Það lág strax fyrir er Trump gaf út nýja bann tilskipun, sem var breyting frá þeirri fyrri í nokkrum atriðum, þ.s.:
- Nýja tilskipunin veitti starfsmönnum Útlendingaeftirlits Bandaríkjanna - umþóttunartíma til þess að undirbúa framkvæmd hennar, sem fyrri tilskipun hafði ekki veitt þeim. En það fannst mér alltaf undarleg nálgun í það fyrra skiptið - er hún var gefin út án nokkurrar aðvörunar. Sem leiddi að sjálfsögðu til - ringlulreiðar er starfsmenn vissu ekki sjálfir hvernig átti að túlka vafaatriði þannig að meðferð mála varð að sjálfsögðu misjöfn milli staða.
--En svör sumra samstarfsmanna Trumps, virtust veita vísbendingar um tortryggni gagnvart starfsfólki Útlendingaeftirlitsins. Eins og það væri tilgangur í sjálfu sér - að skella málinu fram án þess að gefa starfsfólki nokkurn hinn minnsta tíma til undirbúnings. - Síðan í nýju bann tilskipuninni - var ekki lengur sett bann á komur fólks til Bandaríkjanna frá þeim löndum, þeirra ríkisborgarar skyldu settir í ferðabann til Bandaríkjanna -- sem hafði verið veitt varanlegt dvalarleyfi innan Bandaríkjanna. En slíkt fólk, hefur þar með öðlast viss lögvarin réttindi - sem að sjálfsögðu varð strax gild ástæða fyrir lögbanni.
--Þarna var því ríkisstjórn Trumps í raun og veru að viðurkenna - önnur mistök. - Síðan var löndum í banni -- fækkað um eitt. Það er, Írak tekið út - þ.e. ekki lengur í banni.
--Það virðist hafa verið gert, af kröfu bandaríska hersins. Sem er önnum kafinn við samvinnuverkefni við stjórnvöld Íraks -- að gersigra ISIS í borinni Mosul: Iraqi troops move in on Mosul mosque.
Að hin nýja tilskipun Trumps mundi strax mæta kröfum um - lögbann!
--Skv. fréttum hefur verið sett tímbabundið lögbann af dómara í Hawaii.
Hawaii judge halts Trump's new travel ban before it can go into effect
Hawaii judge blocks Trumps revised travel ban
Stóra deilan er hvort bannið felur í sér - ólöglega mismunun
En skv. útlendingalögum Bandaríkjanna - er bannað að mismuna á grundvelli trúarskoðana, annars vegar og hins vegar, á grundvelli þjóðernis.
- Það vekur að sjálfsögðu spurningar - að bönnuðu löndin eru öll Múslimalönd sbr: Sýrland, Súdan, Sómalía, Yemen, Líbýa og Íran.
Menn muna einnig eftir margvíslegum neikvæðum ummælum Trumps um Múslima úr kosningabaráttunni, sérstaklega er hann talaði um - að banna ætti komur Múslima til Bandaríkjanna, eiginlega - yfir höfuð.
--Síðar dróg hann í land með slíkt, og talað um "extreme wetting."
En margir vilja meina, að hann hafi ekki - skipt um skoðun.
Heldur séu löndin 6 --> Einfaldlega þau Múslimalönd, sem Trump geti bannað.
M.ö.o. að meining stjórnarinnar, sé sú að banna Múslima.
Þó hún af margvíslegum ástæðum, telji sig einungis geta bannað þessi tilteknu 6.
-------------
Á móti er sagt, að þ.s. að mörg önnur Múslimalönd séu ekki bönnuð, sé þetta ekki Múslimabann. Má vera að þessi spurning þurfi að fara alla leið upp í - Hæstarétt Bandaríkjanna. - Það er auðvitað að auki - bannað að mismuna vegna þjóðernis. Mér virðist það eiginlega - blasa við sem spurning -B- ef menn fókusa víðar en á spurninguna um Múslimabann.
En það virðist mér klárt - að það þurfi afar öflug rök, til þess að dómstóll taki það ekki alvarlega til íhugunar, hvort á því atriði -- steyti ekki tilskipunin, endanlega.
--------------
Það sé þá einu eiginlegu mótrökin, að það sé alvarlegt öryggisástand, sem skapi brýna þörf að banna þessi tilteknu lönd! - Það er þá næsta spurning -- þessi meinta öryggisþörf. En til þess að sýna fram á að þörf sé á slíkri aðgerð, þ.e. algeru banni við komum.
Þarf væntanlega að sýna fram á -- neyðarástand. En ég sé ekki alveg, að það dugi -- að sýna fram á slíkt að borgari frá einhverju þessara landa, hafi einhvern tíma sl. 10-15 ár brotið af sér innan Bandaríkjanna.
Það þurfi eiginlega að sýna fram á - að aðferðir Útlendingaeftirlits Bandaríkjanna, séu handónýtt gatasigti -- vísað hefur t.d. verið í það að þessi lönd séu sum hver ófær um nægilegt eftirlit með eigin borgurum - vegna upplausnarástands.
Hinn bóginn, þá er það ekki stjórnir þeirra landa - sem veita dvalarleyfisheimildir til Bandaríkjanna, heldur næsta bandarískt sendiráð.
Það sé þá - beint eða óbeint, verið að gagnrýna þau, og halda því fram að þau geti ekki varið Bandaríkin, þ.e. metið hver sé líklega hættulegur og hver ekki!
--Rétt að benda á að starfsaðferðir við veitingu VISA hafa reglulega verið uppfærðar, og þessi tilteknu lönd - hafa árum saman verið undir sérstöku eftirliti, sem m.a. hafi falið það í sér, að allar umsóknir frá þeim löndum -- fara í gegnum nákvæmari nálarauga en jafnan tíðkast. Þær aðferðir verið endurskoðaðar, ef eitthvað hefur gerst innan Bandar.
--------------
M.ö.o. virðist felast í þessu, töluvert vantraust á það starfsfólk er sinnir þessu, hæfni þess og þær aðferðir sem viðhafðar eru sem hafi verið þróaðar um árabil.
**Ég held að það þurfi að krefjast þess, að færðar séu a.m.k. einhverjar sannanir fyrir því -- að slíkt neyðarástand sé til staðar, sem vinnuferlar fullkomlega standi ráðþrota gagnvart.
Slíkt hafi a.m.k. ekki fram að þessu blasað við!
Hafandi þetta allt í huga - hefur mér virst töluverðar líkur á því að ferðabanninu verði hafnað af Hæstarétti Bandaríkjanna!
Þar sem að ef það steyti ekki á banninu við mismunun vegna trúarskoðana.
Þá líklega örugglega steyti það á banninu við því að mismuna vegna þjóðernis.
--En ég er ekki alveg að sjá þetta neyðarástand vegna þessara tilteknu landa, er geri slíkt bann klárlega nauðsynlegt til varnar bandarískum almenningi.
M.ö.o. að ef ekki teljist nægilega sannað að slíkt neyðarástand sé til staðar - þá sé bannið klárlega a.m.k. líklega í bág við ákvæði er bannar mismunun á grunni þjóðernis.
- Trump getur auðvitað -- stefnt á formlega lagabreytingu.
--Það er þá kannski, næsta mál.
En ef þingið afnemur bann við mismunun, þá mundi það klárlega ekki lengur vera ólöglegt að mismuna, og hann mundi þá bersýnilega mega -- banna hverjum er honum sýndist svo að koma til Bandaríkjanna. - Lögin gætu t.d. aftur farið í það far er þau höfðu frá 1922, en fyrir breytinguna er gerð var á 7. áratugnum.
Niðurstaða
Flest virðist benda til þess að tilraunir ríkisstjórnar Trumps - til að banna komur þegna tiltekinna Múslima landa til Bandaríkjanna. Þurfi að ferðast upp dómstigin í Bandaríkjunum, alla leið upp í Hæstarétt eða "US Supreme Court."
--Sá dómstóll að sjálfsögðu er sá aðili innan Bandaríkjanna er endanlega ákveður hvað má og hvað ekki má.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning