8.12.2016 | 01:54
Eldflaugaárás Ísraels-hers á herflugvöll nærri Damaskus, á miðvikudag, er forvitnilegur atburður!
Það virðist vera að ríkisfréttastofa Sýrlands - segi nokkurn veginn rétt frá atburðarásinni. En 3-aðilar hafa staðfest a.m.k. hluta frásagnarinnar, þannig að líklega er ekki ástæða til að efast að -- Ísraelar hafi skotið eldflaugum frá Gólanhæðum á svæði innan girðingar við þann tiltekna herflugvöll í grennd við Damaskus!
En í sl. viku, gerðu Ísraelar einnig árás innan landamæra Sýrlands -- höfð eru ummæli eftir varnarmálaráðherra Ísraels um þá árás!
Defense Minister Avigdor Liberman - We are trying to prevent the smuggling of sophisticated weapons, military hardware and weapons of mass destruction from Syria to Hezbollah,
- Skv. arabískum fjölmiðlum, hafi þá verið gerð árás á lest flutningabíla.
Sennilegast virðist að árás gærdagsins, beinist líklega einnig að -- Hezbollah!
'Israel missiles' hit Damascus military airpor
Syria Accuses Israel of New Attack
Israel said to target Damascus airport in second Syria strike in a week
Nær Hezbollah sambærilegri stöðu í Sýrlandi og innan Lýbanon?
En þ.e. ein af augljósum afleiðingum stríðsins í Sýrlandi - vaxandi áhrif Hezbollah. Sem síðan 2013 - þ.e. 2-árum eftir að stríðið hófst, hefur haft herlið í landinu.
Hezbollah að auki stjórnar með beinum hætti, töluverðum landsvæðum næst landamærunum við Lýbanon -- og virðist hafa hreinsað af þeim svæðum að mestu, þá Súnní íbúa er þar voru áður. Þar með, gert það svæði næst landamærunum, að hreinu - Shíta svæði.
Þannig hafi Hezbollah, stækkað sitt -- kjarnasvæði. Þ.e. svæði sem innihaldi íbúa, er styðja samtökin.
Hezbollah virðist taka þátt í mikilvægum orrustum - t.d. þeirri um Aleppo, við hlið liðssveita stjórnarhersins.
Skv. nýlegum fréttum, manni Hezbollah liðar að auki - nokkurn fjölda varðstöðva innan Damaskus; sem bendi til þess - að samtökin hafi umráðasvæði innan Damaskus borgar!
--Það má vel vera, að sá tiltekni herflugvöllur sem ráðist var á, sé nú undir stjórn Hezbollah.
- Ég get skilið ótta Ísraela - við vaxandi áhrif samtakanna, sem eru þeim afar óvinveitt.
- Að auki, að það átökin að auki - veiti samtökunum augljóst tækifæri, til þess að afla sér -- varasamari fyrir Ísrael, vopna.
- Spurning hvort að -- Hezbollah sé ekki megin ástæða þess, að Íran sé yfir höfuð að skipta sér af átökunum innan Sýrlands.
- En Íran -ef Íran ætlar áfram að halda Hezbollah í gangi- þarf stjórnvöld í Damaskus, sem til eru í það - að heimila Írönum að senda Hezbollah vopn í gegnum Sýrland.
Ef Súnníta meirihlutastjórn -- mundi ná völdum í Sýrlandi! Er sennilega ólíklegt, að slík stjórn væri - tilbúin í að starfa áfram með Íran, til þess að halda Hezbollah í gangi.
Hezbollah, veiti Íran aðgengi að landamærum Ísraels við Lýbanon. Sé mikilvægur þáttur í svæðisbundnum áhrifum Írans.
--Þannig að ég get mjög vel keypt þá skýringu, að þetta snúist allt um Hezbollah hjá Írönum.
--Þar með að auki, snúist þátttaka Írans í átökunum, ekki síður um að -- styrkja Hezbollah, og þar með svæðisbundin áhrif Írans.
Fram að þessu a.m.k. virðist Hezbollah og Íran, ganga vel að græða aukin áhrif á Sýrlands átökunum.
--Hvað sem síðar verður!
Áhættan fyrir Hezbollah á móti - er sennilega uppsöfnun óvildar eða beins fjandskapar gagnvart samtökunum, meðal Súnní hluta íbúa landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, og sennilega víðar meðal Súnní hluta íbúa Miðausturlanda.
--Það gæti veitt fjendum samtakanna - tækifæri síðar meir, sem þeir væru líklegir til að vilja notfæra sér.
- Hezbollah sé sannarlega komið á radarinn, hjá róttækum Súnní hópum - sem óvinur.
Niðurstaða
Það blasir við að vaxandi áhrif Hezbollah innan Sýrlands - sá möguleiki að Hezbollah öðlist sambærilegan "status" á svæðum innan Sýrlands stjórnað a.m.k. nafni til af stjórnvöldum Sýrlands, og samtökin hafa notið í Lýbanon nú um aldarfjórðumg; hljóti að valda Ísrael áhyggjum.
Það þíði að samtökin hafa nú víkkað áhrifasvæði - og aukna möguleika til að afla sér vopna. Það blasi því við að samtökin séu nú hættulegri Ísrael en áður!
Það sé því ekki furða að Ísrael fylgist náið með athöfnum samtakanna innan Sýrlands, og ráðist að tilraunum þeirra -- til að afla sér vopna ætlað að breyta vígsstöðu þeirra gagnvart Ísrael - sér í hag sbr "game-changing weapons"!
En sennilega má taka orð Liberman góð þess efnis, að Ísrael hafi engin áform um - beina þátttöku í átökunum innan Sýrlands!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn.
Ég gleðst yfir að þú sjáir heildarmyndina, þó sumar tilvitnanir þínar hljómi mótsagnakenndar.
Þú byrjar t.d. á að viðurkenna að Ísraelar hafi gert árás á herflugvöll í nágreni Damaskus, en lýkur síðan venju samkvæmt skemmtilegum vangaveltum þínum með því að segja að sennilega megi taka orð Liberman varnarmálaráðherra Ísraels góð þess efnis, að Ísraelar hafi engin áform um - beina þátttöku í átökunum innan Sýrlands!
Það hlýtur nú að blasa við öllum og jafnvel heit trúarmönnum á borð við þig sjálfan að einmitt Ísralar og Sádar eru þeir sem nú standa berleggjaðir með buxurnar á hælunum, að baki öllu plottinu í kringum Sýrlands stríðið og hörmungarnar allar í miðausturlöndum, sbr. glænýjar tilvitnanir í Boris Johnson.
Jónatan Karlsson, 8.12.2016 kl. 22:15
Jónatan, alltaf gaman að fá heimsóknir frá sannfærðum samsæristrúarsinnum - ég almennt hafna samsæriskenningum alveg sama hver á að eiga í hlut.
Nema menn geti sýnt fram á einhverjar sannanir -- en þær eru almennt á skornum skammti, en samsæriskenningasinnar virðast almennt ekki þurfa sannanir - enda byggjast kenningarnar á -hreinni trú- í flestum tilvikum.
Auðvitað samþykki ég að árásir hafi farið fram -- þegar sannanir eru til staðar að þær hafi farið fram.
--Þannig á alltaf að byggja málflutning -- á sönnunum!
---------------
Ég sé enga ástæðu til að taka nokkuð mark á fullyrðingum án sannana, sbr. - Bandaríkin eða Ísrael hafi búið stríðið í Sýrlandi til.
--Enda er yfrið næg sönnunargögn fyrir því, hvernig það hófst.
Og það var ekki með þeim hætti er þú fullyrðir, þá gegn ágætum sönnunum fyrir því hvernig þetta allt raunverulega fór af stað.
--En ef menn hafa áhuga á að kynna sér sannleikann með það allt saman -- er nóg af upplýsingum.
--En ef menn vilja einungis -fylgja trúarsetningum- sem ganga gegn sönnunum, þá vera menn að eiga það við sjálfa sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.12.2016 kl. 00:19
Eitt skitið sönnunargagn:
Kallast eldflaugaárás á flugvöll í Sýrlandi, sem þú sjálfur viðurkennir að hafi átt sér stað eitthvað annað en bein þátttaka í átökunum í Sýrlandi?
Jónatan Karlsson, 22.12.2016 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning