3.1.2017 | 00:50
Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna
Eins og virðist vani Donald Trump, þá sendir hann inn stutt svokallað -tweet- á Twitter. Útskýrir að sjálfsögðu ekki eitt einasta atriði - eins og að Trump telji að fólk vilji ekki útskýringar!
"North Korea just stated that it is in the final stages of developing a nuclear weapon capable of reaching parts of the U.S. It won't happen!" - North Korea will be stopped.
Vandamál með Kimmana af N-Kóreu, er að þeir hafa fram að þessu - kallað öll "bluff"
Eins og vanalega veit enginn hve mikil alvara er að baki fullyrðingu Trumps. Á síðasta ári fylgdist ég nokkuð með athöfnum N-Kóreu, og þar var töluvert um að vera:
- N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun
- Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
- N-Kórea smíðar miklu mun öflugari hreyfil fyrir eldflaugar! Yfrið nægilega öflugan fyrir - ICBM
Ég er m.ö.o. ekki í minnsta vafa, að N-Kórea ætlar sér að smíða -ICBM- sem geti dregið til Bandaríkjanna. Nýi hreyfillinn sem N-Kórea prófaði á sl. ári, eins og fram kemur í grein minni hlekkjað á að ofan, sá virðist sá nægilega öflugur fyrir ICBM (Intercontinental Ballistic Missile).
Trump gæti auðvitað fyrirskipað loftárásir á N-Kóreu!
Vandinn er að N-Kórea ræður yfir kjarnorkusprengjum - þó ekki sé enn staðfest að N-Kórea hafi svokallaðan "warhead" þ.e. kjarnorkusprengju sem unnt er setja upp á nothæfa eldflaug.
--Þá gæti fylgt því töluverð áhætta, hafandi í huga að ómögulegt er að vita hversu ofsafengin viðbrögð N-Kóreu yrðu.
- Eins og sést er ekki svo langt frá N-Kóreu yfir til Kína.
- Peking - er í reynd ekki það langt í burtu, sjá kort.
- Það þíðir, að geislavirk ský frá hugsanlegum kjarnorkusprengingum á Kóreuskaga!
- Gætu borist alla leið til Peking.
--Kínverjum yrði að sjálfsögðu ekki skemmt.
- Fyrir utan - að höfuðborg S-Kóreu, Seoul --> Er í skotfæri mikils fjölda fallbyssna sem N-Kórea hefur alltaf staðsettar í skotfæri við þá borg.
Þetta eru gamlir úreltir hólkar - mikið af þeim skilst mér að séu samskonar og Sovétríkin beittu í Seinni-styrrjöld.
--En það breyti þó ekki því, að N-Kórea gæti svarað með því - að hefja stórskotahríð á Seoul.
--Svo margar eru víst þessar byssur, að það mundi taka töluverðan tíma að eyðileggja þær allar.
Á meðan gætu þær lagt í rúst stór svæði í Seoul.
Niðurstaða
Með öðrum orðum, blasir ekki við mér nein sú aðgerð sem Trump gæti beitt N-Kóreu, sem mætti kalla að hefði í för með sér -- ásættanlega áhættu. Sem mundi geta dugað til þess að hindra það fullkomlega að N-Kórea smíði - ICBM.
--Loftárásir væru afar líklegar til að starta aftur Kóreustríðinu.
En rétt er að ryfja upp, að 1953 lauk því einungis með - vopnahléi. M.ö.o. er formlega ennþá stríðsástand milli N-Kóreu og S-Kóreu, og hefur verið skv. því samfellt í 63 ár.
--Það þarf því enga - stríðsyfirlýsingu.
Sem sagt, einungis það að herirnir hefji aftur skothríð.
--Hafandi í huga kjarnorkuvopnaeign N-Kóreu, ásamt gríðarlegu vopnabúri hefðbundinna vopna, eru afleiðingarnar líklegar til að verða afar - banvænar.
- Ég vona þar með að Trump fari varlegar en hraustleg ummæli geta bent til.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af því ég er virk í umræðunni núna,seg mér missturðu af R-inu í kimmana? í einlægni þá gæti eitthvað kallast í et.Kimmar án þess að ég viti....
Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2017 kl. 04:07
Mér finnst alltaf vanta rödd FRAMKV.STJ. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA í þessa umræðu:
Myndi hann vilja eyðileggja allt kjarnorkufikt í N-kóreu? Y/N?
Jón Þórhallsson, 3.1.2017 kl. 08:31
Ég hef ekki skilið hingað hversvegna þjóðir láta N Kóreu hóta okkur í Vestræna heiminum. ISIS hótar og það er reynt að spyrna við þeim en þegar ein þjóð hótar að senda gjöreyðingavopn sem eingin veit hvar mun lenda þá á að eyða þeirri þjóð eða ná þeim sem vill gera þetta. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru í hættu heldur allur heimurinn.
Valdimar Samúelsson, 3.1.2017 kl. 10:35
Valdimar, ISIS ræður ekki yfir kjarnorkuvopnum - né milljón manna her búinn miklum fjölda skriðdreka sem og stórskotavopna.
--Þegar aðilar ráða yfir kjarnavopnum - þá komast þeir upp með nánast hvað sem er. Eða hvernig getur það verið með öðrum hætti?
**Eftir allt saman er alltaf gríðarlega áhættusamt að hefja stríðsátök við aðila er hafa kjarnavopn, burtséð hvað þeir aðilar á undan hafa gert eða hverju þeir hafa hótað í fortíðinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.1.2017 kl. 10:51
Kína hefur hingað til valdið sinn litla bróður í N-kóreu og er þar með í raun orðin samsek í þessu óæskilega kjarnorkubrölti.
Einhver þar að spyrja ráðamenn í kína hvað þeir myndu gera ef að NATó með leyfi FRAMKV.STJ,SAMEINUÐUÞJÓÐANNA myndi eyðileggja allar kjarnorkustöðvar í N-kóreu?
Jón Þórhallsson, 3.1.2017 kl. 10:51
Jón, ef það leiðir til þess að kjarnorkusprengingar verða á Kóreu skaga, til þess að geislavirk ský valda dauða fjölda manns í Kína, til þess að um milljón manns á Kóreuskaga láta lífið -- manntjón verði mikið beggja vegna landamæranna á Kóreuskaga!
-----> Ertu þá að segja að það sé samt ásættanleg niðurstaða?
Ef það leiðir til þess að kjarnavopn Kimmana séu í kjölfarið ekki til lengur?
________________
Ég reikna ekki með að Kína taki því vel - ef verulegt tjón af geislamengun þar á meðal manntjón verður á kínversku landi?
Er það þá einnig í lagi -- ef árás á N-Kóreu einnig leiðir til alvarlegra átaka í kjölfarið við Kína?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.1.2017 kl. 10:58
Ég er ekkert viss um að BANDAMENN þurfi kjarnorkusprengju til að eyðileggja hættulegustu svæðin í N-kóreu.
Það er vitað hvar kjarnoku-fiktið hjá N-kóreu fer fram þannig að það ætti að nægja að senda nokkrrar venjulegar eldflaugar á þær herstöðvar; og láta þar við sitja án þess að beina neinum ógnum að venjulegum borgurum.
Jón Þórhallsson, 3.1.2017 kl. 11:19
Jón, hvað í því að N-Kórea ræður yfir kjarnorkusprengjum -- er óskiljanlegt?
--Ég er að sjálfsögðu að tala um, beitingu N-Kóreu á kjarnorkuvopnum sínum, sem hugsanlegt andsvar við árásum sem Tump kann að framkvæma á N-Kóreu.
Eða var það ekki nægilega skýrt?
Til þess að eyðileggja þetta, þyrfti mjög umfangsmiklar árásir -- þ.e. ekki örfáar eldflaugar.
--Þú ímyndar þér virkilega að N-Kórea beiti ekki vopnum sínum, ef þ.e. verið að reyna að eyðileggja þau?
Af hverju ertu svo sannfærður um það -- að N-Kórea skjóti ekki á loft flaugum með kjarnavopn við slíkar aðstæður?
--Þegar tilraun væri í gangi til að eyðileggja þær?
Eða að Kim, skipi ekki sínu stórskotaliði að hefja stórskota-árásir á höfðuðborg S-Kóreu, til að hafna hana við jörðu?
--Þú heldur að N-Kórea einfaldlega sytji með hendur í skauti meðan Bandaríkin væri að leggja þeirra herbúnað í rúst?
Það þarf ekki nema eina kjarnasprengju til að gera höfðuðborg S-Kóreu að rjúkandi rústahrúgu.
--Að auki eru fallbyssur N-Kóreu það margar, að það tæki töluverðan tíma að eyðileggja þær allar, og á meðan gæti þeirra skothríð ein og sér dugað til að leggja töluvert mikið af höfuðborg S-Kóreu í rúst.
Þau gætu hæglega borist síðan til Japans -- strádrepið þar fólk.
Eða Kína!
____________
Ég ítreka að slík aðgerð virðist of áhættusöm.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.1.2017 kl. 04:47
Það þyrfti að stilla málinu upp þannig að eitthvert herskip mætti þarna á svæðið UNDIR FÁNA SAMEINUÐUÞJÓÐANNA og stillti N-kóreu upp við vegg: (Svo að það sé ekki verið að blanda einstökum þjóðum í málið eins og USA, japan eða S-kóreu).
Ananð hvort hlíðið þið okkur í einu og öllu eða hafið verra af.
Jón Þórhallsson, 4.1.2017 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning