Norður Kórea - réttir fram fingurinn til Donalds Trump

Það vakti athygli um helgina er N-Kórea framkvæmdi enn eitt eldflaugaskot. En þetta er fyrsta slíkt síðan Trump tók formlega við.
--Rétt að taka fram, að þetta var svokölluð -- skammdræg flaug.
En Trump tjáði sig skömmu fyrir embættistöku, er honum var sagt að N-Kórea væri að þróa langdrægar flaugar sem mundu geta náð til Bandaríkjanna: "It won’t happen!"
--Þannig séð, er Trump ekki - ómerkur sinna orða!
Því þetta var ekki tilraunaskot á eldflaug af þesskonar gerð!

  • Það verður samt að líta svo á, að N-Kórea sé samt sem áður -- að rétta upp fingurinn.

Few good options in Trump arsenal to counter defiant North Korea

North Korea says new nuclear-capable missile test successful

North Korea tests ballistic missile; U.S. to avoid escalation

North Korea tests Trump with missile launch

Bendi einnig á umfjöllun mína frá 3/1 sl:

Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna

https://www.sciencenews.org/sites/default/files/2016/01/main/blogposts/010616_ts_NKorea_map_free.jpg

Athygli vekur við viðbrögð stjórnvalda í Washington, er hve þau eru dæmigerð!

Sbr. talað um að standa með Japan og S-Kóreu.
Talað um að ræða málin við Kína.
Og auðvitað - vangaveltur um nýjar refsiaðgerðir.

Nánast eins og - Obama væri enn við völd!

Ákveðinn húmor að íhuga það, en Trump t.d. gagnrýndi Obama fyrir slæglega meðferð á N-Kóreu.

  • En eins og ég benti á í janúar -- þá er í reynd ekkert sem Trump getur gert.
    --Sem hefði eitthvað að nálgast, ásættanlega áhættu.
  1. Kóreustríðinu lauk með vopnahléi - aldrei saminn formlegur friður. Sem þíðir, að allt og sumt sem þarf til að starta því að nýju - að herirnir fari að skjóta.
    --Hafandi í huga að N-Kórea hefur mikið af stórskotaliði í færi við Seoul.
    Þíddi líklega árásir á skotmörk í N-Kóreu, nánast tafarlausa stórfellda eyðileggingu innan borgarmarka höfuðsstaðar S-Kóreu.
  2. Síðan væri engin leið að útiloka, að Kim Jong-un mundi fyrirskipa að skjóta öllum sínum eldflaugum - í einu. Um leið og það fréttist, að bandarískur flugher væri að reyna að eyðileggja þær.
    --Þ.s. þær eru á "mobile launchers" þá væri erfitt að algerlega tryggja, að þær væru allar eyðilagðar - áður en einhver eða einhverjar flaugar kæmust í loftið.
    --Það þarf ekki nema ein sprengja að hitta borg - til þess að drepa mikinn fjölda í S-Kóreu eða Japan.
  3. Svo eins og kortið sýnir vel, er það stutt yfir til Kína - að óhagstæðir vindar gætu borið geyslavirk ský yfir - og eitrað landsvæði þar í landi.
    --Án vafa væri Kínverjum ekki skemmt.
  4. Eða geislavirk ský, gætu borist til Japan - gert það sama þar.

Þá er auðvitað það litla vandamál - hver á að stjórna N-Kóreu, ef landið leggst á hliðina?
En slík yfirtaka - mundi án nokkurs vafa, kosta óskaplegar upphæðir.

 

Niðurstaða

Miðað við það hvað lítið raunverulega er hægt að gera -- var ekki að furða að viðbrögð Trumps væru ekki sérlega mikil, sbr:
"I just want everybody to understand, and fully know, that the United States of America is behind Japan, our great ally, 100 percent,"
Reikna með því, að hann hafi meint -- S-Kóreu einnig!
--Einfaldlega gleymt að nefna það land!
En skv. fréttum var S-Kóreu mönnum ekki skemmt!

--Kannski ætti einhver að hans aðstoðarmönnum, að sína honum -- landakort.
Áður en hann opnar muninn næst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband