Trump virðist ætla í hörð átök við helstu leynistofnanir Bandaríkjanna! Viðbrögð Trumps virðast stefna í að verða á formi skipulagðra nornaveiða innan þeirra stofnana!

Trump virðist líta á yfirlýsingar frá CIA og öðrum leynistofnunum Bandaríkjanna á þann veg, að Pútín hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna innan Bandaríkjanna!
-Sem sönnun þess að leynistofnanir Bandaríkjanna, séu að taka þátt í pólitískri atlögu gegn honum sjálfum.
-En mig grunaði að Donald Trump mundi einmitt taka slíka afstöðu, vegna þess að ef hann samþykkir niðurstöðu leynistofnana á þann veg, að hakkárásir á Demókrataflokkinn og framboð Hillary Clinton -- hafi verið slík tilraun af hálfu Rússlands!
-Þá gæti það dregið úr trúverðugleika hans eigin kosningasigurs!

Trump plans to revamp top US intelligence agency, restructure CIA

Trump Is Working On A Plan To Restructure, Pare Back The CIA And America's Top Spy Agency

Trump to revamp intelligence agencies: report

 

Athygli vekur -tweet- frá Trump þar sem Trump vitnar beint í Assange!

Ég persónulega mundi ekki álíta Assange í aðstöðu til að leggja slíkt mat, þ.s. hann eftir allt saman er "out of the loop" -- flóttamaður frá Bandaríkjunum, með hæli í Rússlandi.

Að auki efa sé stórfellt, að unnt sé að treysta hans mati af annarri ástæðu, nefnilega þeirri --> Að ég trúi því ekki, að Rússar hafi ekki tak á Assange, í gegnum það að hafa veitt honum hæli.

En jafnvel Þó að það geti verið rétt, að Assanga hefi örugg tök á sínum gögnum -- með leynilyklum, þá geta Rússar hvenær sem er sent hann til bandar. sendiráðsins í Moskvu.
--Assange m.ö.o. þurfi að vera Rússum gagnlegur, ef hann á að fá áfram að vera þar í skjóli.

  • Það sé óneitanlega sérstakt, að Trump velji að vitna í athugasemd frá Assange -- hafandi í huga hve ósennilegt sé að hann sé lengur -- hlutlaus greinandi.

“The view from the Trump team is the intelligence world [is] becoming completely politicized,” an individual close to Trump’s transition operation said. "They all need to be slimmed down. The focus will be on restructuring agencies and how they interact."

  1. Skv. því sem fram kemur, ætlar Trump að leggja niður "Office of the Director of National Intelligence" eða "ODNI" -- sem stofnuð var í kjölfar 9/11 atburðarins, skv. ráðgjöf svokallaðrar "9/11 commission".
    --En tilgangur þessarar stofnunar sem hefur stöðu ráðuneytis, og hefur aðsetur í Hvíta-húsinu, er að fylgjast með gagnaflæði frá leynistofnunum Bandaríkjanna, og skapa einhvers konar heildarmynd fyrir embætti forseta Bandaríkjanna.
    --En vandinn sem "9/11 Commission" kom auga á, var sá að leynistofnanir Bandaríkjanna -- unnu ekki nægilega saman! Skv. greiningu "9/11 Commission" voru gögnin til, sem hefðu getað hindrað 9/11 atburðinn - en vegna þess að þau hafi verið hjá mismunandi stofnunum, hafi enginn einn aðili séð þá heildarmynd.
    --Hugmyndin að "ODNI" var þá að búa til þann aðila sem gæti veitt slíka heildarsýn.
  2. Síðan stendur til að skera verulega mikið niður hjá CIA -- sérstaklega í greiningardeildum í höfuðstöðvunum í Washington, sem vinna við það að greina gögn sem berast frá njósnurum og einstaklingum á vettvangi.
    --Einhverjir verði færðir á "vettvang" eða "into the field."

 

Trump m.ö.o. er að ásaka leynistofnanir Bandaríkjanna fyrir að vera ótrúverðugar!

Mig grunar þó að margir muni sjá þetta sem -- refsingu frá Trump fyrir að segja það sem Trump vill ekki heyra!
--Væntanlega verði allir þeir reknir sem komu nærri því að skila því mati, að Rússland hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna!

  1. Sú áhætta sem Trump getur verið að taka.
  2. Er sú að njósnarar sem hafi verið reknir.
  3. Muni hefna sín á Trump sjálfum.
  • En ég er ekki að leggja það til að þeir reyni að drepa Trump.

Heldur það að þeir leitist við að skaða orðstýr Trumps!
--En þeir gætu ákveðið að hakka fyrirtæki í eigu Trumps.
--Einnig leitast við að hakka teymið sem Trump hefur safnað í kringum sig.

Til þess að finna upplýsingar sem skaða Trump.
--Í því skyni að leka þeim upplýsingum.

En Trump hefur lengi verið þekktur fyrir að vera ósvífinn í viðskiptum.
--Það gæti því vel verið þess virði, að leitast við að rannsaka nánar viðskipti Trumps.
--En njósnarar gætu stolið gögnum með margvíslegum hætti, með hakki eða meira gamaldags aðferðum.

Síðan væru þeir líklegir til að voma yfir teyminu hans Trumps.
--Til þess að leita uppi gögn sem skaða einstaka aðila í "Trump team" - ef þeir finna ekki skaðleg gögn á Trump sjálfan.

Svo auðvitað væri tæknilega unnt, hreinlega að -- falsa gögn.
--En þjálfaðir njósnarar ættu að geta gert slíkt, þannig að nær ómögulegt væri að vita að um falsanir væri að ræða.

  • M.ö.o. þá grunar mig að Trump geti verið að taka umtalsverða áhættu, með því að ætla sér að hreinsa til innan CIA og loka ODNI.
    --En þá væntanlega verður slatti af einstaklingum sem þjálfaðir eru í margvíslegri starfsemi tengdum njósnum -- atvinnulausir.
    --Sem væntanlega munu ekki vera vinir Tumps í kjölfarið.

 

Niðurstaða

Eins og ég bendi á, þá grunar mig að þeir njósnarar og aðrir starfsmenn viðriðnir leyndar-starfsemi, sem líkur benda til þess að Trump ætli sér að reka fljótlega eftir að hann tekur formlega við embætti.
--Geti ákveðið að hefna sín á Trump, og teyminu hans Trumps -- í kjölfarið.

Starfsmenn með þjálfun við leyndar-starfsemi og margra ára starfsreynslu að auki.
--Ættu að vera færir um að hefna sín með margvíslegum hætti.

Mig grunar að reiðir fyrrum starfsmenn CIA og ODNI muni standa fyrir margvíslegum gagnalekum -- ætlað að skaða Trump.

Það gæti eitt og annað -djúsí- verið að finna ef kafað er í viðskiptaferil Trumps.
--Sérstaklega ef slík gagnaleit er framkvæmd af fólki, sem vant er að leita uppi faldar upplýsingar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, ég hef enga skoðun á þinni skoðun í þessu máli.  En ætli það sé ekki orðið tímabært fyrir USA að hreinsa til í sínum leynistofnunum sem virðast orðnar ríki í ríkinu?

Kolbrún Hilmars, 5.1.2017 kl. 17:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, spurning hver er tilgangur hreinsana - en ef sá tilgangur er fyrst og fremst pólitískur sbr. hreinsanir Erdogans í Tyrklandi; þá er afar vafasamt að hreinsanir af þannig toga - séu til bóta.
--Mig grunar að þarna standi einnig til eins og hjá Erdogan, að hreinsa einhverja sem viðkomandi er í nöp við -sbr. yfirlýsingar Trump team að stofnanirnar séu orðnar pólitískar að þeirra mati vegna þess að þær hafa komist að pólit. óþægilegri niðurstöðu fyrir herra Trump- frekar en að tilgangur sé að bæta að einhverju leiti starfsemina.
--Þegar menn upplyfa að verið sé að beita bolabrögðum af ósekju --> Þá eðlilega verða menn reiðir, og líklega hyggja á hefndir af einhverju tagi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2017 kl. 17:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við megum ekki gleyma því að þessar "leynistofnanir" hafa verið nokkuð óáreittar í áratugi og hafa haft tækifæri til þess að byggja sig upp innanfrá án pólitískra sveiflna.
Ef til vill var kominn tími til að einhver þyrði að pota priki í þá mauraþúfu?

Kolbrún Hilmars, 5.1.2017 kl. 18:57

4 Smámynd: Elle_

Putin (og Rússland) VAR sakaður um að hafa verið valdur að innbroti inn í bandarísk kerfi í sambandi við forsetakosningarnar.

Elle_, 5.1.2017 kl. 22:29

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, tilgangur slíks pots skiptir máli, þ.s. Bandaríkin þurfa á því að halda að þær stofnanir séu áfram öflugar.
--Ef potið leiði til veikingar þeirra, að þær verði pólitískari eftir - umdeildari innan bandar. samfélagsins en áður.

Þá mundi slík aðgerð skaða hagsmuni Bandaríkjanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.1.2017 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband