13.3.2017 | 01:16
Sjálfsagt ekki vinsælt að segja þetta - en ég held að Seðlabankinn hafi gert rétt að semja um losun hafta, þó kostnaðurinn sé hár!
Best í þessu samhengi að ryfja upp vandamál Argentínu: Argentína gerir samning við kröfuhafa sem getur bundið endi á langdrægar deilur Argentínu við hópa kröfuhafa svokallaða "holdouts".
--En nýr forseti Argentínu er tók við fyrir árslok 2015, samdi loks við kröfuhafahóp í byrjun 2016 er hafði haldið Argentínu í gíslingu í mörg ár -höfum í huga að gjaldþrot Argentínu var upp úr 2000- að sá kröfuhafahópur fengi greitt 75% af upphaflegu andvirði krafnanna; í stað 30% sem Argentína hafði samið um - við flesta aðra kröfuhafahópa.
- Fyrri forseti Argentínu, Christina Fernandez, hafði barist harðri baráttu við þennan kröfuhafahóp - þverneitað að greiða þeim, nokkurt - fyrst þeir neituðu að sætta sig við það samkomulag, sem meginþorri kröfuhafa hafði gengist inn á.
- Eftir að Argentína tapaði máli við NewYork dómstól, en lögsaga yfir kröfum á Argentínu var þar, vegna þess að þar höfðu þær upphaflega verið út gefnar -- gekk hún svo langt, að láta landið frekar verða -default- að nýju, en að fara eftir dómnum.
--Það má sannarlega rífast um það - hvort samkomulag Mauricio Macri var - uppgjöf.
--Eða skynsemin sjálf!
- En hann fékk þó þá a.m.k. til að falla frá 100% greiðslukröfu, og sætta sig við, 75%.
- Í staðinn er Argentína í dag --> Laus við öll eftirmál af sínu hruni upp úr 2000.
Alltaf spurning hvað er sanngjarnt verð - fyrir að vera laus allra mála!
"Seðlabanki Íslands er búinn að semja við eigendur aflandskróna um kaup á 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru, en almennt gengi í dag á evru eru í kringum 114 krónur."
- Þarna er alveg sami hluturinn í gangi, að því leiti eins og hjá Argentínu.
- Að hópur kröfuhafa - kaupir upphaflega á undirverði, langt undir því verði sem þeir eru leystir út gagnvart.
- Innleysa þar með mjög drjúgan hagnað.
--Talað er á netinu um, e-h í kringum, 70ma.kr. hagnað.
Það getur vel verið rétt!
- Hafa þarf þó í huga, að spurningin var alrei rökrétt um það -- hvort þeir mundu hagnast fyrir rest.
- Heldur um það - hversu stór sá hagnaður mundi verða fyrir þá rest.
Ég man að því var haldið fram - af Sigmundi Davíð fyrir kosningarnar 2013.
Að kröfuhafarnir vildu semja - hann hafði gagnrýnt vinstri stjórnina fyrir, að semja ekki.
--En síðan leið og beið í 3-ár meðan hann sjálfur var forsætisráðherra!
--Sannarlega var gerður ágætur samningur - við annan kröfuhafahóp, þ.s. eignum var afsalað t.d. heill banki afhentur ríkinu.
- En aflandskrónumálið var enn óleyst!
--Engin leið að vita, hvort SDG-hefði leyst það mál með allt öðrum hætti, en nú er gert.
--Ef hann hefði fengið nokkra mánuði í viðbót.
- Eitt er ég þó algerlega viss um.
- Að það hefði aldrei getað orðið samkomulag um annað, en að kröfuhafarnir innleystu - drjúgan hagnað.
Spurning hafi frekar verið um -- stærð gróða þeirra, þ.e. 100ma.kr. eða 80ma.kr. eða 60ma.kr. - t.d.
--Ekki að þeir afhentu féð, án þess að innleysa drjúgan hagnað.
En við skulum hafa í huga, að viðskiptamódel þessara aðila - er að kaupa ódýrt, selja dýrt.
Þ.e. vitað að krónu-eign þeirra var einungis hluti þeirra heildar-eigna.
Sumir vildu meina, að það þíddi að þá gætu þeir - hæglega skorið vel niður.
--Mundu það gera ef þeir væru beittir nægilega miklum þrýstingi hérlendis.
Þó það sé tæknilega rétt - að þeir gætu vel haft efni á duglegri lækkun sinnar kröfu, þá virðist mér þvert á móti, það birtast í því að eign þeirra sé einungis lítill hluti þeirra heildareignar - að þeir hafi nærri óendanlega þolinmæði, þ.s. eign þeirra hér eftir allt saman sé einungis hluti þeirra heildareigna.
Að auki, sé einnig spurning hvort það gæti ekki skapað - neikvætt fordæmi fyrir þá, varðandi samskipti þeirra við aðra aðila - sem þeir eiga kröfur á!
--Þ.e. veikja samningsstöðu þeirra gagnvart slíkum 3-aðilum, ef þeir gæfu dramatístk eftir gagnvart okkur.
**Það virðist mér mjög sennilegt, þannig að þ.e. mitt mat, að mun sennilegar hefðu þeir ekki undir nokkrum kringumstæðum, gefið sitt eftir -- þ.e. spurningin frekar verið, endalaus höft, eða gefa eftir af okkar hálfu.
Einhvern veginn kom mér það alls ekki á óvart, að hann lýsti samninginn slæman.
Þannig hlaut eiginlega að fara, fyrst að hann gerði samninginn ekki sjálfur.
Í því tilviki, alveg sama hvernig samningurinn hefði farið, hefði honum alltaf verið lýst með hástemmdum lýsingarorðum --> En nú þegar hann gerði hann ekki, þá er þetta, svik!
Niðurstaða
En útkoman virðist vera sú! Alveg eins og hjá Argentínumönnum nú! Að Ísland virðist nú virkilega laust allra mála! Ég held að best sé að fagna því - frekar en að vera neikvæð!
--Ég er eiginlega algerlega hættur að hlusta á Sigmund Davíð.
Er eiginlega algerlega viss, að ég greini manninn rétt!
Að hann bölvi samningnum fyrst og fremst vegna þess, að hann gerði hann ekki sjálfur.
Það sé algerlega órökrétt að ætla að hann hefði náð einhverju byltingarkennt öðru - eina spurningin sennilega sé um einhverja milljarða til eða frá!
- Þeir eru til sem vildu aldrei semja.
- Sem hefði verið sú hugmynd, að viðhalda höftunum - alltaf.
En SDG talaði alltaf fyrir haftalosun! Nema hann hafi skipt um skoðun, en ég hef ekki heyrt slíkt.
Þar með ætlaði hann alltaf að semja við eigendur aflandskrónanna fyrir rest.
Og það sé greinilegt, að þeirra samningsstaða var ekki veik, eins og SDG hélt fram 2013 eða þeir væru ólmir að semja!
--Þvert á móti virtust þeir hafa - yfrið næga þolinmæði eða biðlund.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning