Trump virðist hafa hætt við að ögra Kína með Tævan eða deilum um S-Kína-haf, segist nú styðja "Eitt Kína" stefnuna!

Þetta er sennilega merkilegasta frétt vikunnar!
-En rétt fyrir embættistöku Trumps og fyrstu dagana á eftir - var hávær umræða á þann veg úr röðum hópsins í kringum Trump, að viðkvæmni Kína gagnvart málefnum Tævan -- gæti verið hentug hótun í því skyni að þvinga hugsanlega Kína til eftirgjafar á öðrum vettvangi.
-Það var einnig hávær umræða á þann veg, að það þyrfti að mæta Kína með ákveðnum hætti á S-Kína hafi, stöðva uppbyggingu herstöðva Kína þar og notkun Kína á þeim hersvtöðum þar sem Kína þegar hefur reist, auk þess að sýna Kína fram á að Kína ætti ekki roð í bandaríska flotann!
-Með í för var hávær umræða - um vaxandi hættu af Kína, hratt vaxandi herstyrk Kína - meintan eða raunveruleg ógn frá Kína fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu - o.s.frv.

Valdi þessa samsettu mynd - er sýnir Trump og Xi ánægða með lífið og tilveruna!

https://www.hongkongfp.com/wp-content/uploads/2016/11/POWERPNT_2016-11-14_16-53-49.png

En nú er eins og Trump hafi fallið frá því að sækja að Kína með þessum hætti!

  1. Þetta er mikilvægt, því hótun um - stuðning við hugsanlega sjálfstæðisyfirlýsingu Tævan, hefði án nokkurs vafa, þegar í stað - ræst nýtt Kalt-stríð.
    --Tævan málið hefði einnig getað startað öryggiskrísu, eins hættulegri og Kúpu deilunni.
  2. Varðandi S-Kína-haf, að ef Bandaríkin hefðu mætt þar með heilu flugmóðurskipadeildirnar, en erfitt að sjá að minna hefði getað dugað, þá hefði það án lítils vafa getað ræst ákaflega hættulegt öryggisástand.
    --Sem einnig hefði getað leitt til vopnaðra átaka milli Kína og Bandaríkjanna!

--Trump virðist hafa fallið frá þessum - afar hættulegu hugmyndum, innan ráðgjafa hóps síns.

Trump backs ‘One China’ policy in first presidential call with Xi

Trump changes tack, backs 'one China' policy in call with Xi

Rökrétt ályktun virðist mér sú!
Að Trump hafi ákveðið að einbeita sér að - viðskiptadeilunni við Kína.

  1. En vandinn við að -- þrýsta á Kína með Tævan.
  2. Eða senda öflugan bandarískan flota inn á S-Kína haf, og ógna uppbyggingu Kína þar.

--Að um leið og deilan við Kína, hefði þróast í alvarlega öryggiskrísu.
--Hefði viðskiptadeilan - fallið í skugga, fullkomlega óhjákvæmilega.

  • Viðskiptadeilan <--> Hefði þá orðið gísl <--> Öryggiskrísunnar.

Megin afleiðing hefði getað orðið: Að ræsa nýtt Kalt-stríð við Kína. En án þess að ná nokkru fram af þeim - markmiðum á viðskiptasviðinu, sem Trump hefur einnig verið að tala um.

Hvort að Trump áttaði sig á þessu - að þetta væri ekki rétta leiðin!
Eða að honum var lokum bent á það, t.d. af ráðgjöfum hans varðandi viðskiptamál, að það gæti verið ósnjallt - að gera viðskiptadeilu að gísl deilu um öryggismál.
--Get ég ekkert sagt um!

A.m.k. sé það klárt - að það sé ákaflega mikilvæg ákvörðun Trumps.
Að hafna þeim hugmyndum - um nálgun að Kína, sem hefði án lítils vafa framkallað mjög hættulega hernaðarspennu gagnvart Kína.

Trump getur þá raunverulega -- einbeitt sér að viðskiptadeilunni!
--Eftir að hafa náð því, að öryggiskrísa mundi einungis skemma fyrir.

 

Niðurstaða

Eitt stórt -hjúkki- þegar ég frétti það, að Trump virðist hafa hafnað hugmyndum sumra ráðgjafa sinna, sem ráðlögðu að sækja að Kína með hætti - sem ég var fullkomlega öruggur um að mundi framkalla hernaðarspennu Bandaríkjanna við Kína - og mjög líklega Kalt-stríð þeirra á milli.

Í stað þess að stefna beint og nær milliliðalaust á hernaðarspennu við Kína - virðist Trump ætla að einbeita sér að því að ræða breytingar á viðskiptum Bandaríkjanna og Kína.
--Bendi þó á, að viðskiptadeila Bandaríkjanna við Kína, að ef hún fer í alvarlegan baklás - þ.e. viðskiptastríð.
--Þá getur hún einnig leitt til nýs Kalds-stríðs.

En a.m.k. er sú útkoma ekki nærri fullkomlega örugg.
Eins og hefði verið - ef Trump hefði fylgt ráðum róttækustu-Kína andstæðinganna meðal síns ráðgjafa hóps.

A.m.k. þarf viðskiptadeila ekki að enda með þeim hætti.
--Viðskiptadeila getur endað með samkomulagi, án frekari átaka.

Þá væntanlega - þurfa báðir aðilar þ.e. Trump líka, að bakka frá sínum ýtrustu markmiðum.
--Það reyni þá á það hvort Trump hafi - dyplómatíska hæfileika yfir höfuð, en þeir hafa ekki sérdeilis verið áberandi fram að þessu.

A.m.k. óþarfi að spá því að viðskiptadeila Trump starti Köldu-stríði.
Þó sú útkoma sé a.m.k. hugsanleg.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband