10.2.2017 | 02:15
Trump virðist hafa tapað áfrýjun lögbanns á tilskipun Trumps um bann á þegna 7 ríkja - Trump ætlar greinilega að afrýja á næsta dómstig
Skv. fréttum var afgreiðsla dómaranna í "Ninth US Circuit Court of Appeals" - mótatkvæðislaus.
--Niðurstaðan að auki virðist skýr.
Viðbrögð Trumps voru fyrirsjáanleg:
"Trump tweeted: "SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!""
En það er einmitt hvað honum hefur ekki tekist að sýna fram á!
--Að innra öryggi sé ógnað, ef bannið nær ekki fram að ganga.
Ninth US Circuit Court of Appeals: (W)e hold that the Government has not shown a likelihood of success on the merits of its appeal, nor has it shown that failure to enter a stay would cause irreparable injury, and we therefore deny its emergency motion for a stay.
Með öðrum orðum, gátu dómararnir 3-ekki komið auga á að ríkisstjórnin hefði sýnt fram á, að slíkt hættuástand væri til staðar varðandi innra öryggi Bandaríkjanna - að ef krafa ríkisstjórnarinnar um tafarlausa frávísun næði ekki fram að ganga, mundi þar með skapast umtalsverð ógn fyrir almenning innan Bandaríkjanna.
Dómararnir virðast einnig ekki hafa sannfærst um ágæti rökstuðnings ríkisstjórnarinnar - fyrir kröfu um frávísun málflutnings tveggja fylkja gegn ríkisstjórninni.
- Mér virðist þar með, dómararnir ekki vera sannfærðir um það - að þörf væri fyrir tafarlaust bann á borgara landanna - 7, skv. tilskipun Trumps.
- Né sannfærðir um það, að þær aðferðir notaðar eru við skoðun og mat á þeim sem vilja koma til landsins, séu augljóslega ófullnægjandi - þar með starfsfólk útlendingaeftirlitsins ófært um að vernda borgara landsins skv. þeim ferlum er voru starfandi.
US appeals court denies Trump bid to lift travel-ban freeze
In setback for Trump, U.S. judges reject travel ban
Tvít Trumps - bendir bersýnilega til þess, að Trump ætli sér að halda áfram með málið upp á næsta dómstig.
Niðurstaða
Mín skoðun er að málið allt, sé eitt samfellt risaklúður Trumps og Co. En eins og fólk ætti að vita, þá var tilskipun Trumps - sett fram án þess að hafa þær stofnanir sem áttu að framfylgja henni með í ráðum, og þar með var alfarið látið vera að - vara þá starfsmenn við eða kynna málið fyrirfram fyrir þeim, eða undirbúa framkvæmd hennar að nokkru hinu minnsta leiti.
--Að auki virðist ákvörðun hafa verið tekin af þröngum hópi, þ.e. Bannon - Trump og þeirra nánasta klíku. Sumir ráðherrar hafi ekki einu sinni fengið að vita af málinu - þar með sá ráðherra, sem hafi innflytjendamál á sinni könnu -- svo sérkennilegt sem það er.
Réttast væri að Trump mundi draga tilskipunina til baka.
Síðan gæti hann undirbúið nýja tilskipun - lagfært gallana á þeirri sem hann lagði fram.
Og í þetta sinn, haft sérfræðinga Útlendingamála - með í ráðum.
En sjálfsagt er góð stjórnsýsla -- óhugsandi fyrir þessa ríkisstjórn.
--Sem virðist þeirrar skoðunar, að liðið í Washington - vinni gegn eigin þjóð.
- M.ö.o. virðist sem að liðið í kringum Trump, hreinlega treysti ekki stjórnsýslunni.
Vart annars unnt að útskýra, af hverju enginn innan hennar var hafður með í ráðum.
_________
Ps. áhugaverð grein: Trump and Bannon Pursue a Vision of Autocracy.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning