Formenn rannsóknarnefndar þingsins hafa hafnað ásökun Trumps - að Obama hafi látið hlera síma Trumps; en í nýjum vinkli nú fullyrt að bresk njósnastofnun hafi njósnað um Trump

Mín persónulega afstaða er - að ásakanir Trumps eða ríkisstjórnar Trumps að Obama hafi fyrirskipað hleranir á Trump undir lok forsetatíðar Obama.
--Séu orðnar að farsa!

"The Republican and Democratic leaders of the Senate Intelligence Committee said in a statement: "Based on the information available to us, we see no indications that Trump Tower was the subject of surveillance by any element of the United States government either before or after Election Day 2016," Republican Chairman Richard Burr and Senator Mark Warner, the committee's Democratic vice chairman, said in a statement."

Þeir segjast hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá Dómsmálaráðuneytinu, og öðrum stofnunum.
--Bera því einnig til baka að þeir hafi ekki skoðað málið nægilega vel!

White House says Trump stands by claim Obama wiretapped him

"But White House spokesman Sean Spicer: "There is no question that there were surveillance techniques used throughout this," -- (fullyrt að njósnað hafi verið um Trump í gegnum alla kosningabaráttuna) - “He didn’t use the NSA, he didn’t use the CIA, he didn’t use the FBI, and he didn’t use the Department of Justice. He used GCHQ,

Sem er bresk njósnastofnun -- en það virðist að Andrew Napolitano, sem er einn aðal bloggari á vef FoxNews, gjarnan einnig notaður af FoxNews sem sérfræðingur í málefnum tengd lögum -- -- hafi fullyrt að honum hafi verið tjáð af -ónefndum- aðilum sem hann segir að tengist breskri njósnastofnun, að Obama hafi beðið þá tilteknu bresku njósnastofnun sem Spicer nefnir að njósna um Trump.
--Nú m.ö.o. er ríkisstjórn Trumps, farin að nota -bloggara- sem upplýsingaveitu -- þó liggi engin sönnun fyrir að Napolitano hafi raunverulega rætt við menn innan breska njósnageirans.

British intelligence slaps down Trump spying claim

“Recent allegations made by media commentator Andrew Napolitano about GCHQ being asked to conduct ‘wire tapping’against the then President Elect are nonsense,” - The are utterly ridiculous and should be ignored.”

Vandi njósnastofnunarinnar er á hinn bóginn sá - að stuðningsmenn Trumps munu strax hafna neitun bresku njósnastofnunarinnar -- væntanlega á þeim grunni, að þeir mundu neita, hvort sem er.
--Hinn bóginn, virðist mér þetta orðið greinilega að farsa!

  • En uppspretta sögunnar - er sem sagt, títt nefndur Andrew Napolitano.
    --Ég sé enga, alls enga, ástæðu til þess að álíta hann - sérstaklega trúverðuga uppsprettu.
  1. Bendi á að líklega er ásökunin - órökrétt, þ.s. að eftir kosningar er Trump og hans lið var að safnast í "Trump Tower."
  2. Hafi verið mikilvægara fyrir breska njósnastofnun - að hafa góð samskipti við "president elect" en Obama -- er eftir 8. nóv. sl. hafi verið á útleið innan 3ja. mánaða þaðan í fá.
  • M.ö.o. "not in their interest" að skapa hugsanlega framtíðar hættu fyrir samskipti þeirra við framtíðar forseta Bandaríkjanna.

Þarna virðist m.ö.o. vera tilraun ríkisstjórnar Trumps.
Þegar Trump er kominn í vanda með sína fyrri ásökun, að Obama hafi beitt CIA eða FBI fyrir sig.
--Að rugla fólk í rýminu -- með því að ásaka þá einfaldlega, næstu njósnastofnun.

Tæknilega er hægt að halda slíkum leik áfram!
--En ég stórfellt efa að margir fyrir utan - sannfærða stuðningsmenn Trump.
Trúi ásökuninni um meintar njósnir Obama um Trump - frekar úr þessu.

  1. "Bipartisan" skoðun á málinu fór fram.
  2. Og hún leiddi ekki fram nokkra vísbendingu í þá átt, að skipulegar njósnir um Trump skv. beiðni Obama - hafi farið fram.

--M.ö.o. hafi Trump farið með rugl - ekki í fyrsta sinn!
Ég sé enga ástæðu að ætla annað en að - ásökun á breska njósnastofnun, sé alveg örugglega einnig rugl.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að Trump setji niður og það eiginlega stórfellt, með því að koma fram með svo alvarlega ásakanir - sem hreinlega ekki nokkur hinn minnsti fótur virðist fyrir. En þegar forseti Bandaríkjanna - er farinn að taka orð bloggara fyrir, orð eigin njósnastofnana.
--Þá fer maður að hafa raunverulegar áhyggjur af skynsemi þess manns sem fer með það embætti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband