Hótanir Trumps gagnvart Fort Motor Corporation benda til þess að honum sé fullkomin alvara með - verndarstefnu áherslum

Trump hótaði að skella verndartolli á framleiðslu Ford frá nýrri verksmiðju í Mexíkó - ef Ford mundi standa við það markmið að leggja niður sambærilega verksmiðju í Bandaríkjunum.
-Rétt að nefna að búið var að ganga frá samningum um hina nýju verkmiðju við fyrirtæki innan þess héraðs í Mexíkó þ.s. til stóð að reisa hana.-

  1. Augljóslega er þetta bein atlaga að NAFTA samkomulaginu, sem er frýverslunarsamningur sem heimilar tollfrjálsan innflutning milli aðildarlanda NAFTA.
  2. En verndartollar slíkir sem Trump hótaði, væru að sjálfsögðu -- samningsbrot.

Trump segist ákveðinn í því að endursemja um -- NAFTA!
Með þeim hætti, að ekki verði lengur unnt að færa verksmiðjur frá Bandaríkjunum til annarra NAFTA landa, og flytja varninginn þaðan til Bandaríkjanna tollfrjálst í staðinn.

-Varla mundu hin NAFTA löndin samþykkja að slík regla virkaði einungis í -- eina átt.
**En það mundi geta skapað fyrirkomulag er líkja mætti við - nýlendustefnu, sambærilega þeirri er t.d. Bretland viðhafði gagnvart Indlandi á 19. öld.

Stefna Trumps gagnvart NAFTA er augljós ógn við nútíma viðskiptahætti - þ.s. fyrirtæki framleiða hægri - vinstri ekki einungis fullsmíðuð tæki eða búnað, heldur einnig eru íhlutir í þau tæki eða búnað, gjarnan framleiddir víða um heim - gjarnan frá margvíslegum löndum í eina og sama tækinu eða búnaði.

-Ef Trump vill raunverulega afnema þá viðskiptahætti.
Snúa til baka til þess hvernig mál voru fyrir -- áratugum, að svæðisbundin fyrirtækjanet framleiði íhluti.

Þá væri það ekki hryst úr erminni á stuttum tíma.
-Að auki gæti það umtalsvert raskað nútíma framleiðsluhagkerfum, ef reynt væri að þvinga slíka breytingu fram á - skömmum tíma.

Chided by Trump, Ford scraps Mexico factory

"In a Twitter post hours before Ford's announcement, Trump wrote, "General Motors is sending Mexican made model of Chevy Cruze to U.S. car dealers-tax free across border. Make in U.S.A. or pay big border tax!"

Trump ætlar þá að snúa sér að GM-næst.

  1. En ef þessi inngrips stefna Trumps, er vísbending þess sem hann hyggst fyrir -- þegar hann einnig segist ætla endursemja um alþjóðleg viðskipti.
  2. Þá má væntanlega taka þetta sem skýra vísbendingu þess, að Trump sé fullkomin alvara með það að -- höggva djúp skörð í áratuga langa baráttu fyrirrennara Trumps í embætti forseta, um það að auka viðskiptafrelsi.
  • En það er þó mikill munur á að ætla að þvinga aðildarlönd NAFTA!
  • Til að fallast á kröfur Trumps.
  • Eða að stefna í þá átt, að beita lönd í öðrum heimálfum svipuðum þrýstingi.
  1. En NAFTA-lönd eru þau lönd sem langsamlega mest eru háð Bandaríkjunum efnahagslega.
  2. Þau eru þar af leiðandi -- viðkvæmari en lönd í öðrum heimsálfum, fyrir einbeittum einhliða þrýstingi stjórnvalda Bandaríkjanna.

Stór viðskiptalönd Bandaríkjanna í öðrum heimsálfum!
--Eru aftur á móti í til muna betri samningsstöðu!

Þar sem Bandaríkin eru í flestum tilvikum - ekki nærri eins rýkjandi í þeirra milliríkjaviðskiptum, og á við í tilviki NAFTA landa.

Síðan hafa lönd í öðrum heimsálfum, gjarnan fleiri stór viðskiptalönd - en einungis Bandaríkin.
--Þannig - aðra valkosti.

  1. Þannig að þó svo það geti verið að Trump geti þvingað NAFTA lönd til hlýðni.
  2. Þarf það ekki að vera þess vísbending, að hann geti endurtekið sama leik -- víðar.

 

Niðurstaða

Stefna Trumps virðist í eðli sínu - merkantilísk. Þ.e. hann virðist hafa þá sýn á viðskipti að -- það séu sigurvegarar vs. taparar. M.ö.o. virðist hann hafna alfarið þeirri sýn sem hefur verið vaxandi mæli ráðandi undanfarna áratugi skv. stefnunni um aukið viðskiptafrelsi -- að það geti orðið "mutual gain."

Hann virðist líta á efnahagslegan uppgang annarra heimssvæða - samtímis og Bandaríkin hafa verið í hlutfallslegri hnignun, þ.e. ekki nærri eins drottnandi og áður var.
--Sem sönnun þess að fyrri forsetar hafi spilað frá sér stöðu eigin lands.

  1. Tek fram að ég er algerlega ósammála þeirri sýn, þ.s. að staða Bandaríkjanna fyrir áratugum síðan --> Var fullkomlega sögulega óeðlilegt fyrirbæri. En hún kom til vegna þess einfaldlega að Bandaríkin voru sigurvegarar í Seinni Styrrjöld - og urðu ekki fyrir tjóni heima fyrir. Meðan að önnur þróuð samfélög voru flest í rústum í kjölfarið -- og þurftu langan tíma til endurreisnar.
  2. Þegar sú endurreisn fór síðan fram, við það eitt varð hlutfallsleg hnignun - þó svo að Bandaríkjunum hnignaði ekki í raun og veru. En þaðan í framhaldi -- hélt ferli iðnvæðingar áfram að dreifast um heiminn. Og þau lönd hófu samkeppni við framleiðslu í öðrum iðnríkjum, þar á meðal -- við framleiðslu í Bandaríkjunum. Það -- eðlilega skapar enn frekari hlutfallslega hnignun þegar svæðum þ.s. velmegun er til staðar fjölgar.
  • Það fylgir því að sjálfsögðu -- ef þú opnar fyrir viðskipti, sama tíma og iðnríkjum fjölgar.
  • Þá getur framleiðsla flust milli landa.

Það verður aldrei unnt að hindra þá útkomu!
--Nema að færa viðskipti aftur til baka til þess tíma sem var fyrir áratugum, er Donald Trump var ungur maður -- þ.e. að háir tollar séu nær alls staðar.

Mig grunar einmitt það að Donald Trump hafi aldrei endurskoðað afstöðu sína til viðskipta.
Síðan hann var ungur maður fyrir ca. 50 árum síðan.
--Afstaða hans sé einfaldlega það sem nefnist --> Afturhald!

En málið er, að eftir því sem velmegun dreifist um heiminn -- þá fjölgar neytendum heilt yfir. Það að sjálfsögðu -- fjölgar tækifærum fyrir öll lönd sem framleiða varning!
--Þetta er hvað frýverslunarsinnar meina þegar þeir tala um - "mutual gain."

Það sé síðan hvert land fyrir sig - sem þurfi að finna út hvernig það geti best keppt um þann markað.

  • Margir vilja meina að Bandaríkin hafi einfaldlega ekki staðið sig nægilega vel í uppbyggingu skólakerfis.
    --Þau þurfi að taka til á heimavígsstöðvum.
    --Frekar en að standa fyrir -- nýrri verndarstefnu.
  • Það sama eigi við um -- endurmenntun.
    --Vinnuafl þurfi að geta aflað sér nýrrar þekkingar, ef þekking þess er að úreldast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, Einar.

Bandarísk fyrirtæki, flytja framleiðslu sína til erlendra ríkja.  Þau flytja framleiðsluna, meðal annars, til Kína ... sem í dag er kallað "framleiðslurík heimsins". Í dag mælist "loftslag" í Xianyang, med 700-800.  Hættulegt, til banvænt.  Í Peking, yfir 300, hættulegt.  Í Suður Kína, 200, óheilnæmt.

Þú ert náttúrulega "góður strákur", sem finnst allt í lagi að Kínverjar drepist í hrönnum svo þú getir leikið þeir með eitthvert rusl.

Þegar Kína setur á stofn, þvinganir til að hreinsa skorsteinana í þessum verksmiðjum, er flutt til Mexíko, Víetnam ... til að fá ódýrt vinnuafl.  Hérna eru "börn" notað sem vinnukraftur, fangar og aðrir ómagar þvíngaðir og notaðir sem þrælar.

Einar, þú ættir ad skammast þín ... ef þú hefur vit á því.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.1.2017 kl. 23:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, svo kínversk stjórnvöld hafa heilt yfir skaðað landslýð stórkostlega að þínu mati, með þeirri gríðarlega hröðu efnahagsuppbyggingarstefnu sem kínversk stjv. hafa viðhaldið sl. 25 ár, sem ekki síst hefur byggst á því akkúrat að laða til Kína sem mest af framleiðslufyrirtækjum frá öðrum lööndum - m.a. Bandaríkjunum.
--Eru engin takmörk fyrir því rugli sem þér kemur til huga að láta frá þér?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.1.2017 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband