Aukin olíuframleiðsla í Bandaríkjunum - bendi til þess að spár um langtíma lægð í verðlagi á olíu, séu réttar!

Eins og margir spáðu, þar á meðal ég, þá hefur "fracking" eða vinnsla á olíu úr olíu-leirsteins jarðlögum innan Bandaríkjanna; rétt verulega við sér upp á síðkastið.
--Eftir að verðlag á olíu fór að rísa yfir 50 Dollara per fatið.

Oil drops to 3-month low, U.S. erases all gains since OPEC output cut

Five things to watch as oil prices fall

  1. "The US shale industry has come back with a bang, with oil prices back above $50 a barrel."
  2. "After two years of contraction, the US Energy Information Administration sees output rising 300,000 barrels a day to 9.2m b/d in 2017 before adding a further 500,000 b/d next year."

Þetta þíðir á mannamáli - að heimsmarkaðsverðlag olíu helst lágt áfram!
Það sem meira er - það ástand getur varað í langan tíma, jafnvel - áratugi.

Munurinn á vinnslunni í Bandaríkjunum og annars staðar, er verulegur!

En víðast hvar, eru risastór - gjarnan ríkisvædd fyrirtæki, er sjá um olíuvinnslu - sbr. Mexíkó, Venezúela, Rússland, Saudi Arabíu -- Noreg.
--Nokkrar undantekningar sbr. Bretland - Bandaríkin - Holland.

  1. Fyrirtækin sem stunda -fracking- flest hver eru miklu mun minni, en gömlu risa-olíufyrirtækin,
  2. Og þau eru einnig - töluvert mörg um hituna.
  3. Keppni þeirra í milli - hörð.
  4. Og þetta er algerlega - frjáls samkeppni.
  • M.ö.o. - alls engin framleiðslustýring.

Þetta hefur þá afleiðingu, sem við sjáum í þessari snöggu miklu aukningu í framleiðslu. Um leið og efnahagslega séð, borgar sig aftur að vinna olíu með -fracking- aðferð.
--Að strax og þ.e. mögulegt, keppast fyrirtækin um að vinna sem mest, hvert um sig.
--Til þess að hafa strax af því, sem mestar tekjur - fyrir sína eigendur.

  1. Það rökrétt þíðir, að það eina sem hamlar framleiðslu-aukningu, er geta þeirra -- þ.e. hvað er vinnanlegt yfir höfuð; og hve snöggt þau geta aukið framleiðslu.
  2. Síðan, verðlag á olíu.
  3. Rökrétt þíði þetta, að meðan að nægt svigrúm er fyrir aukningu framleiðslu.
  4. Þá haldi fyrirtæki er beita -fracking- aðferð alþjóða verðlagi á olíu, nærri 50 Dollurum/fatið.

--Þ.e. við sín eigin sársauka-mörk.

Höfum í huga, að tæknilega er olía vinnanleg með -fracking- aðferð í mörgum öðrum löndum en Bandaríkjunum.
--Væntanlega fara fyrirtækin aftur að skoða útbreiðslu framleiðslu - til nýrra svæða utan Bandaríkjanna!

  • Þ.e. þess vegna - sem ég segi að þetta ástand geti varað, áratugi.
    --Þ.e. að verðlagi olíu sé haldið nærri 50 Dollurum, miðað við núverandi gengi Dollars.

Resource worldwide:

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eia_ari_world_shale_gas_oil_basins_logos_map_092215_highres.jpg


Eins og ég hef áður á bent - tel ég þetta einnig þíða, að vinnsla á olíu undan hafsbotni með borpöllum, sé búin líklega endanlega að vera!

  1. Olíuævintýri Noregs sé búið.
  2. Sama gildi, um önnur lönd sem stunda þannig vinnslu.

Sennilega verði áfram dælt úr þeim brunnum, sem voru komnir í notkun.
En líklega verða ekki nýir brunnar teknir í notkun.
Og enn síður - ný svæði.

Þannig fjari vinnsla úr sjó smám saman út.

  • Líklega verði olía Norðan við Ísland, aldrei nýtt.

------------------Slæmt fyrir fleiri lönd:

  1. Rússland sérstaklega, en ég tel að þetta sýni í hnotskurn hve arfaslæmur leiðtogi Rússlands Pútín er - en berum Rússland við Kína. Á sl. 25 árum hefur Kína tekið stakkaskiptum efnahagslega -- meðan Rússland er enn með olíu og gas milli 70-80% síns útflutnings eins og í tíð Yeltsin.
  2. Saudi Arabía að sjálfsögðu einnig.

Afleiðingin fyrir Rússa -- verði án vafa, stöðnuð til hnignandi lífskjör samfellt nk. áratugi.
--Það verður forvitnilegt að fylgjast með Rússlandi.
Hvernig almenningur tekur á því -- þegar góði tíminn einfaldega kemur ekkert aftur.

  • En óþolinmæðin hlýtur að brjótast út á einhverjum punkti.

Það verði einnig áhugavert að veita Saudi-arabíu þá sömu athygli.

 

Niðurstaða

Góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf, að olíuverð helst örugglega lágt áfram - og sennilega um töluvert langan aldur eftir það. En Ísland notar mikið af olíu - sbr. skipaflotinn, sá sem veiðir og kaupskipin að sjálfsögðu einnig; og auðvitað er ferðamennskan mjög háð henni, hvort sem litið er til flugs eða til verðlags á eldneyti á bifreiðar.
--Það hafi því ákaflega bein áhrif á lífskjör hérlendis, hvert verðlag á olíu verður.

Lágt olíuverð áfram, þíði einfaldlega að velmegun á Íslandi verði meiri en hún annars mundi vera.
--M.ö.o. þá græði notendur á olíu á því þegar verðlag á olíu sé lágt.

Þetta séu einnig almennt séð góðar fréttir fyrir heims hagkerfið.

  • Íslendingar eru þá líklega ekki að flytja unnvörpum til Noregs á næstunni.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar. Góð greinargerð.

Það er ekki spurning að það er næg olía í bandaríkjunum en þar hafa stóru olíukompaníin haldið framleiðslu niðri.

Það var vitað að það mátti taka margfalt meiri olíu og gas frá Alaska strax 1977 og ekki bara af slópinu heldur suður við Alaska flóann sérstaklega í kring um Kenai Skagan sunnan Anchorage.

Ef Trump opnar á Alaska sem dæmi þá geta þeir bætt við tveim leiðslum í viðbót en það voru upphaflega gefin leyfi fyrir þrem leiðslum svo þeir geta sleppt Sádunum alveg en skrítna við þetta allt er að töluvert magn af Alaska olíunni fer til Japan eftir að hún re flutt til Californíu.

Japan fékk líka olíu frá USA til að sprengja upp Pearl harbor. Talandi um ill öfl í þessum heimi.

Það má geta þess að í kring um 1969 þá stóð til að flytja olíuna frá Alaska í gegn um Kanada en kaninn treysti ekki Kanadamönnum þá en þá hefði verið hægt að pumpa henni til austur strandarinnar.

Kannski að þessi leiðsla í N Dakota verði framlengd norður og tengd við Mackenze svæðið.

Allur þessu olíuskortur var gerður til að hækka verðin en ekki alvöru skortur.   

Valdimar Samúelsson, 15.3.2017 kl. 10:18

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vil bara leiðrétta þig aðeins.

Tölur þínar varðandi Rússland eru oftast rangar af því að þú óskar svo heitt að Rússneskum almenningi farnist illa.

Síðustu tölur um þetta efni eru frá 2015 ,2016 tölurnar liggja ekki endanlega fyrir en líklega er þetta hlutfall nokkru lægra fyrir 2016 vegna þess að annar útflutningur hefur aukist lítillega og olíuverð 2016 var nokkru lægra 2016 en 2015.

2015 var útflutningur á olíu og gasvörum 62,84% af útflutningi Rússlands.

Hlutfall af tekjum ríkissins af olíuiðnaðinum hefur fallið úr um 50% niður í 37%

.

Alment séð eru horfur Rússlands nokkuð  góðar.

Verðbólgan er að fara hraðar niður en vænst var.

Hagvöxturinn er að fara fyrr af stað og er nokkru öflugri en vænst var.

Olíuverð er nokkru hærra en gert er ráð fyrir í fjárlögum

Það hefur ekki þurft að hækka skatta á almenning..

Útflutningur annar en orka fer vaxandi.

Og kannski ekki síst þá eru bæði þjóðarskuldir og ríkisskuldir Rússlands mjög lágar í öllu samhengi.

Líklega verður þetta það sem kemur þeim að mestu gagni í framtíðinni.

.

Þú gerir nokkuð strangari kröfur til Putins en annarra finnst mér.

Þrátt lágt olíuverð núna hefur þjóðarframleiðsla Rússlands vaxið um 500% undir hans stjórn á sextán árum og kaupmáttur vaxið um 160%.

Ég mundi halda að þetta séu ekki eintóm afglöp.

Einnig finnst mér ágætt hjá honum að komast í gegnum svona snöggann og mikinn samdrátt ,án þesss að safna skuldum.

.

Það eeru einmitt þessir hlutir sem gera Putin vinsælann í Rússlandi ,ásamt því að hann endurreysti rússnneska samfélagið sem var í algerri rúst þegar hann tók við.

Eftir einhverja sóðalegustu frjáshyggjutilraun sem nokkrntíma hefur verið gerð,var í raun ekkert ríkisvald í Rússlandi.

Þetta kom einstaklega illa niður á almenningi ,og í fyrsta skifti síðan á eftirstríðsárunum svalt fólk til bana í Rússlandi.

Rússar kunna Putin bestu þakkir fyrir að hafa leiðrétt þessi atriði

.

Það er mér sífellt undrunarefni hversu vitlausir leiðtogar okkar eru. Þeir gera hreinlega hvert risavaxna axarskaftið á fætur öðru.

Fyrir tveimur árum sáum við spekinga eins og Obama og McCain halda lærðar ræður um að Rússsland framleiddi ekki neitt og það væri bara bensínstöð.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þeir séu svon vitlausir ,eða hvort þetta hafi átt að veera eitthvert trix.

Sennilega eru þeir svona vitlausir af því að þeir fylgdu þessu bulli eftir með vonlausum viðskiftaþvingunum.

Ágætt dæmi um þetta er þvinganir norðmanna á olíuiðnaðirnn. Þeim var ætlað að draga tennurnar úr rússneska olíuiðnaðinum.

Minnkaði olíuframleiðsla Rússa ? Nei hún jókst.

Af hverju gerðist það ekki? Af því að Rússar hófu að framleiða þann búnað sem vantaði eða kaupa hann annarsstaðar.Nýlega tilkynnti Rússneski olíumálaráðherrann að aðlögun að þessum þvingunum sé lokið.

Norðmenn hafa nú tapað þessum markaði endanlega af því að þeir hafa nú sýnt að þeim er ekki treystandi í viðskiftum. Það kemur þeim ekki að neinu haldi að aflétta þvingununum.

Ástæðan fyrir þessu er að aðeins fá ríki á jörðinni hafa jafn fjölbreytta framleiðslugetu og Rússar.

Obama og McCain bulluðu bara eins og smákrakkar og ef ég man rétt tókst þú undir með þeim af mikilli innlifun á sínum tíma.

Rifjast nú upp fyrirsögn úr tímaritinu Forbes frá 2014.

" It is time to drive Russia bankrupt--Again"

Bara formsatriði ,eða hvað.

Við erum ekki á flæðiskeri stödd með svona frábæra sérfræðinga 

Borgþór Jónsson, 15.3.2017 kl. 11:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, hlutfall útfl.tekna er þ.s. máli skiptir í þessu samhengi - enn ca. það sama og í tíð Yeltsin.
Þú ert örugglega að nota tölur frá því, er útfl. tekjur Rússl. voru í hámarki - rétt áður en olían féll í verði.
En ég trúi því ekki að aukningin á þjóðartekjum sbr. v. dýpsta punkt hrunsins er varð fyrir 2000.
Geti verið þetta mikil -- nema á þeim hápunkti.

    • Ekkert af þeirri aukningu var Pútín að þakka.

    • Hann græddi á innrás Bandar. í Írak 2003, að þá fór verðlag á olíu í hæstu hæðir - hefur lækkað mikið síðan 2015, fer örugglega ekki í nærri slíkum hæðum nokkru sinni aftur.

    Ég er ekkert að gera meiri kröfur til hans -- hann hefur einfaldlega ekki uppfært rússn. hagkerfið sl. 25 ár.
    Þetta kallast -- stöðnun!
    Og nú þegar olían verður í hægri hnignun, þá verður Rússl. áfram í stöðnun til hægri hnignun -- eiginlega eins langt fram í tímann og augað eygir.

      • Samtímis, þá vex Kína enn hröðum skrefum.

      • Og Rússland fellur áfram -- hratt aftur hlutfallslega miðað við Kína, og sérhvert annað land með - hagvöxt.

      Sennilega standa fá lönd á hnettinum frammi fyrir eins mikilli - hlutfallslegri hnignun nk. ár og áratugi.
      En Rússland, fast í -- úrelstu og smám saman sífellt meir úreltu hagkerfi.
      -Við getum eignað það Pútín, að hafa ekki notað sín valdaár til að - uppfæra rússn. hagkerfið.-

      Algerlega "disastrous" leiðtogi skv. mínu mati. Það verði skoðun sögunnar lengra fram séð, er ég viss um.

      Kv.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 15.3.2017 kl. 12:56

      4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Valdimar, þessi olíuleiðsla er held ég óþörf. En "fracking" rökrétt framleiðir næga olíu nk. 20-30 ár. Þannig að Alaska olían er þá ekki þörf fyrir markaðinn innan Bandar. utan Alaska. Unnt er að flytja þá olíu beint á alþjóða markaði frá höfnum í Alaska.
      --Virðist þar með, helst það að framleiðendur í Alaska - vilji geta keppt við "fracking" framleiðendur í sölu olíu til annarra Bandaríkjamanna.
      *Þá gagnast leiðslan fyrst og fremst til þess að auka markaðsmöguleika olíu frá Alaska innan Bandaríkjanna.
      En mér virðist þ.s. Bandaríkin hafa hvort sem er næga aðra olíu frá "fracking" svæðunum - að engin efnahagsleg þörf sé staðar fyrir Bandaríkin sem slík.
      Þ.s. engin vandi sé að koma olíunni frá Alaska í verð - utan Bandar. Ef því er að skipta.
      --------------
      Það hafi þannig séð ekki verið nauðsyn frá efnahagslegu sjónarhóli fyrir Bandar. - að keyra þessa leiðslu í gegn á þessu kjörtímabili.
      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 15.3.2017 kl. 14:41

      5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

      Þakka Einar já ég hafði ekki áttað mig á að það væri það miklar byrgðir í ND og það er þá flott mál og því betra og Alaska olían verður þá til góðanna.  

      Valdimar Samúelsson, 15.3.2017 kl. 17:46

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband