Hópur spáir yfirvofandi brotthvarfi Ítalíu úr evrunni í kjölfar afsagnar Matteo Renzi - mig grunar þó að Ítalía verði áfram í evrunni, þar sem reglum evrusvæðis verði sennilega breytt til að tryggja aðild Ítalíu að evru áfram!

Ástæða þess að ég segi að sennilega verði reglur evrusvæðis lagaðar til - svo Ítalía haldist innan evrunnar. Kemur til vegna þess, að Ítalía er greinilega -- nauðsynlegt aðildarríki evru.

  1. En Ítalía yrði samstundir ríkisgjaldþrota ef Ítalía yfirgæfi evruna, þ.s. skuldir Ítalíu mundu líklega hækka um helming miðað við - hugsanlega upptekna líru. Þ.e. fara úr 130% í nærri 200%.
  2. En munur t.d. á skuldastöðu Japans t.d. er sá, að Japan skuldar sitt í gjaldmiðli sem Japan getur prentað. Sama gildir um Bandaríkin og Bretland!
    --Þ.e. auðvitað lykilatriðið í því samhengi.
  3. Síðan bætist það til viðbótar við -- að allir ítalskir bankar legðust samstundir á hliðina ef Ítalía gengur úr evrunni - ríkið þyrfti líklega að fara eins með þá og það íslenska gerði á sínum tíma með íslensku bankana, þ.e. taka þá yfir og endurreisa einungis - innlenda starfsemi.

Hinn bóginn held ég að ekkert af þessu þurfi að gerast!
Það er ríkisþrot Ítalíu.
Eða gjaldþrot bankakerfis Ítalíu.

En höfum að auki í huga, að samstundir mundi sennilega skella á stærsta fjármálakreppa sem sögur fara af í heiminum -- þ.e. miklu stærri en sú kreppa er skall á 2007 við upphaf svokallaðrar - undirlánakrísu.

Og auðvitað - heimskreppa væri einnig mjög sennileg afleiðing.
______________

Italy PM Renzi facing big referendum defeat: exit polls

Renzi resigns after referendum defeat

 

Það sem ég er að segja er - að sá lærdómur sem ég hef dregið af því að hafa fylgst með evrukrísunni milli 2010 og 2012 - er sá að líklega velur evrusvæði að lifa af!

  1. En tæknilega er unnt að endurfjármagna ítalska bankakerfið - alfarið með prentuðu "lánsfé" frá Seðlabanka Evrópu.
  2. Allt og sumt sem þarf að gera, er að - "veiva" núverandi reglum, þ.e. kröfum t.d. um veð, og endurgreiðslu innan lengdar í tíma sem er í nokkurri nálægri framtíð.
  3. Að sjálfsögðu, yrðu lánin að vera ca. á "0%" vöxtum - og ef þau væru þannig að bankarnir þyrftu ekki að greiða þau til baka innan nk. 20-30 ára.
  • Þá kostaði sú endurfjármögnun ítalska skattborgara - ekki neitt.
  1. Varðandi ríkisskuldir Ítalíu - væri hægt að "veiva" þeirri reglu, að ríkisskuldir Ítalíu þurfi að nálgast - 60% í nokkurri þeirri framtíð er væri innan nk. 20-30 ára.
  2. Ef menn vilja halda í það að reglan um 60% hámarks skuld sé enn - tæknilega til staðar, þá gæti h+in verið gerð "meiningarlaus" í tilviki Ítalíu, og auðvitað annarra evrusvæðis landa núverandi sem skulda enn verulega meira en 60% - nk. 20-30 ár.
    --M.ö.o. dauður bókstafur.
  3. Ef ítalía þarf á því að halda, gæti að auki verið heimilað að ítalska ríkið mundi reka sig með auknum halla um einhver nk. ár, til að mæta kröfum um lækkandi atvinnuleysi á Ítalíu -- þó svo það þíddi t.d. skuldastöðu upp í 140%.
  • Það væri þá auðvitað samþykkt - að Seðlabanki Evrópu keypti ítölsk ríkisbréf eftir þörfum, eins og "Bank of England" kaupir bresk, "US Federal Reserve" keypti bandarísk, og "Bank of Japan" kaupir japönsk.
    --Þá þyrfti það sama auðvitað að vera gert fyrir önnur aðildarríki evru, sem skulda meir en 60% -- þ.e. "veiva" reglunni að Seðlabanki Evrópu megi ekki fjármagna aðildarríkin.

M.ö.o. allt til að halda evrunni í gangi!

 

Punkturinn er auðvitað sá, að ef Ítalía verður líklegasta ríkið til að yfirgefa evruna --> Þá gildir að reglur evrunnar verða að gera Ítalíu mögulegt að vera áfram innan evru!

Mig rámar í að ég hafi komið með sambærilegan punkt annaðhvort 2011 eða 2012.

  1. En málið er það, að ef bæði Ítalía og Þýskaland -- verða að vera innan evru.
  2. En samtímis, er mun líklegra að Ítalía hætti í evrunni en þýskaland.
  3. Og ef að auki þ.e. öruggt, að brotthvarf Ítalíu mundi starta alþjóðlegri fjármálakrísu samstundis.
  • Þá augljóslega er það orðið svo --> Að reglur evrusvæðis verða að snúast um þarfir Ítalíu.

En jafnvel þó að Þýskaland yrði ekki gjaldþrota -- þá yrði þýskaland fyrir miklu fjárhagslegu höggi!

Og þ.e. einnig að auki sennilegt að fjármálakrísa af þessari stærð --> Mundi framkalla heimskreppu, þ.e. duga til slíks.
--Þá auðvitað mundi efnahagur Þýskalands samtímis skaðast heilmikið.

  1. Þá lítur það svo fyrir mér að Þýskaland þarf þá að beygja sig fyrir þörfum Ítalíu.
  2. Svo Þýskaland geti haldið áfram að halda sig við það kerfi sem Þýskaland græðir svo mikið á, þ.e. að hafa gjaldmiðil sem er verulega ódýrari en þýska markið væri - sem leiðir fram meiri útflutningsgróða Þýskalands en annars væri.
  • Kostnaðurinn mundi þá verða sá -- að sveigja reglurnar að því markmiði að halda Ítalíu inni - hvað sem það annars það mundi kosta í formi sveigjanleika innri regla evrukerfis.

 

Niðurstaða

Auðvitað veit enginn hvort að 5-Stjörnu Hreyfing Peppe Grillo verður ráðandi afl á Ítalíu eftir nk. þingkosningar á Ítalíu - sem sennilega eru fljótlega yfirvofandi eftir afsögn Matteo Renzi.
En vegna hótunar þeirrar hreyfingar og Forza Italia flokks Berlusconi að hætta í evrunni, a.m.k. hugsanlega. Þá blasir það við mér - að það geti verið að hætta í evrunni verði notað sem hótun af næstu stjórnvöldum Ítalíu.
Og það fólk gæti verið tilbúið að standa við þá hótun - þannig að sú hótun mundi sennilega vera trúverðug.

Þá grunar mig að í nafni slíkrar hótunar, vegna gríðarlegra afleiðinga þess fyrir fjármálakerfi Evrópu sem og heimsins af ríkisþroti Ítalíu og mjög líklegu fjármálahruni á Ítalíu - er startaði án nokkurs vafa enn alvarlegri fjármálakrísu í Evrópu en hófst í kjölfar "undirmáls lána krísunnar" er hófst í Bandaríkjunum 2007.

Geti Ítalía líklega knúið fram mjög miklar tilslakanir svo landið haldist innan evrunnar.

  • Ef ég mundi veðja upp á það pening - væri það mitt veðmál að sennilegra sé að það veðmál vinni, að Ítalía verði innan evrunnar áfram, að mikilvægar tilslakanir verði framkvæmdar af evrukerfinu og aðildarlöndum ESB -- til að tryggja þá framtíð að evrukerfið haldi áfram að vera til staðar.

Tek fram, að ég tek þarna -enga gildishlaðna afstöðu- einfaldlega tek það fram sem ég held að sé sennilegra!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband