Kína sendir Trump mótmæli - vegna símtals Trumps við Tsai Ing-wen leiðtoga Tævan

Ástæðan er sú að Donald Trump tók við símtali leiðtoga Tævan - en Kína lítur á Tævan sem kínverskt hérað í uppreisn, og mótmælir í sérhvert sinn - ef Bandaríkin hafa sjálfstæð samskipti af nokkru tagi við Tævan.

China lodges formal protest after Donald Trump’s Taiwan call

Tsai Ing-wen leiðtogi Tævan

http://cdn.static-economist.com/sites/default/files/imagecache/full-width/images/2016/01/blogs/economist-explains/20160116_blp538.jpg

Fram kemur í fréttinni, að þetta séu fyrstu beinu samskiptin milli nýkjörins forseta Bandaríkjanna eða forseta Bandaríkjanna - síðan Bandaríkin rufu formlega dyplómatísk samskipti við Tævan - 1979.
Síðan þá hafa Bandaríkin gætt þess vendilega - að öll samskipti Tævan og Bandaríkjanna!
Séu í gegnum embættismenn!

  1. En Bandaríkin hafa enn - varnarsamning við Tævan, og ábyrgjast varnir Tævan.
  2. Samtímis því að þau fylgja enn samkomulagi við Kína, sem Nixon og Mao formaður gerðu 1972.
    En þá yfirtók stjórn meginlands Kína sæti Kína í öryggisráði SÞ, og einnig sæti Kína og atkvæðarétt innan SÞ.
    --Þetta þíðir að Bandaríkin fram að þeim tíma höfðu haft yfirráð yfir neitunarvaldi Kína, sem þíðir auðvitað að ákvörðun Nixons einnig - afhenti það neitunarvald til Kína.
    **Það verður auðvitað ekki aftur tekið.
    **Nixon formlega viðurkenndi þá Kína Maos sem jafningja við Bandaríkin og Sovétríkin.

Þaðan í frá, hefur Kína þrýst stöðugt á Bandaríkin, að viðurkenna formlega að Tævan sé hérað sem með rétti -- skuli lúta lögum og stjórn stjórnvalda Kína.
--Og eftir því sem völlurinn á Kína hefur vaxið undanfarin ár - hefur sá þrýstingur Kína, öðlast - vaxandi þunga!

Ég er handviss að Tævan er algert lykilland!

Utanríkisráðuneyti Kína: “It must be pointed out that there is only one China in the world,” - "the foreign ministry urged “the relevant parties . . . to handle issues related to Taiwan with caution and care in order to avoid unnecessary interference with overall Sino-US relations”"

Utanríkisráðherra Kína: Wang Yi - “It is impossible to change the one-China situation that the international community has formed,” - I also do not think it will change the one-China policy on which the US government has insisted over the years.”

Trump Tvítaði: “The President of Taiwan CALLED ME today to wish me congratulations on winning the Presidency. Thank you!”

Í fréttinni kemur fram að Financial Times hafði samband við hópinn í kringum Trump! Síðar um daginn, komu viðbrögð frá Trump - vegna þeirrar gagnrýni er hann hefur fengið!

  1. "The Trump team..." - "...confirmed that the president-elect had spoken with Ms Tsai and “noted the close economic, political, and security ties” between Taiwan and the United States."
  2. "Mr Trump, however, suggested it was hypocritical for Washington to provide Taipei with weapons but prevent the US and Taiwanese leaders from communicating."

Annað Trump Tvít: “Interesting how the US sells Taiwan billions of dollars of military equipment but I should not accept a congratulatory call,”

En auk þessa sendi Viðskiptaráð Bandaríkjanna í Kína, Trump skilaboð:

"American Chamber of Commerce in China, said US businesses needed “certainty and stability”, and urged Mr Trump’s team "to get up to speed quickly on the historical tensions and complex dynamics of the region”." - “The president-elect has yet to take office and is still formulating positions on a wide range of issues, so we don’t place much emphasis on any particular action or comment during this process,” - “The chamber has long supported maintaining stability in the region, and we expect the new administration to respect the status quo.

Sem sagt, formaður viðskiptaráðs Bandaríkjanna gagnvart Kína, James Zimmerman -- vill að Trump ruggi ekki bátnum með samskipti Kína og Bandaríkjanna!


Það sem Trump þarf að hafa í huga, er að ástandið í samskiptum Kína og Tævan, og Bandaríkjanna - er mjög eldfimt!

  1. Fram til 1972, höfðu Bandaríkin stutt stjórnvöld Kuomitang flokksins í Tævan - sem hin lögmætu stjórnvöld alls Kína. En þegar Kuomitang flokkurinn tapaði styrrjöld sinni við kínverska kommúnista 1949, flúðu leyfar liðs Kuomitang sinna til Tævan -- Bandaríkin síðar ákváðu að verja stjórnina í Taipei gegn hugsanlegri árás meginlands Kína.
    Einnig fram að þeim tíma, var Kína Maós formanns, bandamaður Sovétríkjanna í hnattrænu köldu stríði við Bandaríkin. En eins og þekkt er, þá var Kóreu stríðið frá 1949-1953, óbeint stríð milli Bandaríkjanna og Kína -- en kínverskur her barðist þar eins og þekkt er, og mikill fjöldi kínverskra hermanna féll þar í beinum bardögum við bandarískan herafla. Að auki, þá tók Kína Maós formanns - beinan þátt í Víetnam stríðinu, og var Kína Maós formanns -- með fjölmennt lið í Víetnam flest þau sömu ár og Bandaríkin höfðu þar einnig - fjölmennan her.
  2. Samningur Nixons og Maós Formanns var því virkilega risastór -- því: A)Maó samþykkti að hætta að viðhafa bandalag við Sovétríkin. Þaðan í frá höfðu Sovétríkin 3-4 milljón manna liðssafnað nærri landamærum við Kína. Sem dróg úr þrýstingi á liðssafnað NATÓ í V-Evrópu. B)Að auki, var endir bundinn á öll "proxy" stríð Kína Maós og Bandaríkjanna -- en athyglisvert er að skömmu síðar drógu Bandaríkin sig út úr Víetnam, og hættu stuðningi við ríkisstjórn - Lon Nol hershöfðingja í Kambútseu, og að auki stjórnina í Laos. C)Sú saga er þekkt, að í öllum þeim löndum urðu lyktir - yfirtaka kommúnista, þ.e. innrás N-Víetnam í S-Víetnam og lokasigur með yfirtöku N-Víetnam á S-Víetnam 1974. Pol Pot vann sigur á stjórn Lon Nol, við tók hans ófræga ógnarstjórn, sem á endanum var endir bundinn á af innrás Víetnam nokkrum áður síðar. Og auðvitað kommúnista stjórn tók yfir Laos. D)Á hinn bóginn, er á reyndi --> Þá urðu kommúnistar í Víetnam ekki auðsveipir fylgisveinar Maós. Þess í stað, hefur ríkisstjórn Víetnams alla tíð eftir sameininguna með hernaðarsigri -- rekið sjálfstæða utanríkisstefnu. Sem orsakaði það að á endanum -- varð endir á vinskap Víetnam við Kína meðan Maó var enn þar við völd.
    **1979 var stutt landamærastríð milli Víetnam og Kína. Skv. óstaðfestum heimildum, fór her Kína miklar ófarir gegn bardagareyndum her Víetnam í það skiptið.
    --Víetnam virðist a.m.k. ekki enn á þeim buxum - að ætla fylgja Kína.
  3. 1978 síðan formlega viðurkenndi Carter forseti ríkisstjórn meginlands Kína -- sem hina einu lögmætu stjórn Kína.
    Þá fyrirskipaði Carter lokun sendiráðs Bandaríkjanna í Taipei.
  4. En Bandaríkin hafa samt haldið áfram að -- verja Tævan!

Eins og kemur fram -- er símtal Trumps við Tsai Ing-wen -- fyrstu beinu samskipti leiðtoga Tævan og nýkjörins leiðtoga Bandaríkjanna, eða forseta Bandaríkjanna og Tævan -- síðan 1979.

Ég held að ástæður áhuga Kínastjórnar á því að endurreisa yfirráð Kína yfir Tævan snúist um það að tryggja kínverskum herskipum örugga siglingaleið inn á Kyrrahaf!

Málið er að Senkaku eyjar, Ryukyu eyjar ásamt Tævan eyju. Mynda nokkurs konar varnarlínu á hafinu. Og ef einhver annar en Kína ræður yfir þeirri varnarlínu. Sérstaklega af sá aðili er óvinveitt veldi. Er unnt að nota þær eyjar. Til að varna kínverska flotanum leiðar út á Kyrrahaf.

Þetta sést vel á litlu myndinni til hægri, hve stutt er á milli Tævan og Senkaku eyja. Síðan sést vel hve Ryukyu eyjar og síðan Ishigaki, einnig undir stjórn Japans - - mynda öfluga girðingu fyrir Kínahaf!

En það sést einnig, að hinn raunverulegi lykill að því að opna kínverska flotanum leið út á Kyrrahaf - - er Tævan.

Kína hefur einnig verið að rífast við Japan út af --> Senkaku eyjum!

Eins og sést eru Senkaku eyjar -- rétt við hliðina á Tævan -- til samans eins og ég sagði mynda Senkaku eyjar og Tævan --> Varnarlínu gagnvart öruggri siglingaleið kínverskra flota inn á Kyrrahaf!

Hinn bóginn - - eins og sést vel á myndunum. Að einungis Tævan er nægilega stór. Til þess að á eynni sé nægt pláss til að koma fyrir þeim mikla herstyrk á þurru landi. Sem getur tryggt það að aðrir flotar verði að halda sig í fjarlægð.
Þannig að siglingar kínverskra herskipaflota út á Kyrrahaf séu tryggðar!

Ef Kína her ræður yfir landsstöðvum á Tævan.
Þá er leiðin út á Kyrrahaf galopin.

Þar er hvað ég á við --> Þegar sé segi Tævan -lykil.-


Síðan, eins og sést á stóra kortinu, er Suður-kínahaf, einnig fremur lokað hafsvæði! M.ö.o. ekki greið leið fyrir kínverska flota -- út fyrir það!

Mér virðist stefna Kína vera sú --> Að byggja upp flotastyrk og flotastöðvar á Suðurkínahafi, um sinn a.m.k.
En floti Kína er enn í dag - miklu mun veikari en floti Bandaríkjanna.
M.ö.o. að Kínafloti er ekki enn a.m.k. tilbúinn í að mæta flota Bandaríkjanna sem jafnoki - á heimshöfunum.

-- --> Þannig gæti Suðurkínahaf orðið nokkurs konar æfingasvæði fyrir kínverska flotann, þegar hann byggist upp í sífellt aukinn styrk.

Þess vegna sé áhersla Kína á uppbyggingu á Suðurkína hafsvæðinu.
Kína ætli sér -- fyrst að gera það svæði, að algerlega kínversku svæði.

  1. Þessi uppbygging -- lendir eðlilega í árekstrum við lönd sem einnig eiga strandlengjur að Suðurkínahafi.
  2. Það verður auðvitað athyglisvert að fylgjast með því máli.

En eins og ég benti á í gamalli færslu, getur Kína örugglega hugsað sér að hremma Tævan:  Hvað ef hið raunverulega skotmark Kína er Tævan?

 

En allt þetta þíðir það, að Trump verður að fara óskaplega varlega í að gefa undir fótinn, að hann styðji sjálfstæði Tævan!

  1. En sérhver hreyfing Trumps í slíka átt!
  2. Mundi tafarlaust skaða mjög mikið samskipti Kína og Bandaríkjanna.

En Kína stjórn ætlar sér örugglega einhvern tíma -- tryggja sér Tævan.
Hvernig sem það verður gert!

Kína stjórn hefur haft mjög vaxandi velgengni í því - að einangra Tævan í alþjóðlegu samhengi, þ.e. í dag hafa nánast engar ríkisstjórnir í heiminum - bein samskipti við Taipei.

  1. En Kína umber ekki slíkt -- sendir alltaf hótanir um hæl, þ.e. hótar strax að loka á verslun þess ríkis við Kína.
  2. Og hefur staðið við slíkar hótanir, þangað til að land X-hefur látið undan.

Á síðustu árum er áhrif Kína í heims málum vaxa hratt!
Hafa slíka hótanir Kína að sama skapi - öðlast hratt vaxandi þunga!

Svo þ.e. afar einfalt - að Trump þarf að stíga mjög varlega til jarðar í samskiptum Bandaríkjanna við Tævan!
Ef Trump ætlar sér að viðhalda - góðum samskiptum við Kína.

  1. Auðvitað ef Trump ætlar í átök við Kína.
  2. Þá gætu formleg upptaka beinna samskipta við Taipei, verið formlegt upphaf slíkra átaka - sannarlega.
  • Það þarf auðvitað að hafa í huga -- að ef Trump ætlar í viðskiptastríð við Kína, þá mun það hvort sem er -- valda verulegri versnun samskipta við Kína.
  • Það má m.ö.o. vera - að Trump stefni hvort er eð, á Kaldastríðs stíls átök við núverandi stjórnvöld Kína.

A.m.k. er slíkt ekki orðinn hlutur enn!
Trump er ekki formlega tekinn við - fyrr en 20/1/2017 nk. skilst mér.

Það þarf ekki vera að Trump ætli sér - átök við Kína!

 

Niðurstaða

Eins og formaður viðskiptaráðs Bandaríkjanna í Kína talar - má ætla að James Zimmerman telji að Trump sé ekki nægilega inni í flókinni samskiptasögu Bandaríkjanna gagnvart Kína og Tævan.
Hans áskorun til Trumps að kynna sér málið -- er skýr.
Að sama skapi segist hann sannfærður að Trump muni ekki hefja skærur við Kína.

Það á auðvitað eftir að koma í ljós -- hverjar fyrirætlanir Trumps eru í hinum sögulega flóknu samskiptum Kína og Tævan, og Bandaríkjanna.

En enginn vafi er að -- ógætileg skref gætu leitt til mjög mikillar versnunar samskipta Kína og Bandaríkjanna!

Eins og kemur fram, er það mitt mat að tilgangur Bandaríkjanna í því að verja Tævan, sé að viðhalda -- varnarlínu á hafinu, sem -de facto- hindrar Kína í því að beita flotum sínum í framtíðinni á heims höfunum!

Að sama skapi sé það -lykillinn- að opnun öruggrar leiðar fyrir Kína út á heimshöfin fyrir sína flota, að ná aftur fullum yfirráðum yfir Tævan.

  • Þess vegna hefur mig grunað að Kína ætli í framtíðinni, að ná aftur fullum yfirráðum yfir Tævan, með friði - eða ófriði.

Kína muni þar af leiðandi álíta sérhverja tilraun Bandaríkjanna, til að styrkja varnir Tævan - eða til að afnema einangrun Kína á Tævan, sem fjandsamlega aðgerð Bandaríkjanna gagnvart Kína og því bregðast skv. slíkum skilningi við sérhverri hreyfingu Bandríkjanna í slíkar áttir, með afar hörðum hætti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er þetta "haturstal" gegn Trump, að verða svolítið mikið.  Þetta er að verða svipað hjá þér, og með Putin.

Á aðra hliðina, ertu að ýja að því að Trump megi ekki tala við Tævan, og hins vegar ertu að Tala um að Kína sé að gera rangt í Kínahafi.

Trump gerir ekkert rangt, í að tala við forsætisráðherra Tævan.  Síðan er afstaða Bandaríkjanna í þessu máli, vægast sagt "loðin". Fram að þessu, hefur Kína verið lokað af, og Bandaríkjamenn leikið "sjóræningja" leik í Kína hafi. Eins og þú sjálfur bendir á, loka eyjarnar siglingaleið til Kína af.

Þess vegna hefur Kína flutt "útflutning" frá Shanghai, og Hong Kong.  Aðal "flutningur" Kínverja, er nú flugleiðina.  Þeir hafa einnig, ásamt rússum, byggt trans-Eurasia railway, og veg þar sem vörufluttningur mun fara fram í framtíðinni.

Þetta, ásamt olíunni í Suður Kínahafi, er ástæða deilna milli Kína og Bandaríkjanna.  Því "sjóræningja" leik kanans, er að ljúka.  Kínverjar taka sjálfir við að "tryggja" signlingar um sitt haf, og vöruflutningar til og frá Kína, fara í framtíðinni með lest í gegnum Síberíu.  Vöruflutningar til Kína hafsleiðina, er að ljúka.

Hérna sérðu leiðina http://www.aapacgroup.com/images/trans-eurasia-routes-map__2012.jpg

En þetta er ekki bara Kínverjar og Rússar, hérna er Kórea líka í málum. http://www.koreanlii.or.kr/w/index.php/Trans-Korean_Railway?ckattempt=1

Þjóðverjar eru líka með í þessu, hérna sérðu hvernig leiðin þeirra er http://www.joc.com/sites/default/files/u1390826/hefei-hamburg.JPG

Þannig að hugmyndir þínar um mikilvægi siglingaleiðarinnar, eru ekki alveg í takt við tímann.  Þú ættir að prófa sjálfur, að fara þessa leið með lest (hef sjálfur í huga að prófa), en hérna sést hvernig lestirnar ferðast hér http://www.seat61.com/images/Silkroute-map.jpg

Svona kemur þetta til með að líta út, innan skamms. http://www.investasian.com/wp-content/uploads/2015/02/MapChinaNewSilkRoad.jpg

En leiðin í gegnum Istanbul á að opna 2017.  Það verða síða tvær "bullet train" sem ganga milli Asíu og Evrópu.  Ein í gegnum Istanbul, og önnur í gegnum Moskvu.

Að lokum, svo eru einnig uppi hugmyndir að þessi lestarleið verði enn lengri. http://www.schillerinstitute.org/graphics/maps/eurasian_landbride.jpg eða alla leið til Norður Ameríku.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 18:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rosalegt kjánatal er þetta -- siglingar til Kína eru í engu hindraðar í dag. Þó að önnur lönd hafi yfirumráð yfir eyjunum fyrir framan Kína.
--Hafa þau fram að þessu, engar tilraunir gert, til að - hindra siglingar kaupskipta til og frá Kína.
Sennilega einmitt eru flutningar á hafinu til og frá Kína, stærri í umsvifum en flutningar til og frá nokkru landi í heiminum í dag -- Bandaríkin með talin.

    • Þ.s. málið snýst um, varðandi hver ræður eyjunum fyrir framan.

    • Er að meðan svo er --> Getur Kína ekki hætt á hernaðarátök við land, sem getur lokað kínverska flotann inni; og getur þar af leiðandi --> Beitt hafn banns aðgerðum á Kína.

    ----------------

    Ég veit vel af því, að Kína er að opna margvíslegar - "alternative" leiðir til og frá Kína.
    En þ.e. ekki séns að þær samanlagt, þ.e. þó þú leggir allar mögulegar lestarlínur saman + flugferðir til og frá Kína; að það samanlagt - komi alfarið í stað siglinga til og frá Kína.

      • Kína er auðvitað að þessu, til þess að draga úr gildi hugsanlegra hafnbanns aðgerða bandaríska flotans gegn Kína.

      • En eins og málum háttar í dag --> Gætu Bandaríkin með sínum flota, með hafnbanni er stæði yfir t.d. 6-mánuði samfellt, svelt Kína til hlíðni -- þ.s. aðrar flutningaleiðir langt í frá anna þörfum Kína.

      Þó að mikið af útflutningi Kína á tækni varningi fari með flugi, og geti farið með lestum einnig! Þá er ekki séns -- að lestarflutningar + flutningar með flugi; anni þeim hráefnainnflutningi sem Kína þarf.

        • En þ.e. þörf Kína fyrir stöðugan innflutning hráefna í miklu magni.

        • Sem er akkílesar-hællinn.

        Kína m.ö.o. getur ekki hætt á átök við Bandaríkin, fyrr en Kína hefur með opnun öruggra siglinga fyrir sinn flota -- öðlast möguleika til að verja siglingar með eigin rammleik til og frá Kína á heimshöfunum.

        Það getur Kína auðvitað ekki gert, fyrr en floti Kína er nægilega öflugur orðinn. Það eru a.m.k. 20 ár sennilega í það, að Kína floti hafi þann styrk og afl sem til þyrfti.

        ------------------

        Áhugavert hvernig þú tekur fullkomlega málstað Kína í deilum við nágranna þjóðir Kína um S-Kínahaf. En greinilega er það lýgi stjórnvalda Kína -- > Að S-Kínahaf sé einhver, einka-eign Kína.

        En það má vel vera, að Kína mundi takast að komast upp mað að traðka á rétti sinna granna. Bandaríkin, eru auðvitað ekki að hugsa málið út frá þörfum þeirra þjóða heldur -- þegar þau segjast styðja sjónarmið þeirra þjóða, í deilum þeirra þjóða um S-Kínahaf við þær þjóðir.

        Þegar þú segir Bandaríkin standa í "sjóræningjaleik" virðist þú bersýnilega gefa þér það, að frásögn stjórnvalda Kína -- um óskoraðan einkarétt Kína á því svæði, sé sannleikanum samkvæmur --> Þó allar hinar þjóðirnar á því svæði þ.e. þær aðrar þjóðir sem eiga strandlínur meðfram S-Kínahafi, hafni fullyrðingum Kínastjórnar á þá leið, að einkaréttur Kína á því hafsvæði sé óskoraður og án vafa.

        Að sjálfsögðu er Kína þarna -- að hugsa út frá eigin hag, Bandaríkin einnig.
        En í þetta sinn, er það Kína sem er með uppátroðlu við hinar þjóðirnar -- ekki Bandaríkin.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 3.12.2016 kl. 19:44

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Des. 2024
        S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6 7
        8 9 10 11 12 13 14
        15 16 17 18 19 20 21
        22 23 24 25 26 27 28
        29 30 31        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (3.12.): 24
        • Sl. sólarhring: 53
        • Sl. viku: 779
        • Frá upphafi: 856818

        Annað

        • Innlit í dag: 23
        • Innlit sl. viku: 733
        • Gestir í dag: 23
        • IP-tölur í dag: 22

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband