ESB virðist hafa látið Tyrkland reisa varnarvegg gegn flóttamönnum á sínum landamærum

Der Spiegel vekur athygli á þessu, nú þegar varnarveggurinn er við það að nálgast sitt endamark, en skv. stjórnvöldum í Ankara skal smíði hans lokið meðfram öllum landamærunum í febrúar 2017: The Death Strip at the Turkish-Syrian Border.

Sjá einnig: Turkey’s new border wall to stop Syrian refugees.

Tyrkneskir landamæraverðir rétt innan sinna landamæra!

Turkish soldiers guarding the border to Syria near the town of Besarslan....

Verið að reisa veginn!

Image result for turkish border wall syria

Hér má sjá nokkra vegalengd af veggnum

Image result for turkish border wall syria

Varnarveggur Evrópu er á landamærum Tyrklands við Sýrland!

Einhvers staðar mundi þetta verið kallað - kaldhæðni. En samningur ESB við Tyrkland - fól í sér ákvæði um bætt landamæra öryggi á landamærum Tyrklands við Sýrland.
--Ætli við séum ekki að sjá nú - hvað það fól í sér!

Skv. fréttinni, þá hika landamæraverðir ekki að skjóta að fólki að gera tilraun til að smygla sér yfir vegginn.
--Einn skv. fréttinni af hópi var bersýnilega skotinn til bana!

  1. Skv. frétt er um 400þ. flóttamanna frá Sýrlandi - við landamærin að Tyrklandi, sem ekki fær að fara yfir.
  2. Bardagar um Aleppo eru að bæta þar við einhverjum tugum þúsunda a.m.k.
  3. Ef frekar verður sókt inn á svæði uppreisnarmanna, gætu auðveldlega einhver hundruð þúsunda bæst þar við.

Eins og fram kom fyrr á árinu --> Hefur Erdogan sett upp öryggissvæði á landmærum Sýrland - innan landamæra Sýrlands.
Svæði sem stjórnað er af sýrlenskum uppreisnarmönnum --> Sem hlýða skipunum frá Ankara.

Þeir eru auðvitað vopnaðir og fjármagnaðir af Ankara. Og svæðið lýtur auk þess, verndar tyrkneska hersins!
--Erdogan talaði um það fyrr á árinu - að gera þá spildu að verndarsvæði fyrir sýrlenska flóttamenn.

  • Það virðist alveg í samræmi við stefnuna að loka landamærunum sjálfum!
  • Að ætla nýjum flóttamönnum, að vera innan öryggis svæðisins handan landamæranna er lýtur Ankara.

Evrópsk yfirvöld þar á meðal Angela Merkel - hafa algerlega látið vera að gagnrýna aðferðir hins nýja landamæraeftirlits Tyrkja.
--Þó að klárlega þættu þær aðferðir óásættanlegar innan Evrópu sjálfrar.

  • Öryggis-svæði Tyrklands handan landamæranna - gæti þó auðveldlega orðið að nokkurs konar, nýju Gaza-svæði.
    -En augljóslega mun Tyrkja stjórn ekki leggja mjög mikið fjármagn í það.
    -Sem væntanlega mun þíða, að ekki verði þar mikið fyrir flóttamenn við að vera.
    -Sem væntanlega gerði það að hinum fullkomnu uppeldisstöðvum fyrir nýja öfgamenn.

Svona eins og Gaza hefur reynst vera!

 

Niðurstaða

Evrópa virðist hafa ákveðið að láta Tyrki gera það sem Evrópa sjálf taldi sig ekki geta gert - en landamæraeftirlit Tyrkja virðist mjög nærri þeim hugmyndum sem ganga hvað lengst af þeim hugmyndum sem flokkar hvað andvígastir innflytjendum til Evrópu, hafa lagt til. En þeir sem hafa gengið lengst - hafa beinlínis lagt það til að fólk væri skotið við tilraunir við að smygla sér yfir landamærin.

  • Ef maður íhugar málið frá ískaldri rökhyggju, er sjálfsagt betra fyrir Evrópu að hafa lokuðu landamærin -- í meiri fjarlægð heldur en minni, þ.e. á landamærum Tyrklands við Sýrland --> Frekar en t.d. á landamærum milli Grikklands og landanna í Evrópu Norðan við Grikkland - eins og sumir jafnvel lögðu til 2015.

Kannski að Merkel hafi ekki verið eins heilög og hún þóttist vera eftir allt saman!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Trúlega eru Tyrkir að reyna að koma í veg fyrir samgang,

á milli Kúrdana yfir landamærin.

Þarna virðast vera 15 miljónir Kúrda í Tyrklandi og

aðrar 15 miljónir austan við landamærin

Þessar tölur eru gefnar upp í CIA factbook og gætu verið mun hærri.

Ekki er ólíklegt að CIA vilji ekki styggja þjóðirnar,

en þær vilja helst gera lítið úr þjóðarbrotum,

sem oft vilja fá sjálfstæði.

Sýrland  17,2 miljónir   ....................    Kúrdar     1,7 miljónir

Íraq     38,2 miljónir   ...................     Kúrdar     7,6 miljónir

Tyrkland 80,3 miljónir   ...................     Kúrdar    14,5 miljónir

Íran     82,8  miljónir    ...................   Kúrdar     8,3 miljónir

                                         Kúrdar Samtals:   30 ,2 miljónir

Jónas Gunnlaugsson, 13.12.2016 kl. 03:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kúrdar of skipulagðir til þess að sennilegt sé að veggurinn sé nokkur umtalsverð hindrun fyrir þá. Eftir allt saman þarf ekki nema einn góðan stiga til að komast yfir. Síðan annan hóp er fylgist með hvar landamæraverðir eru hverju sinni. Kúrdar ættu auðvelt með að skipuleggja slíkt.
Bættu við svæðisbundinni spillingu, að þeir búa beggja vegna landamæranna í verulegum fjölda og þekkja örugglega hverjir eru spilltir.

--Flóttamenn á hinn bóginn, mun síður þekkja aðstæðurnar með sambærilegri nákvæmni auk þess að ósennilegt sé að þeir hafi sambærilegt skipulag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2016 kl. 08:31

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nokkuð gott hjá Tyrkjum og það þegjandi og hljóðlaust.

Valdimar Samúelsson, 13.12.2016 kl. 11:40

4 Smámynd: Magnús Rönning Magnússon

Ég las einhversstaðar að Búlgaría væri að reisa vegg við mörk Tyrklands. 

Magnús Rönning Magnússon, 13.12.2016 kl. 12:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Landamæri Búlgaríu og Tyrklands eru ákaflega stutt. Svo þ.e. sennilega fremur einföld aðgerð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2016 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband