9.4.2017 | 21:04
Mín skoðun er að svokallaður -komuskattur- sé afar slæm hugmynd
Pólitíkin á Íslandi hefur verið í megnustu vandræðum með að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum, ásamt því að nú virðist Alþingi einnig í vandræðum með að fjármagna -- mikilvægar vegaframkvæmdir.
--Flest virðist benda til þess, að svokallaður komuskattur verði líklega lagður á!
- Fyrsta lagi, höfum við ákaflega slæma reynslu af - ánöfnuðum sköttum, sbr. útvarpsgjald - vegagjald.
--En Alþingi ræður yfir öllu skattfé á landinu.
Hvað gert er við innheimta skatta, er einfaldlega til samninga í hvert sinn, sem umræða um fjárlög er tekin.
Og allir þeir hagsmunahópar er byggja landið, og auðvitað einstök svæði innan landsins -- reyna í hvert sinn, að toga til sín sem -- allra mest. - Það þíðir að sjálfsögðu -- að nákvæmlega engin trygging er til staðar, að -- t.d. komugjald renni raunverulega að bróðurparti til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
--Enda getur maður séð það fyrir, að þegar umræða stæði uppi um fjárlög, og þessir peningar væru til umræðu -- þá mundu margir aðrir þarfir hagsmunir, krefjast aðgengi að því fé -- t.d. spítalar eða m.ö.o. heilbrigðismál, eða tryggingamál -- eða einstök byggðalög heimta það fé til verkefna hjá sér.
--Hættan væri klárlega -- að smám saman væri meira og meira klipið af þessu í aðra hluti.
Þessi skattur hefur fleiri galla til viðbótar!
- En hann augljóslega letur ferðamenn til þess að koma til Íslands -- með því að gera farmiðann dýrari, en það lendir þá strax á öllum ferðalöngum til landsins - alveg burtséð í hvaða tilgangi ferðin er.
--Hann að sjálfsögðu, bitnaði einnig á Íslendingum er væru að ferðast -- en mismunun er ekki heimil skv. EES.
Mundi þá einnig gera ferðir landans til landsins frá - útlöndum, kostnaðarsamari. - Færri ferðamenn --> Leiða að sjálfsögðu til, minni tekna ríkisins en ella af t.d.: launum þeirra er vinna við ferðaþjónustu, færri kaupa gistingar, minna er verslað innan landsins af ferðalöngum.
--Hver nettó áhrifin væru -- er ákaflega erfitt að spá fyrir!
- En ríkið er að setja ferðamennsku í hærri - virðisaukaskattflokk.
- Fyrir utan það er að koma inn hækkanir frá ferðaþjónustu, vegna launahækkana.
--Komuskattur bætist þá ofan á allt þetta!
Ég held að allir vita sem vita vilja, að það mun koma samdráttur í ferðamennsku!
Málið er að ferðamenn eru ekki auðmenn upp til hópa.
Heldur venjulegt launafólk frá öðrum löndum.
Það eru því til staðar -- sársaukamörk um það hve dýrt það má vera að ferðast til Íslands.
- Þannig að ef kostnaður við ferðalög hingað, fer upp fyrir þau mörk.
--Þá klárlega, kemur niðursveifla í komur ferðamanna!
- Punkturinn er augljóslega sá - að ef allt þetta er gert í einu, sbr: ferðamennska í hærri VSK flokk, ofan á kostnaðaraukningu vegna hækkaðs launakostnaðar ferða-iðnaðar, og síðan bætist þar við -- komuskattur.
- Þá grunar mig, að af hljótist nokkurs konar - fullkominn stormur fyrir ferðamennskuna.
M.ö.o. að ég yrði afar undrandi - ef svo rækilega er höggið ítrekað í sama knérunn.
Að það leiði ekki til þess samdráttar í ferðamennsku - sem margir hafa verið að óttast.
--Málið er, að sá samdráttur gæti orðið all verulegur.
--Jafnvel svo mikill, að sá hagvöxtur sem hefur verið til staðar á Íslandi, snúist við yfir í samdrátt.
Klárlega gæti hæglega orðið 20-30% gengisfall.
Ég upplyfi þetta dálítið þannig, eins og allir haldi að aukningin haldi alltaf áfram!
En umræðan á Alþingi, virðist fyrst og fremst um það -- hvernig sé unnt að skattleggja ferðalanga sem eru á landinu - í auknum mæli.
--Ekki um það, að aukin skattlagning --> Gæti fyllt mælinn, sem hefur smám saman hægt og rólega verið að fyllast.
Hvernig vil ég fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum?
- Einfalt, setja stærstu ferðamannastaðina í útleigu til einka-aðila á bilinu 10-20 ár. Setja stöðluð skilyrði, um uppbyggingu á hverjum stað ásamt um vernd náttúru staðar. Að sjálfsögðu væri það þá fjármagnað á hverjum stað af gjaldtöku leiguaðila.
--Ef menn vilja, er hægt að undanskilja Þingvelli sérstaklega. - Það ætti ekki að vera nokkur veruleg hætta á að fénu væri ekki varið til uppbyggingar á hverjum stað, en einfalt væri að setja í leigusamning - - að ef ekki er staðið við skilyrta uppbyggingu, sé leigusamningur -- sjálfvirkt útrunninn.
--Þá fær aðilinn ekki þann hagnað sem viðkomandi ætlaði sér að sækja.
--En unnt er að setja í samninginn, tiltekna áætlun um uppbyggingu með -- innbyggðum markmiðum, er yrði að uppfylla á tilteknum tíma-punktum.
--Vel væri unnt að fylgjast með því, hvort allt væri eins og það ætti að vera. - Með þessari aðferð, ætti ekki að vera neinn vandi að tryggja nægt fé til þeirra staða -- er væru leigðir út.
- Samtímis, dreifist umferð ferðamannanna um landið í auknum mæli, með því að hluti straumsins velji að fara þangað þ.s. ekki er gjaldtaka.
--Þar með minnkar sjálfkrafa álagið þ.s. þ.e. þegar alltof mikið - sbr. náttúruvernd.
--Og staðir sem nú eru tiltölulega afskiptir -- fá auknar tekjur. - Þar með mjög góð aðgerð fyrir dreifðari byggðir, að þær fá hærra hlutfall ferðamannastraums þar með störf af þeim straum og tekjur.
- Slík gjaldtaka --> Leiðir ekki fram fækkun ferðamanna!
- Þar með, ekki ástæða að ætla að lækkun heildartekna af ferðamönnum geti orsakast.
Þetta er sú leið sem ég tel langsamlega skynsamasta!
--Að sjálfsögðu einmitt vegna þess að hún er skynsöm, er sennilega ólíklegt að pólitískur stuðningur sé finnanlegur fyrir því.
Niðurstaða
Í raun og sé afar einfalt að leysa málið með fjármögnun uppbyggingar á þeim helstu ferðamannastöðum landsins - vandinn sé fyrst og fremst pólitískur.
--Það er að skynsöm nálgun fái ekki pólitískan stuðning.
- Þess í stað virðist Alþingi stefna að því að slátra gullgæsinni!
--Því miður get ég ekki sagt að nokkur pólitískur foringi hafi það sem af er þessu kjörtímabili sýnt forystu í þessu máli, sem mark er á takandi!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2017 kl. 09:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 327
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 307
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg er á þeirri skoðun að ferðapassinn hennar Elínar sé heppilegasta lausnin.
Jósef Smári Ásmundsson, 10.4.2017 kl. 06:25
Ég studdi það mál -- en fyrst að hann náði ekki í gegn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2017 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning