Ég hef engar persónulegar skoðanir á þeim upplýsingum/fullyrðingum -- sem Trump vísar til. En ég hef hlekk á þær ásakanir, sbr. skjal sem inniheldur ásakanir sem vefmiðillinn BuzzFeed ákvað að birta: These Reports Allege Trump Has Deep Ties To Russia.
Þetta eru upplýsingar sem -fyrrum breskur njósnari tók saman fyrir Demókrataflokkinn- og sá einstaklingur, tók saman ofangreint skjal --> Hann sendi það til FBI, en einnig nokkurra heimsfjölmiðla.
--Þeir fjölmiðlar ákváðu ekki að birta þetta skjal!
Sjá útskýringar NyTimes á því, af hverju NyTimes birti ekki skjalið: What We Know and Dont Know About the Trump-Russia Dossier.
- NyTimes segist ekki hafa getað, staðfest ásakanirnar sem koma fram í skjalinu.
- Því ákveðið að - birta það ekki.
- Það þíði ekki endilega - að NyTimes telji ásakanirnar klárlega rangar, einfaldlega það -- að NyTimes gat ekki t.d. varið sig ef Trump mundi kæra málið fyrir dómstólum - sbr. ef Trump höfðaði einkamál ásamt skaðabótakröfu, ef NyTimes gat með engum hætti - sýnt fram á að upplýsingarnar væru ekki rangar.
- En fólk hefur alltaf þann rétt, að verja sig með því að höfða -- meiðyrðamál, gagnvart ósönnuðum ásökunum -- hafandi í huga langa sögu Trumps þ.s. hann oft hefur höfðað mál gegn aðilum; sé ekki undarlegt -tel ég- að fjölmiðlar hiki við að birta skjal, sem innihaldi ásakanir sem þeir geti ekki sannað.
- Höfum þó í huga - að þessar upplýsingar geta verið rangar, eða tilhæfulausar skv. því sem Trump fullyrðir.
--Við höfum einfaldlega enga möguleika til að kveða upp dóm þar um, til eða frá!
--En ég birti hlekk á skjalið, svo hver sem les þessa blogg geti ákveðið fyrir sig persónulega - hvað sá eða sú telur rétt.
Reuters, telur samt sem áður, að málið eigi eftir að skaða forsetatíð Trumps: True or not, Russia allegations will scar Trump presidency.
Þetta verði m.ö.o. - Lewinsky hneyksli Trumps, þ.e. áakanirnar deyi ekki - heldur haldi áfram að krauma!
- Hvort það er rétt, að málið haldi áfram - statt og stöðugt --> Dæmi ég ekki!
Spurning því, hvort málið geti haft áhrif á stefnu Trumps gagnvart Rússlandi?
--En Trump gæti fundið sig knúinn til að viðhafa, harðari stefnu gagnvart Rússlandi.
--En Trump hefði annars valið að viðhafa - til að sanna það fyrir bandar. þjóðinni, að hann sé ekki "Russian stooge."
Tillerson supports keeping Russia sanctions for now
--Er málið þegar farið að hafa slík áhrif?
En haft er eftir Tillerson, að refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi, verði viðhaldið áfram - a.m.k. um óákveðinn tíma í framhaldinu af embættistöku Trumps.
- ""I would leave things in the status quo so we are able to convey this can go either way," Tillerson said, suggesting "open and frank" dialogue with Moscow to better understand its intentions."
- "He blamed Russia's increasing aggression toward Ukraine since 2014 on an "absence of American leadership" and said there should have been a defensive military response by the United States to deter the Russians from further encroachments." -"I'm advocating for responses that will deter and prevent further expansion of a bad actor's behavior," he said."
- "Tillerson said it was a "fair assumption" Putin was aware of Russian efforts to interfere in the U.S. election..."
--Höfum í huga að Donald Trump, dregur ekki lengur í efa, að rússneskir aðilar hafi hakkað sig inn í vefþjóna Demókrataflokksins og Hillary Clinton.
Svör Tillerson eru áhugaverð! Því þau benda ekki til þess að stjórn Trumps - muni snarlega eða snögglega, binda endi á þá stefnu gagnvart Rússlandi sem hefur verið ríkjandi nokkur sl. ár.
Heldur muni stjórn Trumps, sbr. orð Tillerson, taka upp viðræður við Rússland - þ.s. öll atriði deilna Rússlands og Vesturlanda, verði rædd -- hafandi í huga að Tillerson dregur ekki í efa að Rússland standi að baki átökunum í A-Úkraínu, þá þíði slíkar viðræður ekki endilega það að stefnan gagnvart Rússlandi breytist - fljótlega.
--Heldur benda svör Tillerson til, að það líklega fari eftir viðbrögðum Rússlands.
Trump hélt opinn blaðamannafund um nýlegar ásakanir gagnvart honum: The following is a complete transcript of a news conference that President-elect Donald J. Trump held in New York on Wednesday, as prepared by the Federal News Service.
Hann kallar ásakanirnar "Fake News": "I saw the information; I read the information outside of that meeting. Its all fake news. Its phony stuff. It didnt happen. And it was gotten by opponents of ours, as you know, because you reported it and so did many of the other people. It was a group of opponents that got together sick people and they put that crap together."
Ég held að þetta hafi verið "predictable" viðbrögð af hans hálfu - enda eftir allt saman eru ásakanirnar líklega - ósannanlegar.
--En á sama tíma eru þær einnig - óhrekjanlegar.
--Sem er hin hliðin á málinu --> Og getur þítt að þær haldi áfram að lifa í umræðunni innan Bandaríkjanna, sama hve Trump oft hafnar þeim.
Trump: "As far as hacking, I think it was Russia. But I think we also get hacked by other countries and other people. And I I can say that you know when when we lost 22 million names and everything else that was hacked recently, they didnt make a big deal out of that. That was something that was extraordinary. That was probably China."
Hann viðurkennir nú, að Rússland hafi hakkað vefþjóna -Clinton campaign- og Demókrataflokksins.
--En bendir á að t.d. Kína hafi í fortíðinni einnig gert hakkárásir á Bandaríkin.
Trump: "If Putin likes Donald Trump, guess what, folks? Thats called an asset, not a liability." - "Now, I dont know that Im gonna get along with Vladimir Putin. I hope I do. But theres a good chance I wont. And if I dont, do you honestly believe that Hillary would be tougher on Putin than me? Does anybody in this room really believe that? Give me a break."
Áhugavert svar við þeirri spurningu -- hvort að hann teldi að Pútín hafi fyrirskipað tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna.
--Seinni hluti þess er einnig áhugaverður, sbr. að Trump virðist nú gefa það í skyn, að verið geti að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna - batni ekki eftir allt saman.
Trump ítrekar verndarstefnu sína! Fyrirtækin mega færa sig til, svo lengi sem þ.e. innan Bandaríkjanna! Ef þau ætla að færa sig út fyrir Bandaríkin -- hótar Trump háum tollmúrum á þeirra framleiðslu:
Trump: "But youre going to sell through a very strong border not going to happen. Youre going to pay a very large border tax. So if you want to move to another country and if you want to fire all of our great American workers that got you there in the first place, you can move from Michigan to Tennessee and to North Carolina and South Carolina. You can move from South Carolina back to Michigan." - "You can do anywhere youve got a lot of states at play; a lot of competition. So its not like, oh, gee, Im taking the competition away. Youve got a lot of places you can move. And I dont care, as along as its within the United States, the borders of the United States."
Ekki hægt að orða skýrar stefnuna -- America first!
- Á hinn bóginn, er þessi stefnumörkun klárlega brot á öllum viðskiptasamningum Bandaríkjanna sem í gangi eru í dag.
- Sjálfsögðu einnig á því sem Bandaríkin hafa undirgengist sem meðlimir að "WTO" eða Heimsviðskiptastofnuninni.
Trump: "There will be a major border tax on these companies that are leaving and getting away with murder. And if our politicians had what it takes, they would have done this years ago. And youd have millions more workers right now in the United States that are 96 million really wanting a job and they cant get. You know that story. The real number thats the real number."
Vandamálið við fullyrðingar Trumps - er að önnur lönd hefðu svarað í sömu mynt.
--Þ.e. sett tollmúra á framleiðslu frá Bandaríkjunum á móti.
--Í reynd virðist þetta hrein endurtekning á stefnu Herbert Hoover frá 4. áratugnum.
- M.ö.o. mundu aðrar þjóðir ekki leyfa Bandaríkjunum að komast upp með það -- að viðhafa háa tollmúra á innflutning frá þeim -- án fullra mótaðgerða líku líkt.
- Útkoman yrði líklega sú sama og varð er Hoover einhliða lagði á verndartolla - að aðrar þjóðir svöruðu með tollum á Bandaríkin á móti.
M.ö.o. eru afleiðingar af stefnu Trumps --> Fyrirfram þekktar!
Við getum einfaldlega tékkað á því hvað sögulega gerðist er Hoover lagði á sína tolla!
- Ekkert land á þeim tíma beið meira tjón, það fullyrði ég, en Bandaríkin sjálf!
- Þetta hafi verið - efnahagslegt sjálfsmorð, sem leitt hafi til mjög djúps efnahags samdráttar í kjölfarið og gríðarlegs tjóns á störfum.
En slík stefna einmitt rökrétt hefur sömu afleiðingar í dag!
Um vegginn gagnvart Mexíkó!
Trump: "Were going to build a wall. I could wait about a year-and-a-half until we finish our negotiations with Mexico, which will start immediately after we get to office, but I dont want to wait. " - "Mexico in some form, and there are many different forms, will reimburse us and they will reimburse us for the cost of the wall. That will happen, whether its a tax or whether its a payment probably less likely that its a payment. But it will happen."
Í kjölfarið á blaðamannafundinum - varð mjög stórt gengisfall á mexíkóska pesóinu!
Mexico's peso hits record low on Trump talk of wall, auto tax
--Auljóslega getur Trump ekki skattlagt annað land.
--Þannig að þetta er sennilega hótun um tollaðgerðir á Mexíkó strax.
Sbr. að Trump segir að undirbúningur undir smíði veggjarins - hefjist þegar.
Því ekki undarlegt að gengi Pesósins mexíkóska hafi snarfallið við fréttirnar.
Trump: "The government of Mexico is terrific. I dont blame them for whats happened. I dont blame them for taking advantage of the United States. I wish our politicians were so smart. Mexico has taken advantage of the United States. I dont blame the representatives and various presidents, et cetera, of Mexico. What I say is we shouldnt have allowed that to happen. Its not going to happen anymore."
Bull og vitleysa segi ég -- Mexíkó hefur að sjálfsögðu ekki verið að fara illa með Bandaríkin, þarna opinberar Trump hversu forheimskur hann er í viðskiptamálum.
- Bandaríkin ásamt öðrum þjóðum N-Ameríku, gerðu NAFTA samninginn -- sem heimilar fulla frýverslun.
- Og fyrirtækjum að starfa hvar sem er á NAFTA svæðinu.
Fyrirtæki hafa einfaldlega notfært sér þá staðreynd - að laun eru lægri í Mexíkó.
--Sem er ekki Mexíkó að notfæra sér Bandaríkin, þ.s. eftir allt saman eru fyrirtækin sjálf að taka þessar ákvarðanir - út frá viðskiptaforsendum eingöngu.
- Hinn bóginn, þ.s. Trump og hans líkar neyta að sjá, er að Bandaríkin græða á efnahagslegri uppbyggingu Mexíkó - til lengri tíma litið.
- Hann fullyrðir að heimskir pólitíkusar hafi gert "NAFTA" samninginn - sem að hans mati skaði Bandaríkin, en hann sér hvert fyrirtæki sem flyst til Mexíkó sem "skaða fyrir Bandaríkin." --> Ég er einfaldlega fullkomlega andvígur slíkri afstöðu.
- En málið er, að til lengri tíma litið ef NAFTA heldur áfram, verður Mexíkó land eins og Kanada --> Þ.e. vel stætt!
- Jafnvel þó það sé rétt, að Bandaríkin séu -de facto- að fjármagna þá uppbyggingu, er sú uppbygging "investment" sem Bandaríkin --> Síðar meir græða á.
--Sem er parturinn sem Trump neitar að sjá.
En efnahags uppbygging Mexíkó - þíðir einnig það, að land með yfir 100 milljón íbúa, eða ca. eins fjölmennt og Rússland er!
--Verður að vaxandi mæli sjálft að neytenda-markaði.
Við sáum þetta í fortíðinni er Japan byggðist upp - síðan S-Kórea!
--Að þau lönd síðan urðu sjálf að - miðjum fyrir fyrirtæki áhugasöm um að selja varning til þarlendra neytenda.
- M.ö.o. hafnar Trump gróða þættinum í því heims viðskiptakerfi sem Bandaríkin hafa byggt upp.
- En grunn hugmynd þess er hugmyndin -- "Mutual gain."
- Trump sér á hinn bóginn allt í -- gróða vs. tapi eða zero/sum.
Í dag eru S-Kórea og Japan með -- há laun.
--Ekki lengur láglaunalönd!
Sama mundi lengri tíma litið gerast í Mexíkó.
--Að Mexíkó missi láglauna-forskotið.
- Þannig að til lengri tíma litið - skapar uppbygging Mexíkó.
- Framtíðar tækifæri fyrir bandarískan iðnað.
--Árangur sem Trump vill henda í burtu í sinni skammsýni.
--En eftir því sem efnahagsleg velmegun breyðist út, hlutur sem Bandaríkin hafa hvatt til.
--Fjölgar tækifærum fyrir fyrirtæki alls staðar, Bandaríkjunum einnig.
--Því neytendum fjölgar, þ.e. púlían sem fyrirtækin hafa eða m.ö.o. markaðurinn, stækkar stöðugt.
Mín skoðun er m.ö.o. að stefna Trumps sé - skammsýn stefna.
Afleiðingar hennar séu þegar þekktar sbr. afleiðingar stefnu Hoover forseta!
Niðurstaða
Ég er fullkomlega ósammála hugmyndum Donald Trumps í viðskiptamálum.
En þvert á það sem Trump virðist álíta þ.e. að efnahagsuppbygging annars staðar þ.e. öðrum löndum, sé tjón fyrir Bandaríkin!
En Trump virðist ekki geta séð gróða annarra sem annað en tjón fyrir Bandaríkin, þ.s. þá verða aðrir ríkari en áður.
--Hugsun Trump virðist Merkantilísk m.ö.o.
Þá leiði útbreiðsla velmegunar til þess að heildar markaðurinn í boði stækki!
--Það að sjálfsögðu fjölgi tækifærum fyrir bandarísk fyrirtæki.
En það hafi verið langtíma stefnumótun einmitt í þeim tilgangi - sem hafi leitt til þeirrar stefnumótunar forvera Trump í embætti.
--Að berjast fyrir opnun alþjóða viðskipta.
Því að forverar Trump álitu útbreiðslu velmegunar -- framtíðar gróða Bandaríkjanna.
--Það tel ég hina réttu sýn.
- Fyrst studdu Bandaríkin við efnahagslega uppbyggingu Evrópu, sem heppnaðist mjög vel árin eftir Seinna Stríð.
- Síðan studdu þau við uppbyggingu Japans og þar á eftir S-Kóreu, ásamt í löndum eins og Malasíu, Tævan, Indónesíu, Tælandi o.s.frv.
- Uppbygging Kína síðan þá, sé einfaldlega stærsti einstaki liðurinn í þeirri -- vel heppnuðu stefnu.
En ég held að sennilega hafi engin stefna í sögu mannkyns, öfugt á fullyrðingar Trump að viðskiptastefna Bandaríkjanna hafi verið hræðileg fyrir Bandaríkin, verið betur heppnuð.
M.ö.o. sé að mínu mati, viðskiptastefna Bandaríkjanna -- sennilega best heppnaða stefnumótun í gervallri mannkynssögunni.
--En sennilega hafi engin stefnumótun einstaks lands frá upphafi vega, skilað eins mikilli útbreiðslu velmegunar - heiminn vítt.
En sl. áratugi hefur fátækum í heiminum fækkað úr 80-90% íbúa Jarðar, í vel innan við helming.
--Stefnumótun um útbreiðslu velmegunar.
Sé langtíma -investment- sem að sjálfsögðu tekur áratugi að skila sér að fullu.
Þetta sé spurning um -long term gain- í stað skammtíma hugsunar, eins og þeirrar er Trump virðist standa fyrir.
- En heildar púlían stækkar stöðugt.
- Þ.e. tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki alls staðar í heiminum.
- Að auki má ekki vanmeta þau miklu áhrif sem þessi stefna hafi líklega haft í því að stuðla að -- heims friði.
--Árangur sem einnig sé unnt að eyðileggja - með skammsýni.
Með stöðugri margfeldis fjölgun neytenda í heiminum!
Að sjálfsögðu vaxa tækifærin einnig fyrir bandarísk fyrirtæki.
--Það sé reyndar ótrúlegt að Bandaríkin hafi í dag forseta, sem neyti - þverneiti - að sjá þá fremur augljósu að mínu mati, staðreynd. Trump standi fyrir mjög gamaldags viðhorf.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mættir víkka sjóndeildarhring þinn í amerísku fjölmiðlaflórunni. Bendi t.d. á breitbart.com til mötvægis við CNN (sem nú er lægra reitað en weather channel og cartoon network) einnig myndi ég hafa korn af salti við hendina við lestur Buzzfeed í þínum sporum.
Hér er allavega endirinn á þessum pælingum fyrir þig og ansi fyrirsjáanlegur líka.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/01/11/tilurd_gullsturtu_skyrslunnar/
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2017 kl. 04:55
Mafían sem heldur um stjórntaumana í Bandaríkjunumm er feiknalega öflug og nú er öllu tjaldað til til að missa ekki tökin sem þeir hafa haft síðustu tvo áratugi eða svo.
Því miður virðist þessi mafía vera að hafa betur,af því að ráðherraefni Trumps verða að beygja sig undir vilja þessa leiguþýs sem þeir hafa komið fyrir í Bandaríska þinginu.
Þessir þingmenn vita að mafían mun setja þá af í næstu kosningum ef þeir hlíða ekki. Það er bara tvö ár í næstu kosningar og þingmennirnir veðja á að mafían muni hafa betur gegn Trump,sennilega með réttu.
.
Það er spurningin hvernig mál muni þróast innanlands ef Trump svíkur kjósendur sína gróflega í málum sem þeir bera mikið fyrir brjósti.
Mér er að sjálfsögðu nákvæmlega sama hvernig Trump hagar málum innan Bandaríkjanna,það er þeirra vandamál. Það sem snertir mig eru utanríkismálastefna hans ,en það stefnir sýnist mér í að Trump ætli að láta þau enn einu sinni í hendurnar á þeirri glæpamaskínu sem hefur riðlast um heiminn undanfarin ár og drepið fólk í milljónatali í nafni mannúðar. Þetta gæti farið illa.
.
ég hætti aldrei að verða hissa á fólki sem finnst það eðlilegt og jafnvel æskilegt að yfirburða her þessarar þjóðar sé s´fellt beitt til að dreppa saklaust fólk og eiðileggja þjóðir.
Þetta er alveg galið.
Við höfum ekki séð neitt þessu líkt síðan þjóðverjar tóku upp á því á fjórða áratugnunm að drepa fólk um alla Evrópu. Mörgum fannst það líka eðlilegt á sínum tíma,jafnvel hér á landi.
það þarf alveg sérstakt hugarþel til að réttlæta svona.
Borgþór Jónsson, 12.1.2017 kl. 23:21
Jón, ég hef engan áhuga á þeim þröngsýnis afturhalds viðhorfum sem Breitbart stendur fyrir -- reyndar fyrirlít ég viðhorf þau sem sá fjölmiðill stendur fyrir algerlega og fullkomlega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.1.2017 kl. 00:51
Ég verð að segja að ég er að mestu sammála Einari í þetta skifti.Ég er ekki hlynntur megninu af þeim skoðunum sem koma fram á Breitbart.
Ég er reyndar ekki hrifinn af Trump heldur,en eins og málin þróuðust í forkosningunum var þetta eini möguleikinn til að við slyppum lifandi frá næsta kjörtímabili í Bandaríkjunum.
Borgþór Jónsson, 13.1.2017 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning