24.1.2017 | 00:11
Stjórn Donald Trump að - hóta hugsanlegu hafnbanni á athafnir Kína í Suður-kínahafi? Blasir hætta á kjarnorkustríði við heimsbyggðinni - síðar á þessu ári?
Í allri umræðunni um athafnir Kína í Suður-Kínahafi, hefur alfarið farið framhjá umræðunni - að Kína er langt í frá eitt í því að setja upp stöðvar á eyjum og skerjum á hafsvæðinu. En nágrannalönd Kína, hafa stundað sambærilegt athæfi árum saman, meðan þau hafa deilt sín á milli um -- mörg þeirra svæða á hafsvæðinu er þau telja sig eiga rétt til. Sem segir ekki að nákvæmlega enginn munur sé á aðgerðum Kína og þeirra; en það sé alveg nýtt að reisa flugvelli og flotahafnir - sem Kína hefur nú gert á a.m.k. þrem stöðum. Aðgerðir Kína eru bakkaðar uppi, af öllum styrk hins rísandi Kína -- sem þegar er orðið að risaveldi að mörgu leiti.
Nágrannalönd Kína - hafa ekki varið alveg sama púðri í sína aðstöðu! En þau hafa sbr. kort, aðstöðu á verulega fleiri stöðum! En þ.e. samt þess virði, að halda því til haga - að nágrannalöndin eru einnig að styðja við sínar kröfur, með uppsetningu aðstöðu á svæðinu!
Það þíðir - að það er ekki alveg rétt - að enginn annar sé að þessu, en Kína!
Trump White House vows to stop China taking South China Sea islands
White House spokesman Sean Spicer - "The U.S. is going to make sure that we protect our interests there," - "Its a question of if those islands are in fact in international waters and not part of China proper, then yeah, were going to make sure that we defend international territories from being taken over by one country,"
Vikuna á undan sagði - Tillerson: Were going to have to send China a clear signal that, first, the island-building stops and, second, your access to those islands also is not going to be allowed.
Höfum í huga að Spicer var spurður út í svör Tillerson - vikunni á undan, þ.e. hvort að ríkisstjórnin sem heild; styddi þau sjónarmið.
--Svör Spicer þarf þá að huga í samhengi við svar Tillerson.
- Vandamálið er - að það blasir ekki við nein leið fyrir Bandaríkin til að - hindra frekari aðgerðir Kína til uppbyggingar stöðva á Suður-Kínahafi; sem ekki feli í sér það að Bandaríkin sendi mjög öflugan flota á svæðið --> Og beinlínis hindri aðgengi Kína að þeim svæðum.
- Sama gildi að sjálfsögðu um afnot þeirra eyja þar sem Kína hefur þegar uppbyggðar stöðvar - að vart verði þau afnot hindruð, nema með þeim hætti -- að Bandaríkin sendi inn á Suður-Kínahaf það mikinn herskipaflota ásamt flugher, að Bandaríkin geti með þeim hætti framkallað það - hindraða aðgengi.
Hérna má sjá eina af hinum umdeildu eyjum sem Kína hefur breytt í herstöðvar
- Það þarf væntanlega ekki að nefna það, að slíkri aðgerð fylgdi raunveruleg hætta á hernaðarátökum milli Kína og Bandaríkjanna.
- Hættan er ekki síst sú -sjá kort að neðan- að Suður-Kínahaf er nægilega nærri strönd Kína, til þess að Kína geti beitt þar -- flugvélum sem mundu taka á loft frá strönd Kína.
- Síðan á Kína mikið magn af -eldflaugum- ætlað að granda skipum, og hefur framleitt umtalsverðan fjölda af flugvélum - sérsmíðaðar til árása á skip.
- Allur flugher Bandaríkjanna á svæðinu væri á -fljótandi flugvöllum- meðan að flugher Kína væri á - landflugvöllum.
- Punkturinn er sá, að þ.e. ekki endilega augljóst - að Kína mundi ekki geta sökkt verulegum fjölda þessara skipa, ef í odda skærist.
Xian JH-7 -- er fjöldaframleitt vél sérhæfð sem árásarvél, aðallega "anti shipping"
Hún er út af fyrir sig ekkert sérstaklega merkileg - tæknilega sennilega sambærileg við "SEPECAT Jaguar" sem Bretland hefur tekið úr notkun.
--En hún þarf ekki endilega að vera það!
--Allt og sumt sem þær þurfa, er að nálgast flota Bandaríkjanna nægilega, til að geta skotið "cruise" flaugum sem þær geta borið - en Kína er með í fjöldaframleiðslu tæknilega fullkomnar slíkar ætlaðar til að granda skipum.
Svar bandaríska flotans, væru "air patrols" langt út frá flotanum og "radar flugvélar."
Að auki gæti Kína tæknilega -- einnig notað enn eldri týpu, sem enn er til!
Nanchang Q-5 -- flestu tilliti úreltar vélar!
Tilgangur að nota þær -hugsanlega líka- væri þá sá að fjölga þeim -skipa-eldflaugum- sem hægt væri að skjóta að flotanum, í einu.
Svo geta menn velt fyrir sér - hvort bein átök séu raunverulega líkleg!
En Kína hefur verið að leggja mikla áherslu á það í seinni tíð, að Suður-Kínahaf, sé kínverskt.
Kína á auðvitað sína eigin -- þjóðernissinna.
- Það sem maður velti fyrir sér, er það að nýja stjórnin í Washington - er óskaplega þjóðernissinnuð, samtímis því að hún virðist full af þeirri sýn, að Bandaríkin séu mest - best og hafi að auki líklega afar neikvæða sýn á Kína.
--Manni virðist að þeir geti vanmetið hættuna í viðbrögðum Kína.
--Ofmetið líkurnar á að Kína - gefi eftir. - Á sama tíma, sé hætta á að kínversk þjóðernishyggja - geti bundið hendur núverandi leiðtoga Kína.
--En ef hann mundi gefa eftir, þá þyrfti hann sennilega ekki að reikna með því að vera leiðtogi Kína - lengi í því kjölfari.
- Líkur geta því verið á því, að Kína mæti með allt sitt lið á svæðið.
--Það er, að fjölmenn "air patrols" verði af hálfu Kína.
--Og kínversk skip, láti á það reyna - hvort að bandarísk skip eða flugvélar séu raunverulega tilbúin --> Til að beita vopnum til að hindra að kínversk skip sigli til eyjanna umdeildu.
M.ö.o. blasir við að þetta geti afar hratt - orðið að deilu, er væri fullkomlega eins hættuleg og Kúpudeilan á 7. áratugnum.
--Er Bandaríkin og Sovétríkin, voru hársbreidd frá stríðsátökum.
Þá bökkuðu Sovétríkin.
--En þ.e. virkileg hætta -virðist mér- að í þetta sinn, neiti báðir að blikka.
--Og rati beint út í hernaðarspennu er geti hratt farið úr böndum.
En þó að Kúpudeilan hafi endað vel <--> Þíðir það ekki endilega, að þessi deila það geri.
--Aftur eru 2-kjarnorkuveldi að deila!
Niðurstaða
Fólk almennt er ef til vill ekki enn farið að átta sig á því - hversu stutt geti verið í hættuástand sambærilegt við Kúpudeiluna á 7. áratugnum.
--Það er, að hættan á kjarnorkustríði, geti mjög sennilega blossað upp - og það mjög snögglega.
Í þetta sinn - geti meira að segja farið illa!
Þ.e. orðið kjarnorkustríð!
M.ö.o. gæti hættan á kjarnorkustríði - með valdatöku Donald Trump.
Verið meiri en hún nokkru sinni var - í Kalda-stríðinu.
Vegna þess að þeir sem stjórna nú í Washington, virðast hreinlega vera týpur - með "stuttan kveikiþráð."
--Sama tíma virðast líkur á - að þeir geri sér hreinlega ekki fulla grein fyrir hættunni sem þeir geta verið - ana út í.
En ef ég vitna í :Donald Trump and the New World Order
"Government officials in Berlin speak of an "astounding mixture of arrogance and naiveté" when discussing the conversations they have had with counterparts in the incoming administration."
Punkturinn sé sá, sem haft er eftir embættismönnum í Berlín - að enginn af þeim sem eiga að stjórna utanríkismálum Bandaríkjanna, virðist hafa nokkra reynslu á því sviði - né virðast þeir hafa mikla þekkingu á því sviði.
--Samtímis virðast þeir fullir af hugmyndum!
Sambland hroka og reynsluleysi!
Gæti reynst afar hættulegur kokteill!
Nú er eins og þeir ætli að ana með hraði í mjög hættulega milliríkjadeilu.
--Án þess að hafa sennilega rýnt fyrirfram í þær aðferðir sem beitt var í Kalda-stríðinu, þegar stýrt var í gegnum sambærilega hættu-atburði.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við komumst í gegnum utanríkisstefnu Husseins og Hildiríðar án þess að mikill skaði yrði af því, Íran fékk kjarnavopn, Sýrland féll undir Rússa, Líbýa er stjórnað af ISIS og Evrópa er að fyllast af íslamistum og svo framvegis og svo framvegis.
Þessi kjarnorku Grýla er orðin gömul og leiðinleg saga, Ronald Reagan átti að koma kjarnorkustríði af stað, en reindist vera friðarDúfa þegar öllu var á botninn hvolft.
Heims Kreppa er svo aftur annað mál, ef Trump ættlar að nota sömu mixtúru og Herbert Hoower, þá fer hagkerfi okkar littla heims til helvítis.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 24.1.2017 kl. 05:52
Þorsteinn , óttalegt bull er þetta - um meinta útilokun Kína í samhengi TPP samkomulagsins.
--Að sjálfsögðu er Kína ánægt með endalok þess - enda Trump að færa þeim sennilega, heilmikil viðskiptaáhrif á Kyrrahafssvæðinu - alveg frýtt.
---------
En ástæðan að þetta tal þitt er bull - er að, ekkert hindraði Kína í því að samtímis gera sinn eigin viðskiptasamning - við ca. sömu þjóðir.
Það hefði þá ekkert hindrað Kína - að bjóða Bandar. ekki þátt í slíku samkomulagi --> Sem Kína ætlar örugglega að hleypa af stokkum.
Og það hindrar ekki þátttöku þjóðir TPP - að semja um slíkt við Kína.
---------
Svo þetta tal þitt um - útilokun. Er fullkomið rugl.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.1.2017 kl. 08:46
Jóhann, þetta hljómar - næívt hjá þér. Hættan nú er í margfeldi í samanburði við það tilvik er þú nefnir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.1.2017 kl. 08:47
Þorsteinn, ég endurtek - að þetta blokkeringartal er algert kjaftæði.
Endurtek að viðskiptasamningur Bandar. við þessi ríki --> Hindrar ekki þau sömu ríki að hafa aðra viðskiptasamninga sem tengjast TPP í nákvæmlega engu.
--Þetta útilokunartal er því algerlega augljós steypa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.1.2017 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning