24.11.2016 | 02:04
Francois Fillon og Marine Le Pen verða aðal frambjóðendurnir í frönsku forsetakosningunum á nk. ári -- þá væri tryggt að Frakkland tæki mjög Pútín vinsamlega stefnu!
Það áhugaverða er að þetta virðist líklegt. Megin ástæða þessarar sveiflu virðast dramatísk hryðjuverk í París á sl. ári. Þau virðast hafa skapað sterka stemmingu fyrir þeirri afstöðu -- að allt sé til leggjandi, til að útrýma ISIS. Þá virðist það orðið að megin atriðinu í augum margra, þegar kemur að Mið-austurlöndum. Þetta virðist hafa eflt vinsældir þeirrar hugmyndar - að horfa á Sýrlands átökin fyrst og fremst á þeim grunni, hvað gæti stuðlað að sem skjótastri eyðileggingu ISIS!
Rétt að taka fram að Francois Fillon er enn að keppa við Alain Juppe!
- Fillon og Le Pen, vilja afnema refsiaðgerðir gegn Rússlandi, vegna deilunnar um Úkraínu, sérstaklega -- yfirtöku Rússlands á Krímskaga.
- Bæði vilja dramatíska stefnubreytingu varðandi afstöðu Frakklands til átakanna í Sýrlandi -- þ.e. sú hugmynd, að styðja Assad til sigurs í Sýrlandi annan stað og síðan í öðru lagi, að gera bandalag við hann gegn ISIS.
- Síðan eru bæði sammála því - að dramatískt takmarka aðgengi flóttamanna að Frakklandi, sérstaklega þeirra sem eru múslimar.
- Bæði vilja herða mjög á baráttu gegn hryðjuverkum tengdum íslamistum.
En síðan skilur nærri fullkomlega á milli þeirra, er kemur að efnahagsstefnu!
En ef maður t.d. reyndi að setja -- Trump mælistiku á Marine Le Pen vs. Francois Fillon.
- Fillon vill fylgja klassísku - frjálshyggjumódeli, þ.e. gal-opið hagkerfi m.ö.o. alls ekki fylgjandi hugmyndum Trumps um - verndartolla. Fillon vill lækka skatta og draga saman innan ríkisins, einfalda reglur o.s.frv.
--Stefna Fillon virðist ekki með verulega tengingu við þjóðernishyggju þ.e. ekkert Frakkland fyrst. - Meðan að Le Pen, er að því líkari stefnu Trumps, að vilja -- verndarstefnu, leggja áherslu á uppbyggingu fransk iðnaðar og framleiðslu - styðja við frönsk fyrirtæki, hvetja fólk til að kaupa franskar vörur - o.s.frv.
--M.ö.o. er stefna hennar - mjög þjóðerniskennd þ.e. Frakkland fyrst.
Þannig að ef menn ætla á ákveða -- hvort er "Trumparinn" í Frakklandi!
--Þá er það klárlega Marine Le Pen - frekar en Fillon.
Sannast sagna lýst mér afar illa á hugmyndir beggja!
En t.d. varðandi styrrjöldina í Sýrlandi -- var það Assad er raunverulega hóf hana, þ.e. ákvörðun hans að skipa lögreglu og her að skjóta á óvopnuð fjöldamótmæli.
--En skömmu eftir að sú ákvörðun var tekin, brutust mótmælendur inn í vopnageymslur hersins, lutu þar aðstoðar fjölda hermanna er gengu í lið með þeim, og átökin hafa verið vopnuð alla tíð síðan.
--Assad hefur þaðan í frá beitt óskaplegri grimmd gegn uppreisninni í landinu, þ.e. stöðugum loftárásum og stórskotaárásum -- enda hafa yfir 5-milljón manns flúið. Langsamlega flestir af þeim hluta íbúa er hóf uppreisn.
--Síðan 2013, en átökin hófust á seinni helming árs 2011, hefur Assad notið aðstoðar íslamistanna í Hezbollah, og síðar meir að auki -- Shíta Íslamista hópa sem Íranar hafa sent til að berjast í stríðinu -- gegn uppreisn sem hefur verið Súnní.
--Á móti hafa nokkur Arabalönd stutt uppreisnarmenn.
- Með því að segja, best sé að styðja Assad - því það bindi enda á átökin.
- Þá líta menn fullkomlega framhjá því, að um trúarbragða stríð er að ræða a.m.k. síðan 2013.
- Og að auki, að íslamista hreyfingar eru í dag - megin fjöldi þeirra er berjast, beggja vegna víglínunnar. En landher Assads má sín lítils í dag, þó enn skipti flugher hans máli.
Í gangi virðast skipulegar hreynsanir á Súnníum-er hófu uppreisn, meir en 5-milljón þegar flúnar, og að auki eru allt að 6-milljón til viðbótar flóttamenn innan landsins; en þær 6 milljónir skiptast þó milli allra hópanna er byggja landið.
- M.ö.o. virðast hóparnir hreinsa þau svæði sem þeir ráða, af andstæðingum eða þeim sem taldir eru styðja andstæðinga!
- Þá er þetta klassíkst "community war" en með sterku "trúarbragða stríðs ívafi."
Það er sannarlega unnt að styðja Assad -- til að kremja þ.s. eftir er af uppreisninni sem enn stendur!
En þá má reikna með verulegri viðbótar flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
--En það verður að muna, að landhernaðurinn gegn uppreisninni virðist nú einkum undir stjórn bandamanna Írana, þ.e. Shíta Íslamista hópa sem Íranar hafa sent á vettvang.
--En eftir gríðarleg hryðjuverk á báða bóga í stríðinu, sé mjög sennilegt að íbúar Súnní svæða sem stæðu frammi fyrir --> Hernámi Shíta Íslamista á þeirra svæðum, leggi á flótta.
Ég skal ekki halda því fram, að Assad geti ekki sæmilega stjórnað landinu eftir að hafa hrakið flesta Súnnítana í burtu!
- En spurningin er hvaða áhrif það hefur -- ef á bilinu 6-8 milljónir Sýrlendinga eru varanlega brotthraktir og flestir dveljast í afar fjölmennum flóttamannabúðum í næsta nágranni við Sýrland?
- Þetta er þá að mörgu leiti sambærilegt við það, hvað gerðist í Ísrael eftir sigur Ísraela í stríðinu 1948, er hundruðir þúsunda Palestínu-araba lögðu á flótta.
- Eins og þekkt er, þá skipulögðu íbúar þeirra flóttamannabúða andóf gegn Ísrael -- sem hefur viðhaldið áratugum saman, lágtíðni átökum og hryðjuverka ógn.
- En fjöldinn í samhengi Sýrlands -- er miklu meiri.
- Þ.e. ekki hundruðir þúsunda á flótta -- heldur milljónir.
- Þannig að skalinn á þeim átökum er allt annar og meiri sem flóttamenn frá Sýrlandi, mundu geta viðhaldið í framhaldinu og síðan með sambærilegum hætti og Palestínumenn hafa -- áratugum saman.
M.ö.o. er ég að segja að -- friður sé afar ósennilegur!
--Það gæti verið unnt að tryggja Assad yfirráð yfir stórum eða jafnvel stærri hluta landsins, sérstaklega ef hann fengi viðvarandi stuðning utanaðkomandi t.d. Frakka.
--En sú útkoma mundi að líkindum viðhalda ófriði í Mið-austurlöndum í áratugum saman.
Sem sagt, að í stað þess að stríðið hætti -- breyti átökin um fasa!
Skalinn á átökum gæti sannarlega hugsanlega minnkað, en þó er það ekki víst.
En það má einnig koma með annan samanburð, þ.e. Talibanar í Afganistan
En 1979 gerðu Sovétríkin innrás -- eins og þekkt er. Vesturlönd völdu að aðstoða innlenda skæruhópa er börðust við her Sovétríkjanna. Þarna er ég einungis að rekja söguna á hraðferð. En punkturinn er sá, að stórar flóttamannabúðir spruttu upp í Pakistan - með milljónum flóttamanna.
Talibanar spruttu ekki fram fyrr en árum eftir að Sovétríkin yfirgáfu sviðið. En þeir spretta fram innan einmitt flóttamannabúðanna í fjalllendi Pakistans. Og þær flóttamannabúðir -- eru síðan ástæða þess, að aldrei var unnt að sigrast á Talibönum.
Því þeir virðast geta í þeim búðum í Pakistan, þjálfað nýliða - aflað nýrra bardagamanna, einnig notað þær til að endurskipuleggja lið sitt.
- Hinar risastóru flóttamannabúðir sem væru til staðar í næsta nágrenni Sýrlands.
- Væru um sumt líkari ástandinu í Pakistan, þ.e. flóttamannabúðir samanlagt með milljónum íbúa - flestir sennilega í volæði.
- Það má einnig -- tala um mörg -Gazasvæði- þ.e. í næsta nágrenni Sýrlands.
--Bara miklu fjölmennari.
Þegar við erum að tala um það -- hvað sé liður í baráttunni gegn öfga Íslam
- Þá er rétt að hafa það í huga, að ef Frakkland mundi aðstoða -- Íran, Hezbolla - en þ.e. hvað aðstoð við Assad raunverulega þíðir, í bandalagi við Rússland.
- Til að ljúka hreinsunum á Súnní araba hluta íbúa er hófu uppreisn.
Þá væri Frakkland með Rússlandi -- að veita Shítum lið í því að berja niður uppreisn Súnní Múslima, og tryggja að milljónir Súnní Múslima séu sennilega varanlega landflótta.
- Vandamálið hefur einkum verið -- Súnní hatur gegn Frakklandi og Vesturlöndum!
- En ég á mjög erfitt með að sjá, með hvaða hætti -- það að aðstoða Hezbollah og Íran til sigurs í Sýrlandi - aðstoð Shíta í því að umbreyta íbúaskiptingu Sýrlands að verulegu leiti.
- Mundi draga úr -- hatri á Frökkum sérstaklega meðal Súnní Múslima innan Mið-austurlanda.
En þ.e. þetta haturs ástand, sem hvetur Súnní Múslima er t.d. búa í Frakklandi, til að snúast gegn samborgurum sínum.
Og því má ekki heldur gleyma, að þ.e. Súnní hatrið -- sem einnig styður við útbreiðslu ISIS.
- En mundu flóttamannabúðirnar ekki einmitt verða gróðrastía fyrir ISIS?
- Munum aftur samanburðinn við Talibana--hvernig þeir hafa getað beitt flóttamannabúðum í Pakistan til þess að stöðugt endurnýja sig, gert sig m.ö.o. ósigrandi.
Það að Frakkar hjálpuðu við -- hreinsun Súnníta frá Sýrlandi, gæti orðið "rallying cry" sambærilegt við það, hvernig Palestínumenn notuðu hatur flóttamanna upphaflega frá Ísrael þeirra "grievance" sem stöðuga uppsprettu fylgisamanna!
--Og auðvitað, má aftur nefna hvernig Gaza-svæðið hefur virkað, en flóttamannabúðirnar nærri Sýrlandi væri miklu fjölmennari.
Með öðrum orðum er ég að segja -- að sú stefna sem Fillon og Le Pen standa fyrir í samhengi Mið-austurlanda, sé sennilegri að gera illt verra!
Niðurstaða
Það virðist í gangi öflug hægri sveifla a.m.k. í Frakklandi.
Eiginlega er ekki alveg unnt að túlka kosninganiðurstöðu í Bandar. sem -- hægri sveiflu. Vegna þess að eftir allt saman fékk Clinton fleiri atkvæði. Og fyrir utan að Trump fékk t.d. ekkert fleiri atkvæði en John McCain 2008 á sínum tíma er hann tapaði fyrir Obama, og í reynd færri heldur en Romney 2012.
Það má ekki vanmeta óskaplegar óvinsældir Hollande forseta, sem nýlega mældist með ótrúlegan 4% stuðning -- langsamlega mestu óvinsældir sitjandi forseta örugglega nokkru sinni. Þær óvinsældir hafa gert að því er virðist, möguleika vinstri manna í forsetakosningunum í Frakklandi að engu í þetta sinn.
Þannig að frambjóðendur til hægri munu án vafa - eiga sviðið.
Eins og ég benti á, ef frambjóðendurnir verða Fillon og Le Pen, þá verður örugg mjög dramatísk stefnubreyting gagnvart Rússlandi og átökunum innan Sýrlands.
Á hinn bóginn er ég algerlega viss að í báðum tilvikum er stefnubreyting - mistök. Sérstaklega ákaflega slæm mistök í tilviki Sýrlands átakanna. Þvert á að draga úr hryðjuverka ógn, held ég að sú stefnumörkun er Fillon og Le Pen vilja fylgja -- geti jafnvel aukið hana með dramatískum hætti.
--Að því leiti gæti orðið áhugaverður samanburður við vanhugsaðar aðfarir Bush.
--Bandalag með Assad gæti orðið að frönsku megaklúðri, eða nánar tiltekið bandalag með Íran og Rússlandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það Putin grýlan hjá þér á ný?
Þetta er lítið annað en anti-semitismi hjá þér ... gengur of langt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2016 kl. 00:40
Mig grunar að þú skiljir ekki það orð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.11.2016 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning