Í augnablikinu - virðist gervöll utanríkisstefna Bandaríkjanna, lömuð!
- En nýlega, rak Trump skv. fréttum - alla háttsetta yfirmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eða State-department.
--Ekki hafi unnist tími til að ráða nýja.
Stendur sennilega í samhengi við, gagnrýni sem barst frá starfsliði ráðuneytisins - sem sennilega Trump mislíkaði. Ef marka má fréttir, neituðu yfirmenn ráðuneytisins - að reka gagnrýnendurnar, því þeir hafi - ekki brotið starfsreglur ráðuneytisins, fyrir utan að gagnrýni starfsmanna hafi verið birt á sérstökum umræðuvef, sem ráðuneytið heimili starfsmönnum að nota, sem sé lokaður utanaðkomandi - en starfsmönnum hafi verið heimilað að stunda fremur opin tjáskipti um málefni líðandi stundar. - Tillerson, rétt búinn að formlega taka yfir -- hafi ekki enn haft tíma til að ráða sér, næstráðanda þ.e. ráðuneytisstjóra -- hvað þá fylla í skörð yfirmanna sviða, sem Trump hafi snögglega rekið í sl. viku.
- Skrifstofa -Þjóðaröryggisráðgjafans- hafi hlaupið í skarðið, rétt á meðan, t.d. hafi skrifstofa Flynn verið að undirbúa opinbera heimsókn Netanyahu síðar í vikunni - en nú sé það embætti einnig lamað í augnablikinu.
--En talið sé að þeir sem Flynn hafi ráðið - aðilar sem hann þekkti, muni fylgja honum út.
Eftir sé að hefja nýtt ráðningarferli á - ÞjóðaöÖryggisráðgjafa fyrir Hvíta-húsið.
Þannig að það embætti, verði - lítt eða ekki virkt um þó nokkurn tíma.
--Á sama tíma, muni það taka Tillerson - nokkurn tíma, að yfirfara umsóknir fyrir nýja yfirmenn sviða, eftir að hann hefur ráðið - persónulega aðstoðarmenn og nýjan ráðuneytisstjóra.
--Þannig að óhætt sé að segja - töluvert kaos ríki nú hjá Trump - er kemur að utanríkismálum.
Brotthvarf Flynn hefur þó vakið nýjar spurningar!
En það er töluvert vinsæl vangavelta að hann hafi tekið fallið fyrir Trump!
Flynn departure erupts into a full-blown crisis for the Trump White House
Trump knew for weeks that aide was being misleading over Russia: White House
Það áhugaverða er - að Trump virðist hafa vitað um ósannsögli Flynn - áður en Trump var formlega svarinn til embættis forseta.
--Þar með, áður en Flynn var formlega veitt embætti - Þjóðaröryggisráðgjafa.
Nú er spurningum beint að ríkisstjórninni - frá einstökum þingmönnum Bandaríkjaþings.
--Hvað vissi Trump - og hvenær?
- En símtal Flynn og Sergey Kislyak - sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, vekur töluverða furðu, svo vægt sé til orða tekið, sbr:
Hes got to know that the Russian side of the calls are covered. What did he think was going to happen? the ex-FBI official said. Everybody in the bureau was like, this guys got to be out of his frickin mind. - Síðan virðist símtalið - hafa verið hlerað af a.m.k. einni af leynistofnunum Bandaríkjanna.
--Vart hefði það átt að koma Flynn á óvart, með margra ára reynslu af leynistörfum og verið yfirmaður á því sviði, að það gæti verið að bandarísk leynistofnun mundi hlera símasamskipti við sendiherra Rússlands.
--Að auki var Hvíta-húsinu send skilaboð skömmu eftir embættistökuna - að Flynn gæti átt á hættu "blackmail" frá Rússlandi.
En að sjálfsögðu er slíkt samtal -- hljóðritað af starfsmönnum sendiráðsins.
Þetta hafi skapað vangaveltur um það - að Flynn hafi verið að þessu, fyrir Trump.
- Einhverjir hafa jafnvel drauma um það - að hægt væri að fá Flynn til þess að vitna gegn Trump, í "impeachment proceedings."
-------------------Þó þetta séu sennilega frekar draumar en líklegur raunveruleiki!
Þá eru háværar kröfur í þinginu að rannsaka mál Flynns - nánar!
Það auðvitað getur skapað nýja vinkla á málið.
Ef Trump tengist málinu að ainhverju öðru leiti.
Niðurstaða
Ég man ekki eftir erfiðari byrjun hjá nokkrum nýjum forseta - þ.e. 2-vikur rúmar í embætti. Það sé vöknuð umræða um - hugsanlegan stórskandal, vegna gruns um tengsl Trumps og Flynn - séu meiri en viðurkennt hafi verið fram til þessa. Og Trump er í alvarlegri deilu við bandaríska dómstóla, sem 2 mikilvæg fylki reka gegn ríkisstjórninni.
--Ég hef velt fyrir mér möguleikanum á því að þingið kæri forsetann.
En sjálfsagt þarf meira að gerast, áður en Repúblikanar á þingi fara að styðja slíka hluti.
En hver veit, ef það koma fram upplýsingar - sem benda til þess, að Flynn hafi haft samskipti við sendiherra Rússa -- fyrir Donald Trump, en samskiptin fóru fram eftir forsetakosningarnar þ.e. í desember 2016. Þegar Flynn var þegar orðinn líklegastur sem Þjóðaröryggisráðgjafi.
--En málið er - hvað var rætt.
En umræðurnar snerust um refsiaðgerðirnar gagnvart Rússlandi, og nær ekkert annað.
Og skv. fréttum, lét Flynn í það skýna - að staðan mundi breytast verulega á næstunni Rússum í hag.
Ef Trump vissi af þessu á þeim tíma - gæti það vel gerst að einhverjum Repúblikönum, hætti að lítast á blikuna varðandi tengls Trumps við stjórnvöld í Rússlandi.
--En það þarf ekki nema hluti þingmanna Repúblikana að snúast gegn Trump.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óttalegt grufl er þetta á þér, maður!
Jón Valur Jensson, 15.2.2017 kl. 04:45
Jón Valur, ef það kemur í ljós að fólk nærri Trump hafi verið að plotta með ríkisstj. Pútíns - fyrir embættistökuna, jafnvel fyrir kosningar.
--Þá raunverulega gæti slíkt mál leitt til -- "impeachment."
En Repúblikanar eru flestir þjóðernis-sinnaðir.
Ekki nema hluti þeirra þjóðernissinnuðu Repúblikana -- á línunni hans Trumps.
Þvert á móti líti sennilega meirihluti Repúblikana flokksins á Rússland öðrum augum en Trump gerir.
Sem virðist horfa á mál algerlega frá sjónarmiði - "clash of civilizations."
Með þá hugmynd í huga, að Rússland standi mun nær vestrænum hefðum en - tiltekin Asíulönd eða Mið-austurlönd.
En flestir Repúblikanar hafi ekki þá sýn á heiminn.
--Líti málin frekar á þann veg, að Rússland sé - hættulegur keppinautur.
Og ein helsta ógnin fyrir Bandaríkin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.2.2017 kl. 12:32
OK, OK. En mér lízt þó betur á skrif Gunnars Rögnvaldssonar um málið.
Jón Valur Jensson, 15.2.2017 kl. 13:25
Jón, þessi skýring gengur ekki upp - 1)Símtalið á sér stað á sl. ári. 2)Þá er Trump "president elect" en tekur ekki við embætti fyrr en undir lok janúar sl. 3)Flynn er einungis - "private citizen" á þessum punkti.
Ef ekkert var að athuga við málið - af hverju er Flynn rekinn? Þar var vegna þess, að öfugt við það sem Gunnar segir -- að um sé að ræða dæmigert ferli rétt áður en ríkisstjórn taki formlega við.
Það sé aftur á móti - ólöglegt fyrir forseta, áður en hann tekur við embætti.
Hvað þá "private citizen" að -- að ræða með leynd við lönd --> Sem Bandaríkin hafa við, óvinveitt samskipti.
---------
Málið er - að ef Trump framkvæmdi leynilegan samning við Pútín - áður en hann varð forseti.
En í versta falli er það "treason."
--Það fari eftir því - hvað var plottað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2017 kl. 02:34
Þorsteinn, hvernig getur það verið að CIA sé að búa þetta allt til.
Þegar Trump hefur ekki enn - gert nokkra tilraun til að þræta fyrir það að Flynn hafi raunverulega átt þetta símtal.
Og að auki ekki heldur þrætt fyrir þau efnisatriði þess - sem lekið hafa.
Augljóslega getur hann ekki þrætt fyrir það.
Því þá leka örugglega - upptökur af því.
Það viti Trump.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2017 kl. 02:36
Jón, ég velti fyrir mér hvort þú áttir þig á að þú varst sennilega að taka óbeint undir að Trump hafi líklega fyrirfram vitað af þessum samskiptum.
--En þú átt einungis samskipti leynileg eða opinber.
--Við óvinaþjóðir Bandaríkjann - eftir embættistöku.
Ekki fyrir! Þá hafir þú ekki til þess, rétt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2017 kl. 02:42
Jón, það síðasta sé mikilvægt atriði - því þingið þarf ekki annað en að -sanna- á Trump lögbrot, til að geta vikið honum frá embætti - sérstaklega ef um sannað vísvitandi lögbrot er að ræða.
--En það að samskiptin umræddu - voru leynileg, bendi til þess að ef Trump tók þátt í því að hann hafi vitað að svo væri á þeim tímapunkti.
Þá geta þeir framkv. "impeachment" á þeim grunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.2.2017 kl. 02:44
Sæll, ágæti Einar Björn. Þú ert alltaf að ávarpa mig hér, en mér finnst ég varla hafa sagt neitt af viti nema urra svolítið á þig!
Lifðu heill.
Jón Valur Jensson, 21.2.2017 kl. 04:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning