Trump virðist líta á yfirlýsingar frá CIA og öðrum leynistofnunum Bandaríkjanna á þann veg, að Pútín hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna innan Bandaríkjanna!
-Sem sönnun þess að leynistofnanir Bandaríkjanna, séu að taka þátt í pólitískri atlögu gegn honum sjálfum.
-En mig grunaði að Donald Trump mundi einmitt taka slíka afstöðu, vegna þess að ef hann samþykkir niðurstöðu leynistofnana á þann veg, að hakkárásir á Demókrataflokkinn og framboð Hillary Clinton -- hafi verið slík tilraun af hálfu Rússlands!
-Þá gæti það dregið úr trúverðugleika hans eigin kosningasigurs!
Trump plans to revamp top US intelligence agency, restructure CIA
Trump Is Working On A Plan To Restructure, Pare Back The CIA And America's Top Spy Agency
Trump to revamp intelligence agencies: report
Athygli vekur -tweet- frá Trump þar sem Trump vitnar beint í Assange!
Julian Assange said "a 14 year old could have hacked Podesta" - why was DNC so careless? Also said Russians did not give him the info!
Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2017
Ég persónulega mundi ekki álíta Assange í aðstöðu til að leggja slíkt mat, þ.s. hann eftir allt saman er "out of the loop" -- flóttamaður frá Bandaríkjunum, með hæli í Rússlandi.
Að auki efa sé stórfellt, að unnt sé að treysta hans mati af annarri ástæðu, nefnilega þeirri --> Að ég trúi því ekki, að Rússar hafi ekki tak á Assange, í gegnum það að hafa veitt honum hæli.
En jafnvel Þó að það geti verið rétt, að Assanga hefi örugg tök á sínum gögnum -- með leynilyklum, þá geta Rússar hvenær sem er sent hann til bandar. sendiráðsins í Moskvu.
--Assange m.ö.o. þurfi að vera Rússum gagnlegur, ef hann á að fá áfram að vera þar í skjóli.
- Það sé óneitanlega sérstakt, að Trump velji að vitna í athugasemd frá Assange -- hafandi í huga hve ósennilegt sé að hann sé lengur -- hlutlaus greinandi.
The view from the Trump team is the intelligence world [is] becoming completely politicized, an individual close to Trumps transition operation said. "They all need to be slimmed down. The focus will be on restructuring agencies and how they interact."
- Skv. því sem fram kemur, ætlar Trump að leggja niður "Office of the Director of National Intelligence" eða "ODNI" -- sem stofnuð var í kjölfar 9/11 atburðarins, skv. ráðgjöf svokallaðrar "9/11 commission".
--En tilgangur þessarar stofnunar sem hefur stöðu ráðuneytis, og hefur aðsetur í Hvíta-húsinu, er að fylgjast með gagnaflæði frá leynistofnunum Bandaríkjanna, og skapa einhvers konar heildarmynd fyrir embætti forseta Bandaríkjanna.
--En vandinn sem "9/11 Commission" kom auga á, var sá að leynistofnanir Bandaríkjanna -- unnu ekki nægilega saman! Skv. greiningu "9/11 Commission" voru gögnin til, sem hefðu getað hindrað 9/11 atburðinn - en vegna þess að þau hafi verið hjá mismunandi stofnunum, hafi enginn einn aðili séð þá heildarmynd.
--Hugmyndin að "ODNI" var þá að búa til þann aðila sem gæti veitt slíka heildarsýn. - Síðan stendur til að skera verulega mikið niður hjá CIA -- sérstaklega í greiningardeildum í höfuðstöðvunum í Washington, sem vinna við það að greina gögn sem berast frá njósnurum og einstaklingum á vettvangi.
--Einhverjir verði færðir á "vettvang" eða "into the field."
Trump m.ö.o. er að ásaka leynistofnanir Bandaríkjanna fyrir að vera ótrúverðugar!
Mig grunar þó að margir muni sjá þetta sem -- refsingu frá Trump fyrir að segja það sem Trump vill ekki heyra!
--Væntanlega verði allir þeir reknir sem komu nærri því að skila því mati, að Rússland hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna!
- Sú áhætta sem Trump getur verið að taka.
- Er sú að njósnarar sem hafi verið reknir.
- Muni hefna sín á Trump sjálfum.
- En ég er ekki að leggja það til að þeir reyni að drepa Trump.
Heldur það að þeir leitist við að skaða orðstýr Trumps!
--En þeir gætu ákveðið að hakka fyrirtæki í eigu Trumps.
--Einnig leitast við að hakka teymið sem Trump hefur safnað í kringum sig.
Til þess að finna upplýsingar sem skaða Trump.
--Í því skyni að leka þeim upplýsingum.
En Trump hefur lengi verið þekktur fyrir að vera ósvífinn í viðskiptum.
--Það gæti því vel verið þess virði, að leitast við að rannsaka nánar viðskipti Trumps.
--En njósnarar gætu stolið gögnum með margvíslegum hætti, með hakki eða meira gamaldags aðferðum.
Síðan væru þeir líklegir til að voma yfir teyminu hans Trumps.
--Til þess að leita uppi gögn sem skaða einstaka aðila í "Trump team" - ef þeir finna ekki skaðleg gögn á Trump sjálfan.
Svo auðvitað væri tæknilega unnt, hreinlega að -- falsa gögn.
--En þjálfaðir njósnarar ættu að geta gert slíkt, þannig að nær ómögulegt væri að vita að um falsanir væri að ræða.
- M.ö.o. þá grunar mig að Trump geti verið að taka umtalsverða áhættu, með því að ætla sér að hreinsa til innan CIA og loka ODNI.
--En þá væntanlega verður slatti af einstaklingum sem þjálfaðir eru í margvíslegri starfsemi tengdum njósnum -- atvinnulausir.
--Sem væntanlega munu ekki vera vinir Tumps í kjölfarið.
Niðurstaða
Eins og ég bendi á, þá grunar mig að þeir njósnarar og aðrir starfsmenn viðriðnir leyndar-starfsemi, sem líkur benda til þess að Trump ætli sér að reka fljótlega eftir að hann tekur formlega við embætti.
--Geti ákveðið að hefna sín á Trump, og teyminu hans Trumps -- í kjölfarið.
Starfsmenn með þjálfun við leyndar-starfsemi og margra ára starfsreynslu að auki.
--Ættu að vera færir um að hefna sín með margvíslegum hætti.
Mig grunar að reiðir fyrrum starfsmenn CIA og ODNI muni standa fyrir margvíslegum gagnalekum -- ætlað að skaða Trump.
Það gæti eitt og annað -djúsí- verið að finna ef kafað er í viðskiptaferil Trumps.
--Sérstaklega ef slík gagnaleit er framkvæmd af fólki, sem vant er að leita uppi faldar upplýsingar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, ég hef enga skoðun á þinni skoðun í þessu máli. En ætli það sé ekki orðið tímabært fyrir USA að hreinsa til í sínum leynistofnunum sem virðast orðnar ríki í ríkinu?
Kolbrún Hilmars, 5.1.2017 kl. 17:22
Kolbrún, spurning hver er tilgangur hreinsana - en ef sá tilgangur er fyrst og fremst pólitískur sbr. hreinsanir Erdogans í Tyrklandi; þá er afar vafasamt að hreinsanir af þannig toga - séu til bóta.
--Mig grunar að þarna standi einnig til eins og hjá Erdogan, að hreinsa einhverja sem viðkomandi er í nöp við -sbr. yfirlýsingar Trump team að stofnanirnar séu orðnar pólitískar að þeirra mati vegna þess að þær hafa komist að pólit. óþægilegri niðurstöðu fyrir herra Trump- frekar en að tilgangur sé að bæta að einhverju leiti starfsemina.
--Þegar menn upplyfa að verið sé að beita bolabrögðum af ósekju --> Þá eðlilega verða menn reiðir, og líklega hyggja á hefndir af einhverju tagi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.1.2017 kl. 17:58
Við megum ekki gleyma því að þessar "leynistofnanir" hafa verið nokkuð óáreittar í áratugi og hafa haft tækifæri til þess að byggja sig upp innanfrá án pólitískra sveiflna.
Ef til vill var kominn tími til að einhver þyrði að pota priki í þá mauraþúfu?
Kolbrún Hilmars, 5.1.2017 kl. 18:57
Putin (og Rússland) VAR sakaður um að hafa verið valdur að innbroti inn í bandarísk kerfi í sambandi við forsetakosningarnar.
Elle_, 5.1.2017 kl. 22:29
Kolbrún Hilmars, tilgangur slíks pots skiptir máli, þ.s. Bandaríkin þurfa á því að halda að þær stofnanir séu áfram öflugar.
--Ef potið leiði til veikingar þeirra, að þær verði pólitískari eftir - umdeildari innan bandar. samfélagsins en áður.
Þá mundi slík aðgerð skaða hagsmuni Bandaríkjanna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.1.2017 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning