9.1.2017 | 00:12
Áhugaverð U-beygja, Trump skyndilega samþykkir greiningu leynistofnana Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af nýlega afstöðnum forsetakosningunum
Engin leið að vita hvað breytti afstöðu Trumps, sem fyrir helgi ítrekaði áður yfirlýsta andstöðu sína við þá greiningu leynistofnana Bandaríkjanna, að ríkisstjórn Rússlands hefði staðið fyrir -- tilraun til þess að hafa áhrif á niðurstöðu nýlega afstaðinna forsetakosninga innan Bandaríkjanna!
Trump acknowledges Russia role in U.S. election hacking: aide
- Ég hef veitt því athygli afstöðu stuðningsmanna Trumps - sem studdu fyrri afstöðu Trumps þess efnis að ásakanir gagnvart ríkisstjórn Rússlands væru fáránlegar.
- Nú velti ég fyrir mér hvort það ágæta fólk, nú söðli jafn snögglega um -- eftir að Trump virðist hafa skipt um skoðun þar um.
- En það væri í takt við það, að ef það ágæta fólk fylgi Trump að málum, að það fylgi einnig eftir þegar Trump snögglega vendir um kúrs um eigin yfirlýst viðhorf.
- Eg býð nú spenntur eftir því, hvort að það ágæta fólk sem hefur sagt ásakanir gegn ríkisstjórn Rússlanda - fáránlegar, nú snögglega taki undir þær ásakanir?
- Fyrst að Trump nú samþykkir þær ásakanir!
En þetta er ákveðin prófraun á það ágæta fólk!
Hvort það er -- fylgismenn!
Reince Priebus - "He (Tump) accepts the fact that this particular case was entities in Russia, so that's not the issue," Priebus said on "Fox News Sunday."
Donald Trump - "In a statement, he acknowledged that "Russia, China, other countries, outside groups and people are consistently trying to break through the cyber infrastructure of our governmental institutions, businesses and organizations including the Democrat(ic) National Committee."
Þetta væntanlega þíðir að Trump hefur samið frið við sínar leynistofnanir!
En þær verða að sjálfsögðu hans, eftir embættistökuna eftir nokkra daga!
- Þetta væntanlega þíðir, að Trump ætlar ekki að fara í einhvern stóran uppskurð á þeim stofnunum, eins og sumir ráðgjafar hans lögðu til -- einkum nýi öryggisráðgjafi hans.
- Það verður þá væntanlega ekkert frekar vesen í samskiptum milli Trumps og þessara leynistofnana!
Niðurstaða
Hvers vegna Trump söðlaði um - eftir að áður hafa gagnrýnt niðurstöðu leynistofnana Bandaríkjanna varðandi ásakanir þeirra á rússnesk stjórnvöld að hafa staðið fyrir skipulagðri hakk árás á stofnanir Demókrata flokksins og nánar tiltekið framboð Hillary Clinton; fáum við sjálfsagt aldrei að vita!
Það væntanlega þíðir, að fyrst að Trump hefur nú samþykkt þá greiningu -- þá verði hann knúinn til þess að refsa með einhverjum formlegum hætti Rússlandi fyrir það að hafa staðið fyrir þessari hakk aðgerð.
Spurning hvernig það verkar í samhengi við hugmyndir sem komu fram í kosningabaráttunni, um að bæta samskiptin við stjórnvöld Rússlands.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar og hvernig þessi afskipti hafa orðið fylgir ekki sögunni. Lekinn frá DNC kom að innan og nokkuð ljóst að Seth Rich stóð fyrir honum og galt lífið fyrir. Þetta var opinberað af Assange og wikileaks, sem hefur engin tengsl við rússa og er með hæli í sendiráði Equador í London.
Víst er að allar stórþjóðir fylgjast hver með öðrum og reyna að hafa áhrif. Ekkert hefur samt enn komið fram með hvaða hætti rússar reyndu að hafa áhrif á kosningarnar. Spuninn úr NYT og Huffington post er ekki nóg.
Það að Assange tók Hilary sérstaklega fyrir er væntanlega sú staðreynd að hún hefur margoft viljað hann feigan og það jafnvel með dróna.
Ef einhver hefur skipt sér að kosningum og innanríkismálum, þá standa bandamenn leynt og ljóst fyrir tilræðum og stjórnarskiptum í um 70 skipti s.l. Fimm áratugi eða svo.
Hilary vildi nýtt kalt stríð ef ekki beina styrjöld við rússa, Trump ekki. Það skal engan undra að Putin karlinn hafi haldið með honum.
Ég verð að taka ofan fyrir þessum greinum þínum, svo akipulegum og skýrt fram settum, en gallinn er bara að innihaldið er aldrei nokkur skapaður hlutur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.1.2017 kl. 06:18
"Lekinn frá DNC kom að innan ...." -- Þú ert fallinn í gryfjuna sé ég, en þ.e. standard taktík leyniþjónusta - að sigla undir fölsku flaggi, þ.e. ef tilgangur var að skaða Clinton - þá er það tilvalið fyrir leyniþjónustumanninn, að láta líta svo út að meðlimur Clinton Team hafi lekið -- þannig skaða Clinton tvisvar þ.e. leka skaðlegum gögnum og samtímis skapa tortryggni innan hennar eigin raða.
Ekki vera svo einfaldur að trúa því - að sá sem virðist leka, hafi raunverulega lekið.
Það sé einmitt lýgi leyniþjónustumanns, að sá aðili starfsm. Clinton Team hafi verið að leka þeim gögnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2017 kl. 09:29
Þú ert í einhverju bjartsýniskasti Einar
Þegar Trump kom af fundinum sagði hann að það væru bara fífl sem ekki vildu bætt samskifti við Rússland og hann væri tilbúinn að leysa vandamál sem eru víðsvegar um heiminn í samstarfi við þá.
.
Stofnadi og eigandi Mcafee vírusvarnarforritsins er með skemmtilegt viðtal þar sem hann dregur skýrsluna sundur og saman í háði.
Það er alveg augljóst að þessi skýrsla er alger uppspuni ,af ýmsum ástæðum.
Í fyrsta lagi eru sönnunargögnin ,fyrir utan astraltertugubb,að það hafi verið notað Cyrilliskt lyklaborð við að hakka og að það hafi verið rússnesk orð í forritinu sem var notað.
Þetta er augljóslega ætlað fyrir þá sem eru mest auðtrúa.
Það eru engin sönnunargögn í skýrslunni,engin af neinu tagi.
Eigandi Mcafee bendir á að ef það eru einhver sönnunargögn þá eru þau í formi talnaruna ,skjala og útskrifta úr njósnakerfi NSA.
Ekkert af þessu þarf að vera leynilegt. Málið er að þeir hafa engin sönnunargögn og að öllumm líkindum hefur ekki verið brotist inn ,heldur er um leka að ræða.
Skýrslan er meira segja byrt með fyrirvörum og notað er orðið confident ,sem er einmitt orðalagið sem hefur alltaf verið notað þegar þetta fólk er að spinna lygavef.
CIA er confident,en FBI er medium confident ,enda hefur FBI ekki fengið að skoða serverana.
Getur þetta nokkuð orðið aumara,eða augljósaru lygi.
Það sem við eru að sjá enn einu sinni að menn sem eru þekktir fyrir að vera raðlygarar koma enn einu sinni fram á völlinn með ásakanir ,án nokkurra sannana og segja :Treystu því sem ég segi,en ég ætla ekki að leggja fram neinar sannanir. Og enn einu sinni eru margir sem eru þess reiðubúnir að láta ljúga að sér einu sinni enn.
.
Hvaða falska flagg ertu eiginlega að tala um ,var einhver nósnari sem reyndi að láta líta út eins og þetta væri leki.
Assange hefur nánast sagt að þetta hafi verið maðurinn sem var drepinn.Þetta gerir hann með að heita verðlaunum þeim sem getur gefið upplýsingar um drápið á honum.
Wikileaks heitir ekki venjulega verðlaunum fyrir að upplýsa morð.
.
Neokonarnir róa nú lífróður til að missa ekki niður taktinn í þeirri ógeðfelldu heimsvaldastefnu sem þeir hafa fylgt undanfarna áratugi. Heimsvaldastefnu sem hefur kostað milljónir manna lífið og tugi milljóna á vergangi.
Það væri ágætlega við hæfi Einar á nýju ári að þú hættir að róa undir með þessum viðbjóði.
.
Borgþór Jónsson, 9.1.2017 kl. 14:19
Það er kannski ágætt að bæta því við að þessa dagana streyma þúsundir tonna af hergögnum frá Bandaríkjunum til Evrópu í gegnum Rotterdam.
Það er unnið dag og nótt við að koma þeim þar fyrir áður en Trump tekur við völdum.
Nýjasta sendingin var um 100 skriðdrekar og brynvarin tæki.
Það er ekki útilokað að Neokonarnir láti koma til átaka við Rússa af einhverju tagi á næstu dögum til að spilla samkiftum ríkjanna það mikið að ekki verði aftur snúið.
Þessir menn eru helsjúkt fólk og engin leið fyrir venjulegt fólk að setja sig inn í þann hugarheim sem þeir búa í.
Borgþór Jónsson, 9.1.2017 kl. 14:30
Af hverju ætti Wikileaks að ljúga um þetta? Bara tilviljun að Seth Rich var myrtur á þessum sama tíma? Skondin aðferð til að hafa áhrif á kosningarnar, sýna fólki hvað var í gangi bakvið tjöldin hjá Hillary; ég myndi segja að hver sem er má hafa þannig áhrif á kosningarnar, að leifa fólki að sjá sannleikan um hvað var í gangi hjá Hillary. Flest af hneykslis málum Hillary komu þessu hakki ekkert við svo þetta er allt saman "smoke and mirrors" til að villa um fyrir fólki.
Mofi, 9.1.2017 kl. 16:40
Mofi, spurningin að WikiLeaks ljúgi -- er röng nálgun.
En eins og niðurstaða leynistofnana Bandar. er -- þá var gerð hakkárás!
Getur gert allt sem honum sýnist!
Það hafi verið -sennilega- vísvitandi "spoof" aðgerð!
--Að láta tölvu eins starfsmanna Clinton -- senda gögnin.
Það hafi ekki verið -- sá starfsmaður að leka.
Þ.s. WikiLeaks líklega einungis sér!
Er að gögnin bárust frá tölvu -X-
En það séu ekki gagnlegar upplýsingar.
Ef það er rétt -- að tölvukerfi Clinton hafi verið hakkað með þeim hætti, sem sagt er.
Við höfum í sjálfu sér enga leið til að vita hvað er satt eða rétt í þessu.
--Samtímis, enga leið heldur til að -- rengja þá sögu!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2017 kl. 23:16
Borgþór, þessi -paranoya- þín er komin langt út fyrir það að vera fyndin - eiginlega brjóstumkennanleg.
Fáðu aðstoð!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2017 kl. 23:18
https://youtu.be/Kp7FkLBRpKg
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 07:02
Einar þessi einstaka vanhæfni þín til að læra af reynslunni er afar áhugaverð.
Ég legg til að þú farir varlega með eld.
Staðreyndin er sú að við höfum séð það ítrekað í gegnum síðustu áratugi að langvarandi rógsherferð gegn einhveju ríki og/eða þjóðhöfðingja ,sem síðan er fylgt eftir mað uppsöfnun herafla á landamærum viðkomandi ríkis er ALLTAF fylgt eftir með átökum af einhverju tagi,oftast hernaði.
Rússland hefur samt nokkra sérstöðu vegna hernaðarmáttar síns.
Þetta er löngu orðið munstur sem gefur tækifæri á að spá fyrir um næsta atburð.
Þeir sem eru sæmilega greindir geta sagt fyrir um næstu tölu í talarunu sem hefur ákveðið munstur
Æfðu þig í þessu.
.
Eitt af því sem gefur tilefni til svartsýni er að nú eru þúsundir manna sem hafa haft framfæri sitt af hermangi og áróðri ,jafnvel allt sitt lif,í hættu á að standa á götunni.
Það verður ekki auðvelt fyrir þetta lið að fá góða vinnu af því það hefur enga starfsreynslu og enga þekkingu,einungis getuna til að spinna einhverja lygaþvælu sem við könnumst svo vel við.
Þetta fólk mun berjast til síðasta blóðdropa til að halda þessum status.
Ofan á allt annað gæti líka farið svo að þetta fólk verði ekki lengur ónæmt fyrir Bandarísku réttarkerfi.
Það er ekki gefið að forstjóri CIA sem hefur í að minnsta kosti tvígang logið gróflega í stórum málum fyrir Bandarískri þingnefnd verði áfram ónæmur fyrir lögum
Þeir eru komnir út í horn ,og það virðist ekkert geta bjargað þeim nema átök við Rússa.
Það eru tveir möguleikar í þessu.
1 Að þeir reyni að framkalla atburð á landamærum Rússlands sem þeir telja sig geta haldið í böndunum ,án þess að það verði alsherjar stríð
2 Sem er líklegra og meira í anda stefnu síðustu ára ,að þeir virkji Nasistana í Úkrainu til átaka. Þá er minni hætta á stórstyrjöld og það er búið að sýna fram á nauðsin þess að halda Rússum í skefjum.
Hættan er ekkert liðin hjá þó að Trump taki við sem forseti.Þessi mafía hefur sínar leiðir eins og við sáum í Sýrlandi þegar Bandaríski herinn sprengdi upp friðarsamkomulag Lavrovs og Kerry með því að gera árás á Sýrlenska herinn. "War must go on"
.
Skýrslan sem var gefin út og fylgt úr hlaði af forstjóra CIA hefur ekkert innihald nema áróður,engin tilraun er gerð til að sanna málflutninginn.
Þessi skýrsla hefur þann eina tilgang að fá almenning á vesturlöndum til að sætta sig við árás af einhverju tagi á Rússa auk þess að vera réttlæting á heimskulegri og misheppnuðu stunti Obama þegar hann vísaði Rússnesku sendiráðsmönnunum úr landi.
.
Líklega kemur þetta til að springa upp í andlitið á þeim af því að langflestir sjá í gegnum þessa þvælu og allir nema hörðustu stríðsæsingamennirnir hafna henni sem innantómu blaðri.
Í beinu framhaldi af þessum fundi tikynnti Trump um nýjann yfirmann CIA sem hefur það að markmiði að breyta CIA úr pólitískri stofnun í leyniþjónustu.
Borgþór Jónsson, 10.1.2017 kl. 07:24
Mér finnst eins og þar sem wikileaks eru þeir sem fengu upplýsingarnar þá eru þeir trúverðugastir í þessu öllu saman, ekki CIA sem hefur það sem tómstundargaman að breyta stjórnvöldum í öðrum löndum. Eins og staðan er þá er þetta einfaldlega spurning um að velja hverjum maður trúir og CIA hefur í mínum augum verri trúverðugleika en Wikileaks.
Mofi, 10.1.2017 kl. 12:43
Mofi, hvernig getur WikiLeaks vitað hver sendi þeim raunverulega upplýsingarnar?
--Þeir hafa varla meira í höndunum -- en úr hvaða tölvu þær bárust!
Ímyndaðu þér að bílnum þínum væri stolið - sá sem stæli honum fremdi glæp, síðan væri hann skilinn eftir af þjófnum.
--Ímyndaðu þér síðan, að sá sem fyrir glæpnum verður -- taki niður númerið af bílnum þínum.
Eðlilega værir þú handtekinn og yfirheyrður af lögreglunni!
-------------
Þarna værir þú undir grun -- vegna þess að bíllinn þinn var notaður.
----------------
M.ö.o. mér virðist þú seilast nokkuð langt -- þegar þú ákveður að það litla sem WikiLeaks sér - skipti öllu máli, þ.e. hvaða tölva sendi gögnin.
Meðan að framburður starfsmanna Clinton - Clinton sjálfrar - rannsókn FBI og CIA -- að þínu mati, skipti ekki máli.
Er það ekki smávegis langt gengið?
--------------
Svo, af hverju er þetta að þínu mati, svo ótrúlega ótrúverðugt?
--Hafandi í huga hve litlar upplýsingar WikiLeaks -- sennilegast hefur?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2017 kl. 02:01
Borgþó, endurtek - leitaðu þér aðstoðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2017 kl. 02:04
Niurstaðan úr þessu er að þetta er bara lygasaga sem er að feila og þú ert í fýlukasti og reynir að bjarga þér með einhverjum bollaleggingum.
Þetta fer í sömu skúffu og lygasagan í Washingon Post ,að rússar hafi hakkað sig inn á raforkukerfið í Illinoi.
Borgþór Jónsson, 11.1.2017 kl. 11:16
Einar, höfum við ekki þegar brennt okkur á lygum CIA og hvað þá Clinton?
Mofi, 11.1.2017 kl. 13:26
Mofi, Af hverju er það allt augljóslega lýgi - Trump ekki lengur dregur það í efa þ.e. sannleiksgildi þeirra ásakana!
Þú ert eiginlega ekki búinn að útskýra þetta!
En það dugar ekki að þú teljir að þær stofnanir hafi logið í fortíðinni - einhverju sinni, það gera allar leyniþjónustur -- en þú ert þá einnig að ásaka FBI, sem er ekki leyniþjónusta.
Aðilar sem oft ljúga -- gera það eiginlega aldrei alltaf. Þú þarft m.ö.o. að hafa sérstaka ástæðu til að -- draga þessar tilteknu upplýsingar í efa, almenn tortryggni dugi ekki.
--Svo virðist mér ekki Clinton hafa frekari ástæðu til að ljúga en t.d. Donald Trump.
--Né virðist skv. óháðum fréttaveitum Clinton hafa logið oftar en Trump í kosningabaráttunni.
Sé því ekki af hverju Clinton er endilega minna trúverðug en Trump, eða öfugt.
--Eða hennar starfsmenn.
Sem þíðir að sjálfsögðu að ég álít -- að þær geti mögulega verið sannar.
--Ég sé ekki að við höfum forsendur til að hafna því algerlega, eins og þú virðist gera.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2017 kl. 01:19
Borgþór, geisp. Trump er hættur að draga þetta í efa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2017 kl. 01:20
Mér finnst einfaldlega Clinton velja að ljúga við flest öll tækifæri, jafnvel þegar það skiptir engu máli. En hvað um það, það er rétt hjá þér að jafnvel Trump er búinn að samþykkja að Rússar voru að stunda net árásir. Í desember þegar ég var að kynna mér þetta þá virtust mjög margir vera ósammála þessum ásökunum en fáir eftir í dag.
Mofi, 12.1.2017 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning