Trump ætlar að gefa út nýja ferðabanns tilskipun fyrir ríkisborgara: Íraks, Sýrlands, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Yemen

Það sem virðist athyglisvert við hina fyrirhuguðu nýju tilskipun!
Að lærdómur er tekinn af mistökum við þá hina fyrri.

  1. Hún verður gefinn út með 2-ja vikna fyrirvara.
  2. Þannig að hún gildir þá, frá útgáfudegi - ekki fyrir þá sem fá gilda pappíra til Bandaríkjanna - innan þess tíma frá útgáfudegi.
  3. Það veitir einnig starfsmönnum útlendinga-eftirlits Bandaríkjanna, tíma til að undirbúa daginn - er hún formlega tekur gildi.
  4. Síðan mun hún ekki gilda fyrir "Green Card" hafa - þ.e. útlendinga með varanlegt búsetuleyfi sem eru enn ríkisborgarar landanna 7.

New U.S. travel ban to spare green card holders: Trump official

 

Málatilbúnaðurinn hefur samt marga af sömu göllunum og áður!

  1. T.d. hafa Bandaríkin - nána samvinnu við bráðabirgðastjórn Líbýu, og stjórnina í Mogadishu í Sómalíu - sem sannarlega ræður ekki öllu landinu langt í frá.
    --En Bandaríkin hafa aðstoðað þó þær ríkisstjórnir báðar, í baráttu við margvískonar - illþýði.
    --Mér virðist þar af leiðandi, það ekki beinlínis vera góð laun fyrir samstarfið.
    Nýlega t.d. tók bráðabirgðastjórn Líbýu - Sirte af ISIS, naut þar aðstoðar bandaríska flughersins.
    Hvernig ætlar Trump að viðhalda samvinnu stjórnina í Tripoli?
    Eða stjórnina Mogadishu?
    ::Stundum er sagt að laun heimsins séu vanþakklæti.
  2. Síðan virðist mér enn - skorta öll raunverulega haldbær rök fyrir þessari tilskipun, sem sögð er til að vernda bandaríska borgara.
    --En ekki eitt einasta hryðjuverk sl. 30 ár a.m.k. hefur verið framið innan Bandaríkjanna, af borgurum þessara 7 - landa.
    M.ö.o. er erfitt að sjá, að neyðarástand slíkt sé til staðar í innra öryggismálum Bandaríkjanna gagnvart þessum tilteknu löndum, að það sé raunverulega þörf á slíku úrræði -- sem algerri lokun á komur frá þessum löndum.
    Þar sem að, alger skortur á tilvikum, af því tagi sem væntanlega á að vernda bandaríska borgara gagnvart -- bendi einmitt til þess, að það eftirlitskerfi með komum fólks frá þessum löndum, sem þegar er til staðar --> Einfaldlega virki.
  3. Síðan ef maður tekur Íran fyrir sérstaklega - þá eru virkilega alls engin haldbær rök yfirhöfuð til staðar sem ég kem auga á.
    En Íranir hafi aldrei nokkru sinni framið hryðjuverk innan Bandaríkjanna.
    Og ekkert sérstakt bendi til þess að það sé líklegt.
    --Nema auðvitað að Trump fyrirhugi stríð gegn Íran.

Einhverjir hafa bent á það að Bandaríkjamenn hafi fallið í árás sérsveitar í Yemen.
Það hafi verið gerð árás á bandarískt herskip fyrir ströndum Yemen.

  1. Ég bendi á móti á, að það féll mikill fjöldi Bandaríkjamanna í Afganistan - aldrei kom til álita, ekki einu sinni í tíð Bush stjórnarinnar, að loka algerlega á komur frá Afganistan.
  2. Sama gildi um Írak á sínum tíma - að í tíð Bush var heilmikið bandarískt mannfall þar án þess að nokkru sinni væri alvarlega íhugað - að alfarið loka á komur frá því landi.

--Ég hafna því alfarið sem "irrelevant" ábendingum þess efnis, að lokun á Íran sé - rökrétt hefnd fyrir það að örfáir Bandarískir sérsveitarmenn féllu nýlega í árás í Yemen.
--Hafið í huga, í átökum -- ekki við aðila sem Íran styrkir.
Heldur átökum við -- ISIS.

Einhverjir bandarískir hægri menn - virðast ekki geta gert greinarmun á ISIS og aðilum sem eru á allt öðru svæði innan Yemen -- sem ráða þar verulegu landsvæði, og Íran styður.

  • Sannarlega var gerð eldflaugaárás á bandarískt herskið - án tjóns skilst mér á skipi eða mönnum - af aðilum er líklega tilheyra Houthi fylkingunni, sem Íran styður.

Mér m.ö.o. virðist slíkar ábendingar - skorta veruleikatengingu.
--En það eru engar beinar sannanir fyrir því, að Íran - stjórni Houthi fylkingunni.

 

Ætli nýtt ferðabann - fái einnig á sig lögbann?

Góð spurning -- a.m.k. virðist fela í hinni nýju, ath, fyrirhuguðu aðgerð - ekki enn formlega ákveðin, svo það er ekki enn algerlega öruggt að af þessu verði.

Ákveðin viðurkenning á þeirri gagnrýni - sem fyrra ferðabann hefur orðið fyrir.

  1. Nú skal Innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna, fyrirfram fá aðvörun og 2ja vikna undirbúningstíma -- í stað þess að banni sé skellt á starfsmenn þess, án nokkurrar aðvörunar eða kynningar, þannig að þeir sem eiga að framfylgja skipuninni - séu úti á þekju.
  2. Fólk með varanlegt dvalarleyfi, en þó ríkisborgarar landanna 7, eru undanskildir -- en svo var ekki í fyrra skiptið; sem leiddi til nokkurra lögbanna - enda fólk með varanlegan búseturétt með lögvarðan rétt skv. bandar. lögum.

En enn virðist þó ferðabannið - í besta falli á mjög gráu svæði.

  1. En það bannar eftir allt saman, ef nýja tilskipunin verður gefin út, aftur sömu 7-lönd.
    --En skv. endurskoðun Innflytjendalaga Bandar. frá 1965, er bannað að mismuna innflytjendum skv þjóðerni.
  2. Þetta eru einnig, allt múslimalönd.
    --En einnig skv. 1965 lögunum, er bannað að mismuna skv. trú.

Fljótt á litið virðist blasa við.
-Að sennilega mundi ný tilskipun verða kærð.

Sem brot á lögunum frá 1965, sbr. að tilskipunin brjóti bann við mismunun skv. þjóðerni, og sé mismunun vegna trúarbragða.

Væntanlega yrði sömu vörnum haldið fram á móti - að rangt sé að tilgangurinn sé að mismuna skv. þjóðerni eða skv. trú.

Og það væntanlega verða dómstólar sem þurfa að skera úr um það - hvort svo er í þeim tilvikum eða ekki.

 

Niðurstaða

Mér virðist nú ljóst, að ríkisstjórn Trumps viðurkenni að útgáfa fyrri ferðabanns tilskipunarinnar á löndin 7-hafi verið klúður. En að hvaða leiti ný tilskipun skal virka með öðrum hætti, skv. frétt - virðist mér augljós viðurkenning á - klúðri.

Hinn bóginn á sama tíma, þá sé ég ekki að tilskipunin hafi rökréttan tilgang.
En þó hún sé sögð vera nauðsynleg vegna innra öryggis Bandaríkjanna.
Virðist sú þörf, einfaldlega ekki studd nokkrum hinum minnstu raungögnum.

--Trump og Co. munu samt halda því blákalt fram að þetta sé nauðsynlegt.
Þó þeir geti ekki bent á eitt einasta tilvik til sönnunar.

  1. Það er eiginlega það atriði, sem er veikasti hlekkurinn í þessu.
  2. Og veikir þar af leiðandi, þeirra mótbárur að -- tilgangurinn sé ekki sá að mismuna íbúum þessara 7 landa, annaðhvort vegna trúar sinnar eða vegna þjóðernis þeirra.

En þegar ekki er unnt að sýna fram á - þörf.
Þá fellur augljóslega fullyrðingin - að þetta sé gert til þess að gæta innra öryggis.

Þá þarf að leita í aðrar skýringa.
--M.ö.o. að það sé erfitt að forðast þær skýringar sem gagnrýnendur halda á lofti.

Þó Trump-istar fullyrði að það sé ósanngjarnt - þá virðist mér það sanngjörn niðurstaða, að það sé sennilegasta skýringin; að um sé að ræða mismunun af öðru hvoru tagi þ.e. vegna þjóðernis eða trúar.
--M.ö.o. að dómstólar ættur rökrétt að setja lögbanna á þessa tilskipun einnig, skv. mínu mati.
Og síðan væri rökrétt að er málið færi alla leið á æðsta dómstig, að slík tilskipun væri dæmd ómerk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samkvæmt mínu mati; NEI.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2017 kl. 07:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Byggt á hvaða rökum?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.2.2017 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband