25.1.2017 | 00:30
4,8 milljónir starfa mundu tapast ef Trump fer í viðskiptastríð við Kína og Mexíkó
Þetta kemur fram í mjög áhugaverðri skýrslu - þ.s. höfundar leggja út frá hótunum Trumps um háa tolla á Kína, og háa tolla á Mexikó.
--Skýrsluhöfundar teikna upp 3-sviðsmyndir.
Ef maður miðar við sennilega sviðsmynd þ.s. Trump fyrirskipar háa tolla skv. nýlegum hótunum.
Og Mexíkó og Kína - svara með sömu tollum á móti á bandarískar vörur.
Er niðurstaða skýrslunnar um afleiðingar - eftirfarandi!
Assessing Trade Agendas in the US Presidential Campaign
- "In the full trade war scenario, employment in 2019, the trough of the recession, falls by nearly 4.8 million private sector jobs, more than 4 percent below baseline private sector employment."
- In absolute terms, the largest job losses occur in nontrade service sectors, such as wholesale and retail distribution and sales, restaurants, and health care..." - "...fall in employment and income ripples through the community, depressing demand for cars, home improvements, restaurant meals, and purchases of nonessential goods..." - "Establishments providing those goods and services cut hours or lay off employees, causing millions of people whose jobs are not associated with international trade to lose their jobs. The devastating effect on nonbusiness services sectors would inflict disproportionate hardship on low- skill, low-income workers."
- "Washington State is the worst affected, with 5 percent private sector job loss, followed by California, Massachusetts, and Michigan in the 4.55 percent range. A broad swath of states that includes Connecticut, Illinois, Indiana, Kentucky, Maryland, Minnesota, New Hampshire, New Mexico, New York, North Carolina, Ohio, Pennsylvania, Rhode Island, Texas, Wiscon- sin, and Utah experience private sector employment declines of more than 4 percent."
Þær iðngreinar er verða fyrir mestu tjóni í formi fækkaðra starfa!
- High-speed drives and gear manufacturing 10.2%
- Construction equipment manufacturing 10%
- Iron and other metal ore mining 10%
- Semiconductor equipment manufacturing 9.7%
- Other metalwork manufacturing 9.6%
- Fluid power equipment manufacturing 9.6%
- Plastics equipment manufacturing 9.6%
- Turbine manufacturing 9.5%
- Truck trailer manufacturing 9.5%
- Compressor manufacturing 9.4%
- Industrial furnace and oven manufacturing 9.4%
- Aluminum production 9.4%
- Power, transmission, and transformer equipment manufacturing 9.4%
Má vera að það komi einhverjum á óvart - stærð efnahagstjónsins
- Skv. skýrslunni - þá eru Mexikó og Kína samanlagt -- 1/3 allra heildarviðskipta Bandaríkjanna.
Efnahagshöggið skýrist þá af því.
- Þegar Trump setur háa tolla á varning frá þeim löndum -- hækkar verðið á þeim varningi innan Bandaríkjanna -- það eitt hefur áhrif til þess að minnka neyslu innan Bandaríkjanna, og þar með - fækka störfum í verslunar- og þjónustugeirunum.
- Þegar löndin 2-leggja háa tolla á móti á varning frá Bandaríkjunum -- þá verður við það högg sem lendir á fjölda bandarískra framleiðslufyrirtækja -- sem þá verða að skera niður, minnka við sig - hvort tveggja tapa Bandaríkin útflutningstekjum, og fjöldi fólks tapar vinnunni hjá útflutningsfyrirtækjunum sjálfum.
--Það leiðir síðan yfir í neyslu, að hún dregst saman -- aftur með þessum hætti.
--Sem aftur leiði til frekari fækkunar starfa í verslun og þjónustu.
Þau viðbótar töpuðu störf auka frekar á höggið á hagkerfið - heilt yfir. - Samdráttur verður þá í eftirspurn innan hagkerfisins -- eftir nánast öllu.
--Sem birtist í töflum í skýrslunni sem samdráttur fyrirtækja í mjög margvíslegum greinum. - Skatttekjur og útsvar -- eðlilega minnka í slíku ástandi. Sem þíðir hallarekstur sveitafélaga sem og ríkjanna - og auðvitað, alríkisstjórnarinnar að auki.
--Skuldir alríkisins vaxa þá hratt, væntanlega!
Hafkerfið réttir aftur við sér -- síðar: Hagkerfið tekur nokkur ár að endurskipuleggja sig, og síðan snýr það aftur til hagvaxtar að þeim nokkrum árum liðnum.
- Hinn bóginn -- meðan að tollarnir sem Trump mundi setja, eru enn til staðar.
- Þá viðhaldast - hærri verð sem þeir tollar skapa.
- Sem viðheldur þá svo lengi sem þeir tollar eru til - minni neyslu af þeirra völdum en annars er til staðar, ef þeir tollar væru aflagðir.
- Þannig færri störfum í sumum greinum, þ.e. verslun og þjónustu, en annars verða.
--Þannig mundu tollarnir halda áfram að -- raska hagkerfis ástandinu.
--Þó að hagkerfið mundi læra að lifa við tollana -- og snúa aftur til vaxtar, nokkrum árum síðar.
Ég held þó að ósennilegt væri að Trump forseti næði endurkjöri!
Vegna þess að ólíklegt væri að viðsnúningur mundi hefjast - innan tímaramma er gagnaðist honum til endurkjörs.
--Það sé af og frá - að sennilegt sé að breyting þessi skapi, nettó betra ástand í því síðar!
Niðurstaða
Þá erum við með áætlun um það, grófa þó, hversu djúpa kreppu innan Bandaríkjanna - Donald Trump skapar ef maður miðar út frá - fullu viðskiptastríði við Mexikó og Kína.
--Ath. ekki er tekið tillit til hugsanlegra viðskiptastríða við önnur lönd en þessi 2.
Þá er mið tekið af hótunum Trumps um tolla, þeim tölum um tolla sem hann sjálfur hefur nefnt.
--Og gefið að hann muni einmitt nota þær hótanir þ.e. setja tolla skv. akkúrat þeim hótunum.
--Síðan gefið að löndin 2-svari þeim tollum, með algerlega samskonar tollum á móti á framleiðslu frá Bandaríkjunum.
Svo er tjónið áætlað skv. því!
- Ég einfaldlega trúi því ekki að Trump haldi vinsældum sínum, í hagkerfisafleiðingum af þessu tagi.
- Heldur reikna ég fastlega með, hruni vinsælda - þar með að í kjölfarið verði hann ákaflega óvinsæll. Kannski að hann setji met í óvinsældum, jafnvel.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump var fyrst og fremst kosinn út á loforð um fleiri störf. Hann lofaði fólki vinnu og hver vill ekki hafa vinnu?
Það lá ljóst fyrir, allt frá því Trump bauð sig fram, að hann ætlaði að ná því markmiði með tollamúrum og minni alþjóðavæðingu. Þessum aðferðum, til að ná markmiðinu, hélt hann mjög á lofti alla kosningabaráttuna. Það kemur því á óvart að menn séu loks nú, eftir að hann hefur verið kosinn og kominn til valda, að koma fram með skýrslu sem þessa. Hví í andskotanum var þessum staðreyndum ekki komið til kjósenda meðan á kosningabaráttunni stóð?
Nú þekki ég auðvitað ekki efnahag Bandaríkjanna, utan það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Skilst af þeim fréttum að þetta ágæta land hafi verið duglegt að safna skuldum. Að skuldastaða Bandaríkjanna sé komin á það level að erfitt verði að snúa ofanaf vandanum.
Hvað um það, vel getur verið að ástandið versni verulega ef tollamúrar verða hækkaðir. Um það er ég auðvitað ekki dómbær.
Hitt liggur ljóst fyrir að um leið og vegið er að alþjóðavæðingunni, jafnvel nóg að menn telji að vegið sé að henni, þá fara hinir merkustu spekingar á flug. Þetta sjáum við æ oftar, hin síðari ár. Við munum hvernig umræðan var hér, þegar forseti vor vísaði icesave lögunum til þjóðarinnar. Styttra er síðan Bretar kusu um Brexit og samkvæmt málflutningi allra spekinganna fyrir þá kosningu ætti Bretland að liggja í rúst núna. Sífellt fleiri flokkar eru stofnaðir gegn alþjóðavæðingunni og gamlir flokkar sumir hverjir fengið kjark til baráttu gegn henni einnig. Sífellt fleiri kjósendur líta hýru auga til þessara flokka. Almennt eru þeir þó allir flokkaðir á einn veg af elítunni og flestum fjölmiðlum, enda þeir henni háðir. Þessir flokkar eru allir "öfgaflokkar" og þá væntanlega fólkið sem þá kýs "öfgafólk", jafnvel þó þar sé oft um að ræða um og yfir helmingur þjóða.
Ekki er ég aðdáandi Trump, þvert á móti, enda breytir það svo sem litlu. Trump var kosinn löglegri kosningu, samkvæmt þarlendri kosningalöggjöf. Því verður ekki breytt. Þar er ekki við Trump að sakast og því síður kjósendur. Þar liggur öll sök hjá mótframbjóðandanum. Ef Trump er svo hættulegur maður sem látið er, hefði átt að vera auðvelt fyrir mótframbjóðandann og hans lið, að koma þeim skilaboðum til kjósenda. Til dæmis með trúverðugum upplýsingum.
Það standa því tvær spurningar eftir: Er Trump hættulegur eða er opinbera andstaðan við hann byggð á tapsæri eða hræðslu við minni alþjóðavæðingu.
Svarið mun sagan segja okkur,kannski mun hann leggja heiminn í rúst og þá er sök mótframbjóðenda hans mikil, bæði í forkosningum Rebuplicanaflokksins, sem og í forsetakosningunum sjálfum. Þá mun verða hægt að dæma Trump fyrir gjörðir sínar, en hann verður aldrei sjálfur dæmdur fyrir að hafa náð kjöri. Sú sök liggur hjá mótframbjóðendum hans og þeirra liði.
Kosningabarátta á að fara fram fyrir kosningar, ekki eftir þær.
Gunnar Heiðarsson, 25.1.2017 kl. 12:21
Ehem, skýrslan kom fram - rúmum mánuð fyrir kosningar.
--Það sérðu sjálfur ef þú skoðar - útgáfudagsetningu sem sést ef þú opnar skjalið sem hlekkjað er á.
Ég hefði búist við því að menn a.m.k. skoðuðu gagnið - áður en þeir gagnrýndu það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.1.2017 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning