Vísindamenn sanna tilvist lífs á Jörðinni fyrir allt að 4,3 milljörðum ára - einungis 200 milljón árum eftir myndun Jarðar!

Um er að ræða berg úr bergmyndunum við Hudson-flóa í Kanada, sem er með elsta bergi sem fundist hefur á plánetunni - - en bergmyndarnirnar þarna við Hudson-flóa hafa verið aldursgreindar á aldrinum 3,8-4,3 ma.ára.
--Það þíðir að um er að ræða elstu sannaðar leyfar lífs.
--En fram að þessu, var elsta tilvikið sem telst sannað, úr bergi frá Grænlandi - um 3,7ma. ára.

  • En nú færist þetta aftur til, allt að 4,3ma. ára.

Canadian bacteria-like fossils called oldest evidence of life

Canadian fossils push back date of origins of life

Það sem er merkilegt við þetta: Timeline of the evolutionary history of life
--Er að fjölfrumu dýr birtast ekki fyrr en fyrir milli 800-1000 milljón árum.

  1. Það hefur þá tekið fyrsta lífið a.m.k. 3,3-3,5 milljarð ára, að þróa fyrstu lífverurnar með margar frumur, og vefja-skiptingu - frá einföldustu einfrumu gerlum.
  2. Nútíma maðurinn er kominn fram á sjónarsviðið milli fyrir 180-200þ. árum.

http://prod-upp-image-read.ft.com/2dcb8d3c-fe97-11e6-8d8e-a5e3738f9ae4

"A haematite filament enveloped by a fine irregular layer of nanoscopic haematite from vent deposits in the Nuvvuagittuq Supracrustal Belt in Québec, Canada is pictured in this undated handout photo obtained by Reuters March 1, 2017. Matthew Dodd/University College London/Handout via REUTERS"

Það sem þetta virðist sýna fram á - að lífs kviknar sennilega fremur auðveldlega!

En þróunin frá fyrstu frumstæðustu lífverunum -- tekur síðan ótrúlegan tíma, sbr:  Timeline of the evolutionary history of life.

  1. Í ótrúleg - 3,3 - 3,5 milljarð ára.
  2. Er lífið einungis - á einfrumu stigi.
  • Frumur með kjarna, og frumu-líffærum, koma fram fyrir ca. 1.800-2.000 millj. árum.
    --Sem sagt, tekur 2,4-2,6 milljarða ára fyrir einfaldar frumur án kjarna, að þróast í mun flóknari frumur með kjarna og frumu-líffærum.

Ef út í það er farið - fer þróun lífs á hraðferð frá og með fyrir 600-800 milljón árum.
--Þ.e. miðað við hve afar hæg þróunin virðist hafa verið á undan er lífið var á einfrumunga-stiginu.
Fyrir um 500 milljón árum, eru allar grunn fylkingar dýra fram komnar - þær sem enn eru til.

 

Ef maður hugsar til þess, hvernig lífs er líklega algengast í vetrarbrautinni okkar

  1. Þá sé líf sennilega algengt.
  2. En langsamlega algengast að það sé á - einfrumungs stigi.

--En hin lötur hæga þróun lífs mjög lengi framan af!
--Bendi sennilega til þess, að þau þróunarstig einfrumungs stigsins.
Hafi í reynd verið erfið og þess vegna tímafrek.

Það geti einnig þítt - að þróunin yfir í t.d. flóknar frumur sem virðast nauðsynlegar fyrir myndun flóknari lífs.
--En sú þróun virðist hafa tekið milli 2,4-2,6 milljarða ára.

Að sú þróun sé afar -iffy- þ.e. líf gæti verið fast víða á - gerla stigi.
Þ.e. án þess að flóknar frumur hafi þróast!

En ef sú þróun á sér stað -- gæti næstu stig verið mun greiðari!
--Það gæti verið stóri þröskuldurinn fyrir þróun lífsins í framhaldinu.
--Þ.e. þróunin úr einföldum gerli mestu án frumu-líffæra, og án kjarna.
Yfir í mun flóknari frumu með frumu líffærum af margvíslegu tagi, og kjarna!

  1. Síðan þegar við höfum flókið líf, virðist það þróast greiðlega yfir í dýrategundir.
  2. En hafandi í huga, að vitiborið líf hefur einungis -- einu sinni fram komið.
  • Geti það verið sterk vísbending þess - að sú loka þróun sé afar afar ólíkleg.

En ekkert sérstakt bendi til þess, að þróun dýra, hafi stefnt í átt til - viti borins lífs.
--En gjarnan setjum við sjálf okkur á tindinn.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta merkilegt - að nú nái sönnun tilvist lífs á Jörðinni, fram til allt að fyrir 4,3 milljörðum ára. Eða ca. 200 milljónum ára eftir að Jörðin varð til.
--Þetta virðast hafa verið efnatillífandi gerlar sem lifðu neðansjávar, við svokallaða stróka eða neðansjávar-hveri.
--M.ö.o. að þá er einnig sannað að höf voru á Jörðinni fyrir svo löngu síðan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband