Gæti stefnt í annað hrun?

Þetta var fyrirsögn í frétt á Mbl.is -- : Gæti stefnt í annað hrun. Augljósa svarið er auðvitað - já! En í þeim skilningi, að næsta hrun nálgast alltaf - hvenær sem það verður.

"Vax­andi áhyggj­ur eru inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar af styrk­ingu krón­unn­ar og áhrif­um þeirr­ar þró­un­ar á grein­ina. Á einu ári hef­ur krón­an styrkst um 17% og ein­stak­ir gjald­miðlar, eins og sterl­ings­pundið, lækkað um hátt í 30%."

 

Ég held að allir Íslendingar viti vel af því, að líklega skellur ný kreppa yfir Ísland - ef ekki á næsta ári, kannski - þarnæsta!

  1. Flest okkar átta sig sennilega á því, að ferðaþjónustan - hefur tekið yfir sem sú grein, sem ræður mestu nú í hagsveiflunni.
  2. Það þíðir að sjálfsögðu - tja sbr. fyrir 20 árum er sjávarútvegur var enn stærstur - að sveiflur í ferðaþjónustu, eru líklegar að ráða því hvort þ.e. -kreppa- eða -uppgangur.-
  3. Að sama skapi tel ég fullvíst - að næsta kreppa verði í líkingu við þær kreppur er við þekktum á árum áður -- þ.e. stuttar og grunnar, en einnig - tíðar.
  4. M.ö.o. ekkert í líkingu við þ.s. við upplifðum í svokölluðu - hruni.

Þannig að það má þá einnig svara spurninginnu -- Nei!
--Því við þurfum örugglega ekki að eiga von á ragnar-rökum í efnahagsskilningi.

 

En við þekkjum þetta vel, sem erum nægilega gömuml til að hafa upplifað a.m.k. eina kreppu gamla tímans!

  • Þ.e. uppgangur - stöðugar kostnaðarhækkanir.
  • Síðan snöggur samdráttur í megin greininni, m.ö.o. - kreppa.

En eftir að gengið hefur fallið slatta - fyrirtæki sem skulda mikið hafa orðið gjaldþrota.
Þá standa eftir betri fyrirtækin - þau standa þá frammi fyrir hagstæðari skilyrðum, eftir gengisfallið.
Og taka yfir eignir sem hafa verðfallið, og næsti uppgangur hefst!

  1. Ef e-h er sérstakt við núverandi uppgang, þá er það óskaplegur hraði í uppbyggingu.
  2. Einna helst minnir þetta mig, á það fyrir mörgum árum þ.e. á 10-áratugnum, þegar fiskeldis bóla gekk yfir samfélagið. Fiskeldið lagðist ekkert af, þ.e. betri fyrirtækin héldu áfram starfsemi.
    --En mjög mörg skuldum vafin slík, urðu gjaldþrota.
  3. Mér virðist sennilegt, að einnig verði fjöldagjaldþrot í ferðamennsku, þ.e. mörg hótel líklega verði gjaldþrota - þ.e. þau sem hafa starfað í skamman tíma og ekki náð að greiða niður lán, hafa lítið fjármagn umfram til umráða.
    -Líklega strandar einhver fjöldi hótela í byggingu, er eigendur verða gjaldþrota.
    -En verulegur fjöldi fyrirtækja í greininni sem ekki er endilega tengdur hótelarekstri, er einnig líklegur að fara í þrot.

Líklegasti -trigger- atburður er -- snöggur samdráttur í fjölda ferðamanna.
Jafnvel gæti dugað - að hægi á fjölgun, snögglega eða það verði stöðnun í fjölda.

 

Þessa kreppu er auðvitað ómögulegt að tímasetja nákvæmlega!

En mig grunar að 3-árum liðnum, verði mikið af ódýrum gjaldþrota hótelum - snögglega atvinnuleysi meðal fólks í ferðaþjónustu.
-En það sennilega standi ekki lengi.

  1. Spurningin er hvenær -- stöðugar kostnaðarhækkanir fyrirtækja sem þau velta í verðið til ferðamanna, þ.e. hækkanir vegna hækkaðra opinberra gjalda - gengishækkana - launahækkana, o.s.frv.
  2. Leiða á endanum fram -- samdrátt í komum eða a.m.k. stöðnun í komum.

Tilfinningin er m.ö.o. að Ísland sé nærri bjargbrúninni.
--Sem má einnig kalla --> Að ég ráðleggi fólki að kaupa dýra innflutta hluti, núna!

Mér virðist landinn einmitt mjög kaupglaður - sennilegt að væntingar um næstu kreppu geti haft þar einhver áhrif.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má segja, að með því að ganga í gegnum sína -fyrstu kreppu- muni ferðaþjónustan taka út ákveðinn þroska. En að sumu leiti líklega mun hún, bæta greinina. Vegna þess, að kreppan líklega slær af - veikustu fyrirtækin, þau sem hafa spennt bogann mest - verið of áhættusöm eða eru ekki nægilega vel fjármögnuð.
--Eftir standa þá sterkari fyrirtækin.

Þannig að greining verður þá í vissum skilningi - heilbrigðari á eftir.

En hún hættir örugglega ekki að verða megin greinin úr þessu!
Og væntanlega verða ferðamenn áfram rúmlega milljón -- 1,6 milljónir skilst mér á þessu ári.

Ísland er þá orðið að ferðaþjónustulandi!
-Hvort sem það er gott eða slæmt!

  1. Því fylgir auðvitað sá galli, að ferðaþjónusta er í eðli sínu - láglaunagrein.
  2. M.ö.o. að við erum ekki að byggja upp þau - hálaunuðu sérfræðistörf svo íkja mikið, sem Íslendingar hafa lengi dreymt um.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Einar Björn. mér finnst þessi grein þín mjög góð en mér finnst vanta eina breytu í jöfnuna. Hún er sú að þeir sem sem fá botnlausar afskriftir. Þegar það hentar, það verða þeir sem standa með höfuð og herðar yfir hina. En ekki þeir kláru, nákvæmlega eins og í sjávarútveginum.

Steindór Sigurðsson, 10.12.2016 kl. 07:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein hjá þér Einar Björn.  Og ég er sammála flestu sem þarna kemur fram.  Það sem mér finnst hins vegar vanta er að Seðlabanki Íslands haldi ekki dauðahaldi í úreltar hagfræðikenningar og sé ekki eingöngu að einblína á það vandamál að halda verðbólgu í skefjum (stundum virðist vera að það sé eina hlutverk Seðlabankans). Eitt af því sem er hægt að gera til að gengið verði ekki of sterkt er að LÆKKA STÝRIVEXTINA VERULEGA og koma með því í veg fyrir að erlendir fjárfestar séu að koma með fjármagn til landsins til að hagnast á vaxtamuninum hér og í okkar helstu viðskiptalöndum.  Við munum hvað gerðist síðast þegar þetta var staðreyndin en menn virðast EKKI ætla að læra af því.  Það verða sem betur fer framfarir í hagfræðinni og það hefur verið sýnt fram á að sambandið milli stýrivaxta og verbólgu er EKKI til staðar eins og áður hefur verið haldið fram, en þeir sem eru í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands eru ekki að hafa fyrir því að uppfæra þekkingu sína, sem var fengin fyrir 30 árum + og halda að við útskrift hafi þeir orðið fullnuma.

Jóhann Elíasson, 10.12.2016 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband