Trump virðist ætla að fara með silkihönskum um Kanada, meðan hann virðist planleggja að gera miklar breytingar á viðskiptum við Mexíkó

Trump og þeir innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem horfa á viðskipti sömu augum - miða allt frá viðskiptajöfnuðinum við einstök önnur lönd.
--M.ö.o. sé það sönnun þess að viðskiptin séu -ósanngjörn- það eitt, ef viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður Bandaríkjunum.

  1. En málið er að viðskiptajöfnuður Mexíkó við Bandaríkin, er óhagstæður Bandaríkjunum, fyrir þá ástæðu einna helst -- að laun eru til muna lægri í Mexíkó.
  2. Enginn munur er á -- viðskiptaumhverfi eða viðskiptareglum innan NAFTA.
  3. Sömur reglur fyrir löndin 3.

Þannig að ef Trump segir -- viðskiptin sanngjörn við Kanada.
En ósanngjörn við Mexíkó.

Sé ég ekki hvað annað hann starir á -- en launabilið milli landanna!
--Það væri ný sýn.
--Að kalla fátækt viðskipta-hindrun, eða krefjast þess - að auðugri lönd, hafi -toll- til að þurrka upp, launamun!

  • Slík sýn er að sjálfsögðu ekki alþjóðlega viðurkennd!
    --Að auðugri lönd - hafi réttmæta kröfu um tollmúra.
    --Gagnvart löndum, með lægri laun.

Ég sé ekki - að launa-lág lönd, hefðu samúð með slíkri kröfu í alþjóðaumhverfinu.
--Að gera tilraun til að, sækja fram með þannig kröfu.
--Líklega leiddi til viðskiptastríðs.
Og viðsnúning heimsviðskipta - aftur bak við, háa tollmúra!

Það getur ekki verið nokkur vafi - að slíkt leiddi til verulegrar aukningar fátæktar heiminn vítt.
Þar sem engin leið væri að forða, heimskreppu - ef hnattrænt viðskiptastríð mundi fara af stað.

Að sjálfsögðu mundi útkoman einnig leiða til lægri kjara í ríkari löndunum.
Fullkomin endurtekning á því hvað gerðist á 4. áratug 20. aldar.
Síðast er tollmúra-stefnu var framfylgt af Bandaríkjaforseta -- þ.e. Herbert Hoover.

  • Útkoma - efnahagslegt sjálfsmorð Bandaríkjanna sjálfra!

"Smoot–Hawley Tariff Act:US imports decreased 66% from $4.4 billion (1929) to $1.5 billion (1933), and exports decreased 61% from $5.4 billion to $2.1 billion. GNP fell from $103.1 billion in 1929 to $75.8 billion in 1931 and bottomed out at $55.6 billion in 1933.[18] Imports from Europe decreased from a 1929 high of $1.3 billion to just $390 million during 1932, while US exports to Europe decreased from $2.3 billion in 1929 to $784 million in 1932. Overall, world trade decreased by some 66% between 1929 and 1934.[19]"

Takið eftir - að bandaríska hagkerfið nærri helmingast - þ.e. minnkar um nærri helming.
--Þetta verður að teljast - mesta efnahagshrap af völdum rangrar efnahagsstefnu, sennilega í sögu Bandaríkjanna.
--Er hvers vegna rúmum 80 árum síðar, enn er litið á Hoover sem misheppnaðan forseta.

Trump expects only 'tweaking' of trade relationship with Canada

http://www.map-of-north-america.us/north-america-map.gif

Sannast sagna hef ég enga samúð með afstöðu Trumps þegar kemur að alþjóða-viðskiptum, eða viðskiptum ríkja á milli -- tel hans afstöðu einfaldlega löngu úrelta.
Hann sé að vekja upp -forneskju- hreinlega, með því að endurvekja -- nærri 90 ára gamla stefnu.
Sem fyrir tæpum 90 árum - leiddi til mestu efnahagshörmunga sem Bandaríkin gengu sennilega í gegnum sl. 100 ár a.m.k.

Mér er fyrirmunað að sjá, að ef stefna sú sem innleidd var af Hoover, væri í megin atriðum endurtekin!
--Að útkoman væri önnur í dag en fyrir tæpum 90 árum.

Einmitt rökrétt að útkoman endurtaki sig.
--Ef maður gefur sér það, að Trump takist að hrinda stefnunni af stað -- þ.e. alþjóðlegu viðskiptastríði.

 

Niðurstaða

Trump virðist enn halda að hann hafi öll spilin á hendi, í samhengi NAFTA. En þó svo hann virðist ekki fyrirhuga viðskiptastríð við Kanada.
Þá væri viðskiptastríð til mikilla muna skaðlegra fyrir bandarískan efnahag, en hann virðist halda.
En sl. 25 ár eða þar um bil, hafa hagkerfin bundist mjög nánum böndum.
T.d. er sennilegt að bifreið framleidd í Bandaríkjunum, hafi íhlut framleiddan í Mexíkó. Þ.s. fyrirtækin reka sig beggja vegna landamæra - þá hefur myndast flókið net, þ.s. starfsemin blandast þvers og kruss milli landamæranna.

--Tjón væri meira Mexíkó megin.
En alls ekki - smávægilegt innan Bandaríkjanna.
M.ö.o. að það mundu tapast störf í Bandaríkjunum einnig.

Því fleiri lönd sem Trump hefur viðskiptaátök við -- því stærri neikvæð áhrif á bandar. hagkerfi.
--Þá vex hagkerfis-tjónið fyrir Bandaríkin, eftir því sem löndum sem mundu leggja -hefndartolla- á móti -Trump tollum- fjölgar.

Þá einfaldlega fer af stað -- rennibraut fyrir hagkerfið í Bandaríkjunum, og heimshagkerfið samtímis.
--Sagan mun ekki þakka Trump, fremur en hún hefur fram að þessu - þakkað Hoover forseta.

Trump hefur engan skilning algerlega örugglega á því, hversu fyrirlitinn hann mundi verða í augum komandi kynslóða!
--Hann þarf ekki þó annað að gera, en að máta sig við - Hoover forseta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 856020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband