Markaðir í Bandaríkjunum virðast veðja á að Trump verði gerður að strengjabrúðu Repúblikanaflokksins

Að afloknum kosningum hefur verið mjög sterkt -narrative- í þá átt, að Trump verði annar - Reagan. En hafandi í huga að sennilega enginn forseti Bandaríkjanna sl. 30 ár elfdi meir valdastöðu Bandaríkjanna í heiminum en Reagan. Og að auki það, að Reagan aðhylltist ekki - verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum. En aðgerð sem sumir vitna til, þ.e. er hann beitti Japan þrýstingi um markaðsopnun á innanlands markað í Japan --> Gegndi einmitt þeim tilgangi, að stuðla að frekari opnun markaða, tilgangurinn var ekki verndarstefna!

  1. Til þess að halda því fram að Trump sé annar Reagan, þarf að gera einnig ráð fyrir því -- að Trump muni ekki fækka amerískum herstöðvum út um heim; heldur þvert á móti efla bandarísk hernaðarumsvið út um heim.
  2. Það væri líka ákaflega Reaganískt -- að kalla Rússland "evil empire" vísað til orða Reagans á sínum tíma um Sovétríkin, en ég er ekki í nokkrum vafa að Reaganískur forseti væri mjög herskár gegn Rússlandi.
  3. Það þarf að gera ráð fyrir því, að hugsanlegar tilraunir Trumps - til að endursemja um utanríkisviðskipti; leiði ekki til nýrra tollmúra af hálfu Bandaríkjanna - eða að Bandaríkin leggi slíka á - einhliða.
    --M.ö.o. að Trump svíki nokkurn veginn alfarið yfirlýsta stefnu sína að færa störfin -- skv. trú hans að leið til slíks sé að tryggja samkeppnishæfni starfa innan Bandaríkjanna með nýjum tollmúrum.
    --Auk þess að Repúblikanaflokkurinn muni ráða utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
  • M.ö.o. þarf að gera ráð fyrir því --> Að Trump, fái ekki að vera Trump.

 

Það virðist þetta veðmál, að Repúblikanaflokkurinn muni hafa Trump að fullu undir sinni stjórn!
Sem hafi verið að leiða -- hækkanir á verðbréfamörkuðum undanfarna daga þ.e. eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

  1. Markaðir reikna með því, að Trump muni fylgja markaðri stefnu Repúblikanaflokksins - þ.e. lækka skatta yfir línuna - þ.e. á laun, á rentur af fjármagni, og á fyrirtæki.
  2. Fyrir utan það, virðist reiknað með því að Trump muni verja miklu fé til opinberra framkvæmda -- telja að meirihluti sé líklega fyrir slíkri stefnu á þingi með aðstoð þingmanna Demókrata.

Það verður auðvitað að koma í ljós -- hvort að veðmál markaða sé rétt, að Repúblikanaflokkurinn hafi nú Trump -- fullkomlega undir sinni stjórn.

En ef þ.e. svo að -- ekkert verður af endurskoðunarstefnu Trumps á eldri viðskiptasamningum, nema að lagfæra einhver tæknileg atriði - t.d.

Það verði -- engir nýir tollmúrar.
Ekki verði af stefnunni -- verksmiðjurnar heim aftur.

Fylgt verði fram - hinni fremur herskáu utanríkisstefnu Repúblikanaflokksins.
--Ekki yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs.

  • Trump fái einungis -- eyðslustefnu ríkisins í því skyni að byggja upp innviði Bandaríkjanna, til að uppfylla loforð um snögga fjölgun starfa.

Þá sannarlega yrðu heildar áhrif slíkrar stefnu --> Hagvaxtarhvetjandi.

  1. En þetta byggir að sjálfsögðu fullkomlega á því, að veðmál markaða sé rétt.
  2. Að litlar eða engar líkur séu á því, að Trump fái að fylgja fram - verndarstefnu markmiðum sínum er hann hefur margítrekað lýst yfir -- síðast fyrir helgi.


En eins og ég hef margsinnis bent á -- að ef Trump mundi raunverulega leggja á háa verndartolla t.d. 45% á Kína, auk háa tolla á fleiri mikilvæg viðskiptalönd!

  1. Að hagvaxtaráhrif slíkra tollmúra yrðu afar neikvæð, þ.e. sennilega svo mikið að heildar stefnan yrði þá -- samdráttaraukandi.
  2. Augljóslega ef verndartollar væru lagðir á megnið af innflutningi á hátækni neysluvarningi til Bandaríkjanna.
  3. Þá að sjálfsögðu -- lækkar við það strax kaupmáttur almennings, vegna verðhækkana á þeim varningi sem slíkir verndartollar mundu samstundir framkalla.
  4. Lækkaður kaupmáttur - þíðir minnkun neyslu, og þar með nær samstundir samdrátt í innlendri verslun innan Bandaríkjanna -- því fækkun starfa í verslunargeiranum innan Bandaríkjanna - og að auki sennilega fækkun þjónustustarfa til viðbótar.
  5. Þetta gæti auk þess leitt til - lækkunar fasteignaverðs í Bandar.
  • Spurningin er þó hve háir slíkir tollmúrar væru.

En ef þeir eru eitthvað í líkingu við hugmynd Trumps um 45% toll á varning frá Kína.
--Þá væru verðáhrif þeirra -- mikil.
Þar með einnig - samdráttaraukandi áhrif þeirra, einnig mikil.

Þau áhrif gætu vel verið stærri heldur en samanlögð - jákvæð áhrif af því ef bandaríska ríkið eykur innlendar framkvæmdir + jákvæð áhrif af lægri sköttum.

En það má aftur á móti ímynda sér -- miklu lægri tolla, t.d. innan við 10%.
--Sem líklega dygðu ekki til að hafa - umtalsverð neikvæð áhrif.
Sem kannski jafnvel gæti náðst samkomulag um -- og Trump kallað það sigur.

  • En þá að sjálfsögðu breyttu litlu sem engu þegar kemur að hans stóra loforði.

 

Niðurstaða

Hefur Trump verið settur undir "management"? Ein prófraun á það, getur verið ef -- Romney verður skipaður utanríkisráðherra. Það væri kannski skýr vísbending þess - að Repúblikana flokknum hafi tekist að gera -strengjabrúðu- úr herra Trump.

En a.m.k. virðist veðmál markaða vera á þá lund, að Repúblikanar muni hindra sérhverja tilraun Trumps - til að leggja á nýja umtalsverða tollmúra.
Eða sérhverja tilraun Trumps, til að hefja viðskiptaátök við stórar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna.
Og sennilega að auki, sérhverja tilraun Trumps til að - loka herstöðvum, ógna bandalögum Bandaríkjanna.

Að auki virðist veðmál markaða vera á þá lund, að efnahagsprógramm Trumps verði nokkurn veginn -jafnt og- efnahagsprógramm Repúblikanaflokksins, sem legið hefur fyrir um nokkurt skeið og markaðir vitar hvernig á að vera.

  • Að Trump fái einungis að framkvæma það sem Repúblikanaflokkurinn leyfi honum.

Það verður síðan að koma í ljós hvort að markaðir eru að spá með réttum hætti.
--Að Trump fái litlu sem engu að ráða!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Trump er orðinn mikið breyttur ef menn halda að hann verði einhver "strengjabrúða"........

Jóhann Elíasson, 26.11.2016 kl. 05:26

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ekki gott að segja hvað markaðirnir  "hugsa" ,þeir eru oft ekki sérlega rökréttir.

Margir telja að áhugi Trump á Mitt Romney sé af því að Romney er vel tengdur inn í Republikanaflokkinn ,en er samt ekki innvígður Neocon.

Margir af helstu ráðgjöfum Trump vara þó við því að gera romney að utanríkisráðherra.

Staðreyndin er að það er ekki svo mikill munur á milli Trump og annarra Republikana í innanríkismálum,ekkert sem ekki er hægt að semja um.

Munurinn er aðallega á sviði utanríkismála og verslunar.

.

Ég held að Trump sjái sjálfan sig sem einhverskonar Regan.Hann heldur að hann geti stormað fram á sviðið og ráðskast með heimsmálin eftir sínu höfði eins og Regan gerði.

En það eru einfaldlega aðrir tímar.

Þegar Regan reið húsum í Washingtonn voru engin önnur stórveldi á jörðini en Bandaríkin. Þeir gátu því farið sínu fram án nokkurs andófs frá öðrum.

Það ríkti fullkomið hernaðarlegt ,efnahagslegt og ekki síst upplýsingalegt einræði.

.

Það sem Trump á eftir að reka sig á fljótlega ,er að Bandaríkin eru ekki lengur einráð í heiminum

Fyrir tíu árum hefði valdaránið í Úkrainu gengið jafn smurt og valdaránið í Serbíu.

Þegar valdaránið í Serbíu átti sér stað var ekkert veldi sem gat lagt stein í götu þeirra. Það voru engir fjölmiðlar sem gátu upplýst um allar lygarnar sem áttu sér stað í því samhengi.

Clinton gat einfaldlega logið í okkur öll að Milosevitch væri að fremja þjóðarmorð og við vorum öll þakklát þegar Bandaríkin réðust á Serbíu og lögðu hana í rúst.

Og svo rækilega vorum við heilaþvegin að við látum okkur lynda að Kosovo Albanar stundi í dag þjóðernishreinsaniir á Serbum í Kosovo.

.

Hvergi sjást þessar breytingar á valdahlutfalli samt betur en í Sýrlandi,þar sem Bandaríkjamenn lögðu upp með að koma á hefðbundnu borgarastríði og valdaráni í kjölfarið.

Þeir áttu sér greinilega einskis ills von. Þeir voru í bara að dunda sér við að murka lífið úr Sýrlenska samfélaginu með hefðbundnu samráði við hryðjuverkamenn þegar Rússneski herinn birtist skyndilega og setti á flugbann á svæðinu. Hryðjuverkamennirniir sem nú voru nú búnir að missa flugherinn voru varnarlausir og eru nú að láta undan síga.

Þessi atburðarrás hefði verið með öllu óhugsandi fyrir 10 árum ,eða jafnvel 5 árum síðan.

.

Það er líka komið fram efnahagsveldi sem Bandaríkjamenn verða að taka tillit til ,sem er Kína. Regan þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af Kína,Kína skifti einfaldlega ekki máli og gat með engu móti lagt stein í götu Bandaríkjanna.

Bandaríkin fóru sínu fram án nokkurra afleiðinga fyrir þá.

Kínverjar hafa verið að undirbúa sig fyrir þessi átök lengi. Þar ber að nefna margvíslegar viðskiftablokkir sem þeir hafa haft forgöngu um að stofna til ,Asíubankinn og aukin ítök í IMF.

Bandaríkin eru ennþá mesta viðskiftaveldið en þeir geta ekki lengur hagað sé að villd,þeir verða alltaf að hafa í huga hvernig Kínverjar muni bregðast við.

.

Það eru því sem betur fer komin upp tvö veldi sem takmarka hversu mikinn yfirgang Bandaríkin geta sýnt öðrum ríkjum. Þau átök sem við erum að horfa upp á í dag eru síðustu fjörbrot heimsveldis sem er að reyna að halda í einhliða drottnun sína yfir heiminum.

Þeim kemur til með að mistakast.

.

Veldin eru Rússland  sem takmarkar Bandaríkin hernaðarlega og Kína sem setur þeim skorður efnahagslega.Þetta þurfti Regan ekki að "díla" við.

.

Ókosturinn við þetta er að framkoma stjórnvalda á vesturlöndum ,sérstaklega undanfarin tuttugu ár ,hefur verið slík að fjöldi ríkja er okkur nú fjandsamlegur og fjöldi þeirra mun fara vaxandi eftir því sem dregur úr áhrifum Evrópu og Banndaríkjanna.

Sérstaklega er þetta alvarlegt í sambandi við Rússland sem var mjög Evrópusinnað undir stjórn Putins,en nú er búið að vinna ótrúlegann skaða á því sambandi og það mun taka áratugi að laga það ,jafnvel þó að Evrópa sæi sig um hönd strax í dag. Það virðist jafnvel vera að ráðamenn í Brussel séu reiðubúnir að bæta enn í heimskulega stefnu sína gagnvart Rússlandi með því að taka upp ritskoðun og einhverskonar Stalíníska skráningu á þeim sem tala við Rússneska fjölmiðla.

.

Trump sem virðist hafa skinsamlega stefnu gagnvart Rússlandi mun þurfa að slást við Neoconana sem munu berjast til síðasta blóðdropa við að halda úti ofbeldi sínu gegn Rússlandi,en í viðskiftum sínum við Kína mun hann mæta XI Liping sem er búinn að undirbúa þessi átök lengi. Kínverjar hefðu aldrei látið sverfa til stáls nema þeir teldu sig eiga góða möguleika í þeirri baráttu.

Og eins og venjulega eer það við almenningur sem þurfum að sitja upp með afleiðingarnar af græðgi og heimsku stjórnenda okkar. 

Borgþór Jónsson, 26.11.2016 kl. 12:32

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann Elíasson, mig grunar að hann verði tregur í taumi - þannig að markaðir muni endurskoða afstöðu sína líklega snemma á nk. ári.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2016 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband