Tengdasonur Donald Trump verður yfirheyrður af bandaríska þinginu, vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands

Jared Kushner eiginmaður Invönku, dóttur Trumps -- hefur verið beðinn að svara spurningum fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur -- eftirlit með njósnamálum á sinni könnu.
--Ástæða sé fundur Kushner á lokamánuðum sl. árs með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.

Jared og Ivanka!

https://blogs-images.forbes.com/stevenbertoni/files/2016/11/1121_forbes-kushner-ivanka_650.jpg?width=960

Greinilega er þingið enn með eigin rannsókn í gangi, á samskiptum samstarfsmanna Trumps við rússneska erindreka!

--Þ.e. reyndar í gangi ný ásökun -- en Kushner kvá hafa hitt annan Rússa, þ.e. bankastjóra Vnesheconombank (VEB).
--En sá banki er undir bann aðgerðum bandarískra stjórnvalda, í tengslum við deilur við Rússa um Krímskaga og A-Úkraínu.

Trump son-in-law met executives of sanctioned Russian bank; will testify

Senate committee to question Jared Kushner on Russia ties

  1. Það sem mér finnst merkilegast við þetta er eftirfarandi tilvitnun:
    "Sergei Gorkov, chairman of Vnesheconombank, was appointed head of VEB in early 2016 by Russian President Vladimir Putin." - "He graduated from the Federal Security Service, or FSB, Russia’s internal security agency." - "He was awarded the Medal of the Order of Merit for Services to the Fatherland, according to the bank's website."
  2. Áhugaverði þátturinn - sé að bankastjórinn sé fyrrverandi leyniþjónustumaður.
  • Þó það sanni ekki nokkurn hlut --> Finnst mér áhugavert, að fyrrum starfsmaður "FSB" sé skipaður af Pútín, bankastjóri "Þróunarbanka Rússlands."

--Það skapi þá hugsanlegu vangaveltu - að "Þróunarbankinn" gegni ásamt bankatengdri starfsemi, hlutverki í - leyniþjónustuheiminum.
--Geti verið í tilvikum, lögleg framhlið fyrir "FSB."

  1. Því er haldið fram, að Sergei Kislyak -- sé í reynd yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, innan Bandaríkjanna.
  2. Þá er áhugavert, að Kushner hafi hitt annan -- leyniþjónustumann, þ.e. Sergei Gorkov þó sá eigi að vera hættur --> Grunar mig að enginn raunverulega hætti algerlega í "FSB."

----------------
Jared getur sjálfsagt alltaf varið sig með því, svo fremi sem einhver 3-aðili á ekki eintak af þeirra samskiptum, að ekkert hafi farið fram fyrir utan almennar umræður um samskiptin við Rússland.

 

Niðurstaða

Eiginlega of stór fullyrðing - að tala um hneyksli. En samt það sé áhugavert að Kushner ræði við 2-Rússa. Sem sterkar líkur séu á að tengist náið starfsemi Rússnesku leyniþjónustunnar. Báðir eru að sjálfsögðu -- starfsmenn rússneskra stjórnvalda.

Sennilega láti Kushner ekki hanka sig á þessum málum. Fyrst að þingmannanefndin er að spyra Kushner um samskipti hans -- þá líklega hafi hún ekki gögn um þau samskipti sem líklega a.m.k. á þessum punkti mundu geta varpað öðru ljósi á þau, en Kushner er líklegur að segja.

Sjálfsagt er ekki ólíklegt að rannsóknir á tengslum samstarfsmanna Trumps, fjari á endanum út -- ef ekki tekst að sanna nokkurt beinlínis sakhæft.
--En sú endanlega niðurstaða að sjálfsögðu liggur ekki enn fyrir. Getur vart talist vís enn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband