5.4.2017 | 00:52
Spurning hvort að hryðjuverkið í Pétursborg leiði til aukinna samfélagsátaka milli íbúa Rússlands sem eru kristnir eða múslimar
Milli 11-12% íbúa Rússlands eru múslimar, eða ca. 20 milljónir. Veruleg fjölgun er í gangi í múslimahluta Rússlands -- meðan að enn virðist í gangi samdráttur í fólksfjölda meðal - kristinna íbúa Rússlands; eða m.ö.o. hinna eiginlegu Rússa.
- Ég hef orðið töluvert var við þá umræðu -- að fjölgun múslima sé ógn við Evrópu.
--Á hinn bóginn er heildaríbúafjöldi Evrópusambandsins -- milli 500 og 600 milljón, hlutfall múslima milli 6-7% af heildaríbúafjölda. - Hafandi í huga að heildaríbúafjöldi Rússlands, er milli 140-150 milljón, á bilinu 200þ. - 400þ. streyma til Rússlands ár hvert -- múslimar um 20 milljón í dag, en fjölgar einnig náttúrulega.
- Þá virðist a.m.k. ekki algerlega fjarstæðukennt -- að múslimum geti fjölgað verulega í hlutfalli íbúa.
--Þ.e. hugsanlega hlutfallslega meir en skv. opinberum spám.
Skv. spá frá 2010!
Ég hef orðið var við þá umræðu, í kjölfar hryðjuverksins í Pétursborg!
Að líklega sé óánægja meðal múslima hluta íbúa Rússlands - með stefnu stjórnvalda Rússlands í Sýrlandi, þ.s. stjórnvöld Rússlands hafa viðhaft bandalag við Íran og Assad.
- Punkturinn er sá, að langsamlega flestir múslima íbúar Rússlands, eru súnní!
- Og súnnítar gjarnan hata shíta, þ.e. Írana - ekki síst.
Þannig að bandalag við Íran eða m.ö.o. shíta, sé ekki líklegt til vinsælda meðal múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það sé alveg hugsanlegt að það hafi fjölgað múslimum í Rússlandi, er hafa gengið á hönd - róttækum hreyfingum.
Stjórnvöld Rússlands sjálfs -- segja þúsundir rússneskra múslima er hafa barist í Sýrlandi, hafa snúið heim aftur.
--Árum saman hafa rússnesk stjórnvöld glímt við skærustríð í sjálfstjórnarlýðveldinu -- Dagestan.
--Sem er nágranna hérað við Tétníu.
Við og við eru framin hryðjuverk í Tétníu -- vísbending að enn kraumi þar undir, þó stærstum hluta hafi þar verið friður í a.m.k. 10 ár; meðan að sá sem Pútín valdi sem leiðtoga Tétníu í kjölfar sigurs hers Rússlands á skæruliðum Téténa í seinna Tétníu stríðinu - stjórnar þar með harðri hendi.
- Það áhugaverða er að -- Pútín hefur leyft það að "sharia" lög gilda í Tétníu.
Mér virðist sennilegt að mikil spennar kraumi undir!
--En rússneski hluti íbúa Rússlands, virðist hafa mjög neikvæð viðhorf til múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það getur vel verið, að álíka neikvæðra viðhorfa gæti hjá múslima hluta íbúa Rússlands, gagnvart rússum.
- Ef svo er -- gæti hryðjuverkið um daginn.
- Stuðlað að aukinni spennu innan Rússlands -- milli þessara meginpóla íbúa Rússlands.
Niðurstaða
Meðan mér virðast spár um alvarlega Múslima átök í V-Evrópu, fremur fjarstæðukenndar. Í ljósi hlutfallslegs fámennis Múslima í V-Evrópu, þó þeir virðast meir áberandi en fjöldinn gefur til kynna -- vegna þess að þeir virðast áberandi í grunn þjónustustörfum, sem leigubílstjórar o.s.frv. og vegna þess að þeir setjast helst að í stærstu borgunum.
Þá virðist mér ekki fjarstæðukennt, að það geti hugsanlega stefnt í töluverð innanlands átök í Rússlandi -- milli íbúahluta Rússlands.
--En múslimasvæðin, voru flest hver sjálfstæð ríki fram á 19. öld.
--En yfirtekin af rússneska hernum, ekki síst í löngu stríði milli 1870-1880.
- Ég held að Rússland stjórni þeim svæðum -- fyrst og fremst, með valdi.
--Í ljósi eigin herstyrks. - Mín skoðun á átökunum í Tétníu -- hve harkalega her Pútíns fór þar fram.
--Hefur alltaf verið sú -- að skilaboð Pútíns, hafi einnig verið til annarra múslimasvæða innan Rússlands - að vopnaðri andstöðu mundi verða mætt með sambærilegri hörku.
Samt hafi Pútín ekki tekist að alveg kveða niður skæruátök í Dagestan.
Það getur alveg verið, að líkur á nýjum stórátökum á múslimasvæðum Rússlands, fari aftur vaxandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar kemur að Rússlandi og Bandaríkjunum, ertu ALLTAF úti að aka ... einhverstaðar uppi á fjöllum.
Ég sagði þér í upphafi, Trump er ljótur í kjaftinu, en segir það sem satt er ... en er ekki maðurinn til að gera það. Hann er, bara Bush "wannabe". Honum mistekst ekki að setja bann á útlendina, vegna "vanhæfni" heldur vegna þess að hann er bara að sýnast ... núna er hann að fara í stríð við Sýrland. Nei, það er ekki Sýrland sem notar "eyturvopn". Af hverju ætti Sýrlenski herinn að nota "shells" núna, en "heimatilbúna canisters" áður? Og þeir myndu aldrei "þora" að gera neitt, með Rùssa yfir sér ... eiturvopnin koma frá Tyrkjum, og eru "false flag" eða "red herring". Eitthvað sem Bandaríkjamenn hafa alltaf ætlað sér að nota, til að komast inn í stríðið ... eins og þeir hafa gert með öll önnur stríð.
Rússar, gætu skotið allt niður ... ef þeir vildu. Gera ekki, og vilja ekki ... ekki enn, það gæti breitst. Bandarikjamenn VITA að Rússar hörfa ... og "stóla" á það. Rússar, eru að æfa sig ... undir Evrópu stríðið.
Pútin stjórnar engu þarna, með "hervaldi" ... eins og þú heldur.
Vandamálið, er ekki Pútin ... heldur hvað kemur á eftir honum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.4.2017 kl. 19:25
Er ekki alveg að sjá af hverju það er svo ótrúverðugt að Sýrlandsstjórn eigi enn eiturvopn þ.s. sannarlega átti hún birgðir af þeim áður - en það hefur ekki enn farið fram sambærileg ítarleg rannsókn eins og fór fram í Írak á sínum tíma, þegar stofnun á vegum SÞ-fór um það land víða vegu og skipulega eyddi birgðum af eiturvopnum og tækjum til framleiðslu þeirra.
--Þ.e. nákvæm rannsókn af því tagi hafi ekki enn farið fram --> Höfðum við einungis orð Assads sjálfs fyrir því, að hann ætti slík ekki lengur --> Hann getur einfaldlega hafa logið því.
Einfaldlega fylgst með fréttum af þeim atburði.
--Ég er alveg klár á því, að Rússland stjórnar múslima-svæðum innan Rússlands, með hervaldi.
Þ.e. ef einhverra hluta vegna Rússland missti að stórum hluta sinn herstyrk, mætti vænta þess að fjölda uppreisnir á þeim múslimasvæðum, mundu þá þegar hefjast - og þau svæði gera tilraun til þess að brjótast undan stjórnun Rússa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.4.2017 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning