Trump vann kjörmannakosninguna - þó sé ég móti Trump, held ég að ósigur Trumps í kjörmannakosningu hefði verið slæm útkoma

Að Donald Trump vann kjörmannakjörið í Bandaríkjunum sem skv. bandarísku stjórnarskrá er hin eiginlega forsetakosning, átti ekki að koma nokkrum manni að óvörum, enda hefur það aldrei gerst í rúmlega 200 ára sögu Bandaríkjanna, að kjörmannakosningin breyti úrslitum frá niðurstöðu almennra kjósenda!

Skv. Reuters: Trump wins U.S. Electoral College vote.

"With nearly all votes counted, Trump had clinched 304 electoral votes to Clinton's 224, according to an Associated Press tally of the voting by 538 electors across the country."

Það skipti ekki máli hvort að hann náði aðeins hærra, en allt yfir 270 er sigur.

  1. Ástæða þess að ég hefði talið ólíklegan ósigur Trump slæma útkomu.
  2. Er að ég vil nú, að Trump fái sitt tækifæri til að sanna fyrir þeim kjósendum er kusu hann --> Hvílíkt erki fífl Trump er.
  • En það sé eina leiðin, til að sprengja þá blöðru sem -- Trump isminn er, að hann geri slíka stórskandala, sem ég á fulla von á að hann standi fyrir; að Trumpismi verði fullkomlega -discredited.-
  • Að auki, vonast ég til að svo slæmt orð fái stefna Trumps á sig, vegna afleiðinga -- að áhrifin muni einnig leiða til þess, að hinn nýja hægri sinnaða pópúlisma bylgja, verði almennt séð -discredited.-
  • Síðan hefði án nokkurs vafa orðið verulegt umrót í samfélaginu innan Bandaríkjanna - líkur á einhverju formi af uppreisn meðal þeirra sem þá hefðu talið þar með fullkomlega sannað að - kerfið væri "rigged" hefði þá sennilega við blasað.

 

Við erum þegar vitni sennilega að -- upphafi stórskandals nr. 1 --> Þegar Trump hleypir væntanlega af stað köldu stríði við Kína!

En ég hef sagt það margsinnis - síðan ég fyrst frétti af hugmyndum Trumps um stefnu gagnvart Kína -- meðan hann var enn að berjast fyrir útnefningu Repúblikana flokksins.
--Að ef sá maður yrði forseti Bandaríkjanna -- líklega mundi hann valda nýju Köldu Stríði.

  • Mér þótti alltaf frekar skondið, þegar stuðningsmenn Trumps, héldu því fram gjarnan að valið á Trump -- væri líklegra til friðar í heiminum.
    --Það var oftast nær vegna þess, að Trump hefur talað vinsamlega til Pútíns.
  • En þá leiddu þeir sömu algerlega hjá sér, þá óvinveittu nálgun sem Trump hefur viðhaft gagnvart Kína - allan tímann.


Spurning hvort að Trump mun einnig hefja átök við Íran -- en það hefur virst mér sennilegt! Það gæti verið, skandall no. 2.

En hann hefur ráðið a.m.k. 2-þekkta Íran hauka, og sem öryggismálastjóra Hvítahússins hefur hann ráðið þekktan Íslam hatara -- sem hatar öll form Íslam. Eftir þann mann liggja afar skrautleg ummæli - sem snúast flest um hatur á Íslam í öllum þeim myndum sem Íslam tekur.
--Það eru meira að segja til haturs ummæli frá þeim manni, beind að Kína.

Trump hefur beinlínis haldið því fram, að Íran sé helsta útbreiðsluland hryðjuverka í Miðausturlöndum; Donald Trump says Iran is responsible for terrorist attacks in 25 countries.

Ummæli tekin úr málsverði þ.s. vel fór með Trump og svokölluðu -Ísraels lobbý-: "Iran has seeded terror groups all over the world," - "During the last five years, Iran has perpetuated terror attacks in 25 different countries on five continents. They’ve got terror cells everywhere, including in the Western Hemisphere, very close to home. Iran is the biggest sponsor of terrorism around the world. And we will work to dismantle that reach."

M.ö.o. hann gengur gríðarlega langt í þessum ummælum, lengra en er staðreyndarlega rétt.

------------

Varðandi aðra skandala þ.e. no. 3 - no. 4. - no. 5. -- er yfrið nægt efni til, enda sagði hann fjölmargt gagnrýnisvert meðan hann stóð í framboðs málum!

Enn liggur ekki fyrir hvað frekar hann raunverulega meinar af öllu því sem hann sagði, en virkilega er af nægu að taka!

 

Niðurstaða

Ég er ekki í nokkrum vafa að Donald Trump verður stórslys fyrir Bandaríkin og fyrir heiminn, taldi mig vita það fyrir víst um leið og hann náði kjöri. Megin spurningin hafi verið -- hvað af því fjölmarga sem hann sagði, hann mundi efna og hitt - í hvaða röð.

Það virðist nú ljóst að hann ætlar virkilega að hjóla í Kína - svo eitt stykki Kalt-stríð virðist sannarlega yfirvofandi - heitt stríð jafnvel ekki útilokað.
--Þannig að þá væntanlega meinar hann allt dæmið sem hann hefur verið að tala um gagnvart Kína - þ.e. að færa viðskiptin yfir í form mun óhagstæðara fyrir Kína.
--Að auki hljóma málin þannig, að haukar innan hersins er vilja -mæta Kína nú frekar en seinna er Kína mundi verða enn sterkara- séu að fá eyru Trumps.

Þannig að við getum staðið frammi fyrir á nk. vori sambærilegu spennu ástandi milli Kína og Bandaríkjanna, og stóð uppi á 6. áratugnum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna út af Kúbu.
--Spurning hvort að Trump spili það spennu ástand með sömu yfirvegun og Kennedy gerði?
Ég persónulega efa það - og því spurning hversu langt það mundi ganga?
--En tæknilega getur bandaríski flotinn, sett eitt stykki - hafnbann á Kína!

  • Sem hefði frekar harkalegar afleiðingar væntanlega fyrir efnahagsmál heimsins.
    --Spurning hvort Trump geti stoppað - ef Xi gefur ekki eftir nögl á fingri?

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það lá fyrir að Hillary Clinton reyndi hvað hún gat að spila á kjörmannafyrirkomulagið á þann hátt að hún gæti jafnvel unnið með minnihluta samtals greiddra atkvæða. 

Í íþróttum gilda leikreglur sem stundum geta haft asnlalegar afleiðingar. En það verður að fara að reglum og spila eftir þeim. 

Trump hafði betur í þessu spili undir bandaríska orðalaginu:  "Let´s beat them at their own game!" 

Ómar Ragnarsson, 20.12.2016 kl. 16:06

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það skipti ekki máli hvað kjörmenn hefðu gert, af því að ef þeir fóru ekki eftir settum reglum, þá var það þingið sem tekur ákvörðunina fultruadeildin hefði kosið Forsetan og öldungadeildin vara Forsetan.

Og hvað hafa þessar tvær deildir sameiginlegt? Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum.

Vangaveltur þínar Einar um að hvernig Trump kemur til með að stjórna eru alveg úti á túni. Það hefur enginn hugmynd um hvernig Trump kemur til með að stjórna.

Ekki kaus ég þessa gjörspilltu frambjóðendur Hildiríði Klinton eða Trompið, það var ekkert val. 

En samt vona ég að Trumpið verði betri en Hildiríður hefði orðið, en tímans tönn kemur til með að skera út um það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband