assad eftir?

May, Trump agree Russia should break ties with Assad: UK PM's office

  1. A spokeswoman for the prime minister said Trump had thanked May for her support following last week's U.S. military action in Syria against the Assad regime.
  2. "The prime minister and the president agreed that a window of opportunity now exists in which to persuade Russia that its alliance with Assad is no longer in its strategic interest,"
  3. "They agreed that U.S. Secretary of State Tillerson's visit to Moscow this week provides an opportunity to make progress toward a solution which will deliver a lasting political settlement."

 

Ég skal ekki segja það gersamlega útilokað að sannfæra Pútín að gefa Assad eftir!

Pútín sé - útreiknaður einræðisherra -- hann svífist einskis þegar hann telur það henta --> En á sama tíma, sé hann án vafa -- "Machiavellian."
--Þ.e. hann sé örugglega til í að gefa Assad á stundinni - ef unnt sé að sannfæra hann um það; að það sé hagur hans sjálfs - þ.e. Pútíns!

  1. Ég kem alls ekki auga á það, að Rússlandi sé í hag að standa í löngu stríði í Sýrlandi.
  2. Þvert á móti, sé það betra fyrir Rússland - að endir sé bundinn á átök, sem allra fyrst.
  3. Höfum að auki í huga - að Pútín hefur kynnt fjárlög er fela í sér verulega skerðingu á fjárframlögum til hermála.
    --Það geti bent til þess, að Pútín ætli ekki í frekari kostnaðarsamar sóknartilraunir innan Sýrlands.
  • Strangt til tekið, þarf Rússland einungis tryggingu fyrir því -- að strandhéröð Sýrlands séu undir stjórn bandamanns Rússlands.
  • Sá þarf ekki vera Assad.

M.ö.o. virðist mér að Rússland ætti að geta sætt sig við skiptingu Sýrlands!

  1. Mín skoðun hefur verið alveg síðan stríð braust út í Sýrlandi 2011, að skipting Sýrlands væri rökréttasta leiðin til þess að binda endi á átökin þar.
  2. En þetta virkaði sem lausn á borgaraátökum í Júgóslavíu.
    --Þ.e. að aðskilja samfélagshópana sem berjast.
    --Í þessu tilviki - súnníta frá alövum, kristnum og shítum.
  • En alavar - kristnir og shítar hafa fylgt stjórninni.
  • Meðan að uppreisnin hefur alltaf verið -- súnní hreyfing.

--Það er samt til fólk - sem ítrekað afneitar því augljósa að stríðið sé "sectarian" þ.e. sé - hópastríð.

--M.ö.o. að þjóðahóparnir sem byggja landið - séu að berjast.

Alveg eins og í Lýbanon á sínum tíma og Júgóslavíu.

  1. Margir virðast láta það rugla sig, að sambærilegt við Lýbanon átökin -- hafa utanaðkomandi aðilar blandað sér í.
  2. En alveg eins og í Lýbanon, þrátt fyrir áhrif hópa sem koma að utan -- þá sé meginþorri þeirra sem taka þátt í bardögum - Sýrlendingar sjálfir!
    --En margir þeirra, hafa einfaldlega -- gengið í lið með þeim hópum, er upphaflega komu að utan.
    --M.ö.o. sé það alger fyrra, sem Assad heldur fram - að landið hafi orðið fyrir, innrás.

Það sé augljóslega svo að um þjóðar-hópastríð sé að ræða, þegar mannfallið -- er mælist í hundruða þúsunda er haft í huga!
En það einfaldlega standist ekki, að svo margir utanaðkomandi bardagamenn hafi komið að utan --> Að þeir væru samtímis því að verða fyrir svo miklu mannfalli, að halda borgurum þeirra svæða sem þeir halda í - nauðung.
--M.ö.o. það væri einfaldlega ekki sennilegt, að þær gætu samtímis haldið niðri íbúum svæða undir þeirra stjórn - og orðið fyrir slíku mannfalli.
--M.ö.o. að íbúar svæða sem þeir stjórna, hljóti að vera í bandalagi við þá! En þeir þurfa að þola mikið harðræði vegna átakanna, erfitt að trúa því að þeir létu það sig lynda -- ef þeir væru ekki beinlínis sjálfir þátttakendur í þeim átökum!

En mannfall á þannig skala, sé algerlega -consistent- við hópa-átök.
--Í reynd dæmigert fyrir biturt borgarastríð, milli hópa er byggja land.

  • En hópa-stríð eru einmitt með allra ljótustu stríðum er sjást!
    --Sbr. hrannmorð - skipulegar hreinsanir -- eru algeng í þannig átökum, sögulega séð.

Að auki, bendi ég á stórfelldan flóttamannavanda, en þ.e. einnig klassísk afleiðing -- hópastríðs.
--Tengist gjarnan, skipulögðum hreinsunum!

 

Niðurstaða

Hver veit, kannski stefnir í það að ríkisstjórn Trumps semji beint við Pútín um það - hvað þarf til að hann gefi Assad alfarið eftir. En mér virðist það alveg geta hugsast, að Pútín geti verið fáanlegur til slíks.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert stundum svo skrýtinn Einar.

Við getum byrjað á af hverju íbúar svæða sem eru undir ISIS ,Al Nusra aða annara hryðjuverkahópa láta sé lynda harðæðið.

Það er af því að réttarrfarið á þessum svæðum er allt öðruvísi en við eigum að venjast hér á vesturlöndum,eða yfirleitt í flestum löndum.

Fólk sem sleppur undan kúgun þessara manna er nánast undantekningalaust mjög fegið og hefur frá ýmsu að segja.

Til að skýra þetta nánar get ég endursagt sögu konu sem var að sleppa úr þessari ánauð.

Það komu tveir Nusra hryðjuverkamenn ínn á heimilið hjá henni ,þar sem 18 ára sonur hennar var að horfa á sjónvarpið.

Þeir spyrja strangir í fasi af hverju hann sé ekki frekar að lesa Kóraninn.

Stákurinn er eitthvað úrillur yfir að vera truflaður við sjónvarpsglápið og það kemur til orðaskifta sem enda með því að hann segir að það kunni nú fleiri Kóraninn en þeir.

Þeim er nóg boðið,taka strákinn út á götu og skera af honum hausinn.

Svona réttarfar þar sem fólk er skorið með þessum hætti virkar afar letjandi á fólk til að hafa skoðanir á samfélagsmálum eða sýna af sér andóf að neinu tagi.

Menn hafa ekki einu sinni frið til að horfa á sjónvarpið.

Við sjáum afar lítið af þessum frásögnum í vestrænum fjölmiðlum af því að þetta eru bandamenn þeirra sem eiga vestræna fjölmiðla.

Þeir vilja ekki að við sjáum að fólk er almennt ánægt með að vera losað undan þessari kúgun,burtséð frá hverrar trúar þeir eru, og ég á ekkert erfitt með að skilja afstöðu þeirra þó sumir eigi erfitt með það.

.

Varðandi fund Tillersons og Lavrovs.

Það sem geri þér svo erfitt með að túlka atburði líðandi stundar er að þú virðist ekki skilja stóru myndina og þarft því að túlka alla hluti útfrá dægurflugum líðandi stundar.

Við fall Sovétveldisins verður bandaríska elítan eins og kálfar að vori.Eina ríkið sem stóð í vegi fyrir þeim er fallið í valinn ,og til verður í Bandaríkjunum stefna sem við getum í stuttu máli kallað "Heimsyfirráð eða dauði" Bush túlkað þetta svo ágætlega í frægum orðum sínum. "Þeir sem eru ekki með okkur,eru andstæðingar okkar" 

Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan og er enn. Þessi stefna er undirrót flest allra átaka í heiminum í dag,því það koma alltaf annað slagið upp menn sem reyna að slíta sig frá þessu kerfi og það þarf að sjálfsögðu að berja þá niður með einhverjum hætti.

Ég sé ekki ástæðu til að fara nánar út í þetta nema þú óskir sérstaklega eftir því,þetta er ágætlega þekkt.

Bandaríkjamenn hefjast svo handa við að framfylgja þessari stefnu ,og á heimsvísu er engum vært til lengdar í embætti nema viðkomandi sé fullkomlega samstíga bandarískum yfirvöldum.

'I þessum málum breytir engu hver er forseti,stefnan er alltaf sú sama ,enda er það ekki forsetinn sem ræður þessum málum nema að nafninu til.

Við erum einmitt að horfa á skýrt dæmi um þetta þessa dagana. Forseti sem komst  í embætti með aðrar áherslur,hefur nú verið brotinn á bak aftur og Bandarísk utanríkisstefna er kominn aftur í sitt eðlilega horf. Heimsyfirráð eða dauði.

.

Á öryggisráðstefnunni í Munchen 2007 fer maður að nafni Vladimir Putin í pontu og heldur langa ræðu,þar sem hann tilkynnir að Rússland muni framvegis ekki una þessu fyrirkomulagi.

Það er orðin til stefna hjá stóru ríki,og kjarnorkuríki,sem gengur þvert á stefnu heimsveldisisns.

Putin hafði verið fram að þessu frekar vel séður á vesturlöndum,en strax um kvöldið (Um morguninn í Bandaríkjunum) eru pretvélarnar settar á fullt og það hefst ófrægingarherferð á hendur Putin sem hefur staðið sleytulaust síðan.

Ég hef nokkrum sinnum bent þér á að horfa á þessa ræðu til að auka skilning þinn á heimsmálunum af því þessi ræða markaði vatnaskil í þeim málum.

Annaðhvort hefurðu ekki gert eins og þér var sagt ,eða þú hefur ekki skilið innihald ræðunnar og hvaða þýðingu hún hefur haft fyrir gang heimssmála.

Eins og Bandaríkin fylgja alltaf sinni mörkuðu stefnu,fylgja Rússar þeirri stefnu sleytulaust  ,sem tilkynnt var 2007.

Stefna Putins stjórnast ekki af dægurflugum,hann hefur framtíðarsýn sem hann hefur fylgt án þess að hvika í meira en áratug.

Vissulega þarf hann að bregðast við atburðum sem upp koma,en stefnan er skýr.

Þér getur líkað þessi stefna vel eða illa ,en það er mikilvægt til að auka skilning þinn að þú gerir þér grein fyrir þessu.

Persónulega er ég ekki hrifinn af drottnunarstefnu Bandaríkjanna 

.

Nú þegar þú hefur væntanlega skilið þetta,er hægt að snúa sér að fundi Tillersons og Lavrovs.

Spurningin er hvort Putin muni gefa Assad upp á bátinn.

Við vitum ekki um allt sem gerist á bakvið tjöldin,en mér finnst mjög ólíklegt að Tillerson hafi eitthvað í pokahorninu sem breytir afstöðu Putins.

Að yfirgefa Assad ,gengur þvert á það stefnu sem Putin hefur fylgt að svo mikill einuurð árum saman.

Sýrland er einskonar prófmál fyrir Putin og reyndar alla sem hafa svipaðar áhersur og hann um sjálfstæði þjóða.

Að gefa efir sjálfstæði Sýrlands væri algerlega á skjön við allt sem á undan er farið.

Vandamálið við Putin frá sjónarhorni Bandaríkjamann er að þeir geta ekki mútað honum og það er tilgangslaust að hóta honum,honum er alveg sama.

Hann hefur á bak við sig stórann her og stuðning stórrar þjóðar.

Ég fæ akki séð hvað það gæti verið sem fengi hann til að snúa baki við skjólstæðingi sínum.

.

Eitt af því sem fylgir því að vera heimveldi og hafa stefnuna "heimsyfiráð eða dauði" er algert skeytingarleysi fyrir alþjóða lögum.

Nyjasta dæmið um þetta er eldflaugaárás Bandaríkjanna á Syrland.

Það hefur spunnist nokkur umræða um það hvort hún hafi verð brot á stjórnarskrá eða einhverjum öðrum Bandarískum lögum.

Í þessari umræðu er nánast aldrei spurt hvort hún hafi verið brot á alþjóða lögum.

Það eru ekki bara Neokonarnir sem eru þeirrar skoðunar að Bandaríkin séu ekki bundin af alþjóðalögum,þetta virðist vera samdóma álit nánast allrar Bandarísku elítunnar og fjölmiðlanna.

Undantekningarnar eru afar fáar og hjáróma.

Þá örsjaldan að þessarar spurningar hefur verið spurt er því vísað frá sem aukaatriði eða minniháttar stílbroti,og gildir þá einu hvort menn eru hlynntir árásinni eða ekki.

Yfirleitt viðurkenna menn að þetta sé brot,en finnst það ekki skifta miklu máli. Eina sem skifti máli hvort forsetinn hafi brotið stjórnarskrána eða ekki.

Þennan galla benti Putin á í ræðu sinni 2007 og benti á að það væri óviðunandi fyrir íbúa heimsins að ríkisstjórn eins ríkis gæti ráðskast með öll ríki heims að vild ,án þess að þurfa að gjalda þess á nokkurn hátt.

Rúsar eru svosem ekki alveg stikkfrí í þessu.

Þegar Rússar sendu hermenn inn á Krímskaga til að koma í veg fyrir að kjósendur þar væru drepinir af Nasistum á leið sinni á kjörstað í þjóðaratkvæðageriðslu,er það vissullega brot á alþjóða lögum. Þó atkvæðagreiðslan sem slík hafi verið fullkomlega lögleg var þessi vernd það í sjálfu sér ekki. Enginn var samt drepinn eða slasaður sem betur fer.

Þessu broti hefur verið haldið vel til haga af US og EU og leiddi síðar til viðskiftaþvingana.

En það er samt stigsmunur á því og að gera innrás í Irak á upplognum forsemdum,drepa milljón manns og leggja landið í rúst.

Því broti hafa ekki fylgt refsingar af neinu tagi. 

Borgþór Jónsson, 11.4.2017 kl. 13:04

2 identicon

Gott hjá þér Bergþór ... og Einar, þú heldur að Trump hafi "breitt um stefnu".  Ertu blindur eins og kettlingur, heldurðu að maðurinn hafi valið Tillerson og Co. í stjórn sína ... af því að hann hafi verið með einhverja aðra stefnu?

Þú skilur aldrei það sem er að gerast ... og ert á al röngum meiði, í öllum málum ... bæði hvað varðar Trump og Pútin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.4.2017 kl. 19:20

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég einfaldlega endurtek þ.s. ég sagði að ofan -- að þ.e. algerlega klárt að óhugsandi sé að uppreisnarmenn væru að halda velli með því óskaplega mannfalli sem þeir hafa orðið fyrir statt og stöðugt nú til fjölda ára.
Ef þeir hefðu ekki stuðnings fólks á þeim svæðum sem þeir stjórna!!

En þú virðist ekki átta þig á því að stjórn Assads er ótrúlega grimm ógnarstjórn!

    • Assad hafi án nokkurs vafa framið margfalt stórfelldari mannréttindabrot, en ISIS.
      --Morð þau sem ISIS hafi framið fölni í samanburðinum.

    • Ég get ekki komið auga á það í hvaða skilningi -- Assad væri skárri en ISIS.
      --ISIS sé stórhættuleg ógnar-hreyfing.
      --En Assad viðhaldi gríðarlega mannskæðri ógnarstjórn.

    ISIS sker sig frá Assad með því -- að Assad hafi ekki staðið fyrir hryðjuverkum utan Sýrlands.

      • En ég get virkilega komið auga á það.

      • Að íbúar sem séu Súnní -- geti valið að fylgja ISIS frekar en Assad.

      --Þú virðist halda að valið sé milli --> Góður vs. vondur.

      En valið milli ISIS vs. Assad.

      Er vondur vs. vondur.
      --Al Nusra er sosum ca. sama val þ.e. vondur vs. vondur.

      --------------

        • Íhugum afrek Assads, þ.e. hans sök að fjöldamótmæli urðu að blóðugri uppreisn, sbr. ákvörðun hans að fyrirskipa skothríð á uppreisn þegar hún enn var óvopnuð. Þá vopnaðist uppreisnin.

        • Það þíðir líka -- að hvað síðan gerðist er allt honum að kenna. Þ.e. ef borgaraátökin hefðu ekki hafist, hefði það tækifæri aldrei myndast sem til varð fyrir -- margvíslega róttæka hópa.
          --M.ö.o. sé það Assad sem gerði ISIS að áhrifa-afli.

        • Hann á þar með einnig sök á því að um hálf milljón manns hafa látið lífið, auk þess að 5 milljónir eru landflótta og 6 milljónir frá heimilum innan landsins.

        -- --> Samanborðið við þessi afrek.
        Þá er erfitt að sjá meira að segja ISIS --> Sem klárlega verri valkost fyrir Sýrlendinga.

        Það þíði ekki að ISIS sé ekki fullkomlega hræðilegur valkostur.
        --Heldur undirstriki það hve fullkomlega hræðilegur stjórnandi Assad sé.
        --------------
        Það verði að losna við Assad!

        Meira að segja Pútín gæti áttað sig á því.

          • Ég efa þó að ótrúleg blindni þín geri þér mögulegt að sjá það.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 12.4.2017 kl. 00:19

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Nóv. 2024
          S M Þ M F F L
                    1 2
          3 4 5 6 7 8 9
          10 11 12 13 14 15 16
          17 18 19 20 21 22 23
          24 25 26 27 28 29 30

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (21.11.): 8
          • Sl. sólarhring: 8
          • Sl. viku: 35
          • Frá upphafi: 856018

          Annað

          • Innlit í dag: 8
          • Innlit sl. viku: 33
          • Gestir í dag: 8
          • IP-tölur í dag: 2

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband