Líklega ekki tilviljun að Trump gefur fyrirskipun um -- loftárás á sýrlenska herstöð, rétt fyrir fundinn við Xi Jinping

Nokkrir greinendur hafa bent á, að með árásinni hafi Trump sýnt vilja sinn í verki.
--En árásin á sýrlensku herstöðina getur allt eins verið aðvörun til Kína.
En Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi að -- beita afli Kína gegn N-Kóreu.
--Ella sé sennilegt að Trump beiti sér einhliða gegn N-Kóreu.

Is Syria strike the beginning of a ‘Trump doctrine’?

 

Það áhugaverða er, að Trump hefur verið að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi!

  1. Það bendi til þess, að Trump sé frekar að nota árásina á sýrlensku herstöðina.
  2. Til þess að senda skilaboð til Xi Jinping.

En það feli í sér skyndilega róttæka stefnubreytingu gagnvart Rússlandi - eða Sýrlandi.

Þannig má líta svo á, að árás Sýrlandshers á byggðalag í Idlib héraði -- sem næg gögn virðast nú staðfest að sannarlega hafi verið framin af Sýrlandsher!
--Hafi þá komið upp í hendurnar á Trump.
Sem tækifæri -- þ.e. með því slái hann 2-flugur í einu höggi.

A)Hann rökstyður árásina, sem svar við glæpasmlegu mannréttindabroti Assad stjórnarinnar - slær sig þannig með ódýrum hætti til riddara, sem verjanda þeirra lítilmagna sem sæta alvarlegum árásum.
B)Hann sendi Xi Jinping þau skilaboð --> Að Kína verði að taka hótun hans varðandi N-Kóreu, alvarlega.

Þó að Pútín fari nú hamförum í fjölmiðlum -- reikna ég ekki með því að Pútín erfi þetta endilega lengi við Trump.
--Ef Trump lætur vera frekari aðgerðir af þessu tagi innan Sýrlands.
--Og ef Trump geri engar tilraunir til þess að -- steypa Assad.

M.ö.o. að ef Trump ógnar ekki hagsmunum Rússlands innan Sýrlands.
Þá líklega muni áfram standa tilboð Pútíns til Trumps -- um fund.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að árás sú er Trump fyrirskipaði á sýrlenska herstöð, árás er virðist réttlætanleg í ljósi árásar frá þeirri herstöð með gassprengju á byggðalag innan Idlib héraðs; að sú árás geti ekki falið í sér upphaf að róttækri stefnubreytingu Trumps innan Sýrlands.

Hinn bóginn, þá í ljósi þess að Xi Jinping var við það að hefja opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
Og Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi í tengslum við N-Kóreu.

Virðist árásin frekar vera -- lítt óbein skilaboð til Xi.
Að taka alvarlega ummæli Trumps þess efnis, að ef Xi - beitir N-Kóreu ekki nægilegum þrýstingi.
Sé Trump vís til þess að taka einhliða á málinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hér kemur í ljós, hvað ég hef alltaf sagt um Trump ... þetta er ekki sá maður, sem þú heldur. Og var aldrei.  Þú hefur rangt fyrir þér, um öll þessi "heimsmál", allt að 80%.  Því þú sérð ekki "blekkingarleikina" í ref skákinni.

Þú hefur miklu betra vit á Íslenskum málum, og Benedikti Jóhannessyni en "the great game". Enda kallast þetta "the Great Game" ... og þú átt ansi mikið "sameiginlegt" með Benedikti Jóhannessyni.  Benedikt er "sjálfumglaður" stærðfræðingur eða ("starfræðingur" eftir mínu viti) með alltof mikið álit á sjálfum sér, og "sér ekki skóginn fyrir trjánum".  Í bókstaflegri merkingu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 06:26

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er afstaða framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA  til þessa máls;

þó að það embætti sé hálf valdalaust?

Jón Þórhallsson, 8.4.2017 kl. 09:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, yfirleitt er litið mun minna alvarlegum augum á árásir á herstöðvar, þar sem hermenn eru til staðar - en árásir á byggðalög er innihalda almenna borgara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2017 kl. 11:38

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég hef enga samúð með múslimskum hermönnum en spurningunni er samt ósvarað.

Jón Þórhallsson, 8.4.2017 kl. 12:32

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hvaða gögn ertu að tala um Einar.

Það eru engin gögn.Ég kalla einhverja snepla frá Pentagon og CIA ekki gögn ,enda væri það alveg fáránlegt.

Það er alveg jafn alvarlegt að ráðast á herstöð og hvað annað.

Allir vita að þessi árás er algerlega ólögleg og er jafnframt stríðsglæpur.

Flestir vita að þessi stríðsglæpur var framinn á fölskum forsemdum. Það eru engin gögn og engin rannsókn.

Ástandið í heinsmálunum hefur lengi verið þannig að afskaplega fáir þora að tala gegn Bandaríkjunum á nokkurn hátt ,af því flestir eru búnir að gera sér ljóst að þetta ríki er undir stjórn glæpamanna sem eyða hverju ríki sem andar út orði gegn þeim.

Aldrei í sögunni hefur heimsbyggðin mátt þola aðra eins kúgun og við búum við í dag.

Borgþór Jónsson, 8.4.2017 kl. 18:17

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sá nokkur flugvélar á myndum sem voru birtar af þessum Sýrlenska flugvelli sem var sprengdur meir og minna upp. Ég sá ekkert. Var þetta allt planað fyrirfram.

Valdimar Samúelsson, 8.4.2017 kl. 19:55

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór, vitnisburðir sjónarvotta.
Þeir sáu Su-22 vél varpa 3-sprengjum, þara af eina sem skildi eftir þ.s. sjónarvottum sýndist vera þokukenndur reykur.
--Rætt hefur verið við þetta fólk, þær frásagnir koma heim og saman við greiningar sérfræðinga á þeim meiðslum sem fólk varð fyrir er lyfði af auk skoðana á líkum látinna.
-----
Auk þess vitna ég eina ferðina í viðtalið við Assad sjálfan --> Sem segir skýrt að ekkert annað en sigur komi til greina samtímis og hann segir - samkomulag ómögulegt.
::Þannig að ég ítreka það - að þetta sé bersýnilega ekki ótrúverðugar frásagnir, ef maður hefur í huga ákaflega skýrt mótíf Assads.

Það þarf enginn að óttast að hann hafi nokkra samúð með þeim, sem hann hefur kallað hryðjuverkamenn - og miskunnarlaust drepið hundruðum þúsunda síðan seinni hluta árs, 2011.
--Svo ég kaupi alls ekki fullyrðingar þess eðlis, að það geti ekki staðist að hann hafi fyrirskipað þessa árás.

Mér virðist þvert á móti, langsamlega flest benda til þess.
Eins og ég hef áður sagt þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.4.2017 kl. 20:03

8 identicon

Sæll Þorsteinn,

Ég vil bara skýra fyrir þér, hvernig málin með ISIS, Al Qaida á sér stað.  Þar sem ég og þú, erum ekki í innsta hring. Verðum við að skoða "niðurstöður" mála til að fá niðurstöðu um "af hverju".

Osama bin Ladin, var trúarleiðtogi ... þessi maður vildi ekki að "her" hans yrði notaður sem vopn í mið-austurlöndum.  Þetta er ástæða þess, að Bandaríkin gengu um með "falsaðar" myndir þar sem hann varð yngri með hverju árinu sem leið.  Bandaríkin vildu nota Al Qaida, til að skapa usla í mið-austurlöndum.  Hvernig á Ísrael að geta lifað í mið-austurlöndum, með "stórveldi" muslima við hlið sér? Jú, samkvæmt biblíunni voru "saudi arabar" vinir Móses, svo ... Saudi arabar eru "ok". Allir hinir, eru "óvinir" Ísraels og verða að "skólast" í nýrri pólitík.

Þetta er "bakgrunnur" pólitík bandaríkjanna ... og "olía" er eldsneytið sem gefur mönnum "kraft" til að halda vitleysunni áfram.  Al Qaida, sem var ásakaðir um að hafa valdið 9/11 eru núna "bestu vinir kanans".  En eftir að hafa myrt miljónir manna, þá vill kaninn drepa fleiri með því að "saka rússa" um 9/11 líka.

Vandamálið með okkur Evrópu búa, er að við erum svo vitlaus að við skiljum ekki að ef Rússland deyr ... þá deyjum við. Eins og þú bendir á ... við lítum á bandarík norður ameríku, sem guð almáttugan.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 20:07

9 identicon

Einar, Sjónarvotta ... vitni hafa komið fram og bent á að "hvítu hjálmarnir" frömdu morð í sjónvarpsútsendingu.  Er þetta líka með í dæminu hjá þér?

Af hverju spyrð þú ekki spurninga? Af hverju á Assad að "hætta á" að nota eiturvopn, þegar hann er að sigra ... nær engri átt. Þetta kallast "red herring", eða "red flag".  Og svona vitleysu Einar ... áttu að passa þig á.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 20:10

10 identicon

Einar,

Margt af því sem þú segir, er virkilega gott ... vel skrifað, og vel dregið samann. Ég er ekki sammála sumu, en það er annar handleggur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.4.2017 kl. 20:18

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta var aðeins betur sviðsett Einar en að Xi hafi verið að hefja opinbera heimsókn til USA.

Xi og Trump voru búnir að vera í fundahaldi allan daginn og sátu við kvöldverðarboð, þegar einhver kemur og hvíslar í eyra Trump's.

Trump hallar sér að Xi og segir honum: var að senda 60 tomahawk flugskeyti á Sýrland.

Xi svaraði: what!!!

Trump spurði: meira te herra Xi Jingping.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.4.2017 kl. 00:23

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar ,þetta eralgerlega haldlaus röksemdafærsla hjá þér.

Ég hef aldrei heyrt um að einhver eigi í stríði sem hann ætlar að tapa,en oftast eru þessi stríð háð án eiturgass

Þú verður að átta þig á að Assad er í vinningsliðinu og það eina sem gat komið í veg fyrir sigur hans er aukin afskifti Bandaríkjmanna eða annarra stórvelda.

Bandaríkin hafa sagt skýrum orðum að þau muni ekki beita hernaði gegn Assad ,nema hann beiti eiturefnavopnum.

Hversu líklegt finnst þér að hann muni beita eiturefnavopnum,vitandi að það mundi kalla á árásir Bandaríkjmanna,og hann mundi í klölfarið tapa sríðinu.

.

Bandaríkjamenn eru reyndar falskir í þessum efnum eins og alltaf ,af því þeir hafa að minnstakosti einuu sinni áður logið eiturefnaárásum upp á Assad til að hafa tilliástæðu til að gera árásr á Sýrland.

.

Á hinum endanum hefurðu svo Al Nusra,ISIS ,Bandaríkin og nokkur Evrópuríki sem vinna saman að því að steypa Assad.

Þetta lið er að tapa.

Bandaríkin hafa í frekar litlum mæli tekið beinann þátt í stríðinu,eingöngu gert einstaka loftárásir ef þeir meta það svo að það þurfi að stoppa eitthvað friðarferli eða að bandamenn þeirra hafa verið undir áföllum.

Staðan er einmitt þannig núna,að landherinn þeirra er undir stöðugum áföllum.

Það er vel þekkt í sögunni að her sem er að tapa grípur til allskonar örþrifaráða til að reyna að bjarga sér,eða jafvel bara til að fremja glæpi að skilnaði.

Þetta er einmitt skýrt dæmi um þetta.

Það er diktuð upp eiturefnaárás til að Bandaríkjaher geti komið til aðstoðar á undir því yfirskini.

Það er því ekkert göfugt eða mannúðlegt við þessa árás ,þetta er eingöngu enn einn stríðsglæpurinn og innrásin af hálfu Bandaríkjanna í sjálfstætt ríki sem þeim stendur engin ógn af.

Nú þegar er orðið ljóst að ISIS og Al Nusra muni ekki hafa það af að steypa Assad ,stíga Bandaríkjamenn fram af auknum krafti til að klára dæmið.

.

Skrif Jóhanns K og einig upphaf greinarinnar hjá þér sína svo hversu algerlega heiladauðir margir eru orðnir.

Það virðis vera að fjöldi manns sé orðinn svo heiladauðir að þeir telji fullkomlega eðlilegt að Bandaríkin ráðist á önnur ríki að tilefnislausu ,leggi landið í rúst og drepi gríðarlegann fjölda fólks.

Jafnvel finnst þeim frábært að Bandaríkjaforseti geri loftárásir á eitthvað land ,bara til að koma vel fyrir í teboði.

Ég held að þið verðið að fara að reyna að þjálfa upp heilasellurnar ,þetta er alls ekki eðlilegt ásand hjá manneskju.

Borgþór Jónsson, 9.4.2017 kl. 08:48

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég mundi líta það réttlætanlega aðgerð að eyðileggja allar flugherstöðvar Sýrlandshers og eyða öllum flugher Sýrlands. Eiginlega slæmt að það hafi ekki gerst fyrir löngu -- slíka ákvörðun hefði ég verið búinn að taka þegar 2014 ef ég hefði ráðið í Obama stað.
---------
Of seint eftir að Rússar mættu á svæðið.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.4.2017 kl. 18:38

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það má deila um margt sem USA gerir í Sýrlandi og víðar, en ég skil ekki hvernig hægt er að gefa í skyn (ekki þú Einar Björn) að Assad, Íran og Rússland, sé bandalag einhverra fermingardrengja.

Íran er einn stærsti útflytjandi og fjárfestir í hryðjuverkahópum út um allan heiminn. Gleymum ekki að Khomeini gaf út fyrirskipun um að drepa Salmann Rushdie og hann þarf enn að hafa lífverði. Sú fyrirskipun (fatwa) hefur aldrei verið afturkölluð og enn er sú skoðun ríkjandi í Íran, að allir sem móðga falsspámanninn, séu réttdræpir. Gyðingahatur er landlægt og yfirvöld hafa ekki farið leynt með áætlun sína um að þurrka Ísrael af landakortinu.

Assad er Sjíti, eins og ríkisstjórn Írans og er grimmur harðstjóri. Rússland er gerspillt einræðisríki. Blaðamenn í Rússlandi hafa horfið og margir telja að Pútín hafi persónulega látið drepa einhverja þeirra. Nokkuð algengt er að íþróttamenn taki stera og önnur getuaukandi lyf. Það er þó yfirleitt einstaka tilfelli. Í Rússlandi var steranotkunin ríkisrekin, skipulögð af yfirvöldum sjálfum.

Theódór Norðkvist, 10.4.2017 kl. 20:41

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

https://en.wikipedia.org/wiki/Iran%E2%80%93Israel_relations

Ég trúi Wikipedia frekar en þessum steiktu samsæriskenningasíðum þínum.

Theódór Norðkvist, 11.4.2017 kl. 12:35

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

I have been a Wikipedian for over 2 years now and I can tell you that currently, in the Israeli-Palestinian conflict topics there are around 10 editors in total who are active, of them 2-3 are Israelis, including me. This is bullshit.

Ofanritað er athugasemd við fyrsta YouTube-myndbandið, fyrsta tengilinn í listanum hjá þér. Nenni ekki að fara í gegnum hina, hef nóg annað við tímann að gera. Get þó sagt þér að þeir tenglar frá þér sem ég hef skoðað hingað til, hafa allir reynst þvæla og uppspuni við nánari athugun.

Til dæmis hélstu því fram um daginn, að Ísraelsher eða -stjórn hefði skapað ISIS til að tryggja öryggi sitt. M.ö.o. því fleiri af þeim sem vilja drepa þig, þú hefur í kringum þig, því öruggari ertu!

Þorsteinn minn, það er ekki boðlegt að vera að bera svona þvælu á borð fyrir fullorðið fólk. Ég legg til að þú athugir þinn gang.

Theódór Norðkvist, 11.4.2017 kl. 13:11

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er t.d. staðfest af rannsóknarnefnd, að Assad-stjórnin beitti efnavopnum í ágúst 2013. Voru þessir SÞ-menn kannski útsendarar George Soros eða Rotschilds?

https://www.theguardian.com/world/2016/aug/25/assad-regime-isis-chemical-attacks-syria-un-investigators

Theódór Norðkvist, 11.4.2017 kl. 13:17

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég gefst upp. Það er ekki hægt að halda uppi vitrænum samræðum við þennan mann. Hér eftir mun ég líta á innlegg hans sem spam.

Theódór Norðkvist, 11.4.2017 kl. 15:17

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þorsteinn, ég var búinn að svara þessu með Wikipedia-greininni. Ég get ekki gert að því þó þú takir ekki mark á Wikipedia, sem er talin nokkuð traust og tíu sinnum traustari en þessar síður sem þú ert að vitna til og ég hef sýnt fram á að eru að setja fram tóman uppspuna.

Hættu svo að uppnefna mig, það er dónaskapur. Ég gæti alveg kallað þig steiktan samsæriskenningahaus, vitnandi í Gyðingahaturssíður, en sleppi því, vegna þess að ég vil reyna að halda umræðunum málefnalegum.

Theódór Norðkvist, 11.4.2017 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband