4.4.2017 | 00:31
Xi Jinping mun hitta Donald Trump nk. fimmtudag -> Trump hótar að taka málin í sínar hendur í tengslum við Norður Kóreu
Ummæli eru höfð eftir Trump í viðtali sem Financial Times tók við Trump. Þar kemur þó ekki skýrt fram - hvað Trump akkúrat meinar með "unilateral action."
--Nema að a.m.k. fyrsta kastið, muni Trump hefja beitingu refsiaðgerða á kínversk fyrirtæki -- sem eiga í viðskiptum við N-Kóreu.
M.ö.o. virðast hernaðaraðgerðir gagnvart N-Kóreu a.m.k. ekki á dagskrá -- strax.
Donald Trump warns China the US is ready to tackle North Korea
Trump - China has great influence over North Korea. And China will either decide to help us with North Korea, or they wont, - If they do, that will be very good for China, and if they dont, it wont be good for anyone. - Well if China is not going to solve North Korea, we will. That is all I am telling you.
Það sem virðist planlagt -- er að einangra N-Kóreu frekar
Það er talað um það - að allir möguleikar séu uppi á borðinu. En á hinn bóginn, er hernaðarárás svo óskaplega áhættusöm - að ég persónulega stórfellt efa, að Bandaríkin láti slag standa.
- Mér virðist ekkert að því - að beita nýjum refsiaðgerðum, í þeim tilgangi að þrýsta á kínversk fyrirtæki að hætta viðskiptum við N-Kóreu.
- Ég er þó ekkert viss, að Trump takist að sannfæra Xi -- um að beita nægilegri hörku til þess að stöðva eldflaugatilraunir N-Kóreu.
--Vandinn virðist sá, að það blasi ekki endilega við mér -- að það sé hagur Kína að gera nokkurn skapaðan hlut.
Vissulega er rétt, að ef Kim Jong-un tekst að láta fullþróa nýja kynslóð langdrægra eldflauga, sem geti dregið alla leið til Bandaríkjanna.
--Mun það að algeru lágmarki -- setja frekari olíu á eldinn á Asíusvæðinu.
Vegna þess að Japan og S-Kórea, munu bregðast við þeirri ógn með þeim hætti.
--Að efla sínar eldflauga varnir!
En ástæða þess að ég er ekki viss að Kína vilji hindra þá þróun - endilega!
Er að Kína getur notað það sem hentuga ástæðu til þess, að efla eigin kjarnorkuherafla --> Ef S-Kórea og Japan, efla sínar eldflaugavarnir - sem þau örugglega gera.
- N-Kórea sé of lítil, til þess að mögulega geta átt mikinn fjölda kjarnorkuvopna berandi langdrægra flauga sem geta borið sprengjur milli meginlanda.
- En slíkar flaugar, eru verulega kostnaðarsamar í framleiðslu -- hagkerfi N-Kóreu er ekki stórt. Jafnvel þó að herra Kim leggi mikla áherslu á að framleiða nokkur stykki.
Síðan bætist það við, að Kína líklega vill ekki -- rugga við N-Kóreu af ótta við hugsanlegt hrun stjórnarinnar þar!
--En rökrétt séð óttast Kína að það yrði óskaplega dýrt dæmi, að ef N-Kórea hrynur.
Ekki einungis það að það gæti orðið heilmikill flóttamannavandi.
Að því gæti fylgt verulega mikill kostnaður, að taka þar völdin og síðan stjórna þar.
- En líklega er N-Kórea afar slæm hít. Sem mjög dýrt yrði, að gera að einhverju öðru.
Ég held að Kína geti reiknað með því - að Bandaríkin leggi ekki í hernaðarárás!
- Kim Jong-un á þegar kjarnorkusprengjur -- en ekki er staðfest enn að hann geti skotið þeim með eldflaug.
- Hinn bóginn er það alveg nóg, til þess að gera hernaðarárás á N-Kóreu að slæmri hugmynd.
En ég efa ekki að Kim Jong-un mundi ekki hika að láta grafa eina - tvær eða þrjár slíkar niður.
--Ef þær væru með blýkápu utan um, þá væri ekki unnt að sjá geislunina af þeim úr lofti.
Kim Jong-un gæti síðan hótað því, að sprengja -- jafnvel niðurgrafnar á eigin landi.
Til þess að gera Bandaríkjunum ljóst, að innrás væri of áhættusöm.
--Bandaríkin gætu ekki mögulega tryggt, að slíkar sprengjur mundu finnast.
--Eða að Kim Jong-un gæti ekki sprengt slíka og þar með þurrkað eitt stykki bandar. her út.
- Fyrir utan þetta, á Kim Jong-un mikinn fjölda stórskotavopna, er geta samstundið hafið stórskotahríða á S-kóreanskar borgir.
- Þar sem N-Kórea á svo mikið af slíkum vopnum, væri ómögulegt sennilega að hindra N-Kóreu í því að valda miklu manntjóni meðal íbúa S-Kóreu; ef Bandaríkin mundu hefja árásir á N-Kóreu.
-- --> Mig grunar þar af leiðandi, að Xi Jinping - kalli "bluffið" hans Trumps.
Niðurstaða
Ég raunverulega stórfellt efa að Trump muni breyta með róttækum hætti stöðunni á Kóreu-skaga. En árás á N-Kóreu sé einfaldlega of áhættusöm. Þar sem engin leið sé að hindra N-Kóreu í því að valda mjög miklu manntjóni almennra borgara í S-Kóreu.
--Þá geri ég ráð fyrir notkun hefðbundinna stórskotavopna.
Kim Jong-un mundi örugglega ekki hika við að sprengja kjarnorkusprengju á eigin landi - ef hann sægi möguleika til þess að eyða einu stykki bandarískum her - sem væri að gera innrás.
--Bandaríkin líklega gætu ekki hindrað slíkt.
--Og líklega ekki gengið úr skugga um það, að Kim Jong-un hefði ekki grafið kjarnasprengjur niður innan eigin landamæra.
Á einhverjum enda líklega mun Kim Jong-un hafa langdrægar kjarnorkusprengju berandi eldflaugar.
Á hinn bóginn, vegna þess hve N-Kórea er lítil, sé ósennilegt að N-Kórea geti smíðað margar slíkar.
- Það þíði að fullkomlega praktískt sé fyrir varnarflaugakerfi sem Bandaríkin hafa verið að koma fyrir í Evrópu og í N-Ameríku, og einnig Japan og S-Kóreu; að skjóta niður allar slíkar eldflaugar.
A.m.k. gæti Kim Jong-un aldrei verið viss að nokkur hans flauga mundi ná alla leið.
--Það þíddi, að fyrsta árás væri alltaf mjög óskynsöm aðgerð.
- Þar sem að um leið, og Kim Jong-un framkvæmdi slíka - eldflaugar hans hefðu verið skotnar niður; þá væri ósennilegt að hann ætti fleiri.
- Þá mundi þar með áhætta Bandaríkjanna af árás á N-Kóreu, hafa snar minnkað.
Þess vegna tel ég að ef Kim Jong-un smíðar slíkar flaugar með kjarnavopn.
Þá rökrétt séð -- mundi hann ekki ráðast á Bandaríkin af fyrra bragði.
Og samtímis rökrétt -- Bandaríkin ekki heldur ráðast á N-Kóreu af fyrra bragði.
--M.ö.o. fæling væri til staðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning