Geta Almannavarnir Íslands ráðið við Kötlugos -- í ljósi gríðarlegs fjölda ferðamanna?

Ég set þetta fram sem opna spurningu!
Við vinnufélagarnir höfum rætt þetta innan okkar hóps, og enginn okkar hefur svar við þessu.
En punkturinn sem ég hef í huga, er hin gríðarlega fjölgun ferðamanna undanfarin ár.

  1. En 2017 gæti fjöldi ferðamanna farið rýflega yfir 2 milljónir.
  2. Í júlí 2017, er alveg hugsanlegt að fjöldi ferðamanna á landinu, gæti verið nærri - milljón.
  3. Þar af gætu nokkur hundruð þúsund verið á landinu - sunnanverðu.
  • Maður getur vel séð fyrir sér, að yfir 200þ. væru á svæðinu á Suðurlandi, þar sem stórhætta getur skyndilega orðið - ef Katla fer að gjósa.

Það eru þessar tölur sem ég hef í huga!
Er ég varpa því fram - hvort Almannavarnir mundu ráða við vandamálið?

http://cdn1.cdnme.se/cdn/6-2/157010/images/2010/katla2_82510876.jpg

Flestir vita geri ég ráð fyrir að Kötlugosi fylgir gríðarlegt hamfarahlaup úr Mýrdalsjöki!

Það er - bráðahættan, að loka þarf söndunum Sunnan við - um leið og gosórói hefst.
Svo þarf að tæma svæðið með hraði, koma ferðamönnum sem íbúum á brott - það er auðvitað þessi mikli fjöldi er getur verið til staðar, sem getur flækt málið, og valdið því að erfitt geti verið að tryggja fullkomna tæmingu í tæka tíð.

Síðan er það -- öskugosið.

  • Við erum að tala líklega um miklu stærra gos - en Eyjafjallajökulsgosið.
  1. Það gætu verið milljón manns á landinu.
  2. Keflavík - gæti lokast.

Það mundi fara eftir vindátt, í hvaða átt öskuskýið berst.

  1. Síðan gæti annað gerst, að þó Keflavík sé ekki lokuð.
  2. Að eins og í Eyjafjallajökulsgosinu, sé ekki hægt að fljúga frá Íslandi til Evrópu.
  • Við gætum því verið með -- hundruðir þúsunda strandaglópa.

Að klára peningana sína - sem þyrftu aðstoð, af þessa völdum.
Fyrir utan að ferðamennirnir - eðlilega eru ekki hugarfarslega undirbúnir fyrir, öskufall.

--Það gæti verið mikið um -- áfallastreyturöskun.
--Og þörf fyrir, áfallahjálp - umfram þ.s. Ísland hefur tekist á við fram til þessa.

Spurning um áhrif á framtíða ferðamennsku - en Ísland hefur verið í tísku, ef hundruðir þúsunda ferðamanna fara frá Íslandi --> Haldnir áfallastreyturöskun, gæti það alveg skaðað ferðamennskuna.

  • Ef Ísland fær á sig orðspor, að vera hættulegt land?

En orðspor fer gjarnan frekar eftir - upplifun, en nákvæmum staðreyndum máls!

 

Niðurstaða

Ef einhver þekkir til um það, að hvaða leiti viðbúnaður Almannavarna hefur verið uppfærður í ljósi gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna -- væri ágætt að sá eða sú, mundi koma með innlit.
En hin gríðarlega hraða fjölgun, gæti alveg verið umfram þá uppbyggingu sem er til staðar.
Á við, að viðbúnaður hafi ekki náð að fylgja þessari miklu fjölgun.

En væntanlega þarf að - skala upp viðbúnað í ljósi gríðarlegrar fjölgunar fólks sem getur verið til staðar á landinu, næst þegar Katla gýs.
--Það gæti vel gerst nk. sumar - um hábjargræðistímann.
En síð sumars er kannski ekki ósennilegt, en snjóbráð léttir fargi af jöklum og gæti aukið líkur á tímasetningu goss í júlí eða ágúst nk.

Þá gætu öll met um fjölda fólks á landinu verið að falla á sama tíma.
--M.ö.o. nokkurs konar fullkominn stormur fyrir okkar - Almannavarnir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband