Út af ummælum Benedikts Jóhannessonar - að upptaka evru væri farsælast fyrir Ísland; ítreka ég af hverju ég tel það geta endað ákaflega illa í tilviki Íslands

Ég er ekki að halda því á lofti að það sé algerlega örugglega yfirvofandi að Evran hætti að vera til - þ.e. alveg hugsanlegt, en slík atburðarás sé hvorki algerlega örugglega yfirvofandi né svo að það sé örugg afleiðing þess ef -- t.d. tiltekin kona er kjörin forseti Frakklands.

Né er ég að halda því á lofti, að evran sé slæmur gjaldmiðill fyrir evrulönd. Það sé afar misjafnt eftir evrulöndum -- fyrir a.m.k. sum þeirra, virðist hún virka ákaflega vel. Fyrir sum önnur, síður.

Það sem ég er að segja, að Ísland hafi algerlega sérstök vandamál, þegar kemur að upptöku evru.
Vandamál af því tagi, sem gæti skilað ákaflega erfiðri útkomu fyrir Ísland!
--Þá meina ég, dýpri kreppu en svo að nokkur núlifandi Íslendingur þekki af eigin raun nema þeir sem eru komnir í kringum áttrætt.

Finance minister admits maintaining own free floating currency is not viable option

Benedikt Jóhannesson!
http://cdn.mbl.is/frimg/9/19/919679.jpg

Til að skilja málið, þar að skilja hvað gerist -- ef Ísland gengur í gegnum klassíska íslenska hagsveiflu!

  1. Ísl. hagsveiflan síðan 1959, er gamla haftakerfið var afnumið -- og kerfi gengisfallandi krónu tekið upp í staðinn.
  2. Hefur síðan þá virkað þannig, að niðursveifla í hagkerfinu tengist alltaf --> Stóru gengisfalli.

--Þetta skilja sumir með þeim hætti - að krónan sem slík sé orsakavaldurinn.
En það er rangtúlkun!

--Málið er að orsökin liggur í --> Viðskiptajöfnuðinum!

  1. Ísland er örríki - sem hefur mjög fáa liði sem skapa gjaldeyristekjur!
  2. Á sama tíma - er nær allur varningur sem neyttur er á heimilum, fyrir utan matvæli -- innfluttur.
  3. Sama á við nærri allar fyrirtækjavörur eða aðföng fyrirtækja, að þau einnig eru innflutt - með afar fáum undantekningum þar um.
  • Þetta gerir það að verkum --> Að neysluaukning á Íslandi, leiðir alltaf til viðskiptahalla á endanum.
  • En sérhver hagsveifla síðan 1959, toppar í viðskiptahalla.

Það sem gerist þá -- er að smám saman eyðir viðskiptahallinn upp gjaldeyrissjóðnum.
Þar sem Ísland þarf að flytja nærr allt inn -- þá endar málið í sérhvert sinn á því, að til þess að tryggja öruggan innflutning áfram, er gengið fellt.
--> En Ísland getur ekki flutt inn, nema að eiga gjaldeyri!
Öfugt við það sem sumir halda, breytir evru-upptaka ekki þessari grunnstaðreynd!

 

Málið er, að innan evrunnar þarf Ísland -- að tryggja öruggan innflutning, að sama skapi áfram - kaupir þá evrur!

  1. Gengisfellingar -- tryggja öryggi innflutnings með afar einföldum hætti, þ.e. með því að -- minnka eftirspurn innan hagkerfisins, einmitt með því að lækka lífskjör.
    --Óvinsæl staðreynd sannarlega!
  2. Innan evrunnar, heldur viðskiptajöfnuður áfram að vera -- sama lykilatriðið og áður.
  • En innan evrunnar, er ekki unnt að snögglega afnema hann --> Með gengisfellingu.

Það er auðvitað það --> Sem margir stuðningsmenn evru-upptöku horfa til.
Að ekki sé lengur unnt að --> Snögglega lækkar lífskjör með gengisfellingu.
--Þannig vonast þeir einstaklingar til þess, að lífskjör verði stöðugri.

  1. En þá gleyma þeir því krítíska atriði --> Að einhver þarf að fjármagna viðskiptahalla.
  2. Innan evrunnar --> Lendir það á ríkinu, þ.e. viðskiptahalli breytist í --> Skuldsetningu ríkissjóðs, þangað til að ríkið getur ekki lengur aukið sínar skuldir frekar.
  • En þarna gef ég mér það, að þeir launamenn -sem horfa löngunaraugum á evruna, því þeir ætla sér að standa fast gegn hættunni á kjararýrnun, ef stefnir í mögulega kreppu.-
  • Að þeir standi fastir fyrir -- gegn öllum tilraunum til þess, að lækka laun.

En þó svo að til staðar sé sameiginlegur Seðlabanki!
Ber ríkissjóður hvers lands -- ábyrgð á stöðugleika síns hagkerfis!

  1. Vegna þess að í evrukerfi - þá er aðildarland ekki með gjaldeyrisvarasjóð.
  2. Þá er notast við skiptimarkað seðlabankanna innan evrukerfisins (Target 2) -- þar sem t.d. Ísland mundi kaupa evrur líklega af "Bundesbank" þ.e. Seðlabanka Þýskalands sem meðlimur evrukerfis.
  • Það einmitt leiðir það fram --> Að viðskiptahalli verður að skuldsetningu ríkisins.

En Seðlabanki Íslands í þessu tilviki, þarf að bjóða eitthvað verðmæti á móti --> Því er þá reddað með því, að ísl. ríkið gefur út skuldabréf, sem í þessu tilviki Seðlabanki Þýskalands tekur á móti.
---------------
Margir hafa velt því fyrir sér --> af hverju evrulöndin sem lentu í kreppu.
Öll lentu í að skulda Þýskalandi stórfé!

  1. En mörg höfðu viðskiptahalla við Þýskaland.
  2. Sem þá var fjármagnaður með því -- að Þýskaland fékk skuldabréf á móti á ríkissjóð viðkomandi lands.

--Þannig fjármögnuðu ríkissjóðir þeirra landa, viðskiptahallann við Þýskaland þ.e. neyslu sinna ríkisborgara umfram þ.s. þau lönd fluttu út.

 

Þetta er af hverju ég hef haldið því fram - að evruaðild Íslands, væri líklegt að leiða til grískrar kreppu á Íslandi!

En innan evrukerfisins, hefur það verið Seðlabanki Þýskalands -- sem einkum hefur haft evrur umfram þarfir, og verið til í að selja þær fyrir ríkisskuldabréf.

Það virðist ósennilegt að róttæk breyting verði þar um!
--Það þarf ekki endilega vera, að viðskiptahallinn verði við Þýskaland.
--Heldur svo áfram, að það sé einna helst Þýskaland sem á evrur - í afgang miðað við þarfir.

  1. Þá verður viðskiptahalli Íslands, innan evrunnar.
  2. Líklega að ríkisskuld ríkissjóðs Íslands, við ríkissjóð Þýskalands.

--Ég vona að fólk hafi fylgst með vanda Grikklands.
Og ekki síst því atriði, að fram að þessu hefur Þýskaland algerlega ekki tekið það í mál, að afskrifa höfuðstól skuldabréfa á gríska ríkið í beinni eða óbeinni eigu ríkissjóðs Þýskalands.

------------

Nú, ef maður gefur sér það -- að ísl. verkalýðshreyfing standi nægilega þver gegn kröfum um -- launalækkanir frá stjórnvöldum.
--Til þess að bregðast við viðskiptahalla, og þeirri þróun að til þess að tryggja nægilegt fjármagn innan landsins þrátt fyrir nettó útstreymi evra af völdum viðskiptahalla, sé ísl. ríkið að safna stöðugt skuldum við aðildarríkissjóði evrulanda - líklega Þýskaland þar á meðal.

Þá rökrétt verður fyrir rest -- gjaldfelling á tiltrú á ríkissjóð Íslands.
Eins og við sáum hjá nokkrum aðildarlöndum evru milli -- 2009 og 2012.
--Og Ísland líklega er þá hrakið af lánamörkuðum, og neyðist að leita til aðildarlandanna!

  1. Þá taka eigendur evruskulda ríkissjóðs Íslands.
  2. Við stjórn landsins, að öllu leiti sem máli skiptir -- og eins og við höfum séð, þvinga fram það sem þeir telja best tryggja fullar endurgreiðslur.

--M.ö.o. að landinu yrði stjórnað með hagsmuni eigenda skuldanna í fyrirrúmi, þangað til þær skuldir væru uppgreiddar -- burtséð frá því hversu langt inn í framtíð sá endapunktur gæti legið.

--Við tæki ákaflega djúp og líklega mjög langvarandi kreppa fyrir Ísland.
Harðari eins og ég sagði að ofan, en líklega þ.s. nokkur Íslendingur hefur upplifað nema þeir sem eru orðnir um 80 ára gamlir.

 

Niðurstaða

Mín afstaða til spurningarinnar um evruaðild Íslands hefur síðan 2009-2010 í kjölfar upphafs kreppunnar á Grikklandi og víðar á evrusvæði þá, og að í kjölfar þess að ég las nokkrar áhugaverðar hagfræðilegar greiningar á undanfara kreppu þeirra landa sem þá lentu í vanda - auk Grikklands.
--Hefur verið sú, að evruaðild Ísland mundi líklega eftir ca. eina hagsveiflu innan evrunnar, leiða til sambærilegrar kreppu fyrir Ísland - við þá sem Grikkland hefur verið að ganga í gegnum.
**Það er, að ca. eftir eina hagsveiflu innan evru, væri það sennilegt að Ísland mundi lenda í þeirri dýpstu kreppu sem íslenska þjóðin hefur séð -- síðan fyrir 1959.

Það er eiginlega í ljósi þess að ég áttaði mig á þessu!
Að ég hef litið á það að búa við krónuna áfram, sem skárri valkost.
--Þó þekki ég ákaflega vel alla þá galla sem því fylgir að búa við gengisfallandi krónu.

Ég einfaldlega tel að gallarnir fyrir okkur við aðild að evru - verði enn verri fyrir rest!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef alltaf sagt að krónan ber ENGA sök heldur er og hefur hagstjórnin verið í molum.......

Jóhann Elíasson, 3.4.2017 kl. 07:25

2 identicon

Einar ... þetta er eitt af fáum skiptum, sem ég er þér guðdómlega sammála.  Benedikt er ágætis starfræðingur, en hefur ekkert vit á bókhaldi, né hagfræði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband