Bandarísk yfirvöld telja að Pútín hafi gert tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna!

Rétt að taka fram - að enginn í reynd fullyrðir að slík tilraun hafi ráðið úrslitum um kosninganiðurstöðuna. En útkoma rannsókna bandarískra njósnastofnana og þeirra sem sjá um innra öryggi Bandaríkjanna - er á þá leið að rússnesk stjórnvöld hafi skipulagt mjög umsvifamikla hakkárás á stofnanir bandarísku stjórnmálaflokkanna fyrir sl. forsetakosningar, sem og hakkárásir sem beindust að einstökum frambjóðendum!

  • Upphaflega hafi tilgangur verið sá - að skapa glundroða, veikja trúverðugleika bandaríska lýðræðiskerfisins.
  • En síðar meir er ljóst varð að Trump vann forvalið innan Repúblikanaflokksins - hafi fókusinn einangrast við að - afhjúpa sem mest af skaðlegum gögnum fyrir framboð Hillary Clinton.

Putin turned Russia election hacks in Trump's favor: U.S. officials

Putin Personally Involved in U.S. Election Hack

White House press secretary says Putin had direct role in hacking US election

Putin was personally involved in election hacking: report

White House supports claim Putin directed US election hack

Secret CIA assessment says Russia was trying to help Trump win White House

 

Það sem er verið að segja, að þetta hafi verið það umsvifamikil aðgerð, að ósennilegt sé annað en að Pútín persónulega hafi samþykkt hana!

  1. "Everything we know about how Russia operates and how Putin controls that government would suggest that, again, when you're talking about a significant cyber intrusion like this, we're talking about the highest levels of government,"
  2. "And ultimately, Vladimir Putin is the official responsible for the actions of the Russian government."

Þetta verður að sjálfsögðu líklega aldrei sannað!
Og að sjálfsögðu munu rússnesk stjórnvöld blása á þetta - segja þetta þvætting.

Trump, eins og þekkt er, hefur hafnað niðurstöðum bandaríska stjórnkerfisins -- kallað niðurstðu CIA og annara öryggis stofnana -- fáránlegar!

Hinn bóginn virðist sennilegt -- að viðbrögð Trumps skýrist af því, að hann álíti ásakanirnar --> Atlögu að trúverðugleika kosninganiðurstöðunnar, því atlögu að trúverðugleika hans sjálfs.

Hann taki því þann pól í hæðina, að verja sig með því - að leitast við að draga í efa niðurstöðu mikilvægra öryggis- og njósnastofnana Bandaríkjanna!

  1. En því má þó velta fyrir sér, hversu snjallt þ.e. fyrir kjörinn forseta, að hefja feril sinn með því -- að gera sem minnst úr hæfni þeirra stofnana sem eiga að þjóna hans eigin embætti, eftir að hann er tekinn formlega við.
  2. En hann síðar meir, verður háður þeim sömu stofnunum - um mikilvægar upplýsingar.
  3. Það er líka vert að hafa í huga, að ef samskiptin verða -fjandsamleg- gætu njósnastofnanirnar hefnt sín!
  4. En það má vel vera að til séu gögn sem gætu skaðað verulega trúverðugleika Trumps sjálfs -- ef t.d. njósnastofnanirnar hökkuðu fyrirtæki Trumps sjálfs.

“It is the assessment of the intelligence community that Russia’s goal here was to favor one candidate over the other, to help Trump get elected,” said a senior U.S. official briefed on an intelligence presentation made to U.S. senators. “That’s the consensus view.”

Trump - “These are the same people that said Saddam Hussein had weapons of mass destruction. The election ended a long time ago in one of the biggest Electoral College victories in history. It’s now time to move on and ‘Make America Great Again,’ ”

Rétt að hafa í huga, að eftir því sem ég best man eftir -- þá fullyrti CIA aldrei fyrir innrásina 2003, að Saddam Hussain - hefði "ógnarvopn."

En aftur á móti, þá gerði Bush það!

Skv. því sem ég man eftir - sagði CIA á því ári, að líkur væru á því að ógnarvopn væru til staðar, en engin leið að vita það fyrir víst.

En það virðist sem að nýíhaldsmennirnir sem fylgdu Bush inn í Hvítahúsið, hefðu ákveðið að -ógnarvopnin- væru til staðar -- burtséð frá því hvort að njósnastofnanirnar væru nákvæmlega sammála því eða ekki.
--Sem má einfaldlega hafa verið - tilliástæða!
--Það hafi ekki endilega skipt þá máli hvort þau væru raunverulega til!

Ég held samt að Bush hafi raunverulega trúað á tilvist þeirra - en hegðan hans virðist samkvæm sjálfu sér miðað við slíka trú!

Eitt er samt algerlega víst - að kosninganiðurstaðan 2016 er skýr og óumbreytanleg hvað sem hugsanlega nýtt kemur fram!
--Megin hættan fyrir Trump, liggi fyrst og fremst í því, að frekari rannsókn á - hakkárás rússneskra leynistofnana á bandaríska lýðræðiskerfið.
--Skaði frekar trúverðugleika Trumps sem forseta!

En það getur ekki ógnað honum með neinum beinum hætti sem forseta!
--Nema að samskipti hans og njósnastofnana verði verulega - fjandsamleg!
--Þá eins og ég benti á, er hugsanlegt að þær hefni sín á honum.

 

Niðurstaða

Mér persónulega virðist það fullkomlega trúverðugt að bandaríska lýðræðiskerfið hafi orðið fyrir hakkárás. En það var afskaplega grunsamlegt - hvernig einungis virtust detta inn á -Wikileaks- gögn sem sköðuðu Demókrataflokkinn annars vegar og hins vegar Hillary Clinton.

En það virðist erfitt að trúa því, að rússneskir njósnarar sem voru að hakka gögn frá bandarísku stjórnmálaflokkunum og einstökum frambjóðendum - hafi virkilega ekki haft nokkur neikvæð gögn um frambjóðendur Repúblikana eða um Repúblikana flokkinn sjálfan.

Það m.ö.o. hafi verið valið - að birta einungis neikvæðu gögnin um Demókrata flokkinn og Clinton.
--M.ö.o. hafi verið gerð tilraun til að hafa áhrif á kosninganiðurstöðuna.
--Sem þíði ekki að vitað sé fyrir víst að slíkt hafi haft áhrif á niðurstöðuna sem slíka.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þingmenn Repúblikana hafa samþykkt að þingið sjálft taki gögn njósna- og öryggis stofnananna til nánari skoðunar, og framkvæmi eigin rannsókn.
--Þeir ákváðu það gegn vilja Trumps.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.12.2016 kl. 11:29

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Við verðum að gæta okkar á því að nota ekki eingöngu fréttamiðlana sem stórfyrirtækin eiga.

Þeir virðast ekki vera trausts verðir.

Cia er sagt hafa Múslimskan stjórnanda, og öryggisstofnunum ber ekki saman.

Ýmsir segja að Obama langi að ógilda kosningarnar.

Við horfum yfir sviðið, og reynum að finna sannleikann.

Þá skoðum við rt.com til að bera saman.

WikiLeaks envoy: Leaked DNC emails came from ‘disgusted’ whistleblower, not Russian hackers

https://www.rt.com/news/370478-dnc-emails-whistleblower-russia/

 

Egilsstaðir, 16.12.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 16.12.2016 kl. 13:23

3 identicon

Sannleikur málsins er sá Einar, að "miðstöð" DNS är í Bandaríkjunum.  Miðstöð fyrir "IP" er líka í Bandaríkjunum.

Þetta er svona hjal, sem er ætlað "börnum" eins og þér, og fleirum sem "viljið" trúa þessu.  En það er nóg af "paranoid schizos" í Bandaríkjunum, sem sjá Grílu í hverju horni. En fólk sem trúir þessu, er hreinlega vangefið.  Ef þú hefur fyrir því, að skoða fréttamiðla andstæðinganna ... myndirðu sjá að þeir eru stærstir af öllum, í því að "demonize" Trump.  Að virkilega halda það, að Rússar vilji fá efnahagslega "sterkan" leiðtoga í Bandaríkjum ... þá er maður hreinlega vangefinn.  Pútin er enginn asni, er ábyggilega með 10'falda greindarvísistölu þína.  Þetta er maður sem er með gráðu úr leyniþjónustunni ... reynslu, í áratugi á því sviði.  Ef Pútin segir, að hann sé "vinur" Trump ... þá er hann það örugglega ekki.  Putin veit vel, að öll vesturveldin munu "æsa" sig út af Rússagrýlunni.  Og Pútin, hlær af heimsku þinni og annarra ... að falla fyrir svona einföldu bragði, eins og "reverse psychology".

Kerling í embætti forseta í Bandaríkjunum, er nákvæmlega það sem Putinn vill. Þú, náttúrulega ... algerlega blindur, sérð hvorki "kosti" né "galla" þessu.  Þú bara básúnar "elsku konan", án þess að hugsa um afleiðingar málanna.  Trump er "jóker" í heimsmálum ... ófyrirsjáanlegur, en samt betri kostur en Hillary.  Nema að þú sért raunverulega andstæðingur Vesturlanda, og villt að Rússar, og Kínverjar taki við.

Þegar ISIS réðist að Palmyra, heldur þú að Rússar hafi verið í vandræðum með að stöðva þá? Þú heldur það sjálfsagt, og mér er hlátur í hug ... hversu illilega þú vanmetur andstæðinga okkar.  Nei, Rússar vissu af því að bandaríkjamenn "slepptu" þúsundum ISIS hermanna úr Mosul, til Sýrlands.  Þeir juku "offensive" í kringum Aleppo, til að loka þeim dyrum ... og hundsuðu "Palmyra" til að leiða ISIS, eins og rottu ... í gildru.  Rottan, var ekki bara ISIS ... heldur líka Þú og ég.  Sátu ekki menn glímdir við skjáinn og "gældu" sér við þá hugmynd að nú væru Rússar að tapa.  Og meðan þú varst límdur við fréttir frá Palmyra ... gerðu Rússar "loka" atlöguna á Aleppo.

Rússar eru útséðir andskotar ... sem er þúsund sinnum gáfaðri en allir Íslendingar til samans.  Þeir hafa örugglega staðið á bak við fjöldann allan af "röngum" upplýsingum, sem hafa flætt til bandaríkjanna á undanförnum áratugum.  Og það er ekki fyrr en nú, sem Bandarískir hershöfðingjar koma með þau boð .. að þeir muni bíða og sjá hvað setur.

Ef Bandarískir hershöfðingjar hefðu sagt þetta, fyrir 25 árum síðan ... værum við ekki í þeim vanda sem við erum í dag.  Við erum í þessum vanda, vegna þess að bandaríkjamenn hafa gert eins og þú ... vanmetið alla andstæðinga sína, og lagt traust þar sem þeir ættu ekki að leggja traust.

Pútin er "andstæðingur", en maður verður líka gera sér grein fyrir einu ... og það er að markmið Rússa, er ekki ósvipað okkar.  Okkur kemur saman um, HVERNIG eigi að ná markmiðinu.  Að kasta "skít" í Rússa, eins og Demokratar og Repúblikanar eru að gera.  Er að gefa hinum "raunverulegu" andstæðingum okkar ... jólagjöf, og nýársgjöf.

Hinir RAUNVERULEGU andstæðingar okkar, er "stakir" bófar, og "öfgakenndir" trúarflokkar ... sem hafa það eitt að markmiði, að auðga sjálfan sig.  Þessi aðilar eru "Tribal" ... sem þýðir, að það finnst engin "samkennd" með mér eða þér ... nema á yfirborðinu.

Við getum engu ráðið um hvað "electorate" gerir í Trump ... en ég sagði við þig fyrir ári síðan, að þeir myndu ekki leifa honum að verða forseti ... þó hann yrði kosinn forseti.  Vegna þess, að þeir hafa keypt með sökkli, akkeri, krók og beitu ... allt kjaftæðið, sem undanfarin 25 ár ... hefur sett heiminn á annan endann.

Afleiðingin er, og verður ... að Bandaríkin líða undir lok ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 23:42

4 Smámynd: Mofi

Hér er skemmtileg umfjöllun um þetta mál: https://www.youtube.com/watch?v=VbTNGN6ikb0

Wikileaks fullyrðir að þeirra gögn komu ekki frá Rússum heldur frá fólki í Demókrataflokkinum sem sveik lit þegar það sá hvers konar svikastarfsemi var í gangi: https://www.youtube.com/watch?v=5b_ugpkxxRk

Mofi, 17.12.2016 kl. 14:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónas Gunnlaugsson, en fréttamiðlarnir eru í eigu mismundandi stórfyrirtækja. Stórfyrirtækin hafa enga ástæðu til að -- samræma fréttaskýringar sín á milli, þ.s. stórfyrirtæki eru í samkeppni innbyrðir um markaðshlutdeild - þ.e. hvert þeirra er ráðandi.

Eg mundi þar af leiðanadi einmitt álykta - að slíkir fjölmiðlar séu trúverðugri heldur en ríkisfjölmiðlar í eigu -- einstakra landa.

Sem að sjálfsögðu þíði ekki að fjölmiðill í eigu stórfyrirtæki sé algerlega hlutlaus!
--En rökrétt á maður að gæta varhug við umfjöllun fjölmiðils sem er í eigu stórfyrirtækis, ef það hittir svo á að fjölmiðillinn er að fjalla um málefni sem kemur við hagsmuni síns eiganda.

Punkturinn er -- sama regla gildir um ríkismiðla.
--Að gjalda varhug þegar málefni snertir hagsmuni eiganda miðilsins!

    • Það þíði m.ö.o. að órökrétt sé að treysta ríkismiðli, þegar það ríki er á þann miðil, á í deilu við önnur lönd -- þ.e. þá á að vantreysta umfjöllun ríkismiðla þess lands, þegar kemur að umfjöllun um þá deilu við önnur lönd og um þau lönd sem það ríki á í deilum við.

    Alltaf þegar hagsmunir eiganda eru í húfi - á að vantreysta miðli.
    Alveg sama hver eigandinn er!

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.12.2016 kl. 15:26

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Mofi, hvernig í ósköpunum getur Wikileaks vitað hver sendi þeim gögnin í gegnum netið? En mjög auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi þegar gögn eru send, sérstaklega ef samskipting eru eingöngu í gegnum netið.

    Rússneskir leyniþjónustumenn mundu ekki hafa sagt - hverjir þeir voru.
    --Það væri einmitt mjög sennilegt, að þeir mundu hafa logið því að vera -óánægðir Demókratar.-

    Það væri mjög sennilegt -alias- akkúrat.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.12.2016 kl. 15:29

    7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

    Þakka fróðleikinn.

    Mér skilst að 6 fyrirtæki eigi, og stjórni 90% af fjölmiðlunum sem við lesum, hlustum og horfum á.

    Fréttamiðlarnir hafa ekki séð ástæðu til að segja okkur að "bakhópur" eigi Federal Reserve" og eigi þá allt sem allir byggja upp.

    Auðvitað vitum við að peningur er aðeins bókhald.

    Það er að Federal Reserve lánar Bandaríkjamönnum og okkur hinum ekki neitt.

    Bandaríkin eru að örmagnast á því að borga vexti af þessu svindl bókhaldi.

    Kennedy var farin að búa til dollara beint frá ríkinu, og var þá skotinn.

    Þá tók næsti forseti peningaprentum, bókhaldsprentum Kennedys til baka.

    Nú ætlar Trump að prenta peninga, skrifa peningabókhald beint frá ríkinu.

    Trump’s “master plan” to destroy these private bankers is mirroring the, likewise, plan against these oligarchs launched on 5 June 1963 by President John F. Kennedy five months before he was assassinated.

    http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2186772/

    Google.com

    https://www.google.is/?gws_rd=cr,ssl&ei=lbtVWPLpNZjBwQLqyJ3ABA#q=six+corporations+control+the+media

    These 6 Corporations Control 90% Of The Media In America ...

    Media cross-ownership in the United States - Wikipedia

    Concentration of media ownership - Wikipedia

    6 Corporations Control 90% Of The Media In America - Morris Creative ...

    Do 6 Corporations Control 90% of the Media- The Meme Policeman

    These 15 Billionaires Own America's News Media Companies - Forbes

    90% of American Media Controlled by 6 Corporations - Waking Times

     Egilsstaðir, 17.12.2016  Jónas Gunnlaugsson

    Jónas Gunnlaugsson, 17.12.2016 kl. 23:05

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jónas, jafnvel þó að flestir stærstu fjölmiðlarnir í Bandar. séu í eigu 6-fyrirtækja, ég ætla ekki að staðreyndatékka þá fullyrðingu sem lögð er þarna fram, þá eru það að sjálfsögðu fyrirtæki í samkeppni sín á milli - engin ástæða að ætla að þau hafi hagsmuni af - að vinna saman eða bera saman bækur.

    Síðan að sjálfsögðu - eru fjölmiðlar í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og þannig má lengi telja -- Der Spiegel t.d. er mjög góður miðill að mínu mati, þó ég vitni ekki mjög oft í hann!

    Financial Times er auðvitað breskur miðill, og Economist einnig.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.12.2016 kl. 03:47

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband