Ég hef aldrei almennilega skilið, af hverju svo erfitt er að ná sátt um - gjöld á útvegsfyrirtæki

En mér virðist --> talsmenn þess að hafa þau sem hæst, ekki nálgast málið með skynsömum hætti. Sem hafi gert það - auðvelt, fyrir þá sem vilja hafa þau gjöld sem lægst. Að grafa undan málstað þeirra -- sem telja að útvegurinn eigi að borga sem allra mest!

Það leiði til þess, að þeir sem vilja hafa þau sem lægst -- hafa fram að þessu haft betur í málinu.

  1. En augljóslega mundi flatt gjald -- koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum.
  2. Síðan er það augljóslega -- erfiðara fyrir smærri fyrirtæki, sem gjarnan hafa hlutfallslega erfiðari afkomu.
  3. Það hafi gert það að verkum -- að auðvelt hefur verið fyrir andstæðinga auðlyndagjalda á sjávarútveg --> Að mála gjalda hugmyndir - sem slæma fyrir landsbyggðina, slæma fyrir sjávarbyggðir.

 

Ég held það sé fremur auðvelt að leysa þetta!

En það væri hægt að skipta fyrirtækjum upp í flokka -- einfaldast að miða út frá, rekstrartekjum.
--Þannig væri mjög einfalt, að mæta þeim ótta - að gjald skaði smærri fyrirtæki, og skaði hugsanlega störf úti á landsbyggð - í sjávarbyggðum.

  • Ég er þá að tala um nokkurs konar tekjutengingu gjaldanna!
  1. En tiltölulega einfalt væri að búa til -- sérstakan flokk, fyrir allra stærstu fyrirtækin.
  2. Síðan mætti hugsa sér annan -- fyrir meðalstór.
  3. Og síðan þann þriðja -- fyrir smáa aðila víða um landið.

--Ef menn vilja hlífa smáum fyrirtækjum -- mætti sá flokkur, vera með -núll- gjald.
--Miðlungs fyrirtækin borguðu gjald -- en lægra samt hlutfallslega af rektrartekjum, en stóru fyrirtækin.
--Stóru fyrirtækin, borguðu þá -- fullt gjald.

  • Þá er með einföldum hætti -- girt fyrir það, að smá fyrirtæki í litlum byggðum út um landið, lýði fyrir það -- að sett væri auðlyndagjald.
    --Það ætti að draga verulega úr andstöðu við gjald-töku, sem gætt hafi í smærri byggðum út til sjávar og sveita.

Eðlilegt sé að -- stærstu fyrirtækin, borgi hlutfallslega mest.
Þ.s. þeirra aðstaða til þess að skila hagnaði -- sé betri en annarra.

  1. Svo má ekki gleyma því, að með því að sleppa smæstu fyrirtækjunum alfarið við slíka gjaldtöku.
  2. Væri einnig samtímis stuðlað að fjölgun þeirra.

Gjaldtakan að einhverju leiti minnkar völlinn á þeim allra stærstu.
--Sem ætti að veita smærri fyrirtækjunum, bætta samkeppnisaðstöðu.

 

Niðurstaða

Við erum með tekjutengingar á margvíslegum gjöldum og bótum í ríkiskerfinu. Þannig að mér finnst það nokkuð merkilegt. Að ég kannast ekki við það að hafa heyrt nokkurn -- tala um skipulagða tekjutengingu auðlyndagjalda á sjávarútveg.
--En vandinn við hátt flatt gjald --> Er einmitt sá að það mundi koma mjög illa niður á smærri fyrirtækjum. Þess vegna hefur andstaða við gjald á slíku formi, verið umtalsverð á landsbyggðinni.

En á sama tíma, er gagnrýninn einna helst á stærstu fyrirtækin - hagnaður þeirra sé það sem flestir stara á! Mér finnst lausnin blasa við - þ.e. að tekjutengja auðlyndagjöldin.

  • Þá er einfaldast að miða við -- rekstrartekjur, í stað hagnaðar.
    --En þær mæli umfang rekstrar fyrirtækis ágætlega.
    Og þú felur þær ekki svo auðveldlega!

Fyrirtækin séu þá flokkuð eftir umfangi rekstrar, og gjöldin miðuð út frá því, að þau allra stærstu borgi meira! Þau smæstu -- kannski ekki neitt í auðlyndagjald.
--Mér virðist að þannig lausn ætti að geta haft mikinn stuðning!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband