Dauði 6 rússneskra dyplómata í 5-löndum sl. 4 mánuði vekur spurningar

Það er að sjálfsögðu freystandi að sjá í þessu - samsæri! En tímalínan er eftirfarandi, þ.e. þann: 8. nóv. 2016, 19. des 2016, 26. des 2016, 9. janúar 2017, 27. janúar 2017 og 20. febrúar 2017.
--Tveir af þessum mönnum voru skotnir!
--Restin er öll sögð hafa látist af - hjartaslagi!

Unexpected deaths of six Russian diplomats in four months triggers conspiracy theories

The Strange Case Of The Russian Diplomat Who Got His Head Smashed In On Election Day

Russian Diplomats Are Dropping Dead, And Conspiracies Rise In Their Place

v-churkin-getty.jpg

Russian Ambassador to the UN Vitaly Churkin died unexpectedly in New York AFP/Getty Images

 

Spurning hvað er í gangi - ef eitthvað?

  1. Sergei Krivov, 63 ára, rússneskur dyplómat -- fannst látinn að morgni kjördags þann 8. nóv. sl. í bandarísku forsetakosningunum á gólfi rússneska konsúlatsins í NewYork - sagður skv. fréttum hafa haft höfuðmeiðsl, en skv. opinberum skýringum frá Rússlandi - sagður látinn af hjartaáfalli.
  2. Andrei Karlov, 62 ára, sendiherra Tyrklands var myrtur þann 19. des. sl. í skotárás í Tyrklandi.
  3. Oleg Erovinkin, 61 ára, fanns látinn í Lexus bifreið sinni í Moskvu borg þann 26. des. sl. Hann er sagður hafa látist af hjartaslagi -- áður meðlimur KGB, og áður aðstoðarmaður Igor Sechin. Sagður hafa aðstoðað breskan fyrrum njósnara, við söfnun gagna um Donald Trump - sem komu fram í fjölmiðlum á sl. ári.
  4. Rússneski konsúllinn í Aþenu, Andrei Malanin, 55 ára - fannst látinn í íbúð sinni þann 9. jan. sl., dauðinn sagður vegna hjartaslags.
  5. Sendiherra Rússlands í Indlandi, Alexander Kadakin, 67, lést þann 37. jan. eftir skammvinn veikindi.
  6. Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá SÞ-lést að sögn af hjartaslagi þann 20. feb. sl.

Ekkert af þessu sannar nokkurn skapaðan hlut.
--Tæknilega getur þetta verið tilviljun - að þetta gerist á þetta tiltölulega skömmum tíma.

4-þessara manna eru sagðir látnir af hjartaslagi, þ.e. 8. nóv. sl., 26. des. sl., 9. jan. sl. og 20. feb. sl.

A.m.k. einhver þeirra dauðdaga virðist - grunsamlegur.

2-þeirra sem sannarlega voru skotnir, létust með vofeiflegum hætti óvéfengjanlega.
--Þeir dauðdagar geta algerlega verið ótengdir hinum dauðdögunum.

Að 4-látist af hjartaslagi á 4-mánuðum a.m.k. er áhugavert!
--En sosum ekkert meir hægt að segja um málið.

 

Niðurstaða

Margvíslegar kenningar ganga um netið, til útskýringar -- einni þeirra um meint bandarískt samsæri, hafna ég strax. En á móti mundi ég varpa upp þeirri spurningu, hvar látnir bandarískir dyplómatar eru? En ég tel það fullvíst, að Pútín hefði hefnt sín -- ef Bandaríkin væru að drepa rússn. erindreka.

Þannig að ef eitthvað dularfullt er í gangi, verði að mínu viti að útskýra það sennilega út frá einhverju rússnesku samhengi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hussein Obama er á bakvið þessi morð, enginn vafi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.3.2017 kl. 02:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vona að þú hafir meint þetta sem lélegan brandara.
Það eru reyndar engar skýrar vísbendingar að 4-tilvikanna séu morð.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2017 kl. 08:37

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, án þess að ég leggi dóm á ástæður fyrir hinum dauðu rússnesku erindrekum, sem ég hef auðvitað enga þekkingu á, þá held ég mér sé óhætt að nefna hvar séu einhverjir látnir bandarískr diplómatar sem þú spyrð um, því alheimur hefur séð myndir af því.  Í Benghazi, Lybiu.

Kolbrún Hilmars, 7.3.2017 kl. 16:11

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Já og hver drap scalia?

Guðmundur Böðvarsson, 7.3.2017 kl. 18:21

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, sá tímarammi gengur engan veginn upp - þú þá væntanlega að meina, að dauði rússn. dyplómatanna sé síðkomin bandarísk hefnd - fyrir aðgerð er hafi verið rússn. sprottin þ.e. árásin á sendiráðið í Lýbíu.
-Það væri þá all nýstárleg kenning.-
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2017 kl. 20:38

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur, eitt einangrað tilfelli - er vart grunsamlegt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2017 kl. 20:38

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Enginn vafi Guðmundur Böðvarsso, auðvitað Hussein Obama.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.3.2017 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband