6.4.2017 | 11:52
Hver framdi mannskæða gasárás í Idlib héraði innan Sýrlands?
Það eru greinilega 2-megin kenningar um þá árás:
- Þá sem Rússar hafa komið fram með, að uppreisnarmenn hafi sjálfir átt einhverjar gassprengjur í vopnageymslu og stórskotaliðs árás stjórnarhersins á svæðinu eða loftárás -- hafi hleypt gasinu af stað, eftir að birgðageymslan hafi orðið fyrir sprengju stjórnarhersins.
--Þetta er sannarlega möguleg skýring.
Maður yrði þá að gera ráð fyrir því, að uppreisnarmenn hefðu náð þeim sprengjum á einhverjum punkti af stjórnarhernum --> En erfitt er að koma auga á, hvaðan annars staðar það ætti að geta hafa verið.
--A.m.k. ekki sérstaklega ólíklegt því að sannarlega hefur stjórnarherinn átt slíkar sprengjur -- einungis spurning hvort stjórnarherinn á þær enn eða ekki. - Hin kenningin væri sú að sjálfsögðu að stjórnarherinn hafi sjálfur framið þessa árás! Eins og Bandaríkin segja og uppreisnarmenn.
--Að mínum dómi, er það að sjálfsögðu a.m.k. möguleg skýring.
Og ekki endilega sérdeilis ótrúverðug.
Því Sýrlandsher sannarlega átti slíkar sprengjur - þó miklu magni slíka sprengja hafi verið eitt um árið --> Fór fram engin gagnger óháð rannsókn á vopnabirgðum Sýrlandshers, þannig að þ.e. ekki hægt að segja - að það sé óhugsandi að Sýrlandsher eigi enn slíkar sprengjur, í a.m.k. einhverju magni.
Kremlin says Syrian gas attack 'unacceptable' but U.S. data on it not objective
Trump says chemical attack in Syria crossed many lines
Frásögn sjónarvotts: White smoke signaled gas attack on Syrian town
Ég vek athygli á þessari frétt: Assad tells paper he sees no 'option except victory' in Syria.
Ég tel þetta eiga erindi inn í umræðuna - hvort þ.e. sennilegt að Assad hafi látið þessa árás fara fram eða ekki.
Assad: "As I said a while ago, we have a great hope which is becoming greater; and this hope is built on confidence, for without confidence there wouldnt be any hope. In any case, we do not have any other option except victory," - "If we do not win this war, it means that Syria will be deleted from the map. We have no choice in facing this war, and thats why we are confident, we are persistent and we are determined," - "Assad, citing recent rebel offensives in Damascus and near the northern city of Hama, said: "That is why we cannot, practically, reach any actual result with this part of the opposition (in talks). The evidence is that during the Astana negotiations they started their attack on the cities of Damascus and Hama and other parts of Syria, repeating the cycle of terrorism and the killing of innocents."
Ef maður tekur mið af þessum orðum - en undanfarið hafa hópar meðal uppreisnarmanna, gert 2-árásir á stjórnarherinn.
--Þ.e. í nágrenni Damaskus, þ.s. reynt var að sækja fram og ógna stöðu stjórnarhersins í sjálfri höfuðborginni.
--Og í grennd við Hama.
- Þ.s. þær sóknartilraunir ef til vill sýna - er að enn séu uppreisnarmenn með nægilega öflugir til að geta ógnað stöðu stjórnarhersins þ.e. að Assad geti ekki verið öruggur með þá stöðu sem hann hefur.
- Takið eftir -- hann segir einungis sigur koma til greina.
Þannig að það má varpa fram þeirri kenningu um gasárásina!
- Assad sé óþolinmóður með stöðu mála, herinn hans ekki nægilega sterkur til þess að vinna þá sigra sem hann krefst.
- Þannig að þá má varpa fram því sem mögulegri skýringu --> Að Assad eigi enn gas-sprengjur. Og hafi fyrirskipað gasárás, í von um að hernaðarstaða uppreisnarmanna mundi veikjast við það --> Svo her Sýrlandsstjórnar mundi geta sókt fram gegn þeim að nýju.
--Ég get nefnt gasárásir Ítala í svokölluðu Abyssiníu stríði þ.e. innrásinni í Eþíópíu fyrir Seinni Styrrjöld.
Her Eþíópíu var fjölmennur, en um margt vanbúinn tæknilega.
Mussolini beitti gasárásum miskunnarlaust, til þess að drepa mikinn fjölda herliðs Haile Selassie keisara Eþiópíu.
Og þannig lama baráttuþrek hers Eþíópíu, sem líklega stuðlaði verulegu leiti að sigri hers Ítalíu.
- Ég nefni þetta gamla fordæmi, til að sýna fram á að --> Gasárásir geta alveg virkað, ef mótaðilinn hefur litla möguleika til að verjast þeim.
- A.m.k. í stríði Mussolini við Haile Selassie, þá er sennilegt að gasið hafi verið mjög öflugt sóknarvopn -- mjög sennilegt að mannfall Eþíópíuhers hafi verið mjög mikið, af þeirra völdum --> Því sennilegt að þær árásir hafi verulegan þátt átt í því, að leiða fram sigur Ítalíuhers.
A)Klárlega vill Assad sigur yfir uppreisnarmönnum.
B)Hann hefur alltaf skilgreint þá annað af tvennu, sem hópa á vegum erlendra ríkja m.ö.o. Sýrland sé undir einhvers konar erlendri árás, eða, að hann skilgreini þá sem - hryðjuverkahópa.
C)Hann segir ekki -- hægt að semja við þá.
Þá virðist rökrétt fyrir Assad að beita gasi, fyrst hann lítur með þessum hætti á þá.
Einungis spurning hvort hann enn á gasvopn.
- Hann klárlega átti þau.
- Hann klárlega getur átt þau.
- Hann hefur skírt -- mótív.
Þannig að mér virðist það hvorki -- ósennilegt, né ótrúverðugt, að Assad hafi fyrirskipað þessa árás.
Niðurstaða
Ég fullyrði ekkert um gasárásina innan Idlib hérðas í Sýrlandi.
En miðað við orð Assads sjálfs í viðtali sem Króatískur fjölmiðill átti við hann -- fyrir umrædda gasárás. Þá virðist a.m.k. skýrt að Assad hafði skýrt -mótív- til þess að fremja þá árás - sbr. orð hans að: A)Uppreisnarmenn séu óalandi og óferjandi, ekki hægt að semja við þá. B)Að einungis sigur komi til greina.
--Hafandi í huga skýra kröfu Assads um sigur, og ekkert annað en - sigur.
Þá blasir það við að herstaðan raunverulega gefur ekki til kynna að það sé sérdeilis líklegt, að her Assads geti náð fram slíkum sigri - sem einræðisherrann í Damaskus krefst.
Þá þarf einhvern -faktor- til að umbreyta eða umpóla þeirri stöðu.
Með því að vitna til stríðs Mussolini við Eþíópíu fyrir mörgum áratugum - bendi ég á það að -gas- getur breytt vígstöðu, ef mótherjinn er ófær um að verja sína liðsmenn fyrir árásum af slíku tagi.
Þannig að mín ályktun -án nokkurra fullyrðinga- sé að það geti alveg fullkomlega verið svo að Assad hafi fyrirskipað þessa árás vegna hans eigin óþolinmæði með stöðu mála þ.e. með vígstöðuna eins og hún er og óþolinmæði með augljósan skort á getu hans eigin hers til að klára stríðið í samræmi við hugmyndir Assads sjálfs -- og auk þessa sé sú skýring ekki ótrúverðugt endilega að hann hafi enn gas sprengjur, enda hafi ekki farið fram nein nákvæm rannsókn á öllum herstöðvum Sýrlands -- í leit að slíkum sprengjum til eyðingar, og lík þeirri er fór fram í Írak eftir svokallað -fyrra Persaflóastríð.-
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í styttra máli, þá er ég í stórum dráttum alveg sammála Þorsteini og líkt og stundum áður alveg undrandi og bit á hvað Einar Björn lætur matreiða ofan í sig, en til þess er leikurinn auðvitað gerður.
Jónatan Karlsson, 6.4.2017 kl. 21:46
Eina sem ég get sagt við ykkur félaga er - eitt stórt "geisp."
Það hefur enginn haldið því fram - að það sé útilokað að uppreisnarmenn hafi náð einhverjum gassprengjum af stjórnarhernum.
--En það þarf virkilega áhugaverða ályktunargáfu -- til að fullyrða að það sanni að uppreisnarmenn hljóti að hafa framkvæmt einhverja tiltekna gasárás - hvað þá allar gasárásir sem hafa farið fram.
Af hverju er það frekar líklegt -- heldur en að stjórnarherinn hafi framkv. gasárás?
Enda afhenti stjórnarherinn mikið magn af gassprengjum eftir samkomulag milli Obama og Pútíns, fyrir nokkrum árum -- engin rannsókn á hinn bóginn hefur farið fram, til að ganga úr skugga um að öllum gasvopnum stjórnarhersins hafi verið eytt.
--Barnalegt að taka nokkurt mark á slíku.
"Lygarnar um hina 19 ákærðu hryðjuverkamenn virkuðu fínt til hefja stríð gegn Afganistan (2001), þrátt fyrir að 7 af þessum ákærðu hryðjuverkamönnum eru ennþá á lífi í dag, og aðrir dauðir löngu fyrir 11. september 2001, nú og nöfn þeirra ákærðu ekki að finna á áhafnalistum."
Hvaða helvítis bull er þetta? Þeir notuðu -- stolin vegabréf. Duh.
--Magnað hvernig samsæriskenningasmiðir - eru ekki enn búnir að ná því einfalda atriði.
"Flugvélin er átti að hafa farið á Pentagon bygginguna sást hvergi, nú og flugvélin er fór niður í jörðina þarna í Shanksville Pennsylvaníu fundu menn svo ekki heldur neinar stóra flugvélapartar"
Þ.e. helvítis bull - það fundust leyfar beggja hreyfla, brak úr báðum vængjum -- fyrir bygginguna, síðan fór sjálfur skrokkurinn beint á bygginguna sjálfa og eðlilega fór í þúsund mola.
--Ég tók þátt í umræðu við 9/11truth bullarana í 2-ár, fór rækilega yfir öll atriði.
Og fullyrði að allt samræsiriskenningatalið að kanar hafi gert þetta sjálfir -- sé fullomin stypa fólks sem illa sé haldið heimsku geninu.
"Lygarnar um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi virkuðu"
Að sjálfsögðu er borgarastríð í Sýrlandi -- ég ætla ekki taka mark á einhverri bullhænu, sem fór í heimsókn til Sýrlands -- og lét ljúga að sér.
--En þar hefur þess vendilega verið gætt, að hún talaði einungis við fólk sem sagði henni þ.s. stjv. vildu að hanni yrði sagt.
Það eru gríðarlegt magn sönnunarganga til staðar -- þar á meðal milljóna sjónarvotta.
--Þú tekur frekar mark á einu -fífli- sem lég ljúga sig fulla.
"Eins og gefur að skilja þá var Afganistan og Írak alls ekki nóg fyrir Vesturveldin. Nú og því voru notaðar lygar um að um að borgarastríð væri í Líbýu,"
Þú ert haldinn - veruleika-brenglan á háu stigi -- að sjálfsögðu var borgarastríð í Lýbýu - þar voru ekki nema nokkur hundruð þúsund sjónarvottar af borgaraátökum.
--Sem er greinilega ekki nóg fyrir þig heldur.
--En heildar-ásökunin, að Vesturveldin hafi búið til - ISIS, er algert rugl.
--Sé ekki ástæðu til að skipta um skoðun þar um.
Það hafi verið rétt ákvörðun.
Er þeirrar skoðunar enn!
--> Annars á ég mjög erfitt með að tala við fólk, sem tönnslast á "fake" fjölmiðlum og meinar helstu vestræna fjölmiðla.
Og tekur síðan mark á - raunverulega fake fjölmiðli eins og t.d. - RT.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.4.2017 kl. 01:18
Nei, það kemur alls ekki til greina að ISIS eða hafi getað smíðað slíkar sprengjur frá grunni, eða uppreisnarmenn. En til þess að smíða efna-sprengjur, þarftu að ráða yfir --> Efnaverksmiðju af réttri gerð, og auðvitað ráða yfir annarri verksmiðju er getur smíðað sprengjuna sjálfa.
-- --> Hvorki ISIS né uppreisnarmenn, ráða yfir nokkrum starfhæfum verksmiðjum.
Þú þarft að auki, sérhæft starfsfólk.
Slíkur haugur vitnisburða liggur fyrir, að það er ekki hinn minnsta ástæða að taka nokkurt mark á ásökunum af slíku tagi.
"Þú segir hér, að þeir hafi notað stolin vegabréf, en hérna þá gengur þessi opinbera samsæriskenningin alls EKKI upp með þessa 19 ákærðu hryðjuverkamenn, sem hérna búið var að troða ofan í okkur aftur og aftur"
Nei, þ.e. nákvæmlega þannig sem hún gengur upp.
Þetta er hvað kom fljótlega í ljós, enda reyndust vegabréfin vera með nöfn saklauss fólks - ég er eiginlega hissa að nokkur sé svo illa upplýstur, að vera enn með þessa ásökun á lofti.
Að þetta hafi allt verið lýgi -- viðkomandi viti ekki enn, að stolin vegabréf voru notuð.
""Nú og málið er einnig, að menn hafa aldrei séð einhverja flugvélaparta þarna fyrir framan Pentagon, hvað þá vængina eða hvað þá flugvélaskrokkinn""
Þú virðist ekki átta þig á því - að vélarnar voru á nærri því 1.000km. hraða, þegar flugmennirnir steyptu þeim með hreyflana á fullu -- til jarðar.
-- --> Þá fer allt í - milljón parta.
Heillegisr strúktúr partar -- finnast einungis, ef vél brotlendir á tiltölulega lítilli ferð.
Þ.e. vél er að gera tilraun til brotlendingar, en það tekst ekki -- svo vélin brotnar upp en einstakir partar eru þó sæmilega heillegir.
Þegar árektur vélar við -Jörð- er yfir 800km eða jafnvel yfir 900km. -- þá fer allt í litla parta.
Þetta sem þú vitnar til --> Sýni einungis vanþekkingu þeirra, sem séu að fjalla um málið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.4.2017 kl. 08:18
"Enda afhenti stjórnarherinn mikið magn af gassprengjum eftir samkomulag milli Obama og Pútíns, fyrir nokkrum árum -- engin rannsókn á hinn bóginn hefur farið fram, til að ganga úr skugga um að öllum gasvopnum stjórnarhersins hafi verið eytt."
Reyndu nú einu sinni að fara rétt með geskur. Afhendingin fór fram undir eftirliti Sameinuðu Þjóðanna. Það var ekki eins og Assad hafi bara afhent einhverjar sprengjur og allir látið það gott heita.
Það sem gerir líklegt að Nusra hafi framkvæmt þessa gasárás er að þeir hagnast verulega á því.
Nú eru þeir komnir með Bandaríska flotann í sína þjónustu við að halda frá Sýrlenska lofthernum.
Það sem gerir ólíklegt að Sýrlenski herinn hafi gert þetta er að Assad veit full vel að ef hann notar slík vopn verður hann fyrir árás Bandaríkjamanna.
Þetta virðist samt ekki hafa komið honum að neinu haldi af því að Bandaríkjamenn gerðu samt árás ,undir fölsku yfirskini.
Aðeins varðandi 9/11
Ég er ekki vel að mér í samsæriskenningum í sambandi við þennan atburð,en vissulega eru myndirnar frá Pentagon einkennilegar.
Flugvél sem flýgur að einhvern fastann punkt hverfur ekkert,þó hún fari í þúsund mola eins og þú segir.
Til samanburðar getur þú skoðað myndir af flugvélum sem hafa flogið á fjall á 1000 km hraða.Flakið af þeim er mjög vel sýnilegt,jafnvel á drónamyndum enda bútarnir dreyfðir út um stórt svæði.
Borgþór Jónsson, 7.4.2017 kl. 22:28
Nú berast góðar fréttir frá Sýrlandi.
Það er búið að opna flugvöllinn aftur og Sýrlenski flugherinn er aftur farinn að berja á ISIS og Al Nusra.
Það virðist vera eitthvað til í því sem Rússarnir segja ,að árásin hafi mistekist.
Það virðist vera að Bandaríkjamenn hafi eytt 45 milljónum dollara í að eyðileggja mötuneytið,varahlutalager,sex bilaðar flugvélar frá sjöunda áratugnum og 6-8 menn.
Einnig skemmdist loftnet ,það virðist samt bara hafa dottið á hliðina en ekki orðið fyrir sprengju. Það virðist frekar heillegt þar sem það liggur.
Eftir myndum að dæma eru afar litlar skemmdir á svæðinu,allar flugbrautir og aðreinar heilar.
.
Þetta er afar athyglisvert í ljósi þess að þessar eldflaugar eru að sögn afar nákvæmar,ekki meiri skekkja en 10 m að sögn.
Hvað getur hafa orðið til þess að svona góðar eldflaugar bar langt af leið.
Getur hugsast að Rússar hafi notað rafeindabúnað til að rugla flaugarnar.
Sé svo er það stórkostlegt áhyggjuefni fyrir Bandaríkjamenn af því þá hefur þessi árás fært Rússum mikilvægar upplýsingar um hvernig á að trufla þessar flaugar.
Einnig er það ekkert þægilegt fyrir Bandaríkjamenn ef Rússar geta afvegaleitt meira en 50% af aðvífandi eldflaugum af þessari gerð nú þegar.
Væntanlega mundi þeim ganga betur næst ,eftir að hafa aflað sér verklegrar reynslu á þessu sviði.
En við vitum að sjálfsögðu ekkert um hvað fór úrskeiðis og enginn kemur til með að segja okkur það.
Bandaríkjamenn tala öruggllega ekkert um það af augljósum ástæðum og Rússar öruggglega ekki heldur af því þeir vilja án vafa halda þessu fyrir sig, ef þetta er raunin.
Borgþór Jónsson, 8.4.2017 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning