Við þekkjum í dag viðhorf Donald Trump til NAFTA samkomulagsins er tók gildi 1993, þ.e. versti samningur heimssögunnar, að hann hafi verið hræðilegur fyrir Bandaríkin, Mexíkó hafi grætt á honum meðan Bandaríkin hafi tapað.
--Það er eiginlega rauður þráður í gegnum - hugmyndir Trumps um alþjóðaverslun og viðskipti.
--Það er "grievance" túlkun sem hann heldur á lofti, þ.e. hann sakar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - almennt um að hafa farið illa með Bandaríkin á viðskiptasviðinu.
- Mér virðist eiginlega að Trump og þeir sem eru sammála honum - kenna öðrum þjóðum um þær ófarir, sem hann segir að Bandaríkin hafi farið síðan á 6. áratugnum.
Þessi túlkun er að sjálfsögðu, barnalega vitlaus: En Trump er að stara aftur til baka til þess tíma er hann var ungur maður á - tvítugs aldri, eða jafnvel lengra aftur - er hann var unglingur.
--Bandaríkin voru toppurinn á ísjakanum.
En það var vegna tjóns þess sem önnur þróuð iðnríki urðu fyrir í - Seinni Styrrjöld.
M.ö.o. hafi þetta ástand, sem hann og fólk með svipaðar skoðanir, sjá í hyllingum.
Verið fullkomlega - óeðlilegt og einnig fullkomlega ósjálfbært.
- En það gat ekki haldist - þegar löndin sem áður voru öflug iðnríki, endurreistu sig úr rústunum - sem þau sannarlega gerðu.
- Ég get ekki komið auga á nokkra þá -friðsama leið- sem Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda því ástandi.
- En það mætti ímynda sér, Bandaríkin ca. 1950, umbreyta V-Evrópu, ásamt Japan - í nýlendur.
--Síðan stjórna þeim svæðum, með sama hætti og gömlu nýlenduveldin stjórnuðu Afríku og Indlandi!
--Það hefði að sjálfsögðu þítt, hernmám og stöðugar styrrjaldir.
Sem hefði auðvitað kostað gríðarlega mikið - samtímis og Bandaríkin voru í Kalda-stríði.
Ég held að það hefði augljóslega - aldrei gengið.
Með álag af slíkum átökum, ofan á átök við Sovétríkin og Kína þess tíma -- hefðu Bandaríkin hreinlega getað orðið undir --> En þá hefðu þau ekki notið tilstyrks -bandalagsríkja- heldur hefði samskipti Bandaríkjanna og þeirra landa er urðu bandalagsríki þeirra, orðið að nettó kostnaði þ.e. byrði.
--En eins og ég sagði, ég kem ekki auga á nokkra þá friðsömu leið er Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda þeirri stöðu er Bandaríkin höfðu á 6. áratug 20. aldar!
--Þau úrræði sem líklega hefði þurt að grípa til, til að viðhalda slíku ástandi líklega með valdi -- hefði án nokkurs vafa valdið Bandaríkjunum gríðarlegum kostnaði og vandræðum, þegar þau vandræði eru hugsuð í samhengi við þau Kalda-stríðs átök er þá stóðu yfir.
Það hafi verið algerlega rétt ákvörðun á sínum tíma af Bandaríkjaforsetum þess tíma.
--Að aðstoða Evrópu og Japan - með efnahags aðstoð, við sína efnahagsuppbyggingu.
--Að gera þau að bandalagsríkjum - með skilgreinda jafningjastöðu.
Hafa m.ö.o. samvinnu við þau lönd - í stað þess að leitast við að halda uppi, drottnunarstöðu.
Þannig hafi þau stutt Bandaríkin í Kalda-stríðinu, og það hafi verið sigur bandalagsins sigurinn í Kalda-stríðinu.
--Að sjálfsögðu þíddi efnahags uppbygging þeirra landa, að þau sneru aftur til baka og gott betur, til þeirrar stöðu er þau áður höfðu!
Þau urðu aftur að -- efnahags keppinautum Bandaríkjanna.
En heilt yfir -- hafi það ekki verið tap fyrir Bandaríkin.
Þó Trump haldi öðru fram!
--Ég sé enga ástæðu til að draga eitthvað úr því, að afstaða Trumps og vinar hans Bannon, sé hreinlega -- algert rugl!
--Að bandamenn Bandaríkjanna, hafi skipulega grafið undan efnahag Bandaríkjanna - með einhvers konar, viðskiptasvikum. Og að hlutfallsleg hnignun Bandaríkjanna, frá ósjálfbærri yfirburða stöðu þeirra á 6. áratugnum, fram á þennan dag -- sé fullkomin sönnun þeirrar fullyrðingar þeirra félaga!
Þegar kemur að afstöðu þeirra félaga til Mexíkó og NAFTA - er afstaða mín sú sama, þ.e. þeir félagar flytji einnig ruglanda!
Viðskiptaráð Bandaríkjanna - U.S.-Mexico Trade Facts
Ef maður skoðar fullyrðingar Trumps um viðskiptin við Mexíkó í ljósi talna Viðskiptaráðsins!
ATH, tölur frá 2015.
Heildarviðskipti: 583,6ma.$
- Innflutningur til Bandaríkjanna frá Mexíkó: 316,2ma.$.
- Útflutningur Bandaríkjanna til Mexíkó: 267,2ma.$.
- Viðskiptahalli Bandaríkjanna við Mexíkó: 19,2ma.$.
Trump og Bannon, mundu kalla þetta - sönnun þess að viðskiptin séu ósanngjörn.
Innflutningur frá Mexíkó til Bandaríkjanna:
--Aukning 638% frá 1993.
- Farartæki: 74ma.$.
- Raftæki: 63ma.$.
- Aðrar vélar og tæki: 49ma.$.
- Eldsneyti: 14ma.$.
- Sjóntæki og lækningabúnaður: 12ma.$.
Innflutningur landbúnaðarvara frá Mexíkó: 21ma.$.
- Ferskir grænmeti: 4,8ma.$.
- Ferskir ávextir: 4,3ma.$.
- Áfengi: 2,7ma.$.
- Snakk matur: 1,7ma.$.
- Unnir ávextir og grænmeti: 1,4ma.$.
Útflutningur til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 15,7% heildarútflutnings Bandaríkjanna!
--Aukning 468% frá 1993.
- Vélar: 42ma.$.
- Raftæki og vélar: 41ma.$.
- Farartæki: 22ma.$.
- Eldsneyti: 19ma.$.
- Plastefni: 17ma.$.
Útflutningur landbúnaðarvara til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 18ma.$.
--3. mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn fyrir bandarískar landbúnaðarvörur.
- Maís: 2,3ma.$.
- Saujabaunir: 1,4ma.$.
- Mjólkurafurðir: 1,3ma.$.
- Svínakjöt og svínaafurðir: 1,3ma.$.
- Nautakjöt og nautaafurðir: 1,1ma.$.
Skv: US farmers rattled by Trumps Mexico plans.
- Mexíkó mikilvægasti markaðurinn fyrir: maís, mjólkurafurðir, svínakjöt og hrísgrjón - frá Bandaríkjunum.
- Næst mikilvægasti markaðurinn er Mexíkó fyrir: saujabaunir og hveiti.
- Þriðji mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn er Mexíkó fyrir: nautakjöt og baðmull.
Tölurnar að ofan segja þó ekki alla söguna!
- T.d. þó að bifreið sé framleidd í Bandaríkjunum.
- Gæti hún innihaldið íhluti framleidda í Mexíkó.
- Og öfugt, að bifreið innflutt frá Mexíkó.
- Gæti innihaldið íhluti framleidda í Bandaríkjunum.
Viðskiptin - víxlverka með flóknum hætti fram og til baka.
Þar sem fyrirtæki gjarnan reka starfsemi - beggja vegna landamæra.
- Inn og útflutningstölur, innihalda mikið af -- einmitt, innan fyrirtækja starfsemi.
Þar sem framleiðsluþættir - geta jafnvel verið í öllum löndunum þrem!
--Þ.e. Mexíkó, Bandaríkjunum, og Kanada - sem tilheyra NAFTA.
Mikið sé um -- sérhæfingu.
Þ.s. framleiðslan -- sé fullkomlega sérhæfð fyrir markaðinn.
Það eigi við innan allra landanna - þriggja.
---------------
Viðskipta-átök hafa því mikla möguleika til að valda umfangsmiklum efnahags truflunum.
- Gagnkvæmir refsitollar mundu ekki einungis hækka -- tollaðar fullunnar vörur.
- Heldur gæti bifreið framleidd í Bandaríkjunum, einnig hækkað -- vegna íhluta sem framleiddir eru handan landamæra, sem verða dýrari vegna álagðra tolla.
--Höfum í huga, að í dag eru íhlutir vanalega mun sérhæfðari en áður.
--Vegna stóraukinna öryggiskrafna, íhluta framleiðendur gjarnan þróa íhlutinn í samvinnu við fyrirtækið sem framleiðir - bifreiðina á endanum; sem þíði að ekki sé endilega mögulegt að skipta um - íhlutaframleiðanda, fyrr en að nýtt módel væri þróað.
Niðurstaðan
Mér virðist niðurstaðan af því -- hvort að Bandaríkin hafa tapað á NAFTA augljóslega vera, að svo sé bersýnilega ekki.
--En þó að það sé rétt að viðskiptahalli hafi þróast, og verið viðvarandi í þessum viðskiptum.
Þá sé það í besta falli mjög villandi að -- segja samkomulagið einungis hafa skilað tapi fyrir Bandaríkin.
- En greinilega -- hefur orðið gríðarleg verðmæta aukning í útflutningi frá Bandaríkjunum til Mexíkó síðan 1993.
- Innflutningur frá Mexíkó -- hafi einfaldlega aukist, enn meir.
M.ö.o. hafi bæði löndin grætt!
--Mexikó einfaldlega - grætt meir.
- Höfum þó í huga, að til lengri tíma litið, er nettó gróði Mexíkó umfram nettó gróða Bandaríkjanna -- ekki endilega með augljósum hætti - tap fyrir Bandaríkin.
- En aukning velmegunar innan Mexíkó - þíðir að sjálfsögðu að innflutningur til Mexíkó fyrirsjáanlega heldur áfram að vaxa -- ef maður gefur sér að NAFTA haldi áfram án verulegrar truflunar.
- Það geti vel verið, svo fremi að hagvöxtur í Mexíkó sé áfram hraðari en innan Bandaríkjanna -- að nk. 10 ár verði aukning útflutnings til Mexíkó hraðari!
En því auðugra sem Mexíkó verði -- því stærri verði neytendamarkaður þar!
--Í landi með 122 milljón íbúa.
Trump og Bannon - virðast þeirrar skoðunar, að stuðningur Bandaríkjanna í fortíðinni - við efnahags uppbyggingu fjölda landa, þ.e. fyrst Evrópu og Japans, síðan margra annarra landa sem síðan hafa iðnvæðst -- Mexíkó á síðari tímum.
----> Hafi verið svik Washington elítunnar við bandaríska verkamenn.
- Í þeirra hugarheimi -- sé ekkert "mutual gain."
- Heldur hljóti -- gróði eins/vera tap annars -- þ.e. bættur efnahagur hinna landanna, hafi verið á kostnað Bandaríkjanna -- m.ö.o. "Zero/Sum" sýn einkenni þá félaga.
Ég er einfaldlega fullkomlega ósammála þess konar túlkun á langtíma efnahags uppbyggingarstefnu fyrirrennara Trumps - alla tíð til baka til Harry Trumans og síðan Eisenhovers forseta.
--Þvert á móti hafi efnahagsuppbygging fjölda landa sem Bandaríkin studdu.
--Stuðlað að gríðarlegri stækkun heildar efnahagskökunnar, sem allir hafi grætt á.
NAFTA -- sé einnig dæmi þess, að heildarkakan stækki.
--Þó að hagkerfi Mexíkó hafi hlutfallslega stækkað hraðar, og hlutfallslega grætt meir.
Hafi Bandaríkin einnig nettó grætt á þeim viðskiptum -- þ.e. raun aukning útflutnings til Mexíkó frá Bandaríkjunum, hafi verið umtalsverð síðan 1993.
Til lengri tíma litið, muni áframhaldandi efnahags uppbygging Mexíkó - stuðla að frekari útflutnings gróða fyrir bandarískt viðskiptalíf.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning