10.3.2017 | 01:57
Trump skipar einstakling sem afneitar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum yfirmann Náttúruverndarstofnunar Bandaríkjanna
Scott Pruitt er nýr yfirmaður "Environmental Protection Agency."
Hann virðist ætla að taka þá afstöðu -- að EPA hafi ekki heimild skv. lögum.
Til þess að setja reglugerðir um útblástur koltvísýrings.
EPA chief unconvinced on CO2 link to global warming
En það hefur verið litið svo á að -- dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 2007, feli í sér almenna heimild til EPA.
--Án þess að formleg lagafyrirmæli væru gefin út.
"The Supreme Court unleashed a fury of regulation and litigation when it ruled in 2007 that greenhouse gases are an air pollutant that can be regulated under the Clean Air Act." - "Two years later, the EPA declared carbon dioxide and five other heat-trapping gases to be pollutants." - "Pruitt said the Supreme Court's decision should not have been viewed as permission for the EPA to regulate carbon dioxide emissions."
Pruitt virðist hafa verið að berjast gegn þessu árum saman, þ.e. hann á feril að baki þ.s. hann ítrekað gerði tilraun til að lögsækja EPA fyrir óréttmæta beitingu valds - að hans mati!
- Þar sem Repúblikanar hafa þingmeirihluta, virðist algerlega öruggt að þingið muni ekki formlega framkvæma þá lagabreytingu.
- Skv. því má reikna með því, að fljótlega verði afnumin öll takmarkandi ákvæði í gildi -- um útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem útgefin hafa verið af EPA.
--Það þíði þó ekki, að takmarkandi fyrirmæli - sem einstök ríki hafa gefið út, hætti. - En það mundi þá þíða - væntanlega!
--Að engin slík fyrirmæli gildi fyrir Bandaríkin sem heild.
--Það væntanlega leiði það fram.
Að mörg fylki Bandaríkjanna muni einfaldlega ekki hafa í gildi, nokkrar takmarkandi reglur um umfang útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Pruitt er einnig eins og Trump - andvígur Parísarsamkomulaginu.
"Pruitt added that he shared Trump's view that the global climate accord agreed by nearly 200 countries in Paris in 2015 was a "bad deal.""
--Með Pruitt við stjórn á EPA.
Þá virðist öruggt að Trump geti mjög verulega hindrað það að Bandaríkin fylgi markmiðum Parísarráðstefnunnar.
---------------------Bendi á eftifarandi hlekki:
En ég mundi kalla tengsl manna - CO2 og gróðurhúsahitunar.
Fullkomlega sönnuð!
800,000-year Ice-Core Records of Atmospheric Carbon Dioxide (CO2)
Þessi mynd sýnir eina af bestu sönnunum sem til eru
- En eins og vel sést, þá eru núverandi CO2-gildi þau langsamlega hæstu sl. 400þ. ár.
Allar ískjarnamælingar einnig sýna - gott samband milli CO2 aukningar, og hitastigssveifla á Ísöld.
- Sjáið hvað CO2-sveiflur sl. 400þ. ára, tóna vel við hitasveiflur sl. 400þ. ára.
Menn æpa sig hása - að meiri rannsóknir þurfi.
Meiri gagna sé þörf - o.s.frv.
En það er búið að safna nægilegum gögnum.
Þetta samband er - fullkomlega sannað, eins og vel sést á myndunum að ofan.
Sem sýna mældar CO2 sveiflur í lofthjúpi Jarðar sl. 400þ. ár vs. ef myndirnar eru bornar saman mældar hitasveiflur í lofthjúpi Jarðar sl. 400þ. ár.
--En hitann má vel sjá út frá efnasamsetningu lofthjúpsins sem sést í örfínum loftbólum sem finnast í ísnum, er innihalda loft frá þeim tíma er ísinn myndaðist.
Niðurstaða
Eins og margir óttuðust, þá stefnir ríkisstjórn Trumps bersýnilega á að -- bakka með allar takmarkandi aðgerðir til verndar lofthjúpnum gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórnir Bandaríkjanna höfðu innleitt.
Áfram verða líklega í gildi takmarkanir við útblæstri sem einstök fylki hafa sett.
En útkoman sennilega verði þó sú að í mörgum fylkjum muni engar slíkar takmarkanir verða í gildi, meðan Trump verður við völd.
Svo kemur í ljós síðar meir, hve stórt tjón ráðsmennska Trumps mun skapa mannkyni öllu.
Með því að skaða hnattrænar tilraunir til þess að hægja á hlínun.
- Þetta gæti hugsanlega orðið það alvarlegasta tjón sem ríkisstjórn Trumps valdi.
--Því það sé tjón sem bitni síðar meir á mannkyni öllu, óháð búsetu á hnettinum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi hækkun hvort sem hún er af mannavöldum er eins og einn hundraðisti af sekúndu á alheims tíma. Menn gleyma alltaf að sjórinn losar margfalt meira af Co2 en nokkurntíma öll mengun mannkynsins.Það sem ég segi alltaf að við erum og höfum verið að vinna í þessum málum síðustu 70 eða meir ár. Menn hljóta að muna alla veganna 30 ár aftur í tíman og ef ekki þá er bara að kíkja á myndasafn sem sýna iðnaðarhverfin spúandi upp svörtum reykmekki. Þessi lög sem Íslendingar skrifuðu undur eru með því heimskasta sem til er. Hér eru orku frek tæki á sjó sem framleiða daglega mat fyrir milljónir manna og ekkert tekið tillit til þeirra. Er það að vera umhverfisvænir pólitíkusar. Sjá menn ekki að þessi starfsemi getur ekki skrifast á 330.000 manna lið. Einar þetta er ein stór heimska vísinda elítunnar. Stór heimska.
Valdimar Samúelsson, 10.3.2017 kl. 09:24
Þ.e. þekkt hvert er magn CO-losunar mannkyns - CO2 gildi í lofthjúp eru auðmælanleg, einfaldlega ekki flóknara en að taka loft nánast hvar sem er loka inni í flösku, efnagreina síðan innihald þess lofts á rannsóknarstofu.
--Það segir þér vegna þess að heildarmagn lofts á plánetunni er þekkt, hvað mikið aukning af manna völdum er í hlutfalli við, náttúrulega aukningu.
Þ.s. heildarmagn CO2 í lofthjúp er auðmælanleg stærð og sama gildi um magn losunar manna.
--Þá er náttúruleg aukning - stærðin sem upp á vantar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 10:31
Gott hjá Trump að aðhyllast ekki þessa nútíma-hjátrú.
Hinu ber vitaskuld að vinna gegn: alls kyns sótmengun og af dísilolíu og ýmsum öðrum heilsuspillandi mengunarvöldum.
Jón Valur Jensson, 10.3.2017 kl. 12:44
Menn eins og Trump eða Pruitt, eru einfaldlega að berjast gegn - almennri skynsemi.
Þeir munu bera ábyrð á hinum alvarlegu afleiðingum, er bitna munu á íbúum Jarðar.
Við vitum a.m.k. síðar meir, á hvaða einstaklinga - skal senda bölbænirnar.
Þeir munu eiga þær fullkomlega skilið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 13:26
Það sem gerðist í Bandaríkjunum með Trump - að vitlausa eða heimska hægrið tók yfir sbr. "alternative right" og alvarlegar afleiðingar þess - verða örugglega litlu eða engu betri; en þegar vitlausa eða róttæka vinstrið kemst að í að stjórna landi!
--Sannast sagna á ég von á að bandar. kjósendur - muni söðla langt yfir til vinstri - næst þegar kosið verður.
Þá meina ég, ekki -mið vinstri- heldur "far left."
Þannig að kjósendur - prófi fyrst hægri róttæklingana - síðan vinsri róttæklingana.
Síðan þegar rústin er orðin nægilega stór -- loks komist venjuleg stjórnmál að að, að nýju, svo unnt sé að hefja rústa-uppbygginguna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.3.2017 kl. 13:36
Bull er þetta.
Ræddu umhverfismálið við verkfræðingana Friðrik Daníelsson, Loft Altice Þorsteinsson eða Bjarna Jónsson.
Jón Valur Jensson, 10.3.2017 kl. 14:20
Einar ég er alveg sammála Jóni Val. Hér eru allir í líkingar og prósentu reikning að hitt og þetta gæti gerst eða sé að gerast. Ef við tökum staðreyndir ekki kúrfur sem eru stækkaðar 100X og horfum á Kína en þar er styðst síðan það sást varla handana skil. Hvernig er Kína núna. Tökum Evrópu fyrir 100 árum sem annað dæmi. Þar var allstaðar svartur reykur og í Ameríku og sjálfsagt um allan heim. Hvernig eru þessir staðir núna og það án aðkomu umhverfissamtaka. Við erum að laga okkur og þurfum engar ríkisstjórnir til þess.Þeir settu bílaiðnaðinn á hausinn þegar þeir voru búnir að vera með neyslugranna bíla í mörg ár vegna vitlausra laga.
Valdimar Samúelsson, 10.3.2017 kl. 18:56
Borkjarnarnir af Grænlandsjökli sýna að hlýnunar/kólnunarskeið eru uþb. 100 frá síðustu ísöld....https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=2&cad=rja&uact=8&ved=0ahUKEwihvrKq88zSAhVHWRoKHdnoARQQtwIIIDAB&url=https%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3Dt4fa32O3GFQ&usg=AFQjCNE2I3q-aejxqtgs7dmjvML30vYlQQ&bvm=bv.149397726,d.d2s
Guðmundur Böðvarsson, 10.3.2017 kl. 21:42
Meira bullið í þér ... alltaf hreint. Þú gengur svo langt í "PC = Politcal Crap" þínu, að maður undrar hvort þú þvoir munninn á þér á kvöldin?
Þú "ættir" að hafa "vit" á því, að draga í efa þess gögn þín ... ef þú hefur "vit" á annað borð. Íslendingasögurnar segja þér, að á Íslandi var hægt að rækta hveiti á landsnámsöld ... nema þú teljir Íslendinga vera komna af "lygalubbum" og "bullukollum". Og þá spyr ég, býrðu ekki á röngu skeri í heiminum? Hér í Svíþjóð, var landið vaxið "tropical forrest" fyrir 5 þúsund árum síðan. Á "víkingaöldinni" frægu, var landið al vaxið eikartrjám ... sem einnig var ein af aðal ástæðum "skipasmíða" víkinganna. Nóg var af trjánum, eikartrjám ... einnig er talið að "eldun" þeirra á skógum og gróðri, allt fram á mið aldir ... hafi verið eitthvað af því meira sem gerst hefur.
Tókstu þetta með í vitleysuna þína?
Hvaða "ís" ertu með í þessu dæmi þínu? Tókstu "ísin" frá rússneska svæðinu?
Tókstu þessa mynd með http://jonova.s3.amazonaws.com/graphs/lappi/gisp-last-10000-new.png
Sem sýnir greinilega "kólnun" ... ekki hitun.
Eða tókstu þess mynd með ... frá Vostok, eina íslaginu sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum Heisenberg princip? http://joannenova.com.au/globalwarming/graphs/vostok-ice-cores-150000%20med.jpg
Eða tókstu þessa mynd með ... af hitatímabili jarðarinnar http://theresilientearth.com/files/images/Phanerozoic_Temperature.jpg
Nei, það gerir þú ekki ... og ekki heldur aðrir "ofsatrúarmenn" eins og þú, hvort sem þeir trúa á skeggjaðann karl í skýjunum eða "ofhitun" með trúarofstæki sínu og hatursáróðri ... en allir viljið þið það sama ... drepa okkur hina. Því við "kjósum" rangt ... við erum ekki "PC = Political Crapazoids".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 01:04
Það er nú soldið fyndið með þá sem afneita barasta að hlýnun af mannavöldum sé til eða að að um vanda sé að ræða o.s.frv., - fara að nefna það í málflutningi að allir aðrir, þ.m.t. alir vísindamenn, ,,gleymi" að taka hinn eða þennan faktorinn inní útreikninga.
Það er alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug og jafnframt hve hiklaust menn flytja þessar hugdettur sínar áfram.
Ennfremur er umhugsunarvert hve margir tóku mark á þeim, virtist vera, á tímabili.+Sem betur fer virðast þeir samt hafa misst allan hljómgrunn hér eins og skoðanakönnun sýndi fyrir stuttu. Og það var merkilegt. Aðeins örfáir sem eru á fneitunarlínunni. Það eru þá jákvæðar fréttir frá Íslandi. Og veitir ekki af.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.3.2017 kl. 01:48
Jón, rugl segir þú -- nefnir þessa dánarmenn. Ég segi einfaldlega ekki meira. En þ.s. ég vil segja er ekki, prenthæft.
Og hef ekki meira um það mál að segja.
M.ö.o. sé sérhver sá sem enn þann dag í dag, hengur á -- afneitun.
Að neita yfirgnæfandi sönnunum sem liggja fyrir.
--Endurtek, yfirgnæfandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2017 kl. 01:49
Hjátrú, er þetta réttnefnt.
Öll þessi loftslagsfræði hafa öll einkenni költisma: allir sem efast eru uppnefndir "loftslagsafneitarar" eða eitthvað þvílíkt, og "vísindin" hafa engum breytingum tekið síðan ég man eftir þeim fyrst fyrir meira en 15 árum.
Kaninn hefur hér augljóslega valið réttan mann, alveg óvænt. Vildi ég að við hefðum vit á að velja yfir okkur svona rétta menn.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2017 kl. 07:57
Ásgrímur - eftir nokkur ár verða -afneitarar- orðnir eins hjáróma og Marx-Leninistar eru í dag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2017 kl. 10:55
Magnað að - rannsóknir, birt gögn úr þeim, tala ekki um myndirnar að ofan -- hafi engin áhrif á þetta "idee fixe" sem afneitarar eru í.
--Þið eruð eiginlega, verri en fólk með - anorexíu, sem getur svelt sig til bana.
Og sér ekki að það er að svelta sig til bana.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.3.2017 kl. 10:57
https://www.youtube.com/watch?v=ObvdSmPbdLg
https://www.youtube.com/watch?v=49Teja5YNCo
Mofi, 11.3.2017 kl. 17:00
Einar minn kær, þessir sprellifandi verkfræðingar eru ekki "dánarmenn", heldur dánumenn.
Og það er ekki nóg að endurtaka án sannana:
Jón Valur Jensson, 12.3.2017 kl. 02:28
Glópa-hlýnunar-svindlið tilheyrir fortíðinni eins og hálf-Músliminn Obama.
Bandaríkin styðja ekki Parísar-sullum-bullið, sem var einungis óráðshjal Obama, sem hann ætti sjálfur að greiða fyrir. Þær skuldbindingar sem hann skrifaði undir voru fullkomlega innistæðulausar - hann skorti lagaheimildir.
Allt sem hálf-Músliminn gerði var ógilt og flest var gert til að þóknast húsbændum hans í Saudi-Arabíu.
Þeir sem fylgjast með alþjóðlegri umræðu vita að sú tilgáta er röng, að aukið magn lífsanda (CO2) í andrúminu valdi aukinni hlýnun Jarðar. Að minnsta kosti tvö atriði afsanna tilgátuna:
1. Síðustu 19 árin hefur hitastig Jarðar staðið í stað, en á sama tíma hefur magn lífsanda í andrúminu aukist jafnt og þétt. Ekkert samband er því augljóslega á milli magns lífsanda og hitastigs Jarðar.
2. Útgeislun Jarðar síðustu 19 ár hefur ekkert aukist, sem er staðfest með mælingum úr gervihnöttum. Útgeislunin er mælikvarði á hitastig Jarðar, samkvæmt Stefan-Boltzmann jöfnunni. Þetta er önnur afsönnun hinnar röngu tilgátu, sem glópa-hlýnunin byggir á.
Jón Valur Jensson, 12.3.2017 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning