Spurning hvort að Trump sé að snúast gegn Pútín?

En athygli vekur ráðning hans á -Lieutenant General Herbert Raymond McMaster- sem nýr Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta-hússins. Hann virðist sannarlega eins og Trump segir, virtur innan hersins og þekktur sem sérlega fær á sínu sviði.
--En hann er einnig þekktur fyrir - að vera óhræddur við að tjá andstæða skoðun við sína yfirmenn, ef hann er ekki sammála þeim.
--Og hann er, eins og Marine General James Mattis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna -- eindreginn þeirrar skoðunar að Rússland sé ógn.

General known for sharp questions will be Trump's new top security adviser

McMaster og Trump

http://www.dw.com/image/37642997_303.jpg

Augljós afleiðing þess að skipta Flynn fyrir McMaster!

  1. Stuðningur við NATO eflist innan ríkisstjórnar Trumps - en báðir hershöfðingjarnir McMaster og Mattis, eru eindregnir stuðningsmenn NATO og hernaðarsamstarfs Bandaríkjanna við önnur lönd.
  2. Stuðningur við eftirgjöf gagnvart Rússlandi - og nýjan frið við Rússland án umtalsverðrar eftirgjafar af hálfu Rússlands, veikist.
  3. Síðan er McMaster -- alls ekki með Múslima andúðar skoðanir Trumps eða Flynn - en McMaster virðist hafa lagt áherslu á það að hermenn undir hans stjórn þegar stríð Bandaríkjanna innan Írak í tíð George Bush var í gangi; kynntu sér "lókal" siði og venjur, og þekktu muninn á Shítum og Súnnítum - - og hann virðist hafa verið óragur við það að semja við "lókal" leiðtoga.

Maður veltir fyrir sér þessari - ást Trumps á hershöfðingjum.
En sá sem hafnaði um daginn boði um sama starf, var annar háttsettur hermaður til viðbótar.

 

Trump var búinn að gefa það eftir, að nýr Þjóðaröryggisráðgjafi, mætti velja sitt starfslið!

Maður veltir fyrir sér - hvernig ríkisstjórnin kemur til með að virka.
En hershöfðingjarnir tveir - án vafa mynda a.m.k. að einhverju leiti, mótvægi við Bannon.

Líkur virðast þar með fara verulega minnkandi á því - að Trump veiti Rússlandi nokkra umtalsverða eftirgjöf, ef Trump og Pútín hittast.
--En báðir hershöfðingjarnir án nokkurs vafa munu mælast ákveðið gegn nokkru slíku.
--McMaster þekktur fyrir að vera sérlega óragur við að tjá sínar skoðanir, þó þær gangi í berhögg við skoðanir hans yfirmanns.

Hvernig Trump á eftir að líka það.
En Trump er þekktur fyrir flest allt annað - en skoðanaumburðarlyndi.
Á eftir að koma í ljós.

 

Niðurstaða

Almenn ánægja innan Bandaríkjanna virðist ríkja um val McMaster hershöfðingja sem nýs Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta-hússins. Hann er maður sem virðist mega treysta, að taki sitt hlutverk fullkomlega alvarlega.
--Hinn bóginn ganga skoðanir hans í mikilvægum atriðum í berhögg við yfirlýstar skoðanir og stefnu Donald Trump - þegar kemur að Múslimum.
--Einnig við skoðanir Bannon, nokkurs konar áróðursmálaráðherra Trumps.

Bannon og hann -- gætu orðið eins og, eldur og vatn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Vissulega gætu þetta verið góðar fréttir fyrir þá sem eru hlynntir áframhaldandi manndrápum af einhvejum ástæðum

Borgþór Jónsson, 21.2.2017 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband