Yfirmaður njósna- og öryggismála í Bandaríkjunum - svaraði Trump með því að segjast nærri fullviss að Rússland hefði skipt sér af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum

Það virðast vera myndast átakalínur milli -Trump team- og áhrifamikilla þingmanna meðal Repúblikanaflokksins, sem bregðast vægast sagt með allt öðrum hætti við málflutningi leyni- og njósnastofnana Bandaríkjanna -- en Donald Trump.

U.S. spy chief 'resolute' on Russia cyber attack, differs with Trump

  1. "James Clapper, the director of national intelligence, said he had a very high level of confidence that Russia hacked Democratic Party and campaign staff email, and disseminated propaganda and fake news aimed at the Nov. 8 election." - "I don't think we've ever encountered a more aggressive or direct campaign to interfere in our election process than we've seen in this case,"
  2. Meðan að John McCain og Lindsay Graham, báðir öldungadeildarþingmenn og Repúblikanar - fordæmdu afskipti rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum innan Bandaríkjanna.
    ""Every American should be alarmed by Russia's attacks on our nation. There is no national security interest more vital to the United States of America than the ability to hold free and fair elections without foreign interference," McCain said."

Rétt að taka fram að Clapper er að hætta - Trump ætlar að skipa annan yfirmann njósna og öryggismála.
--Hinn bóginn virðist a.m.k. að Trump geti ekki verið öruggur að þingið fylgi honum - þegar kemur að afstöðu til -meintra- eða -raunverulegra- afskipta rússneskra stjórnvalda.

  • Það kemur í ljós síðar -- hversu mikil alvara er að baki umræðum innan -Trump team- þess efnis, að framkvæma stóran uppskurð á leynistofnunum Bandaríkjanna.
    --Uppskurður sem gæti tekið á sig mynd pólitískra hreinsana.
  • Enn er ekki vitað hvort stórar breytingar af því tagi verða framkvæmdar.

--Vísbendingar í erlendum fréttum, virðast benda til þess að innan -Trump team- sé a.m.k. ekki einhugur um slíka aðgerð.
**Nýr öryggisráðgjafi Trumps vilji slíkan stóran uppskurð - en sumir aðrir ekki.

  1. Bandaríska þingið mun afar líklega taka -meint- eða -raunveruleg- afskipti rússneskra stjórnvalda af bandaríski forsetakosningunum - til einhvers forms formlegrar afgreiðslu.
  2. Það gæti orðið forvitnilegt að sjá viðbrögð Trumps! Ef ráðandi viðbrögð innan þingsins stefna annað -- en hæfir skoðunum Trumps á málinu.

Robert Lighthizer; Peter Navarro; Wilbur Ross

http://eleconomista.com.mx/files/imagecache/eco2014_650x433/files/untitled-1_267.jpg

Eitt virðist þó öruggt, að Trump virkilega ætlar að hjóla í Kína!

Myndin sýnir þann hóp sem - Kína-hauka og viðskipta-hauka, sem Trump hefur valið sér til fulltingis, þegar kemur að bollaleggingum um aðgerðir gagnvart Kína.

  1. Þannig að líklega má slá því nú fullkomlega föstu.
  2. Að samskipti Bandaríkjanna og Kína -- muni snarlega versna undir forseta Trump.

Einungis ekki vitað -- hversu slæm þau verða!

En Trump er með sér menn sem vilja að Bandaríkin beiti - stigmagnandi aðgerðum gegn Kína.
--Í því skyni að beygja eða sveigja Kína að vilja Bandaríkjanna, eða nánar tiltekið -- vilja hinnar nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem tekur við síðar í þessum mánuði.

Það virðist vera að magnast upp umræða meðal bandaríska hægri manna -- um meinta eða raunverulega ógn frá Kína.
--Tal sem líkist um margt því hvernig menn ræddu um Sovétríkin sálugu.

Hinn bóginn virðist mér slíkt umtal ekki beint passa!

  1. Hættan er augljós að átök Kína og ríkisstjórnar Bandaríkjanna, stigmagnist í ástand -- er mundi geta ógnað heimshagkerfinu, þ.e. stöðugleika þess.
  2. Við erum eftir allt saman að tala um -- 2 stærstu hagkerfi heims.
  • Tit for tat -- refsiaðgerðir milli 2-ja stærstu hagkerfa heims, virkilega gætu skapað heilmikið rask.

Og þá er ég ekki farinn að nefna -- hugsanlega, hernaðarspennu.
--Sem einnig getur legið í loftinu.

 

Niðurstaða

Mér virðist valdaskiptin í Bandaríkjunum -- marka nýja stefnu aukinna átaka Bandaríkjanna við önnur lönd.
--Fyrir utan hugsanlega Rússland.

En þ.e. eins og -Trump team- sé með þá hugmynd - að aðskilja Rússland frá Kína. Væntanlega með einhverri nægilega bitastæðri eftirgjöf til Rússlands.

Það væri með vissum hætti -- endurtekning á Nixon. Er hann samdi við Maó formann.
--Hinn bóginn er margt ólíkt við Kaldastríðs átök 7. áratugarins, og dagsins í dag.

Það er náttúrulega ekkert Kalt-stríð enn við Kína, þó vera megi að Trump stefni þangað.
--Og Rússland er ekki raunverulega bandamaður Kína.

  • Síðan gæti Pútín verið vís -- að stinga eftirgjöf Trumps í vasann.
    --Án þess að standa við sinn hluta.

Hinn bóginn, hver veit -- með fyrrum forstjóra Exon sem utanríkisráðherra!
--Gæti verið að tilboð í tengslum við frekari framþróun olíuiðnaðar hangi síðar meir á spítunni, til Pútíns.

  • Það mundi passa við -- innlendar áherslur Trumps á frekari uppbyggingu olíu-iðnaðar innan Bandaríkjanna.
  1. Hinn bóginn held ég að heimurinn á nk. áratugum muni smám saman stíga skref frá olíu og gasi.
  2. M.ö.o. að ósennilegt sé að gríðarlega kostnaðarsamar olíuframkvæmdir borgi sig.
    --Þar sem að líklega nái olíuverð aldrei ofurhæðum á nýjan leik.

Frekar að langtíma þróunin sé til lækkunar frekar en hitt.
M.ö.o. að ný olíustefna sé sennilega -- "dead end."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullviss ...

Einar vinur, að "hampa" þessu er lítið annað en fávitaháttur.

BNA, hafa haft afskipti af öðrum löndum, og er skjalfest að þeir hafa haft í förum njósnir á Íslandi.  Persónunjósnir, skráningu á einstaklingum og afskipti af innanríkismálum.  Og nú eru þessir "þrjótar" að klaga yfir því að önnur ríki séu að hafa afskipti af þeim?

vægast sagt hjákátlegt ... og ber vitni um lítið annað en algert getuleysi BNA.  Skýrir af hverju þessir menn hafa sett mið-austurlönd í rúst, og af hverju afskipti þeirra hafa haft aðrar eins afleiðingar í Evrópu, og raun ber vitni.

Þessir menn hafa kanski góðan her, en hafa ekkert á milli eirnanna ... og algert dómgreindarleysi, svona svipað og þú. Sem á annan veg (sem Íslendingur), ert að hampa "Útrásarvíkingum" og á hinn veginn, ert að "refsa þeim fyrir að tapa peningunum sem þeir stálu".  Mórallin í dæminu, fer algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá ykkur.

Bregstu yfirleitt við, þegar maður bendir á að BNA eru "verstu þrjótar" í þessum málum fyrr og síðar?

Nei, þú ferð örugglega að afsaka gerðir þeirra ... gersamlega "immoral" og algerlega dómgreindarlaus.

Það sem er að gerast í Bandaríkjunum, er lítið annað en tilraun til valdaráns ... og afleiðingar þessara verka, er og verður ... algert tap bandaríkjanna og breta, á alþjóðavetvangi.  Rússar eru stórir í dag, einmitt vegna þessa dómgreindarleysis þíns og BNA.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 05:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar Hillary Clinton var orðin uppiskroppa með innlenda aðila til að kenna um ófarir sínar sneri hún sér að Rússum og ásakaði þá um að hafa verið með puttana í kosningunum Trump í hag. HC hefur sennilega verið búin að gleyma því að hún þáði milljónir dollara frá Rússlandi. Svo eru margar vísbendingar um kosningasvindl Demókrata í umræddum kosningum, t.d. það sem átti sér stað í sýslu einni í Nevada þar sem dag einn þegar kosið var utankjörstaða nýttu 2000 atkvæðarétt sinn, af þeim 2000 atkvæðum fengu Demókratar 3100 atkvæði. Þetta er bara eitt lítið dæmi um svindlið sem Demókratar háðu svo ég tali nú ekki um þær milljónir látinna einstaklinga sem kusu Demókrata auk milljóna ólöglegra innflytjenda.

Hitt er svo annað mál að Obama sendi hersveit manna til Ísrael og reyndi að koma í veg fyrir að Netanyahu héldi forystu í Ísraelskum stjórnmálum á s.l. ári. Þar að auki voru forystumenn allra helstu vinveittra þjóða Bandaríkjanna hleraðir að tilstilli Obama og sennilega Clinton líka.

En að segja að maðurinn sé NÆRRI fullviss að Rússar hafi skipt sér af kosningabaráttunni sýnir hversu veik rök þeirra eru.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2017 kl. 10:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tómas,ekki veit ég hvaða samsærismiðla þú lest -- rannsóknir á hugsanlegu svindli við kosningarnar hafa þvert á móti sýnt fram á að langsamlega megni til; standist svindl ásakanir ekki skoðun -- að svindl við síðustu kosningar innan Bandar. sé sambærilegt í tíðni við aðrar kosningar fyrri tíðar -- -- þ.e. einhvers staðar á bilinu 0,01% - 0,005%.

Ásakanir um hakkárásir frá Rússlandi, eru trúverðugar -- en þ.e. vægt sagt grunsamlegt að einungis Demókratar og Clinton sé hökkuð.
--Maður á erfitt með að trúa, að ekkert -djúsí- sé að finna nokkurs staðar meðal pólitíkusa innan Bandar. á hægri væng --> Eða þá, að margt -djúsí- sé ekki að finna ef fyrirtæki Trumps væru hökkuð.

Þetta eitt er mjög sterk vísbending þess, að það raunverulega hafi vísvitandi verið að "targeta" andstæðinga Trumps --> Til að liðka fyrir kosningu einmitt hans.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.1.2017 kl. 18:04

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Einar, það hefur sannast að hinir svo kölluðu "virtu" fjölmiðlar voru þeir sem fluttu almenningi samsæriskenningar, kenningar sem ekki stóðust þrátt fyrir miklar tilraunir til að láta þær ganga upp. Eitt er það að þeir sí og æ fluttu fregnir um tilbúnar skoðanakannanir í þeim tilgangi að hafa áhrif á kjósendur. Kjósendur aftur á móti voru ekki á því að hleypa HC inn í Hvíta húsið, hún hafði þá þegar verið þar of lengi að þeirra dómi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.1.2017 kl. 19:19

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Talandi um Olíu þá hefir Ameríka yfirdrifið af olíu og öll þessi viðskipti við erlend ríki voru bara gerð til þess treita vörum/vopnum. við vissum allir að olía frá Alaska fór til Japans með viðkomu í Kaliforníu og gleymum ekki að olían á japönsk herskip í seinna stríði var frá USA. Alríkið á c 65% af alaska sem eru kallaðar orku reserve og það er líka meiri olía við Baufort hafið og örugglega við vesturstrandir Alaska. Þegar Olíupípan var byggð 1969 til 1977 þá var leyfi gefið út fyrir tveim öðrum pípum svo halda menn að þeir hafi ekki vitað að þarna væri urmull að olíu.Það mikill að Texas svæðið var í hættu.    

Valdimar Samúelsson, 6.1.2017 kl. 20:37

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Wikileak foringinn heldur því fram að allar þessar upplýsingar sem komu fram var ekki frá Rússunum, heldur hafi þessu verið lekið innan frá í liði Hildiríðar Klinton.

Ef við trúum því að Rússarnir hafi gert þetta, þá finnst mér það furðuleg afstaða vinstra liðsins að það hafi verið gott að Snowden var með uppljóstranir, en ef það eru Rússar, þá er það eitthvað mjög alvarlegt og ætti ekki að eiga sér stað.

Annað hvort eru svona lekar góðir fyrir almenning eða ekki, hvernig væri að vinstra fari að ákveða sig.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2017 kl. 07:28

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, hvernig í ósköpunum gæti Wikileaks foringinn vitað hvaðan gögnin bárust? En það væri t.d. standard hluti af aðgerð leyniþjónustumanna, að sigla undir fölsku flaggi -- þegar þær væri að lega upplýsingunum.
__Einmitt væri það rökrétt af þeim, að þykjast vera Demókratar.
__Jafnvel fólk úr "staffi" Clinton.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2017 kl. 00:16

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tómas, jæja - nú hefur Trump samþykkt ásakanir leynistofnananna -- eftir fundi helgarinnar þ.s. hann var að sögn rækilega uppfræddur um þau gögn sem leynistofnanir Bandar. hafa undir höndum.

Ítreka, að þessar ásakanir hafa alltaf virst -- trúverðugar.
Burtséð frá því hversu ákveðið þú hefur kíkinn fyrir blynda auganu, herra Tómas.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2017 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband