Venezúela búið að taka lokaskrefið til einræðis! Maduro orðinn að klassískum einræðisherra!

Það virðist óhætt að segja valdaflokkurinn í Venezúela, hafi stigið skrefið til fulls -- frá upphaflegum markmiðum byltingar Hugo heitins Chavez.
--En Niculas Maduro virðist nú hafa stigið skrefið til full.
--Sé nú nær enginn munur sjáanlegur lengur á hans stjórn -- og gamaldags einræðisherra af því tagi sem nóg var af í Suður Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, og síðan langt fram eftir Kaldastríðs tímabilinu.

  1. En þær einræðisstjórnir, snerust alltaf um það -- að maka krókinn.
  2. Það er, að fámenn klíka við völd - makaði sína eigin króka, og þröngur hópur stuðningsmanna gjarnan gerði það einnig --> Meðan að almenningur lap dauðann úr skel.
  • Yfirleitt treystu slíka stjórnir, á herinn til að halda -- skrílnum niðri.
    --Nákvæmlega í þetta far, virðist stjórn Maduro kominn!
  • Þ.e. klassíkst gamaldags ræningjaræði.
    --Með herinn í því hlutverki, að halda skrílnum niðri, meðan þeir sem eru við völd -- ræna því sem þeir geta, meðan þeir halda enn völdum!

Einræðisherra Venezúela - Niculas Maduro

http://cdn.thedailybeast.com/content/dailybeast/articles/2015/09/27/has-venezuelan-president-maduro-gone-insane/jcr:content/image.crop.800.500.jpg/48110587.cached.jpg

Venezuela opposition allege coup as supreme court seizes power

Venezuela Moves a Step Closer to One-Man Rule

Venezuela's Maduro decried as 'dictator' after Congress annulled

Venezuela’s top court takes power away from parliament

Þetta virðist orðið að grófasta dæmi um miskunnarlaust ræningjaræði sem ég hef séð í langan tíma!

En með nokkurs konar "judicial coup" þá virðist - þinginu hafa verið vikið algerlega til hliðar.
Og Maduro fengið það vald -- að setja lög með tilskipunum!
--Það þíði að hann hafi sömu völd og einvaldskonungar höfðu í gamla daga!
--Þ.e. að þeirra orð væru = lög!

M.ö.o. að ég fæ ekki betur séð <--> En að Maduro sé orðinn eins og -sólkonungurinn franski- er sagði fyrir nokkrum öldum --> Ríkið, það er ég!

  • Sama tíma lepur almenningur dauðann úr skel - í orðins fyllstu merkingu!
  1. Það er alvarlegt vannæringarástand: Venezuela asks UN for help as medicine shortages grow severe.
    "The number of survey respondents who reported eating two or fewer meals per day nearly tripled from the previous year&#39;s survey, rising to 32.5% in 2016 from 11.3% in 2015."
  2. Lyf eru nánast ófáanleg innan heilbrigðiskerfisins.
    "The country is lacking roughly 80% of the basic medical supplies, according to the Pharmaceutical Federation of Venezuela."
  3. Sjúkdómar þar af leiðandi -- grassera: Hard Times in Venezuela Breed Malaria.
  4. Og til viðbótar - er gríðarleg glæpa-alda í landinu, með morðtíðni sem líklega sé orðin sú hæsta í S-Ameríku: Venezuela 2016 Crime & Safety Report.

Það sé til staðar alvarleg heilsufars krísa - þ.s. hangi saman vaxandi vannæring og sjúkdómafaraldrar er grassera í vaxandi mæli.
Glæpa-aldan sem virðist einnig vaxa ár frá ári, bendi til vaxandi óreiðu -- og stjórnleysis.
--Það eina sem ég ekki almennilega skil!
Er af hverju engin uppreisn er enn hafin í landinu!

Það sem virðist mega lesa út úr þessu, sé land á barmi -- algers hruns!
Það er, landið geti stefnt í ástand stjórnleysis.

  1. En í vaxandi mæli virðast stjórnvöld ekki ráða við það hlutverk - að sinna grunn þjónustu.
  2. Alvarlegt ástand mála innan grunnkerfa -- ásamt hratt vaxandi glæpatíðni.

--Bendi til vaxandi skorts á getu ríkisins til þess að tryggja lágmarks - reglu.
Í því samhengi, hljómi sú ákvörðun að leggja öll völd í landinu í hendur Maduro!
Sem loka örvæntingar "gambítturinn" rétt áður en spilaborgin fellur um koll.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki mikinn tilgang í þessu hjá hyskinu í kringum Maduro að hanga áfram á völdum - nema þann að það hyski og karlinn sjálfur, sé að tryggja að reikningar í öruggu skjóli erlendis -- fitni frekar, og sem lengst!
--En með umsúningi yfir í - einveldi.
Samtímis og vangeta stjórnvalda til að ráða við það að tryggja almenna reglu innan landsins, heldur áfram sýnilega að skerðast. Sem sjáist í vaxandi krísum: Hratt vaxandi glæpaalda ásamt morðtíðni - hratt vaxandi vannæringar ástand - nær algerum skortur á nauðsynlegum lyfjum, sem hafi leitt til hratt vaxandi sjúkdóma faraldra.
--Þegar umsnúningurinn yfir í einveldi gerist í slíku nær algeru tjóns ástandi.

Þá sé erfitt annað en að sjá það sem -- líklegan, örvæntingarfullan loka leik.
Áður en hrunið verður!

  1. Sem vaxandi líkur virðast á að þíði líklega - fall Venezúela inn í ástand.
  2. Misheppnaðs ríkis.

Magnaður árangur í landi með -- mestu olíuauðlyndir sem finnast í einu landi.
--Þetta land er nú í miklu verra ástandi, en Afríulandið - Nígería!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband