Sífellt hækkandi gengi Bandaríkjadollars - er alvarleg ógnun við hugmyndir Donalds Trump um að eyða viðskiptahalla Bandaríkjanna!

Málið er að niðursveiflan sem hófst 2007 á lokaári forsetatíðar George Bush -- er nú sannarlega lokið. Þess í stað sýna hagtölur svipað að mörgu leiti ástand og á Íslandi - þ.e. að vaxandi hagvöxtur sé að framkalla vaxandi eftirspurnarspennu innan hagkerfisins, og sú eftirspurnarspenna er nú að skila sér í nýrri vaxtaákvörðun "US Federal Reserve:

Press Release

US Federal Reserve raises interest rates for second time since 2008 crisis.

Fed lifts rates, sees faster pace of hikes in Trump's first year

 

Það sem gerist er að það stefnir í vaxtahækkunartímabil, eftir tímabil mjög lágra vaxta, sem óhjákvæmilega leiðir fram - sífellt hækkandi gengi Dollarsins

Þessar ákvarðanir hafa lítið sem ekkert að gera með kjör Donalds Trump - heldur sýnir þetta eiginlega fram á, að tal Trump um -hræðilegan efnahag- var úr lausu loftið gripið.
--Þess í stað er atvinnuleysi í Bandaríkjunum orðið með því lægsta sem gerist meðal þróaðra hagkerfa.
--Og skv. tölum fyrr á árinu, þá eru launahækkanir hafnar - þ.e. atvinnuleysi það lítið orðið, að launþegar eru farnir að ná launum sínum upp að meðaltali.

Þannig að það sé ekki lengur rétt - að hagvöxturinn sé ekki að skila sér niður.

  1. En málið er að stefna Trumps hittir núna á bandaríska hagkerfið - nú komið upp í ca. þann stað á hagkúrfunni, að svokallaður slaki - er stórum hluta þegar upp eyddur.
  2. Það þíðir, að hugmyndir Trumps um að auka ríkishallann -- með því að auka opinberar framkvæmdir -> Mun þar með, auka á þá eftirspurnarspennu sem þegar er komin!
  3. Þessi stefnumörkun, er m.ö.o. að hitta á hagkerfið - þegar slakinn er að mestu farinn, sem þíðir -> Að þar með getur "US Federal Reserve" ekki leitt hjá sér - líkleg verðbólguvaldandi áhrif þeirrar stefnu.
  • Sennilega vegna kjörs Trumps -- hafi "US Federal Reserve" ákveðið - að 3. vaxtahækkanir verði á nk. ári - í stað tveggja er áður voru fyrirhugaðar.
  • Það eru þessi skilaboð, um meiri vaxtahækkanir en markaðurinn gerði ráð fyrir -- sem skiluðu gengishækkun Dollars á mörkuðum - en auk þess fall á hlutabréfamörkuðum: Dollar jumps and Treasuries slide after Fed rate rise.

 

Þetta klárlega flækir það fyrir Trump að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna, eða jafnvel - að eyða honum alfarið!

En eftir því sem Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar vexti - mun gengi Dollars stíga frekar. Og þar með viðskiptahalli Bandaríkjanna vaxa -- en hækkandi gengi þíðir að sjálfsögðu aukinn kaupmátt bandarískra neytenda þegar kemur að innfluttum varningi, sem rökrétt fullkomlega leiðir til þess að bandarískir neytendur munu bregðast við með því að kaupa meir af innfluttu.

  • Það blasir ekki alveg við hvernig Trump ætlar sér að glíma við -- nýjan ofurdollar!

En hann hefur sakað nokkur lönd sérstaklega Kína um "currency manipulation" þ.e. að halda sínum gjaldmiðlum með virkum hætti lágum til að auka útflutning til Bandaríkjanna.

Þessar ásakanir eru á hinn bóginn, langt í frá -- augljóslega réttar, en rétt er að benda á að Kína hefur verið að glíma nú hátt á annað ár við -nettó útflæði- fjármagns.

Sem bendi ekki til þess að Renminbið sé of hátt skráð.

 

Niðurstaða

Það er að sjálfsögðu ekkert nýtt við þetta - en Dollarinn hefur áður hegðað sér með þeim hætti að hækka í takt við vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Það sem er sérstakt í dag, er að nú er að ljúka óvenju löngu lágvaxtatímabili innan Bandaríkjanna!
--Það hófst eiginlega upp úr 2000, eftir svokallað "dot.com" krass. Og síðan þá hafa vextir verið samfellt lágir, þó að þeir hafi þó aldrei verið lægri en árin 2007 - 2016.
--Síðast þegar talað var um ofurdollar var árin á undan 2000 frá ca. miðjum 10. áratugnum.

Vandi Trump er að "US Federal Reserve" er sjálfstæð stofnun - þ.e. Trump getur ekki gefið henni fyrirmæli, né getur bandaríska þingið það heldur - þó að það geti breytt lögum um Seðlabanka Bandaríkjanna, þ.e. afnumið sjálfstæði stofnunarinnar - fært stýringu vaxta undir pólitíska stjórn!
--Það mætti sannarlega hugsa sér slíkt, að Trump mundi handstýra vöxtum niður!

Til þess að lækka Dollarinn að nýju!
Hann gæti þá jafnvel fyrirskipað -- nýja prentun, til að lækka hann frekar

  • Áhættan væri sú, að vegna þess að nú er slakinn farinn af hagkerfinu -- að slík stefna mundi leiða til stöðugt hækkandi verðbólgu!
    --En "US Fed" komst upp með prentun í kreppinni 2007-2014 vegna þess að þá var slaki í hagkerfinu, og verð í slakanum vildu þá fara niður - með prentun var verðhjöðnun hindruð.
    --En í hagkerfi í eftirspurnarspennu -- er enginn vafi að ný lágvaxtastefna og jafnvel prentun að auki, mundi leiða til -- hækkandi verðbólgu.
    **Að auki gæti hagkerfið farið inn í -- eftirspurnar-bóluástand!
  • Svo þarf varla að nefna -- ef nýr ofurdollar, mun að sjálfsögðu leiða til -- enn frekari flótta framleiðslufyrirtækja frá Bandaríkjunum.
    --Þar með auka hraðann í fækkun framleiðslustarfa.
    --Sem mundi að sjálfsögðu skapa þrýsting frá þeim hluta kjósenda - sem kusu Trump út á þau loforð hans um að snúa þeirri þróun við.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu!
--Rétt að nefna að -pópúlísk- efnahagsstefna hefur sögulega séð í nokkrum fjölda tilvika í öðrum löndum, leitt fram verulega mikla verðbólgu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé sammála því að hátt gengi bandaríkjadollar, sé slæmt fyrir "viðskipti" bandaríkjanna.  Þá verð ég að benda á, að sala Bandaríkjanna á vörum til erlendra aðila er lágur.

Þess vegna finnst mér þér sakna eftirfarandi í mati þitt.  Bandaríkjamenn, láta framleiða fyrir sig erlendis ... nú borga þeir "minna" fyrir sömu framleiðslu.  Þetta þýðir aukin "kaupmáta" þeirra, ekki minnkandi.  Þú verður að athuga það, að við erum ekki lengur að tala um sama "gengishlutfall" og áður.  Ef bandaríkin framleiddu sjálf vöru sína, þá yrði þetta dýrt spaug fyrir þá.

NÙ ER ÞESSU ÞVER ÖFUGT FARIÐ.

Annar þáttur, sem fer fram hjá þér.  "Money talks, bullshit walks".  Hátt gengi dollar, þýðir aukin áhuga erlendra aðila á að kaupa bandaríkjadollar á markaðinum.  Þetta þýðir, mikla fjárfestingu sem flæðir inn í Bandaríkin ... og þar með, aukin tækifæri.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 01:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Þetta þýðir, mikla fjárfestingu sem flæðir inn í Bandaríkin ... og þar með, aukin tækifæri."

Hátt gengi klárlega gerir það kostnaðarsamara fyrir erlenda aðila er starfa í öðrum gjaldmiðlum; að fjárfesta innan Bandaríkjanna!
--Eignir innan Bandar. verða dýrari fyrir þá aðila!

--Þú hefur þó a.m.k. hluta til rétt fyrir þér - að hágengi Dollars leiðir til fjármagns innstreymis til Bandaríkjanna --> En ekki til að fjárfesta í starfsemi til útflutnings, það ætti að vera augljóst.

**En útflutningsstarfsemi er greinilega ekki arðbær í -- ofurdollar!

    • Við slíkar aðstæður, er arðbært að fjárfesta í steynsteypu því húsnæði fer hækkandi - þannig að byggingar fara klárlega í aukningu.

    • Og það verður arðbært að eiga hlut í bandar. fjárfestingasjóðum, sem muni skila arði - í hávaxtaumhverfi sem þá fer í hönd.
      ::Eiginlega svipuð áhrif og urðu á Íslandi árunum 2004-2007.

    • Og verslanir sem selja innfluttann varning til bandar. neytenda -- verða einnig í vexti við slíkar aðstæður, og störf í verslun almennt.
      --Sem og þjónustugreinum!

    Það gætu myndast nýjar húsnæðisbólur! 
    --Og auðvitað, eins og á litla Íslandi, því hærri sem vextirnir verða - því meira fé kemur inn -- til að græða á vöxtunum sjálfum.

      • Tækifærin verða þá fyrst og fremst -- í byggingabransanum.

      • Og fjárfestinga-bankastarfsemi, ásamt fjárfestinga-sjóðastarfsemi.

      • Og auðvitað - verslun ásamt þjónustu!

      M.ö.o. gott fyrir byggingabransann!
      Og gott fyrir Wallstreet.

        • En við þessar aðstæður -- augljóslega, vex hraðinn á því að framleiðslustarfsemi yfirgefi Bandaríkin.

        • Sem þíðir, að svæðum eins og Michican -- hnignar þá enn hraðar.

        Ef það yrði niðurstaðan -- verða íbúar svæða sem kusu Trump sterkt sem hafa farið illa út úr hnignun iðnaðar - Trump reiðir, því þeir muni án efa álíta þetta svik.
        --Þ.s. framleiðslustöfin eru þá ekki að koma til baka, eins og Trump lofaði, heldur í því tilviki -- að hverfa frá Bandaríkjunum á enn auknum hraða en fyrr.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 15.12.2016 kl. 10:45

        3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

        Forvitnilegt og gott hjá ykkur. Ég bætti aðeins við litaáherslum.

        Trump “Master Plan” To Rebuild America Sends Shockwave Through A Collapsing Europe

        http://www.whatdoesitmean.com/index2038.htm

        … Equally terrifying for European leaders regarding Trump’s “master plan” to rebuild America, this report notes, was his also stating this past week that it was impossible for the US to default on its debt, no matter what he did, because his nation could print all the money it wanted to. 

        Kremlin financial experts note in this report that Trump is correct in saying this as global economic markets typically don’t worry about the US running out of money because it can print all it wants, as opposed to country like Greece that cannot be it uses the Euro.

        Trump’s anger against the Federal Reserve (indeed Russia’s too), this report continues, began in 2011 when the US Government Accountability Office (GAO) discovered, during a partial audit, that this private banking cartel had secretly lent to European banks and corporations a staggering $16 TRILLION of the American peoples money—while at the same time tens-of-millions of these US citizens were thrown out of their homes and jobs so these oligarchs could get even richer.

        Important to note, this report says, is that after the shocking 2011 discovery by the GAO of what the Federal Reserve had done, their audit was ordered stopped by the Obama regime—after which US Senator Rand Paul introduced a bill in Congress to order the audit be conducted, but that was defeated by forces loyal to both President Obama and Hillary Clinton.

        With the Federal Reserve cartel, also, itself owning nearly $4 TRILLION of the US government’s debt and mortgage securities just two years ago (as the American people continue to suffer), this report further notes, Trump’s “master plan” to destroy these private bankers is mirroring the, likewise, plan against these oligarchs launched on 5 June 1963 by President John F. Kennedy five months before he was assassinated. …

         Egilsstaðir, 16.12.2016  Jónas Gunnlaugsson

        Jónas Gunnlaugsson, 16.12.2016 kl. 22:34

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Nóv. 2024
        S M Þ M F F L
                  1 2
        3 4 5 6 7 8 9
        10 11 12 13 14 15 16
        17 18 19 20 21 22 23
        24 25 26 27 28 29 30

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (21.11.): 1
        • Sl. sólarhring: 1
        • Sl. viku: 28
        • Frá upphafi: 856011

        Annað

        • Innlit í dag: 1
        • Innlit sl. viku: 26
        • Gestir í dag: 1
        • IP-tölur í dag: 1

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband