Tilskipun Trumps um ferðabann til Bandaríkjanna - virðist hindra ferðalög töluverðs fjölda löglegra íbúa Bandaríkjanna

Sjálfsagt hefur einhver frétt af tilskipun Trumps, sem hann kallar - "Extreme wetting" - sem tímabundið setur bann á ferðir ríkisborgara 7-múslima landa til Bandaríkjanna!
--Það sem virðist ekki hafa verið hugsað fyrir!
--Er að verulegur fjöldi fólks frá þeim tilteknu löndum.
--Býr þegar löglega innan Bandaríkjanna!

En eru enn með sinn ríkisborgararétt - ekki orðnir ríkisborgarar Bandaríkjanna!
--Tilskipun Trumps, virðist ekki hafa leitt inn -- undantekningu fyrir löglega íbúa Bandaríkjanna frá þessum 7-löndum, sem ekki eru enn orðnir ríkisborgarar Bandaríkjanna!

  1. Klúður?
  2. Eða var liðinu í kringum Trump - slétt sama?

Iraqis with U.S. ties are first to sue over Trump immigration order

--En þegar þú er orðinn - íbúi Bandaríkjanna, þá hefur þú réttarvernd skv. bandarískum lögum.
--Jafnvel þó þú hafir ekki enn - ríkisborgararétt.
Það má færa mjög gild rök fyrir því, að vandræði þau sem Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Abdulkhaleq Alshawi -- lentu í; skapi þeim rétt á skaðabótum.

  • Darweesh, hafði starfað sem túlkur fyrir bandaríska sendiráðið í Írak, á Bush árunum - og gæti augljóslega verið í hugsanlegri hættu, ef hann þyrti að snúa aftur til Íraks.
  • Alshawi, er eiginmaður konu er starfaði fyrir - bandarískt verktakafyrirtæki í Írak, hún er í Houston Texas, búa hjónin þar.

Þessir tveir einstaklingar - eru þegar komnir með málsókn á hendur, bandaríska ríkinu.
--Það virðist blasa við að slík mál geti orðið mjög mörg.

Middle Eastern immigrants to U.S. confront upended lives

Þ.s. 52-þúsund manns, t.d. fengu langtímabúsetuleyfi innan Bandaríkjanna 2015, sem enn eru ríkisborgarar Íran, Írak, Sýrlands, Jemen, Súdan, Líbýu, eða Sómalíu.
--Árlega hafa milli 80-90þ. manns frá þeim löndum, ferðast til Bandar. sl. 10 ár.

  • Ekki kemur fram hversu margir þeir eru - sem búa löglega í Bandar. - en halda enn í sinn gamla ríkisborgararétt.

--En þetta hljómar þannig að þeir geti a.m.k. skipt - hundruðum þúsunda.

Þannig, eins og ég sagði, dómsmál gætu orðið ærið mörg!
--Þ.s. réttur þessa fólks er líklega fremur skýr fyrir lögum, mun bandar. ríkið líklega þurfa að punga út verulegu fé - í skaðabætur, síðar meir.

 

Trump virtist hinn bóginn líta á -kaosið- sem tilskipun hans bjó til --> Sem sönnun um gott dagsverk!

Trump - "It's working out very nicely. You see it at the airports, you see it all over," - "We're going to have a very, very strict ban and we're going to have extreme vetting, which we should have had in this country for many years."

Kaos á flugvöllum - fjöldi löglegra íbúa sennilega strandaður tímabundið utan landsteina, meðan skv. nýrri tilskipun skal farið yfir -- mál hvers og eins; þó svo að um sé að ræða - fólk með -varanlegan búseturétt.-
--Tímabundið væntanlega getur þó þítt - einhvern töluverðan tíma.

Þ.s. tilskipunin -- virðist send frá forsetaembættinu, án þess að gefa stofnunum Bandaríkjanna tækifæri - til að undirbúa málið.
--Hvað þá að segja, álit sitt.

Hundruðir þúsunda íbúa landsins - líklega þora ekki á næstunni að ferðast úr landi, meðan að -- þessi óvissa hangir yfir.

Þeir sem eru á ferðalögum erlendis - mjög líklega eiga bótarétt á hendur ríkinu.
--Því þeir komast ekki heim til sinna fjölskylda!
--Komast ekki til að gegna sínum störfum, o.s.frv.

  • Mig er farið að gruna - að það séu nánast engin takmörk á því, hversu stórt fífl Trump er.

En eitt og annað sem bendir til slíks hefur komið fram sl. daga.

  1. Sbr. að Trump fullyrðir -gegn sönnunum- að það hafi ekki komið færri á embættistöku hans, en þegar Obama var settur í embætti 2009.
    --Þó eru til myndir sem sýna þetta svart á hvítu.
  2. Síðan, fullyrðir hann að hann hafi unnið "the popular vote" í forsetakosningunum, það hafi verið stórfellt svindl - en ekkert bendir þó til þess að kosningatölur séu stórfellt rangar.
  3. Og ef þ.e. ekki nóg, þá hefur hann í viðtölum haldið því fram - að það séu engin vandræði milli hans og leynistofnana Bandaríkjanna -- þó fyrir skömmu líkti hann CIA við "Gestabo" þegar gögn láku í fjölmiðla -- um ásakanir gegn Trump, þó ekkert bendi sérstaklega til þess að þau gögn hafi lekið frá CIA eða einhverri annarri leynistofnun.

--Þetta er farið að hljóma óneitanlega - Orwellískt!
--Þar sem að ráðandi landsins, segir það sem honum sýnist, og gefur staðreyndum máls langt nef -- en í bók Orwells "1984" þá er lýst samfélagi þ.s. stjórnvöld hagræða sannleikanum að vild -- "sannleikur" er einfaldlega sú frásögn er hentar stjórnvöldum hverju sinni.

Þetta gefur manni ástæðu til að óttast það allra versta!
Varðandi ráðsmennsku Trumps á næstunni!

 

Niðurstaða

Kellyanne Conway, sem má kalla sérstakan "spinn-doktor" Trumps, notaði um daginn orðalagið "alternate fact" þegar hún hafnaði því að Trump hefði verið staðinn að lygum. Síðan þá, fer það orðalag "alternate fact" ljósum logum um netið.

"Alternate fact" - sé m.ö.o. þegar Trump fer með, þvætting.

Það alvarlega er, að Trump virðist raunverulega trúa - þvætting - í tilvikum.
Það einfaldlega geti verið ákaflega hættulegt!

Trump virðist lifa í - sýndarveruleika, þ.s. allt sem Trump gerir, er frábært.
Alveg sama, hversu mikil vandræði af hljótast, þá sé það allt -- enn eitt hatttrix fyrir Trump - í sýndarheimi Donalds.

Það m.ö.o. þíði, að Trump sé hugsanlega -- enn hættulegri en ég hef óttast.
Í mínum allra verstu martröðum!

Maðurinn sem stjórnar kjarnavopnum Bandaríkjanna - lyfir í sýndarveruleika!
--Nú hefur heimsbyggðin öll fulla ástæðu til að skjálfa á beinum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband