Veggurinn hans Trump - gæti mætt hindrun á bandaríska þinginu

Til þess að hefja framkvæmdir við vegginn sem Trump hefur lofað að láta reisa á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna -- hefur Trump óskað eftir 1,5ma.$ fjárveitingu frá þinginu.
--Hinn bóginn telja margir þingmenn kostnað við vegginn verða miklu mun meiri en þetta!

  1. Það er á þeim áætlaða kostnaði.
  2. Sem veggurinn getur strandað!

Trump's funding request for U.S. border wall hits snag among some Republicans

Landamæragirðingar sem til staðar eru í dag!

http://ichef.bbci.co.uk/news/624/cpsprodpb/10B6B/production/_93895486_us_mexico_border_wall.png

En óvænt bandalag Repúblikana, sem andvígir eru ríkisútgjöldum, Demókrata andvígir veggnum yfirleitt - og þingmanna landamæra fylkja Bandaríkjanna við Mexíkó; kann að rísa!

  1. "Reuters reported the wall could end up costing as much as $21.6 billion, far more than the $12 billion Trump cited."
  2. En sennilegt er talið - að kostnaður af skaðabótum og til eigenda jarðnæðis, sem veggurinn mun fara í gegnum; sé vanáætlaður.

"The federal government would have to purchase land in many locations in order to construct the edifice, which could make construction costs soar."

En það má reikna með því að Demókratar greiði atkvæði gegn veggnum.
--Það verður forvitnilegt að sjá --> Hvað svokallaður "Freedom Caucus" meðal Repúblikana - gerir.

En það er hópur frjálshyggjumanna - er vilja skera sem mest niður ríkisútgjöld.
--Þeir séu ekki endilega, harðir gegn innflytjendum með sama hætti og stuðningsmenn Trumps.

Gjarnan standi þeir fyrir hagsmuni fyrirtækja, en þau eru ekki neitt endilega andvíg aðstreymi innflytjenda.

  • Ég sé það þar með alveg sem möguleika!
  • Að veggurinn hans Trumps -- fái ekki fjármögnun þingsins.

En fyrir utan þessa hópa -- sé einhver fjöldi þingmanna þeirra fylkja sem eru meðfram landamærum Mexíkó -- andvígir veggnum af margvíslegum ástæðum.
--Sumir þeirra Repúblikanar.

 

Niðurstaða

Það væri óneitanlega kaldhæðni ef veggurinn hans Trumps - dagar uppi á Bandaríkjaþingi. Sl. föstudag, tapaði Trump baráttunni um það að skipta út svokölluðu "Obama-care." Það var hans fyrsti stóri ósigur á Bandaríkjaþingi.
--En sá ósigur virðist einnig sýna, að Trump eigi engan veginn sigurinn vísan - í öðrum málum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar það er ekki útséð með að Obama care fái pening til að halda áfram svo þar verður að víla og díla.

Veggurinn verður að raunveruleika og þar er allt komið í gang.  

Valdimar Samúelsson, 29.3.2017 kl. 14:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Obamacare eru gildandi lög --> Þeir þyrftu að framkv. lagabreytingu, til þess að sú væri raunin.
--Þá spurningin frekar sú, hvort þeir mundu hafa nægilegan fj. atkvæða gegn væntanlega andstöðu Demókrata og örugglega einnig, einhverra Repúblikana.
**Er gætu orðið tregir til að samþykkja slíkt, án þess að fyrir liggi hvað ætti að koma í staðinn.
--------
En þá lentu milljóna tugir með heilbrigðis tryggingar í óvissu.
Ef þannig skemmdarverka-aðgerð væri framkvæmd.
--En án þess að önnur lög væru í gildi -- væru þá væntanlega 40 millj. strax án tryggingar.
**Þ.s. þar á meðal væru margir kjósendur Trumps sjálfs.
Efa ég að hann sjálfur væri til í slíkt.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2017 kl. 15:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, veggurinn þarf að fá samþykki fyrir fjármögnun frá þinginu.
--Og eins og ég benti á, ef þeir ætluðu að skera niður fjármögnun til heilbrigðis-trygginga, til þess að eyðileggja Obama-care, væri það einnig lagabreyting -- er þyrfti að finna sinn meirihluta.
--Sem einnig væri óvisst að næðist fram.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2017 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband