4.3.2017 | 02:01
Ríkisstjórn Trumps - virðist vera að velta fyrir sér því að svipta a.m.k. tímabundið ólöglega innflytjendur börnum sínum!
Hugmyndin virðist þróast út frá - kröfu Trumps, að svokallað "catch and release" hætti þ.e. þegar í hlut eiga fjölskyldur sem eru að smygla sér ólöglega yfir landamærin, í ljósi dómsúrskurðar þess efnis að ekki megi halda börnum í varðhaldi nema í mjög skamman tíma, hafi þróast sú venja -- að sleppa lausum slíkum fjölskyldum eftir að viðkomandi hafa fengið í hendur, dagsetningu hvenær viðkomandi skal mæta fyrir dómi, sem geti verið nokkra hríð inn í framtíð.
- Þar sem dómsúrskurðurinn, strangt til tekið, banni einungis að halda börnum í varðhaldi - en ekki foreldrum þeirra; hafi sú hugmynd vaknað - að í stað þess að sleppa fjölskyldunni sem heild, verði börnunum komið fyrir í fóstri a.m.k. á meðan!
- Slík aðferð gæti þó orðið - umdeild!
En mannréttindalögfræðingar, hafa strax mótmælt hugmyndinni.
Og aðgerðasinnahópar, sem berjast fyrir málstað ólöglegra innflytjenda eru líklegir til þess, að láta reyna á það fyrir dómi - hvort slík aðferð væri lögleg.
Trump administration considering separating women, children at Mexico border
- "About 54,000 children and their guardians were apprehended between Oct. 1, 2016, and Jan. 31, 2017, more than double the number caught over the same time period a year earlier."
- "Holding mothers in prolonged detention could also strain government resources, said Randy Capps of the Migration Policy Institute, a Washington-based non-profit." - "You are talking about a pretty rapid increase in the detention population if you are going to do this," Capps said. "The question is really how much detention can they afford.""
Þetta gæti verið góður punktur hjá Randy Capps!
- En ef aðgerðasinnar - aðstoða þessar fjölskyldur við málaferli, sem virðist ekki ósennilegt - þá gæti vel verið að málin dragist á langinn, meðan verið er að tæma alla möguleika til að áfrýgja.
--Sama tíma, væru börnin væntanlega í fóstrinu eða í gæslu yfirvalda. - Ef dæmigert mál tekur meira en ár, af þessa völdum -- gæti þetta orðið töluverður fjöldi sem yfirvöld væru með þessum hætti í varðhaldi, og umtalsverður fjöldi barna undir vernd - yfirvalda.
--Þetta mundi að sjálfsögðu valda börnunum, angist - að vera tekin frá foreldrum og haldið hjá vandalausum eða jafnvel starfsfólki bandar. ríkisins.
Það virðist ljóst að harka yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur vaxið verulega.
--Þannig út af fyrir sig, er Trump að standa við loforð um aukna hörku.
Það má auk þessa reikna með því, að kjósendur hans mundu ekki verða gríðarlega uppteknir af réttindum þessara barna.
--Frekar fagna því, ef tekið er harkalegar á þessu fólki.
- Greinilega verða þarna mjög skörp skil í afstöðu.
- Eftir því sem eiga í hlut - þeir sem vilja loka sem mest á þennan ólöglega aðflutning fólks.
- Eða þeir, sem líta svo á, að þetta fólk ætti að fá að koma til Bandaríkjanna - höfða til langrar hefðar Bandaríkjanna sem - innflytjendasamfélag.
--Það geta risið hörð málaferli, þ.s. líklega má treysta því að áhugafólk um málefni flóttamanna, kæri aðgerðir stjórnvalda -- í tilraun til þess að fá þeim hnekkt fyrir dómstólum.
Að sjálfsögðu ekki fyrirfram unnt að gefa sér neitt um niðurstöðu dómstóla.
--En væntanlega, yrði leitast við að kæra slíka aðferð - á grundvelli barnaverndarlaga.
Niðurstaða
Sú aðferð að svipta a.m.k. ólöglega innflytjendur, tímabundið forræði yfir sínum börnum - væri a.m.k. bersýnilega harkaleg. Ef málin dragast á langinn fyrir dómstólum, vegna áfrýgjana. Þá gætu börnin verið í gæslu yfirvalda eða fósturforelda - um töluverða hríð. Að auki gæti þetta orðið umtalsverður fjöldi barna og fjölskylda.
--Þannig að það má sennilega algerlega treysta því, að dómstólar fái slíka aðgerð til umfjöllunar. Eftir að kærur fara að streyma inn!
Fljótt á litið virðist mér sennilega rétt, að börn sem fyrir slíku verða - verði fyrir tilfinningatjóni þ.e. sálarangist.
Þannig að það gæti reynst áhugavert prófmál, hvort slík aðferð mundi standast reglur laga um vernd barna og réttindi fjölskylda.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning