19.12.2016 | 03:22
Ég tel að nálgun Kína á deilur um Suður-Kína-haf sé óskynsöm, einnig séð út frá hagsmunum Kína
Með vissum hætti má líkja meðferð Kína á sínum nágrannalöndum við Suður-Kína-haf, við tilraun Breta í landhelgisátökum Íslendinga - að eigna sér Íslandsmið upp að ströndum. En það eru engar íkjur að veitt var nánast upp að fjöruborði.
Deilur Bandaríkjanna og Kína um helgina, sýna þetta í ákveðnum spéspegli, þegar Kínverskt skip tók upp bandarískan -drón- kafbát af tegund sem notaður er til hafrannsókna, þ.e. mælinga á efnasamsetningu sjávar og hitastigi.
--Punkturinn er sá, að kafbáts-dróninn- var tekinn ca. 50 mílum frá "Subic Bay" við Filippseyjar.
- Eins og sést á Kortinu, fer tilkall Kína afskaplega nærri ströndum Filippeyja.
- Bláu línurnar á kortinu, sýna rétt einstakra strandríkja skv. Hafréttarsáttmálanum.
Eins og vel sést á samanuburði -bláu línanna- og -rauðu línunnar- sem markar fullyrðingar Kína stjórnar - um meinta eign Kína: Þá stenst tilkall Kína ekki alþjóðalög!
Hvaða aðra nálgun gæti Kína haft á málið?
- Einfaldlega með því að - hefja samninga við sína nágranna.
- En fram að þessu hefur Kína ekki viljað ræða neitt -- nema að grannlöndin fyrirfram samþykki fyrst, að Kína eigin tilkall til alls svæðisins sem það krefst þess að eiga.
- Þá væntanlega, mundu samningar snúast um það - hvað Kína mundi heimila upp á náð og miskunn.
- Þetta er að sjálfsögðu forkastanleg nálgun!
- Og eðlilega gerir grannríkin óánægð!
- En þ.s. verra er fyrir Kína, að þetta veitir Bandaríkjunum augljós tækifæri - til afskipta.
En aðferð Kína veitir Bandaríkjunum það tækifæri - að koma að í hlutverki verndara lítilmagnans. Burtséð frá því hve kaldhæðið það má vera!
Og að auki veitir þetta Bandaríkjunum það tækifæri að koma fram - sem verndari alþjóðalaga.
Þó svo að Bandaríkin sjálf séu ekki meðlimir að Hafréttarássmálanum.
Hvað gæti Kína náð fram með slíkum samningum?
- Kína greinilega vill - ýta Bandaríkjunum út af Suður-Kína-hafi.
- Það gæti alveg verið mögulegt, að hin löndin taki þátt í slíku, ef Kína samþykkir að deila Suður-Kína-hafi með þeim, skv. því prinsippi að þau séu jafnréttháir aðilar og Kína.
- Það mætti þá hugsa sér það, að löndin taki sig saman - ásamt Kína, gegnt því að sjálfsögðu að hafinu sé skipt bróðurlega milli landanna -- þannig að hin löndin fái ágætan skerf -- mun meiri en þann sem Kína ætlar þeim nú.
- Að búa til --> Sameiginlegan flota til að gæta öryggis siglinga um svæðið.
Taka mætti blaðsíðu frá NATO - þegar kemur að skipulagningu eftirlits t.d. á N-Atlantshafi.
En snjallt væri af Kína - að eftirláta það t.d. að yfirflotaforingi væri ekki Kínverji.
Og síðan væri það skipulagt þannig, að hvert land -- legði til skip.
Ef Kína að auki léti það eftir - að kínversk skip væru færri en helmingur heildar flotans.
Þó svo að við ímyndum okkur að Kína borgaði meir en helming kostnaðar!
--Þá gæti það alveg hugsast, að hin löndin teldu sig ekki standa höllum fæti í slíkum samskiptum.
--Og ef því fylgdi sú gulrót, að Kína t.d. samþykkti skiptingu hugsanlegra framtíðartekna t.d. ef í framtíðinni fynnst t.d. olía eða gas undir hafsvæðinu -- þannig að hin löndin fengu þá einnig skerf eða sneið, sem þau gætu lifað við.
- Þá má alveg hugsa sér þá útkomu, að slíkt bandalag þeirra og Kína -- gæti einfaldlega látið Bandaríkin standa frammi fyrir "fait accompli."
- En ef Kína leysti málið með samkomulagi, sem hin löndin upplifðu með þeim hætti, að það væri ásættanlegt - þ.s. þau upplyfðu að þeim væri auðsýnd full virðing af hálfu Kína.
- Útkoman væri sæmilega sanngjörn skipting á ágóða af hugsanlegum og raunverulegum auðlindum svæðisins.
--Þá félli ásökunin um brot á alþjóðalögum væntanlega um sjálft sig þegar kemur að skiptingu hafsvæðisins sjálfs milli landanna!
--Og ef löndin öll í bróðerni mundu standa að sameiginlegu eftirliti með siglingum um svæðið, þ.s. yfirlýst væri af þeim öllum, að siglingar kaupfara yrðu frjálsar eftir sem áður - þannig að ákvæði alþjóðalaga hvað það varðar væru einnig að fullu uppfyllt.
Þá væri afar lítið sem Bandaríkin mundu geta gert!
Niðurstaða
Í þessari færslu er ég að skýra það með hvaða hætti ég tel nálgun Kína á deilur við sín grann lönd um Suður-Kína-haf óskynsama, þá einnig út frá hagsmunum Kína sjálfs. Það auðvitað fer eftir því - hvað maður mundi skilgreina sem aðalatriðið.
--En ef meginatriðið er í augum Kína, að koma Bandaríkjunum út af þessu hafsvæði.
Þá held ég, eins og ég útskýri, að Kína eigi alveg möguleika að ná slíku markmiði fram, með allt annarri nálgu en Kína viðhefur í dag -- þ.e. samningaleiðina við sína granna.
Þá á ég að sjálfsögðu við, að Kína falli frá núverandi nálgun, að hafna öllum samningum nema að hin löndin fyrst - samþykki allar kröfur Kína.
Þess í stað, að samþykkja að hin löndin séu jafnréttháir aðilar Kína, og nálgast síðan samningana á jafningjagrunni -- ef Kína gerði það, og að auki sýndi samningalipurð sbr. t.d. hvernig hugsanlegum ágóða af auðlyndum sem má vera að fynnist í framtíðinni væri skipt bróðurlega með hinum löndunum.
Þá held ég að Kína gæti alveg átt ágæta möguleika að ná því markmiði fram - að ýta bandaríska flotanum burt af Suður-Kína-hafi.
- Slík samvinnu-nálgun Kína við nágranna löndin, gæti síðan orðið upphaf af nánum samskiptum þeirra landa við Kína!
- Ásamt auðvitað, batnandi samskiptum.
Núverandi nálgun Kína - á hinn bóginn skapar Bandaríkjunum tækifæri. Kína tekur þá áhættu með núverandi nálgun að beinlínis - smala nágranna löndunum upp í faðm Bandaríkjanna!
--En t.d. væri nýlegt samkomulag Bandaríkjanna og Víetnam - um vopnakaup Víetnam af Bandaríkjunum fullkomlega óhugsandi, ef ekki hefði nálgun Kína skapað nýja þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Víetnam -- þrátt fyrir mjög bitra fortíð.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er að ÖLLU leiti skynsöm.
Þú ert alveg ótrúlegur "trúaður" á vestrænni pólitik. Fyrir meir enn hundrað árum síðan, voru Bretar (og Bandarikjamenn) í stríði við Kína. Vegna þess að Kínverjar bönnuðu opíumsölu, en bretar voru að græða á tá og fingri, á eiturlyfjasölunni. Þetta er fyrra Sinai stríðið, þar sem bretar náðu "höldum" á ströndum Kína, með hjálp eyjaklassans sem verið er að tala um.
Þú gerir þér grein fyrir því, að Bretar, og Bandaríkjamenn voru ótýndir morðingjar og sjóræningjar á þessu tímabili, er það ekki.
Fólkið á þessum eyjum, voru "villimenn" á þessu tímabili ... svipað og frumbyggjar í Afríku og Ameríku. Stjórnarform á Filipseyjum, Víetnam, er lítið annað en stjórn "glæpamanna". Eins og þú veist sjálfur, er Duerte bara bófi ... og hann er síður enn svo, sá eini á þessum slóðum.
Kína, Japan, Formósa ... eru "siðlegu" lönd þessa svæðis. Það er því skylda Kínverja, að sjá um öryggi á þessu svæði. Þeir EIGA að taka yfir gæslu þessa svæðis og EIGA EKKI að treysta Bandaríkjamönnum fyrir því. Því í dag, eru Bandaríkjamenn að ganga á bak, skriflegra orða sinna ... til að fá meiri pening. Enda á hausnum, eins og Evrópa öll.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 07:13
Mögnuð þessi blinda fylgisspekt - þú gætir sett líkingu þína á eyjaskeggjum á okkur sjálf þegar Bretar ætluðu sér að eiga hér miðin upp að fjöru - merkilegt að þú styður sambærilegar aðfarir. Ef þú vilt einungis miða út frá menningarríkjum - hafa verið menningarríki í Víetnam - Malasíu og Indónesíu í a.m.k. 1.000 ár. Þó að út frá alþjóða lögum skipti það ekki máli - en þau eru alveg skýr, að núverandi aðferð Kína sé lögbrot. Þú styður það bersýnilega einnig!
--Ég stend við þ.s. ég sagði, að aðferð Kína sé óskynsöm, og skapi þeirra megin andstæðing - Bandaríkjunum - augljós tækifæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.12.2016 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning