Verður ESB að kjarnorkuveldi?

Þýski fjölmiðillinn var með áhugaverða umfjöllun - um hugmyndir sem Spegillinn þýski segir að séu ræddar óformlega í bakherbergjum í Berlín og Brussel. Þó að sögn Spegilsins þýska, vilji enginn aðspurður kannast við það með nokkrum formlegum hætti, að slíkar pælingar séu í gangi!

Europeans Debate Nuclear Self-Defense after Trump Win

 

Þjóðverjar virðast vera að átta sig á, að ef Trump dregur til baka kjarnorkuvernd Bandaríkjanna á Evrópu - þá standi Evrópa varnarlega séð frammi fyrir alvarlegu vandamáli!

Ekkert er sjálfu sér fullkomlega vitað að slíkt sé á döfinni frá ríkisstjórn Trumps -- á hinn bóginn gaf hann yfirlýsingar í kosningabaráttu sinni, sem bentu til þess að Trump hefði nokkurs konar - viðskiptahugmynd um varnir.
--M.ö.o. líti hann á varnir sem þjónustu, sem rétt sé að greitt sé gjald fyrir.

  1. Hingað til aftur á móti hefur NATO - byggst á því að skuldbindingar um varnir séu án nokkurra skilyrða.
  2. Annarra en þeirra, að varnarskulbinding sé gagnkvæm, og að öll NATO aðildarríki séu skulbundin að aðstoða hvert annað ef það er gerð árás.
  • En Trump setti þetta allt í uppnám, er hann talaði á þeim grunni, að hann liti á varnarskuldbindingu Bandaríkjanna - ekki lengur sem óskilyrta.
  • Sbr. ummæli á þá leið, að ef NATO land greiddi ekki þá fjárkröfu, sem Trump á enn eftir að skilgreina -- þá komi til greina að verja ekki þann tiltekna NATO meðlim.

--En ég ítreka að vanarskuldbinding er gagnkvæm.
--Og Evrópuþjóðir hafa ítrekað aðstoðað Bandaríkin, þegar þau hafa óskað eftir því!

Þannig, að ef þetta á allt að vera á - viðskiptagrunni -- -- ættu þá ekki Bandaríkin þá að greiða sínum bandamönnum, sem taka þátt í herför að ósk Bandaríkjanna?
Einhvern veginn rennur mér sá grunur, að Trump hugsi þetta með þeim hætti, að féð renni einungis í eina átt -- sbr. "Tribute."
--M.ö.o. væri þetta ekkert annað en fjárkúgunarkrafa, þ.e. ef hún kemur fram!

 

Í ljósi þessa, hafa menn hafið vangaveltur um það, með hvaða hætti Evrópa getur hugsanlega varið sig - án Bandaríkjanna!

En ég geri ráð fyrir því - að Evrópa ætli ekki að greiða "Tribute" til Trumps.

  1. Vangavelturnar snúa ekki síst að kjarnorkuherafla Frakka.
  2. Ástæðan er sú, að einungis kjarnorkuherafli Frakka - er algerlega á sjálfstæðum tæknilegum grunni, þ.e. Frakkar sjálfir smíða alla þætti síns prógramms --> En galli við kjarnorkuherafla Breta, er að þeir nota bandarískar eldflaugar á sína kafbáta.
  3. Þetta þíði, að einungis kjarnorkuherafli Frakka, geti orðið grundvöllur sjálfstæðs evrópsks kjarnorkuherafla.

Það yrði þá þegar í stað, að hefja smíði aukins fjölda franskra eldflaugakafbáta - en í þetta sinn með fjárstuðningi annarra aðildarríkja ESB, sennilega bróðurpartur borgaður af Þýskalandi.

Og auðvitað aukins fjölda fransk smíðaðra kjarnorkueldflauga - hvoru tvegja þeirra sem ætlað er að vera skotið af landi, og þeirra sem ætlað er að skotið sé úr kafbátum.

  • Til skamms tíma, samþykktu Frakkar - að með formlegum hætti verja önnur Evrópuríki, með sínum kjarnorkuherafla sem þegar er til staðar.
  • Gegnt því auðvitað, að verða að algeru lykilríki hvað varnir V-Evrópu varðar!

Það er kannski ekki síst síðara atriðið sem er áhugavert!
En völd og áhrif Frakklands innan samhengis ESB, yrðu þá mjög verulega aukin.
Auk þess, að fjárstuðningur við kjarnorkuherafla sem smíðaður væri allur innan Frakklands, frá öðrum löndum innan ESB --> Mundi að sjálfsögðu vera vítamínssprauta fyrir franskt efnahagslíf.

 

Þetta væri auðvitað einungis fyrsta skrefið að -- hugsanlegum sameiginlegum herafla Evrópu!

En ef Trump ákveður að hætta að verja Evrópu -- ef Evrópa líklega hafnar fjárkröfum hans.
--Sem enn er óvíst að fram muni koma, en segjum að af þeim verði.

Þá þarf snarlega að endurskipuleggja varnir annarra NATO landa -- spurning hvort það yrði gert áfram undir nafni NATO eða hvort að það yrði búið til nýtt varnarsamstarf á grunni ESB?
Sérstaklega verður það ákaflega snarlega brýnt - að tryggja kjarnorkuvarnir.

  1. En án kjarnorkuvarna, gæti Rússland - sem á nægilega margar sprengjur til að eyða öllu lífu á Jörðinni.
  2. Beitt ógnunum um kjarnorkuárás, á einstök Evrópulönd -- þ.e. árás af fyrra bragði.

Sem án varna Bandaríkjanna - án kjarnorkuvarna Evrópu sjálfrar!
Viðkomandi land stæði þá fullkomlega varnarlaust gagnvart!

Og það land gæti allt eins orðið Þýskaland sjálft!
Sem Pútín reyndi að svínbeygja!

  1. Ég hugsa að Frakkar muni greiðlega samþykkja að verja Þýskaland, þó ef ekki væri nema fyrir það - að ég tel afar ósennilegt að Frökkum mundi hugnast sú hugsanlega útkoma, að hafa rússneskan her við eigin landamæri.
  2. Það yrði síðan að koma í ljós, hve langt Frakkar treystu sér í slíku tilliti.

Það virðist a.m.k. rökrétt, að verja -- "Buffer" -- fyrir Þýskaland sjálft.
--Þ.e. Pólland - Tékkland - Slóvakíu - Austurríki - Ungverjaland -- síðan a.m.k. Ítalíu - Grikkland á Miðjarðarhafssvæðinu.
--Auk þess væri Tyrkland líklega einnig, nauðsynlegur frá varnarsjónarmiði - bandamaður.

 

Niðurstaða

Ef Trump ákveður að slá NATO af, af hálfu Bandaríkjanna - ef hann mundi láta verða af hugmyndum á grunni sem hann nefndi í kosningabaráttunni. Því mér virðist afar ósennilegt, að önnur NATO lönd - samþykki að greiða ár hvert verulegt fé til Bandaríkjanna -- sbr. "Trump's Tribute demand."

Þá mundi Evrópa þurfa snarlega að koma sér upp varnaráætlun!

  • Ef út í þ.e. farið, væri sjálfsagt að hafa Kanada með!

Þá væri líklega eðlilegra að halda áfram með varnarkerfi á grunni NATO samstarfs - en án Bandaríkjanna, einfaldast þ.s. löndin eru hvort sem er í NATO - þar á meðal Tyrkland og Kanada.

En augljóslega samt sem áður, yrði Evrópa þó sérstaklega að skipuleggja eigin kjarnorkuvarnir. Og það snarlega eða innan mjög skamms tímaramma frá því að það yrði ljóst að Trump tæki Bandaríkin út úr samstarfi um NATO.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband