Spurning hvort Trump fyrirhugar stríð! En hann hefur nú gefið út yfirlýsingu hve mikið hann vill bæta við útgjöld til hermála

Samkvæmt áætlun Reuters, leggur Trump til 9,2% aukningu miðað við fjárlagaárið á undan fjárframlaga ríkissjóðs Bandaríkjanna til hermála: Trump seeks 'historic' increase of 9 percent in U.S. military's budget.

  1. "Defense spending in the most recent fiscal year was $584 billion, according to the Congressional Budget Office, so Trump's planned $54 billion increase would be a rise of 9.2 percent."
  2. "About one-sixth of the federal budget goes to military spending."

Trump sagði við tækifærið: "This is a landmark event and message to the world in these dangerous times, of American strength, security and resolve. We must ensure that our courageous servicemen and women have the tools they need to deter war and when called upon to fight in our name, only do one thing: Win,"

En skv. Trump - er herafli Bandaríkjanna, hræðilega undirfjármagnaður.
--Hann vísar þá til samdráttar í fjármögnun til hermála síðan 1993.
En í kjölfar endaloka Kalda-stríðsins, var ekki sérdeilis undarlegt að dregið yrði úr þeim útgjaldalið.

--Þetta virðist eitt af því fjölmörgu, sem Trump sér sem svik -elítunnar- við hin miklu Bandaríki.

  • Mark Cancian, an adviser with the Center for Strategic and International Studies: "This is certainly comparable to the largest peacetime buildups, which would be 2003,"

M.ö.o. sambærileg aukning, og þegar George Bush hóf stríð gegn Saddam Hussain 2003.

  • "A second official said the State Department's budget could be cut by as much as 30 percent..."

En Trump segist ætla að - - minnka utanríkisþjónustuna og skera niður þróunaraðstoð og efnahagsaðstoð sem Bandaríkin veita!
--Það dugar þó ekki til - nema Trump hreinlega leggi utanríkisþjónustuna alfarið niður.

Hinn bóginn, segist Trump - einnig ætla að skera niður fjárframlög til umhverfismála og stofnana á vegum alríkisins er tengjast þeim málaflokki.
--Ef hann sker þá þætti duglega niður, sem hann örugglega fyrirhugar.

Gæti niðurskurður - tæknilega dugað fyrir þessari útgjaldaaukningu til hermála.

 

Niðurstaða

Þó Trump hafi ekkert sagt um hugsanleg fyrirhuguð átök, þá er óvenjulegt að framkvæma svo mikla útgjaldaaukningu án þess að væntingar séu um átök í náinni framtíð, eða það að talið er þörf fyrir að mæta nýrri rísandi ógn.

Tæknilegir möguleikar virðast: Stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við loforð hans að útrýma ISIS. Eða, stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við greinilegan fjandskap Trumps gagnvart Íran. Eða, að uppbyggingu væri beint gagnvart Kína - sem gæti þá varpað upp þeirri spurningu hvort Trump sé að undirbúa eitthvað á þeim vettvangi.

Rétt að nefna, að þó Trump setji fram þessa ósk - er langt í frá öruggt að hann fái þingið til að veita henni sitt samþykki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Óbama gekk frá málinu...ttp://billmoyers.com/story/the-trillion-dollar-question-the-media-have-neglected-to-ask-presidential-candidates/

Guðmundur Böðvarsson, 28.2.2017 kl. 07:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur, þetta kemur málinu ekki augljóslega við - en 30-ára prógramm er þá þegar í áætlun, engin ástæða af hverju það getur ekki dreifst á þau 30 ár innan þess fjárlagaramma er var fyrir, sbr. að útgjöld fyrir hugsanlega hækkun Trumps eru 584 milljarðar Dollara.
--Þ.e. hálf bandar. trilljón per ár.

    • Trump er að tala um ný útgjöld án þess að þau tengist endilega þessu prógrammi.

    • Tæknilega auðvitað - getur hann viljað, flýta því með því að setja aukið fé í hermál.

    • Hann gæti verið ósáttur að endurnýjunin eigi að taka 30 ár.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.2.2017 kl. 10:31

    3 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Það er nánast öruggt að Trump muni starta stríði eins og svo til allir bandaríkjaforsetar á undan honum.

    Það er eins og þessi vesalings þjóð geti með engu móti komist af nema að níðast á einhverju smáríki ,ýmist af "mannúðarástæðum" eða til að "tryggja öryggi".

    Nú eru nokkur stríð í gangi ,þar af þrjú sem eru að undirlagi Obama og Clinton.

    .

    Þessi hækkun útgjalda kemur sennilega ekkii til með að breyta miklu,af því að Bandaríski hergagnaiðnaðurinn er gegnrotinn af sðillingu eins og restin af Bandarísku stjórnkeerfi.

    Áratugum saman hefur þessi iðnaður hangið eins og blóðsuga á bandaríska ríkinu ,án þess að þurfa að skila frá sér nothæfum vörum.

    Það sem þeir hafa að sýna er dyrasta flugvél allra tíma sem getur varla flogið og alls ekki barist.

    Dýrasta flugvélamóðurskip allra tíma ,sem liggur vélavana í höfn og menn vita ekki hvernig er hægt að bæta úr því.Skipið getur ekki borið þá stærð af vélumm sem fyrirhugað var og ef það fer aftur af staðð ,verður það vélarvana.

    .

    Dýrasta herskip allra tíma.Það getur siglt ,en það hefur nánast engin vopn og vandamál að koma þeim fyrir.

    Ef ekki verður breyting hjá þessum iðnaði þurfa andstæðingarnir ekki að hafa miklar áhyggjur.

    Borgþór Jónsson, 28.2.2017 kl. 16:58

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 6
    • Sl. viku: 24
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 22
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband